Morgunblaðið - 31.03.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.03.2020, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það er fróð-legt aðfylgjast með umræðu á hliðarlínum um kórónuveiruna og faraldurinn sem hún veldur. Það er eiginlega sama hvort horft er langt eða skemur þá er efst á blaði sú þjónusta sem sjúkra- húsin veita hvert í sínu landi, og þar hvert á sínu svæði. Víða fellur slíkur rekstur undir ábyrgð fylkja eða héraða. Og nánast hvert sem litið er hafa flestir átt erfitt með að anna sínu verki. Fólkinu fjölgar og aldursdreifingin eykur svo vandann enn. Það hefur legið fyrir frá því að lífsbókinni var flett í fyrsta sinn að leið allra liggur frá vöggu til grafar. Sú leið er ekki ein og söm en hin huglæga endastöð er þekkt. Og þótt hún sé ekki endilega eftirsóknar- verð nýtur hún skilnings. Það er reyndar ekki val á öðru. En sjúkrahúsin eru þýðingarmik- ill áningarstaður á þessari leið. Og hafa þau aldrei gegnt rík- ara hlutverki en nú. Þau geta sjálfum sér um það kennt. Það er nefnilega sífellt meira sem fólkið þar innan veggja er fært um. Síaukin þekking, tækja- búnaður sem hefði verið óhugsanlegur fyrir skömmum tíma, jafnvel stundum örfáum áratugum, hefur komið til og svo eru það síbreytileg lyf sem geta nú gert það sem áður var ólæknandi að raunhæfum kosti lækningar. Núlifandi kynslóðir eru með- vitaðar um þetta allt. Nú er víða von þar sem öllum dyrum var löngu lokað áður. Við þenn- an þátt bætist að ytri aðbún- aður er allur annar en var, ekki síst hér í okkar heimshluta. Heimilin eru önnur en var. Vatn er hvarvetna innan seil- ingar. Þau eru hlý núna og auð- veldara að tryggja hreinlæti og hollustu. Okkur þykir öllum mikið til um þetta allt koma og það þarf ekki að grafa langt eftir þakklæti. En okkur hætt- ir til að taka þessu mikla öryggiskerfi tilveru okkar sem sjálfsögðum hlut. Þegar að skyndilega brestur á heilsu- farsleg ógn úr fjarlægum hluta heims þá bregður svo við að fjöldi manns virðist furðu lost- inn yfir því að „heilbrigð- iskerfið“ skuli ekki geta axlað þá viðbót, heimsóværu sem menn frétta fyrst af með nokkru öryggi í febrúar, eins og strætisvagn sem opnar fyrir fólki á biðstöð. Allt sé viðbúið og klárt og kerfið hljóti að vera albúið til að taka við tugum, hundruðum eða, eins og gerð- ist á Ítalíu, tugum þúsunda fár- sjúkra þar sem 10 þúsund týna lífinu eftir harða baráttu á örfáum dögum og vikum. Það gerir ekkert land ráð fyrir því að geta bætt við sig slíkum fjölda sjúklinga, sem eru nær allir við dauðans dyr. Sjúkrahúsin hafa misserum og árum saman átt fullt í fangi með að afgreiða hinn venjulega þunga. Þegar við heyrum endur- tekið að Landspítalinn ráði yfir 26 „öndunarvélum“ höfum við aldrei spurt hvað megi gera ráð fyrir að margar slíkar vél- ar þurfi að vera tiltækar í venjulegu ástandi og hversu margar séu þá fyrir hið mikla auka álag. Og af hverju höfum við ekki spurt? Sennilega vegna þess að við viljum ekki heyra svarið. Ríkisstjórar í hinum ýmsu ríkjum Bandaríkj- anna vita vel að heilbrigð- isþátturinn er í fyrsta lagi að mestu einkarekinn í Banda- ríkjunum og flokkast mál- efnalega undir borgaryfirvöld og svo æðstu stórnendur rík- isins, þótt þar eins og annars staðar sé ákveðinn endapunkt- ur í hjarta ríkisins. Þess vegna er dálítið ógeðfellt að horfa á ríkisstjóra í New York nota drýgstan tíma sinna upplýs- ingafunda til að ráðast á núver- andi forseta fyrir að hafa ekki safnað öndunarvélum í sjóði sem ríkin gætu svo pantað þeg- ar og ef slíkt vantaði einhvern tíma. Í framhaldinu var auðvit- að kannað hvað friðarverð- launahafinn Obama hefði látið safna af öndunarvélum á sinni tíð. Hefði Obama af tilefnislausu skyndilega gefið fyrirmæli um að kaupa öndunarvélar í tugþúsundatali og fylla með þeim vöruhús hefðu einhverjir loksins botnað í af hverju hann fékk friðarverðlaun Nóbels. Ekki fékk hann þau fyrir að mæta í vinnuna, því hann