Morgunblaðið - 31.03.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.03.2020, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2020 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.alno.is lengur. Á þriðja ársfjórðungi í fyrra námu gjaldeyristekjur í ferðaþjón- ustu samtals um 169 milljörðum kr. Neysla erlendra ferðamanna hér á landi nam um 120 milljörðum kr. á sama tímabili og tekjur íslenskra flugfélaga af fargjaldatekjum greidd- um í erlendri mynt um 49 milljörðum króna. Tekjurnar á fjórða fjórðungi í fyrra námu samtals um 88,6 milljörð- um króna. Til að setja þessa þróun í samhengi segir Jón Bjarki að skellurinn af hvarfi síldarinnar á seinni hluta sjö- unda áratugarins hafi numið 8-9% af landsframleiðslu í töpuðum útflutn- ingstekjum, sem myndi samsvara um 250 milljörðum miðað við landsfram- leiðslu síðasta árs. „Þá varð hins veg- ar sáralítill samdráttur í innflutningi á móti,“ segir Jón. Vilborg Helga Júlíusdóttir, hag- fræðingur Samtaka ferðaþjónustunn- ar, segir aðspurð að áðurnefnd tala, um 250 milljarðar, sé ekki fjarri lagi. Samkvæmt hennar áætlun gæti neysla elendra ferðamanna hér á landi frá miðjum mars til ágústloka hafa verið um 208 milljarðar eða um 17% af heildargjaldeyristekjum þjóð- arinnar. Fjölbreytt neyslu innanlands hafi verið um 125 milljarðar og far- gjaldatekjur um 83 milljarðar. Til samanburðar hafi neysla Ís- lendinga á ferðalögum erlendis í fyrra numið um 179 milljörðum kr. Jafn- framt hafi Íslendingar keypt flugmiða með erlendum flugfélögum fyrir um 15 milljarða. „Nú þegar ferðabann er víðs vegar um heiminn er tækifæri fyrir Íslendinga að ferðast um eigið land í sumar. Það dregur úr því þunga höggi sem ferðaþjónustan verður fyr- ir vegna kórónuveirufaraldursins.“ Útlitið bjart í ársbyrjun Þá bendir Vilborg á að ferðaárið 2020 hafi litið vel út í byrjun árs. Við- mælendur hennar í ferðaþjónustu hafi verið jákvæðir en nú horfi menn fram á óvissutíma. Það sé jafnframt mikilvægt að hafa í huga að þetta sé tímabundið ástand. Þrátt fyrir þrönga stöðu muni ferðaþjónustan eins og aðrar atvinnugreinar rísa undir þessari áskorun. Skarphéðinn Steinarsson ferða- málastjóri segir Ferðamálastofu vinna að útreikningum á áætluðu tapi ferðaþjónustunnar. Það sé gert út frá mismunandi sviðsmyndum um fjölda ferðamanna fram í tímann. Ljóst sé að höggið verði þyngst yfir sumarið. Meðal annars komi þá verðmætustu ferðamennirnir. Þá dvelji þeir lengst og fari víðast. „Við erum að reyna að ná utan um þetta til að sjá hver þróunin geti orðið í ferðaþjónustunni. Við horfum fram á algjört tekjuhrun. Það voru engar tekjur síðari hlutann í mars, engar tekjur í apríl og mjög óverulegar tekjur í maí,“ segir Skarphéðinn. Óvissa sé um framhaldið. Nú síðast hafi EasyJet greint frá því að flugflot- anum yrði lagt út maí. Óvíst um framhaldið „Það veit enginn hvernig ferða- þjónustan fer af stað aftur. Hver verða áhrifin á ferðahegðun? Mun fólki líða vel með að ferðast til ann- arra landa í júní eða júlí?