Morgunblaðið - 31.03.2020, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.03.2020, Blaðsíða 17
9,9% fretta- bladid.is 14,0% Fréttablaðið 8,8% visir.is 9,7% ruv.is 6,1% RÚV: útvarp/ sjónvarp 2,8% Bylgjan/ Stöð 2 4,2% DV 6,4% dv.is 38,0% 38,0% allra frétta frá tíu stærstu fréttamiðlum landsins koma frá fréttastofu Morgunblaðsins og mbl.is. Þessi elsta fréttastofa landsins er mönnuð reynslumiklu fagfólki sem hefur aðeins eitt markmið — að miðla vönduðum fréttum og fjölbreyttu efni til lesenda á hverjum degi. Ekki missa af því sem skiptir máli. Komdu í áskrift strax í dag Sím i 569 1100 m bl.is/a s kri ft Við skrifum fleiri fréttir Heimild: Creditinfo - Fjölmiðlavaktin 2020 18,8% Morgun- blaðið 19,2% mbl.is Umræðan MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2020 Undirritaður gerir miklar at- hugasemdir við úthlutun úr fram- kvæmdasjóði ferðamannastaða í verkefnið „Bátahöfnin við Hafn- arhólma – bygging þjónustuhúss“. Í umsókn með verkefninu, sem hófst árið 2017, kemur eftirfarandi fram: Borgarfjarðarhreppur – Bátahöfnin við Hafnarhólma – bygging þjónustuhúss kr. 20.000.000, styrkur til að hefja byggingu húss sem mun rúma að- stöðu fyrir þjónustu fyrir ferða- menn. Salerni og sturtuaðstaða opin almenningi verða í húsinu og á þaki þess verður útsýnispallur en mikið fuglalíf er á svæðinu. Heildarfjárhæð sem farið hefur í umrætt hús er 80 milljónir króna samkvæmt mínum upplýs- ingum. Innviðauppbygging til að bæta aðstöðu til fuglaskoðunar þar sem lögð er áhersla á aðgengi fyrir alla mun að einhverju leyti koma í veg fyrir ágang ferðamanna á viðkvæmt svæði í hólmanum og auka öryggi þeirra sem hafa gengið um bratta hamrana. Það var því alveg skýrt frá byrjun að um er að ræða hús sem á að vera aðgengilegt öllum. Í því eigi að vera lyfta þannig að hægt sé að komast upp á þak og njóta þaðan útsýnis yfir fallegt fuglaskoðunarsvæði. Nú þremur árum seinna stendur húsið fullrisið en lyftulaust! Þegar eftir því var gengið við sveitarfélagið Borgarfjarðarhrepp kom fram að því hefði verið nokkur vandi á höndum. Húsið hefði kostað meira en upphaflega var gert ráð fyrir og þær fjárveitingar sem voru komnar hefðu ekki dugað til. Því hefði verið brugðið á það neyðarúrræði að sleppa lyftu í húsið að sinni. Það er þó alveg ljóst að mörg ár geta liðið þar til lyfta verður sett í húsið. Ég krefst svara við eftirfarandi spurningum: 1. Voru engin skilyrði sett af hálfu Borgarfjarð- arhrepps varðandi að húsið yrði að vera aðgengi- legt, frá fyrsta degi, eins og kveðið er á um í mannvirkjalögum af hálfu framkvæmdasjóðsins? 2. Getur sveitarfélagið Borgarfjarðarhreppur tekið ákvörðun um það einhliða að sleppa lyftu í þjónustuhúsinu þrátt fyrir kynningu í umsóknum og áherslu á aðgengi fyrir alla? 3. Hvernig getur það samræmst gildum Eflu verkfræðistofu – „Vinnum saman að framúrskar- andi lausnum“ – að samþykkja að Þjónustuhúsinu sé skilað án lyftu? 