Morgunblaðið - 31.03.2020, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.03.2020, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2020 farin og það er sárt að kveðja. Jafnvel þó að þú hafir barist lengi við þín veikindi, hefur mér einhvern veginn liðið eins og þú sért fastur punktur í tilverunni. Ekki síst eftir að ég flutti til Sví- þjóðar en fyrsti viðkomustaður frá Keflavíkurflugvelli hefur ætíð verið hjá þér á Norður- vanginum og að sama skapi hef- ur síðasti kaffibollinn alltaf verið tekinn hjá þér á leiðinni aftur upp á völl. Ég er svo óendanlega þakklát fyrir allt spjallið okkar í gegnum árin og allar góðu sam- verustundirnar. Þegar ég hugsa til baka er það fyrsta sem kemur upp í hug- ann allar góðu fjölskyldustund- irnar á Norðurvanginum. Ömmu fannst gott að hafa alla hjá sér og var minna fyrir það að kíkja í heimsókn, enda er best að vera heima. Hún naut þess að hafa fjölskylduna í kringum sig og hafði lúmskt gaman af látunum í sonum sínum þegar svo bar und- ir að þeir komust í gír. Amma hefur alltaf verið stolt af sínu fólki og var ekki feimin við að tjá það. Ég tók sérstaklega vel eftir þessu þegar systurdóttir mín fæddist og amma varð lang- amma. Ný prinsessa komin í fjölskylduna og þvílíkt sem amma var montin af Anítu sinni, fyrsta langömmubarninu. Þá varð mér ljóst hvað amma er ótrúlega stolt af fólkinu sínu og ekki síst öllum ömmustelpunum sínum. Minningar sem standa upp úr síðustu ár er þegar amma kom í heimsókn til mín til Stokkhólms. Ég kynntist ömmu örlítið betur í þessum ferðum sem ég er svo þakklát fyrir. Amma kenndi mér líka ýmislegt og það var mikið hlegið þegar amma fór t.d. að spreyta sig á tungumáli sem hún kallaði „skandínavískt språk“. Þetta eru ótrúlega dýrmætar minningar sem ég ætla alltaf að varðveita. Elsku amma mín, það er sárt að kveðja en á sama tíma gott að vita að þið afi séuð sameinuð á ný. Þín, Hilda Björk. Kær mágkona mín, Jarþrúður Lilja, hefur kvatt okkur, stríðinu er lokið. Hún ætlaði að vinna þetta stríð og hún gerði engar málamiðlanir: var ákveðin í því að hafa betur. Læknavísindin ráða ekki við þennan illvíga sjúkdóm, krabbameinið. Kynni okkar hófust fyrir fimmtíu árum þegar ég giftist bróður hennar Þórólfi. Jarþrúður Lilja var heil- steypt manneskja, trygglynd sínum vinum, sem hún hélt vel utan um, enda er sá hópur vina og vinkvenna stór. Hún var stór- lynd og sagði það sem hún taldi þurfa í samræðurnar, hvort sem öðrum þóknaðist sjónarmið hennar eða ekki. Hún þoldi ekki óréttlæti og taldi að ekki væri nóg að gert til að hjálpa þeim sem bágt ættu. Hún dvaldi um skeið í Noregi og vann þar við hárgreiðslu. Hún og bróðir hennar héldu heimili um tíma í Ósló þar sem bæði stunduðu vinnu. Hún vann einnig í Upp- sölum í Svíþjóð og eignaðist þar ævivinkonu, sem hún hafði alltaf samband við og heimsótti ekki alls fyrir löngu. Hún var hrókur alls fagnaðar þar sem hún kom. Lilla, eins og hún var kölluð, var ákaflega listræn. Hún var í vatnslitamálun, sem hún var mjög góð í. Þetta veitti henni mikla gleði. Hún tók þátt í sýn- ingum með skólafélögum sínum en mest var þetta fyrir fjöl- skyldu og vini. Synir hennar þrír, Daníel, Björn og Hlynur, og Þóra tengdadóttir viku ekki frá henni allan sólarhringinn og skiptu með sér að vera hjá henni þessa síðustu mánuði í lífi hennar. Þetta eru undarlegir tímar þeg- ar vinum hennar og stórfjöl- skyldu er bannað að fylgja henni síðasta spölinn, þar sem hún verður jarðsett við hlið eigin- manns síns, Óla Kristins Björnssonar. Ég vil þakka Lillu mágkonu minni innilega fyrir samfylgdina. Sonum hennar og fjölskyldum þeirra votta ég samúð mína. Erla Guðný Sigurðardóttir. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þessar ljóðlínur eiga vel við þegar ég kveð mína kæru mág- konu Lillu. Leiðir okkar hafa legið sam- an í tæp 70 ár og öll þessi ár hef- ur ríkt mikill kærleikur og vin- átta milli okkar. Þetta vil ég að miklu leyti þakka Lillu fyrir elsku hennar á sínu fólki og vinum. Hún var mér og bróður sínum, Magga, trú og traust. Börnum okkar og barnabörnum sýndi hún ein- staka ástúð eins og þau væru hennar eigin. Hún fylgdist vel með þeim vaxa úr grasi og hafði áhuga á hvað þau tóku sér fyrir hendur. Þessi kærleikur kom best í ljós þegar Maggi minn féll frá. Þá átti ég hauk í horni, hana Lillu, sem sýndi mér einstaka umhyggju og hugulsemi af heil- indum og hjartahlýju. Hún var dugleg að bjóða mér og taka mig með ef hún var að fara og sjá eitthvað skemmtilegt og spennandi. Auk þess þegar ein- hverjar uppákomur voru í henn- ar fjölskyldu, stórar sem smáar, þá var Ellu mágkonu alltaf boð- ið. Henni þakka ég samfylgdina og kem til með að sakna þess að hitta ekki lengur mína skemmti- legu, hressu, lífsglöðu og ynd- islegu mágkonu. Hvíl í friði elskuleg og guð varveiti þig og þína. Sonum hennar og fjölskyld- um sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Elín Ringsted (Ella mágkona). „Hvert augnablik lífsins er fótmál í átt til dauðans.“ Þessi orð eru höfð eftir frönsku ljóð- skáldi, en hversu sönn sem þau eru er alltaf erfitt að horfast í augu við það er vinir kveðja. Nú hefur Jarþrúður Lilja kvatt okkur eftir löng veikindi, Lilla vinkona, eins og ég kallaði hana frá fyrstu kynnum sem hófust um áramótin 1949-50 er við fluttum af Barónsstígnum á Hlíðarveg 15 en foreldrar henn- ar bjuggu þá litlu búi við Hlíð- arveg 20. Hún var örverpið en átti þrjá eldri bræður. Fljótlega urðu góð kynni milli fjölskyldn- anna sem aldrei bar skugga á. Bernskuárin bestu liðu, börnin urðu stór og á unglingsárum fórum við Lilla að vinna í frysti- húsinu í Fífuhvammi og síðar á Kirkjusandi. Þá var nú gaman að lifa. Þegar aldri var náð fór Lilla í Iðnskólann og lærði hár- greiðslu sem varð hennar starf um margra ára skeið. Ég lauk gagnfræðaprófi á Núpi og fór þaðan í vinnu á Hvanneyri. Síð- an lá leiðin norður í land með mannsefni mínu Völundi, en alltaf vorum við Lilla í sam- bandi. Hún lagði svo land undir fót og hélt til starfa í Osló. Þangað heimsótti ég hana með frumburð okkar Völundar, Steinunni Birnu, þá þriggja mánaða, en við mæðgur vorum á leið til Uppsala þar sem Völ- undur var við nám. Þetta var ævintýri á þessum tíma, en við áttum góða daga þrátt fyrir fimbulkulda í febrúar. Um haustið kom hún svo til Uppsala og vann þar um skeið á fínni hárgreiðslustofu. Hún bjó hjá okkur og þröngt máttu sáttir sitja en alltaf gaman. Tíminn leið og hún giftist honum Óla sínum og saman eignuðust þau synina Daníel Þór, Björn Viðar og Hlyn Geir. Þau reistu sér svo framtíðarheimili við Norður- vanginn í Hafnarfirði. Við Völ- undur settumst að fyrir norðan og við bættust synirnir Viðar og Völundur Snær. Vinskapurinn hélst á milli fjölskyldnanna og áttum við margar góðar stundir saman, bæði sunnan heiða og norðan. Héldu þau m.a. upp á 60 ára afmæli Óla ásamt okkur á Akureyri. Ekki löngu síðar kom stóra höggið, Óli lést, langt fyrir aldur fram. Þetta reyndi mikið á vinkonu mína og synina. All- mörg síðustu starfsárin vann hún hjá Orkuveitunni eftir að hún hætti að starfa við hár- greiðslu. Svo bönkuðu veikindin upp á hjá henni og færðust í aukana smátt og smátt þar til