Morgunblaðið - 31.03.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.03.2020, Blaðsíða 11
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Mikill snjór er um þessar mundir á hálend- inu og góðar aðstæður vélsleðaferða um fjöll og dali. Margir hafa verið á faraldsfæti og í sleðaferðum á sunnanverðu landinu leggja margir upp frá Lyngdalsheiði og var sú raunin um helgina. Leið manna liggur þá gjarnan að Þingvalla- og Laugardalsfjöllum, að Hlöðufelli og jafnvel inn á Langjökul. Hvítar hjarnbreiður gera landið allt að einni braut og leiðin er greið. Snjóbíll og vélsleðar „Þetta var dýrðarinnar dagur. Hugurinn hreinsast á fjöllum og veitir ekki af í ástandi eins og nú er,“ segir Helgi J. Jóhannsson á Selfossi sem var í fjallaferð síðastliðinn laug- ardag með sonum sínum tveimur; Jóhanni Valgeir og Oddi Heiðari. Farkostir þeirra voru tveir vélsleðar og lítill snjóbíll af gerð- inni Snow Track/Master, árgerð 1975. Sá farkostur var lengi í eigu Landssímans á Eg- ilsstöðum og seinna björgunarsveita. „Snjóbíllinn er öflugt tæki, sem kemst um 25 kílómetra á klukkustund. Hélt því í við breiðdekkjaða jeppa sem oft lentu í fyr- irstöðum í lausamjöllinni og driftum. Um helgina var mikill fjöldi fólks á fjöllum, svo sem við Skjaldbreið og Hrafnabjörgin, og vonandi fáum við fleiri svona frábæra daga á næstunni,“ sagði Helgi. Margir voru á vélsleðum á Mosfellsheið- inni um helgina. „Ég hef helst af því áhyggj- ur núna að snjóinn sé allan að taka upp. Von- andi helst þetta þó eitthvað lengur og veðurspáin gefur okkur tilefni til þess að ætla að svo verði. Mér finnast alveg einstök lífsgæði felast í sleðasportinu,“ sagði Þor- steinn Halldórsson úr Reykjavík sem með félögum sínum var á sleða við Skálafell á laugardaginn. Snjór með meira móti „Snjóalög á hálendinu eru nú með meira móti, þá ekki síst á landinu norðanverðu,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Á sunnanverðu landinu hafi taki snjó sem er neðan við 300 metra hæðarlínuna tekið upp nokkuð hratt síðustu daga. Frá miðri líðandi viku sé spáð frosti víða um landið og snjór muni því haldast áfram – og norðanlands og á Vestfjörðum muni bæta í. Hugurinn hreinsast á fjöllum  Vetrarsportið er í al- gleymingi  Á snjóbíl og sleða um Þingvalla- og Laugardalsfjöllin  Hvítar breiður á hálendi haldast áfram Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fararskjótar Tveir vélsleðar og snjóbíllinn sem er af gerðinni Snow Track/ Master og er árgerð 1975. Feðgar Oddur Heiðar, til vinstri, og Jóhann Valgeir og Helgi Jóhannsson faðir þeirra fyrir miðju. Fjallamaður Þorsteinn Halldórsson var á Mosfellsheiði með nokkrum félögum sínum. FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2020 SAMNINGAR VIÐ ÖLL TRYGGINGAFÉLÖG • Fagleg þjónusta • Vönduð vinnubrögð • Frítt tjónamat Hvaleyrabraut 2, 220 Hafnarfirði | Sími: 547 0330 | hsretting@hsretting.is | hsretting.is HSRETTING.IS 547 0330 LÁTTU OKKUR UM MÁLIÐ • BÍLARÉTTINGAR • PLASTVIÐGERÐIR • SPRAUTUN Hægt er að bóka tjónaskoðun hjá okkur á netinu Óskar Einarsson, Hrönn Svans- dóttir og Fanney Tryggvadóttir hafa undanfarin tvö fimmtudags- kvöld staðið fyrir tónleikunum „Hittumst heima“ á Facebook. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía stendur fyrir tónleikunum en þar er einnig boðið upp á „andlega nær- ingu“ eins og það er orðað í frétta- tilkynningu. Síðasta fimmtudagskvöld mætti Páll Rósinkranz sem gestur en kl. 21 nk. fimmtudagskvöld, 2. apríl, mætir Greta Salóme. Að sögn Óskars Einarssonar hafa heimsóknir á síðuna verið um 10 þúsund talsins sem sýnir vel þörfina sem fólk hefur fyrir afþreyingu heima í stofu í miðjum kórónu- veirufaraldri. Tónleikar Óskar Einarsson fær til sín gesti heima í stofu á fimmtudagskvöldum. Hittumst heima á fimmtudagskvöldum Hjónin Inga Björt H. Odd- steinsdóttir og Brandur Jón Guðjónsson á Selfossi sendu Stöndum saman þessa mynd af kertalukt sem þau setja út á hverju kvöldi kl 19. Gera þau þetta í þakklætisskyni fyrir alla þá „sem standa vaktina fyrir okkur hin sem getum verið heima, og eig- um að vera heima.“ Þau segja ekk- ert að því að fara út á stétt og klappa en kertaljósin logi lengur fram eftir hverju kvöldi. Kerti á hverju kvöldi í þakklætisskyni Lukt hjá Ingu og Brandi á Selfossi. Hugarafl stendur fyrir beinu sam- tali við þjóðina á Facebook-síðu sinni á föstudögum milli kl. 11 og 12. Yfir þúsund manns hafa skoðað streymið, segir Auður Axelsdóttir hjá Hugarafli. Næsta föstudag mun Bragi Reynir Sæmundsson, sál- fræðingur Hugarafls, sjá um sam- talið. Ætlunin með þessu er að bæta geðheilsu landans nú um stundir. Hugarafl streymir á föstudögum kl. 11-12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.