4. Samþykkja allir aðilar að lög séu brotin? Til stjórnar framkvæmdasjóðs ferða- mannastaða, Eflu og Borgarfjarðarhrepps Eftir Berg Þorra Benjamínsson » Það var því alveg skýrt frá byrjun að um er að ræða hús sem á að vera aðgengilegt öllum. Í því eigi að vera lyfta. Bergur Þorri Benjamínsson Höfundur er formaður Sjálfsbjargar lsh. bergur@sbh.is Á tímum farsótta, sóttkvía og tímabundinna erfiðleika er oft gott að reyna að róa hugann og sjá stóru mynd- ina. Núna gengur vírus yfir heimsbyggðina og allt kapp lagt á að hægja á útbreiðslu hans. Á meðan er samfélagi flestra ríkja haldið í eins konar gíslingu með tilheyr- andi skaðlegum áhrifum á hagkerfið. Þetta mun auðvit- að ganga yfir en engu að síður er athygl- isvert að sjá þau úrræði sem gripið er til svo gjaldþrotahrinan verði ekki óstöðv- andi, eins og vírusinn að einhverju leyti er. Í ríkjum eins og Danmörku, Íslandi og víðar hafa yfirvöld blásið til mótvæg- isaðgerða til að koma til móts við suma af þeim sem finna fyrir efnahagslegum áföll- um á meðan fyrirtækjum er haldið lok- uðum og fólki heima. Að stórum hluta snúast slíkar aðgerðir um að slaka á skattheimtunni. Slíkt á að hafa örvandi áhrif og bæta efna- hag fólks og fyrirtækja. Undir það má auðvitað taka en ef skattalækkanir á veiru-tímum hafa örvandi áhrif af hverju mátti þá ekki framkvæma þær á heil- brigðari tímum? Þetta minnir á orð fráfarandi fjármálaráðherra í vinstristjórn sem var vitnað í á kreppuárinu 2011 á eftirfarandi hátt: „Stein- grímur J. Sig- fússon fjár- málaráðherra segir að átakið Allir vinna, sem veitir endur- greiðslu á virð- isaukaskatti vegna bygg- ingaframkvæmda, hafi tekist einstaklega vel. Þessi skattaí- vilnun skilar líklega meiru í ríkissjóð en ella.“ Núna boðar flokkssystir hans, forsætisráðherra, svip- aða hagfræði. Allt er þetta gott og bless- að og sýnir okkur að allir eru í raun sammála um að mikil skattheimta er letjandi fyrir hagkerfið og dregur þrótt úr atvinnulífinu. Á góð- æristímum er þessu innsæi samt sópað undir teppið. Þá skal vera eitthvað fyrir alla og skattar skrúfaðir upp í rjáfur til að fjármagna bruðlið. Kannski veirutímar kenni okkur eitt- hvað um forgangsröðun: Að úr því ríkisvaldið vill standa í rekstri á heilbrigðiskerfi (beint eða óbeint) þá sé mikilvægt að það sé í for- gangi. Að milljarðar sem renna í gæluverkefni græn- ingja og femínista og fleiri slíkra séu loksins afhjúp- aðir sem sóun á verðmæt- um sem hefðu geta runnið í eitthvað mikilvægara. Um leið væri hægt að slaka varanlega skattheimt- unni og örva hagkerfið alla daga ársins og búa það undir ýmis áföll sem óumflýj- anlega ganga yfir bæði ríki og heims- byggð. Ef sú veira sem heitir aðdáun á gælu- verkefnum hins opinbera nær að bugast um svipað leyti og hin kínverska veira þá verður kannski langtímaávinningurinn stærri en fórnarkostnaður úrræðanna. Allir vinna, 2. hluti Eftir Geir Ágústsson »Kannski kínverska veir- an geti minnt okkur á hagfræði fjármálaráðherra í kjölfar fjármálahrunsins. Geir Ágústsson Höfundur er verkfræðingur. geirag@gmail.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.