yfir lauk. Ég er ósegjanlega þakklát Þóru tengdadóttur hennar fyrir að koma með hana norður í Álftanes í sumar þar sem við áttum fáa en góða og sólríka daga saman. Síðustu misserin dvaldi ég hjá henni á Norðurvanginum tíma og tíma, síðast nú í vetur. Við nutum samverunnar, rifjuðum upp liðnar stundir, kúrðum saman undir sæng og horfðum á sjón- varpið. Væntumþykjan alltaf til staðar. Þar kom að hún þurfti meiri aðstoð og dvaldi hún á líknardeildinni í Kópavogi síð- asta tímann. Þar dvöldu synirn- ir ásamt tengdadótturinni hjá henni nótt sem dag. Kæra vin- kona, þú naust þess að mála og eftir þig liggja ótal fallegar myndir. Nú er sú sérkennilega staða uppi að ég get ekki fylgt þér síðasta spölinn sem mér fell- ur mjög þungt, en hugurinn er hjá þér og allri fjölskyldunni. Guð blessi ykkur öll. Þín æskuvinkona, Halla og fjölskylda. „Ertu að leita að íbúð?“ Há- vaxin stúlka ávarpaði mig, ég leit upp til hennar og hef gert það síðan. Við erum staddar á 17. júní-samkomu í Osló 1960. Við urðum vinkonur við fyrstu kynni og leigðum íbúð saman í marga mánuði. Lilja var nýút- skrifuð hárgreiðsludama og vann á hárgreiðslustofu í borg- inni. Þetta var skemmtilegur tími. Á aðfangadagskvöld urðum við dálítið einmana, röltum í bæ- inn í leit að veitingastað, allt lok- að. Fórum þá í Dómkirkjuna klukkan 10, hlustuðum á jóla- messuna og leið strax betur. Við gerðum okkur fljótlega grein fyrir að við vorum sveitastelpur frá Íslandi í stórborginni Osló og þegar við sáum auglýsingu í dagblaðinu einn daginn um fyr- irsætunámskeið átti það eftir að breyta mörgu. Það kom fljótt í ljós að við kunnum ekkert. Göngulagið var sérstaklega tek- ið fyrir ásamt borðsiðum og snyrtingu. Við bárum höfuðið hátt, urðum beinar í baki, örygg- ið uppmálað. Lilja var einstök kona, glæsi- leg, bjartsýn, jákvæð, skemmti- leg og vinmörg. Henni var margt til lista lagt, var fagur- keri, hönnuður, raðaði blómum saman í fagra vendi, listmálari og ber heimili hennar vitni um góðan smekk hennar. Hún elsk- aði bækur, las mikið og var alltaf gaman að ræða nýjustu bækurn- ar og þótt við værum ekki alltaf sammála voru umræðurnar fjör- ugar og skemmtilegar. Lilja hafði sterkar skoðanir á málefn- um dagsins og pólitík og gátum við rætt málin í vinsemd þrátt fyrir oft ólíkar skoðanir. Í júlí 2017 skruppum við til Akraness með viðkomu á Kjal- arnesi þar sem foreldrar hennar bjuggu þegar hún var lítil. Það var gaman að hlusta á hana tala um æskustöðvarnar og lífið á Kjalarnesi í nágrenni Esjunnar sem henni þótti vænt um. „Akrafjall er fallegasta fjall á Ís- landi séð frá Akranesi,“ sagði ég stolt um fjallið mitt. „Nei, Esjan er fallegri,“ sagði Lilja. Á leið- inni til baka segir Lilja þegar við nálgumst Kjalarnesið: „Jú, Akrafjall er fallegt séð frá Akra- nesi.“ Sáttasemjarinn hún Lilja. Ég sakna þessarar hug- myndaríku og góðu vinkonu minnar og kveð hana með sorg í hjarta. Sonum hennar og fjölskyldum sendi ég mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Auður Stella. ✝ Kristján Frið-rik fæddist á Akureyri 5. júní 1950. Hann lést á heimili sínu í Brekkugötu 20. mars 2020. Foreldrar hans voru Júlíus Björn Magnússon, f. 1.1. 1922, d. 5.2. 2015, og Sigurlína Krist- jánsdóttir, f. 5.1. 1930, d. 27.11. 2001. Systur Krist- jáns eru Jóhanna, f. 1.3. 1953. Hennar maki er Árni Þorvalds- son, synir þeirra eru Júlíus og Börkur, og Jóna María, f. 23.6. 1957, gift Helga Þór Þórssyni, f. 24.10. 1955. Þeirra dætur eru Harpa og Hildur. Eftirlifandi kona Kristjáns er Aldís Ragna Hannesdóttir, f. 1.5. 