“ spyr Skarphéðinn. Önnur lönd leggi nú mikla áherslu á ferðalög innanlands í sumar. Ísland sé hins vegar í þeirri stöðu að hafa fleiri erlenda ferðamenn á hvern íbúa en flestar þjóðir. Á hin- um Norðurlöndunum sé innanlands- markaðurinn um 50% af ferðaþjón- ustunni en innan við tíundi hluti á Íslandi. „Ef það verður 50% sam- dráttur þarf að fá Íslendinga til að ferðast fimm sinnum meira en áður og það er auðvitað útilokað,“ segir Skarphéðinn. Vísar hann þá til hlut- falls gistinátta. Tekjutapið 260 milljarðar Áætlað tekjutap ferðaþjónustunnar* Tekjutap í milljörðum kr. frá 15. mars til 31. ágúst eftir ársfjórðungum 259 milljarðar kr. er áætlað heildartekjutap ferðaþjónustunnar á 1.-3. ársfjórðungi 2020 miðað við árið 2019 Tekjur árið 2019** Áætlaðar tekjur 2020*** 2019 2020 2019 2020 2019 2020 1. ársfj. (janúar-mars) 2. ársfj. (apríl-júní) 3. ársfj. (júlí-september) *Tekjur af erlendum ferðamönnum á Íslandi og tekjur íslenskra fl ugfélaga af því að fl ytja erlenda farþegar hvort sem það er til og frá Íslandi eða annars staðar. **Heimild: Hagstofa Íslands. ***Áætlun Íslandsbanka. 93 ma.kr 119 ma.kr 169 ma.kr 76 ma.kr Áætlað tekjutap -17 Áætlað tekjutap -119 46 ma.kr Áætlað tekjutap -123  Tekjufall í ferðaþjónustu frá miðjum mars og út ágúst yrði þjóðarbúinu dýrt  Samsvarar 700 þúsund á hvern landsmann  Á móti sparast útgjöld erlendis BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru tekjurnar af erlendum ferðamönnum um 380 milljarðar fyrstu þrjá árs- fjórðungana í fyrra. Ber þá að hafa í huga að flugfélagið WOW air var starfandi til 28. mars. Sé þessum tekjum deilt niður á fjölda daga í mánuði má gera ráð fyrir að tekjur íslenskrar ferðaþjónustu hafi verið um 250 milljarðar frá 15. mars til 31. ágúst í fyrra. Er nú útlit fyrir tekjufall þetta tímabil. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræð- ingur Íslandsbanka, áætlar aðspurð- ur að tekjutapið geti numið um 260 milljörðum á ársfjórðungunum þrem- ur miðað við framangreindar forsend- ur og m.t.t. innbyrðis dreifingar á fjölda ferðamanna innan hvers árs- fjórðungs. Þótt séu enn líkur á að ein- hver hluti háannatímans skili sér í greininni. Á móti sparist innflutt kaup á að- föngum vegna ferðaþjónustu. Ætla megi að þau geti numið að minnsta kosti 20-25% af heildartekjum af er- lendum ferðamönnum. Samkvæmt því sparast í það minnsta ríflega 60 milljarðar í gjaldeyriskaup. Það vegur á móti gjaldeyristapinu. Minni neysla Íslendinga Enn fremur muni neysla íslenskra ferðamanna erlendis dragast gríðar- lega saman sem og innflutningur vegna neyslu almennt. Þá kunni fjár- festingar innanlands að skreppa tals- vert saman. Ríkissjóður hefur miklar skatt- tekjur af ferðaþjónustu. Þar á meðal eru skatttekjur af innflutningi fyrir- tækja í ferðaþjónustu á ýmsum vörum. Virðisaukaskattur af neyslu erlendra ferðamanna hér á landi er jafnframt verulegur og það gildir líka um tekjuskatt af launum. Telur Jón Bjarki einsýnt að þær skatttekjur hlaupi á tugum milljarða. Ríkið færi minni skatttekjur Við þetta bætist að fjárfesting í ferðaþjónustu verður að