eins og hinir forsetarnir átti heima í vinnunni. En því miður hafði Obama ekki pantað eina ein- ustu öndunarvél og ástæðu- laust að hafa það gegn honum. Framan af vonuðu margir að jafnvel minni háttar stjórn- málamenn yrðu þó nægilega stórir til að láta veiruna vera í sínum slag. Hún er einfær um að gera bölvun. Nú er reyndar komin upp hreyfing í Bretlandi sem telur óhjákvæmilegt að- fresta Brexit vegna kórónu- veirunnar! Þar eru á ferð al- þekktir góðkunningjar ónýts málstaðar. Kannski halda þeir fírar að nú sé lag, því að Boris sé veiru-lasarus núna og því kannski jafn slappur og May fyrirrennari hans var þegar hún var sem allra frískust. Eftir því sem lengist í baráttunni við kórónuveiruna eykst þörf á að slá pólitískar keilur} Munum tíma tvenna N ýliðin vika er búin að vera anna- söm. Þingmenn hafa margir hverjir sinnt fastanefnda- fundum sínum í gegnum fjar- fundabúnað. Ég er ein af þeim. Það er ný reynsla að setjast framan við skjá- inn heima með heyrnartól og hljóðnema og beintengja sig við nefndarsviðið, sem óhætt er að segja að haft hafi í nægu að snúast varð- andi þær risavöxnu efnahagsaðgerðir sem rík- isstjórnin boðaði fyrir rúmri viku. Er furða þótt ég sé undrandi á aðgerð- arpakkanum sem augljóslega er ætlað að slá skjaldborg um fyrirtækin og fjármagnsöflin á kostnað almennings og heimilanna í landinu? Eru aðgerðirnar sniðnar að öryrkjum og öldr- uðum sem enga framfærslu hafa umfram strípaða framfærslu almannatrygginga? Hvað með heimilislaus sem lifa nú við ömurlegri aðstæður en nokkru sinni fyrr? Telja má víst að þörfin fyrir starfsemi SÁÁ verði af augljósum ástæðum aldrei meiri en í kjölfar þess áfalls sem við verðum fyrir nú. Samtökin missa nú mestallt sjálfsaflafé. Erum við að verja þau þessu áfalli? Svörin eru nei. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru ekki að koma til móts við þau bágstöddustu í samfélaginu. Þau gleymast eina ferðina enn. Ég segi gleymast því ekki ætla ég ríkisstjórninni að hafa lagt í björgunarleiðangur þar sem viðkvæmustu þjóðfélagsþegnarnir eru viljandi skildir eftir á flæðiskeri. Stjórnarliðar segja þetta fyrsta skrefið og gera þurfi meira en minna. Þrátt fyrir það læt- ur ríkisstjórnin fátækt fólk enn bíða eftir réttlætinu. Fjármálaráðherra hamrar á því að við stöndum nú mun betur að vígi gagnvart vánni en í hremmingum hrunsins. Gjaldeyr- isvaraforði Seðlabankans er 930 milljarðar og hefur aldrei verið öflugri. Skuldir ríkissjóðs greiddar niður af miklum móð og stýrivextir Seðlabankans í sögulegu lágmarki eða 1,75%. Samanlagt á þetta allt að geta varið heimili og fyrirtæki landsins í boðaföllum þeirra brimskafla sem við nú verðum að kljúfa. Ég lýsi undrun á að greiðslubyrði húsnæðislána heimilanna bera enn sömu vexti og samið var um fyrir daga vaxtalækkana Seðlabankans, um leið og nú á að lækka bankaskattinn strax um 11 milljarða króna. Er það rétt forgangs- röðun á almannafé að hjálpa bönkunum sem settu okkur á hausinn 2008? Það sem verra er, að í stað þessa að tryggja að þessar að- gerðir nýtist viðskiptavinum þeirra, þá sendir rík- isstjórnin þeim vinsamleg tilmæli um að þeir lækki nú vexti sína. Þar við situr. Í kjölfar hrunsins sótti margt fólk vinnu og tekjur til annarra landa, s.s. Noregs. Þannig tókst mörgum að standa í skilum. Nú er þessi möguleiki lokaður. Ég skora því á allar lánastofnanir landsins að setja heimilin í skuldaskjól; senda ekki einn einasta greiðsluseðil út fyrr en við sjáum til lands í þeirri miklu óvissu sem nú ríkir. Ríkisstjórnin ætti að beita sér fyrir þessu. Bankarnir geta beðið. Við eigum það inni hjá þeim. Inga Sæland Pistill Verndum heimilin og þá verst settu Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Drauganet eru veiðarfærisem hafa tapast, oft ívondum veðrum, oggeta haldið áfram að fiska í sjónum. Áætlað er að um 640 þúsund tonn af fiskveiðibúnaði tapist árlega í höfum heimsins. Á Norðurlöndum