1948. Dóttir þeirra er Júlía Björk Kristjánsdóttir, f. 23.4. 1973. Hennar maður er Eggert Þór Ingólfsson, f. 19.9. 1968, og eru dætur þeirra Eva Laufey, unn- usti Jón Októ Leifs- son, Aldís Hulda og Kristín Edda. Kristján bjó alla tíð á Akureyri. Á sínum yngri árum var hann til sjós tvö sumur. En annars starfaði hann sem kranamaður og vörubílstjóri. Fyrst hjá Möl og sandi og svo hjá Slippstöð- inni. Fljótlega keypti hann sér vörubíl með krana og átti það eftir að verða ævistarf hans. Árið 1998 voru bílarnir orðnir tveir og fyrirtækið KFJ kranabílar varð til. Þegar hann seldi fyrirtækið árið 2015 voru bílarnir þrír. Útför Kristjáns fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 31. mars 2020, kl. 13.30. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu er aðgangur mjög takmarkaður en henni verður streymt á netinu. Hægt er að fá slóð að streyminu hjá aðstand- endum. Dagarnir eru búnir að vera skrítnir undanfarið og svo kvaddi elskulegur bróðir okkar. Það var eitthvað sem maður var búinn að eiga von á, en er aldrei tilbúinn að meðtaka, svo sorglegt. Hann var elstur af okkur systkinum og var svo sannarlega stóri bróðir. Ég sagði stundum hlæjandi við mömmu og pabba að hann væri svona því hann hefði verið skírður tveimur kónganöfnum, Kristján Friðrik. Honum var mikið umhugað um sitt fólk og vorum við systur þar á meðal og okkar börn og barna- börn. Rúmlega tvítugur stofnaði hann eigið fyrirtæki, Kranabílar KFJ, og var fljótt mikið að gera hjá honum og var hann duglegur að koma sér áfram. Hann var allt- af vakinn og sofin yfir vinnunni og fór út um allt land að vinna. Hann var duglegur og hugsaði í lausn- um. Hann kynntist mörgum og var mikið hringt í hann, vinir og kunningjar, og fannst mér stund- um ótrúlegt hvað hann þekkti marga. Hann tók ákvörðun um að selja fyrirtækið 63 ára og ætluðu hann og Dísa að fara að ferðast sem þau höfðu svo mikinn áhuga á, en þá fóru veikindi að herja á hann, sem hann tók af svo miklu æðruleysi og var Sjúkrahúsið á Akureyri orðið staður sem hann var oft á. Þar voru allar hjúkrunarkonurn- ar vinkonur hans, hann kvartaði aldrei yfir sínu hlutskipti, sama hversu veikur hann var. Eitt sinn eftir langa legu sendi hann þeim snittur og pönnukökur á lyfja- deild SAK enda fannst honum það vel við hæfi fyrir alla þjónustuna. Hann var rausnarlegur og sannur vinur vina sinna. Þegar líða fór á seinni hluta veikinda fékk hann hjúkrunar- fræðinga heim til sín frá Heima- hlynningu, sem hann samþykkti ekki alveg til að byrja með, en eft- ir eina heimsókn skipti hann um skoðun. Hann talaði oft um að það væri svo skrítið að hann væri um- vafinn yndislegum konum og var Dísa alltaf til staðar fyrir hann. Hann lést á heimili sínu umvaf- inn þeim sem hann unni mest, blessuð sé minning þín, bróðir kær. Hafðu það gott í sumarlandinu, minningin lifir að eilífu. Jóna María, Jóhanna og fjölskyldur. Kristján Friðrik Júlíusson Minningar og andlát Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru aðgengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum. Á vefnum er að finna upplýsingar um þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber að höndum og aðrar gagnlegar upplýsingar ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina. ww.mbl.is/andlát Minningargreinar Hægt er að lesaminningargreinar, skrifa minningargrein ogæviágrip. Þjónustuskrá Listi yfir aðila og fyrirtæki sem aðstoða þegar andlár ber að höndum. Gagnlegar upplýsingar Upplýsingar og gátlisti fyrir aðstandendum við fráfall ástvina Minningarvefur á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.