líkindum minni en ella. Með því verður ríkis- sjóður einnig af skatttekjum. Áhrifin á ferðaþjónustuna verða meiri eftir því sem röskunin varir Morgunblaðið/RAX Reynisfjara Gríðarlegt tekjufall hefur orðið í ferðaþjónustu í ár. 31. mars 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 139.5 140.16 139.83 Sterlingspund 171.08 171.92 171.5 Kanadadalur 99.13 99.71 99.42 Dönsk króna 20.577 20.697 20.637 Norsk króna 13.275 13.353 13.314 Sænsk króna 13.976 14.058 14.017 Svissn. franki 144.93 145.73 145.33 Japanskt jen 1.2824 1.29 1.2862 SDR 190.55 191.69 191.12 Evra 153.57 154.43 154.0 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 181.0626 Hrávöruverð Gull 1621.2 ($/únsa) Ál 1506.0 ($/tonn) LME Hráolía 26.68 ($/fatið) Brent ● Kvika banki hækkaði um 3,54% í við- skiptum í Kauphöll í gær. Þá hækkuðu bréf Eimskipafélagsins um 2,13%. Ice- landair hækkaði um 1,93%. TM lækkaði um 5,0% og Eik fasteignafélag um 2,99%. Þá lækkaði Arion banki um 2,61% í viðskiptunum. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,83% í viðskiptum gær- dagsins. Hún hefur nú lækkað um 18,45% frá áramótum. Kvika hækkaði mest en TM lækkaði mest allra Hagnaður Íslandshótela nam rúm- um 1,1 milljarði króna á árinu 2019 samkvæmt nýbirtum ársreikningi. Dróst hagnaðurinn saman um 22,5% frá fyrra ári. Drógust rekstrartekjur saman um 585 millj- ónir. Rekstrarkostnaður dróst saman yfir sama tímabil um 519 milljónir. Rekstrarkostnaðurinn lækkaði einkum vegna innleiðingar IFRS 16 endurskoðunarstaðalsins en með henni er greidd húsaleiga færð til lækkunar á leiguskuld og sem vaxtagjöld í stað gjaldfærslu áður. Fjármagnskostnaður jókst þess vegna mikið og námu hrein fjár- magnsgjöld 1.125 milljónum, sam- anborið við 841 milljón árið 2018. Eignirnar rúmir 50 milljarðar Eignir Íslandshótela námu 50,4 milljörðum í árslok 2019, sam- anborið við 39,6 milljarða í árslok 2018. Munar þar mestu um virð- isbreytingu fasteigna og lóða sem nam 3,9 milljörðum og því að nú eru leigueignir bókfærðar bók- færðar á tæpa 7,3 milljarða en leiguskuldbindingar Íslandshótela námu rúmum 7,4 milljörðum um nýliðin áramót. Skuldir félagsins jukust um tæpa 8,5 milljarða á árinu 2019. Vegur þar bókfærð leiguskuldbinding mestu eða 7,1 milljarði, tekju- skattsskuldbinding hækkar um 600 milljónir og langtímalán vaxa um tæpar 400 milljónir. Eigið fé Ís- landshótela stóð í 19,1 milljarði árslok og hafði vaxið um 2,3 millj- arða frá fyrra ári. Eiginfjárhlutfall reiknast 38% og hafði lækkað um 4,5 prósentur frá fyrra ári. Með lánalínu við bankann Í skýrslu stjórnar sem fylgir árs- reikningi segir að stjórnin fylgist nú náið með þróun mála vegna verulegra áhrifa á ferðaþjónustuna og að unnið sé að mótvæg- isaðgerðum í rekstri félagsins. Fé- lagið nýti úrræði ríkisstjórn- arinnar, hafi tryggt sér lánalínu frá viðskiptabanka sínum og stjórnin segir félagið vel í stakk búið til að takast á við óvissuna. ses@mbl.is Hagnað- urinn 1,1 milljarður  Íslandshótel vel búin undir áfallið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.