liggja ekki fyrir tölulegar upplýsingar um það hve mikið tapast af veiðarfærum, verða eftir á hafsbotni eða er farg- að í sjóinn, en ljóst er að vanda- málið er fyrir hendi á norrænum slóðum eins og annars staðar. Clean Nordic Oceans er verk- efni og þekkingarsamstarfsnet sem komið var á laggirnar árið 2017 á vegum Norrænu ráðherra- nefndarinnar. Tilgangur verkefn- isins var að koma á fót samstarfi um þekkingarmiðlun innan Norð- urlanda til að draga úr hættu á veiðum með drauganetum, meng- un í hafi með veiðarfærum frá jafnt atvinnu- sem tómstundaveið- um, ásamt aukinni endurnýtingu og endurvinnslu. „Veiðarfæri og leifar af veiðarfærum sem týnast í hafi eru óheppileg fyrir líf í sjó og geta stuðlað að bæði þjáningum og sið- fræðilega röngum dauða með veið- um drauganeta. Þess vegna er svo mikilvægt að takast á við þessi vandamál,“ segir í skýrslu sem tekin hefur verið saman um þetta starf. Þekkingin ekki nýtt Eftir að rakið hefur verið í skýrslunni að talsverð þekking sé fyrir hendi á Norðurlöndum um þetta vandamál segir svo í skýrsl- unni: „Þar sem sú vitneskja liggur fyrir að bæði atvinnu- og tóm- stundaveiðar eiga umtalsverðan þátt í mengun í hafi er ekki rangt að halda því fram að fyrir hendi sé góður grundvöllur þekkingar en að hún skili sér ekki eða sé ekki nýtt á fullnægjandi hátt sem forsenda stjórnsýsluákvarðana.“ Fram kemur að Norðurlöndin hafi ófullnægjandi yfirsýn yfir það hve mikið og hvar veiðarfæri tap- ist og óheppilegt sé að þessar upplýsingar skorti. Norðurlöndin leggi lítið sem ekkert í það verk- efni að fjarlægja týnd veiðarfæri og Norðmenn eru þeir einu sem fara reglulega í leiðangur til að hreinsa upp veiðarfæri. Fræðsla og reglusetning Fram kemur í skýrslunni að umtalsvert meiri hætta sé á því að veiðarfæri sem lögð eru tapist, t.d. lagnet og ýmsar gerðir fiskigildra, heldur en þau sem dregin eru, t.d. troll, nót og snurvoð. Hins vegar eru hlutir úr veiðarfærum sem dregin eru miklu meira áberandi í strandrusli frá fiskveiðum og er tóg nefnt í því sambandi. Sem almennar aðgerðir til úr- bóta er nefnt að nauðsynlegt sé að auka vitneskju á öllum Norður- löndum um afleiðingar veiðarfæra sem tapast eða hafa verið skilin eftir. Þörf sé á að fara yfir það að hvaða marki reglusetning í hverju landi fyrir sig skili tilætluðum ár- angri. Þá er nefnt að þörf geti verið fyrir nýjar aðgerðir, svo sem að hafa flóttaleiðir úr fiskigildrum og að banna fiskveiðar við skips- flök. Tveir starfsmenn Hafrann- sóknastofnunar, Haraldur A. Ein- arsson og Georg Haney, tóku þátt í starfi nefndarinnar. Drauganet eru vandi sem þarf að takast á við Meðal aðgerða á hafi úti er nefnt að veiðarfæri verði sýnilegri til að draga úr hættu á skorið sé á yfirborðshluta og að veiðarfæri rekist saman. Mælt er með lausnum til að tilkynna eða láta vita þannig að veiðarfærin verði stafrænt sýnileg öðrum sjófarendum. Hvatt er til þess að farið sé að leiðbeiningum FAO um merkingu veiðarfæra. Séu öll veiðarfæri merkt hvetji það til aukinnar ábyrgðar á því að tilkynna þegar þau tapast og þannig aukist einnig líkur á því að hægt sé að skila þeim til eiganda. Fram kemur í skýrslunni að greinilega þurfi að auka hæfni tómstunda- veiðimanna við notkun á lagnetum og fiskigildrum. Hvað atvinnufiski- menn varði snúist aukin hæfni einkum um bættar starfshefðir og viðhorf gagnvart efnisleifum við störf að veiðarfærum. Meðal annars er mælt með því að skipulagðar verði lausnir sem geri mönnum kleift að skila týndum veiðarfærum sem hafi fundist og veið- arfærum til förgunar í fiskihöfnum. Hvetja þurfi til lausna sem stuðli að endurnotkun og endurnýtingu þannig að brennsla og sorpeyðing verði sú lausn sem síðast komi til álita. Veiðarfæri verði sýnilegri BENT Á NOKKRAR LEIÐIR TIL ÚRBÓTA Ljósmynd/Borgþór Magnússon Fjölbreytt Litríkur reki í fjöru í Surtsey fyrir nokkrum árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.