Morgunblaðið - 31.03.2020, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.03.2020, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2020 Glerborg Mörkinni 4 108 Reykjavík 565 0000 glerborg@glerborg.is www.glerborg.is 2291árfregalgeps&nupílsrelg,raggulg,relG FÁÐU TILBOÐ ÞÉR AÐ KOSTNAÐAR- LAUSU Ertu að byggja eða þarf að endurnýja gamla glerið? Það skiptir miklu máli að velja einangrunargler sem reynist vel við íslenskar aðstæður. Fáið tilboð hjá Glerborg í Mörkinni 4 eða á heimasíðunni okkar WWW.GLERBORG.IS Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Rúmlega 36.000 manns hafa nú látist af völdum kórónuveirunnar og hafa bæði Moskva, höfuðborg Rússlands, og Lagos, höfuðborg Nígeríu, nú bæst í hóp stórborga heimsins þar sem útgöngubann hefur tekið gildi. Hægt hefur aðeins á fjölgun nýrra tilfella á Ítalíu og á Spáni, en rúm- lega 400.000 af þeim rúmlega 766.000 tilfellum sem greinst hafa eru í ríkjum Evrópu. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín forseti Rússlands töluðu saman í síma í gær og ræddu um nánara samstarf í baráttu ríkjanna gegn kórónuveirunni. Þá ræddu forsetarnir einnig þá stöðu sem komin væri upp með sífallandi heimsmarkaðsverði á hráolíu, sem er ein helsta útflutningsvara Rússa. Óvissa um lengd aðgerða Pútín hvatti samlanda sína í gær til þess að virða útgöngubannið sem hófst í gær, en öllum búðum og versl- unum í Moskvu sem ekki þykja bráð- nauðsynlegar hefur verið lokað. Þar á meðal eru bæði veitinga- og kaffi- hús. Bannið nær að þessu sinni bara til Moskvu og nærliggjandi svæða, en gert er ráð fyrir að það verði fljót- lega víkkað út til annarra héraða Rússlands. Pútín tilkynnti í síðustu viku að allir dagar í þessari viku yrðu almennir frídagar í Rússlandi og hvatti fólk til þess að halda sig heima. Rúmlega 1.800 tilfelli hafa nú greinst í Rússlandi, og hefur þeim fjölgað mjög síðustu daga. Muhammadu Buhari, forseti Níg- eríu, fyrirskipaði sömuleiðis út- göngubann í Lagos, stærstu borg landsins, sem og í höfuðborginni Abuja, og á það að vera í gildi næstu tvær vikurnar. 20 milljónir manns búa í Lagos, en einungis hafa verið staðfest rúmlega hundrað tilfelli í landinu. Óttast er hins vegar að far- aldurinn muni valda miklum usla í ríkjum Afríku. Á Ítalíu var tilkynnt um 812 dauðsföll á undanförnum sólarhring og hafa nú 11.591 dáið af völdum veirunnar þar í landi. Ítalía varð í gær annað ríkið á eftir Bandaríkj- unum til þess að tilkynna um fleiri en 100.000 tilfelli. Stjórnvöld á Ítalíu ákváðu í gær að framlengja útgöngubann sitt fram til páskasunnudags, 12. apríl næstkom- andi, og vöruðu við því að það gæti varað í nokkra mánuði enn. Þá fram- lengdu stjórnvöld í Bandaríkjunum fyrirmæli sín um 2 metra bil á milli manna fram til loka apríl. Sjúkraskipið lagst að bryggju Sjúkraskip bandaríska sjóhersins, USNS Comfort, lagðist í gær að bryggju í New York-höfn. Skipið er með 1.000 sjúkrarúmum og 12 skurðstofum, auk þess sem í áhöfn þess eru 1.200 læknar og hjúkrunar- fræðingar. Bill de Blasio, borgar- stjóri New York-borgar, fagnaði komu skipsins, en það mun sinna fólki sem þarf á gjörgæslu að halda, en er ekki smitað af kórónuveirunni, og létta þannig á sjúkrahúsum borg- arinnar, sem er nú einn helsti mið- punktur faraldursins. Meira en 150.000 manns hafa nú smitast af veirunni í Bandaríkjunum, þar af eru 66.000 sjúklingar í New York-borg. 790 dauðsföll hafa verið skráð í borginni, en óttast er að rétt tala sé mun hærri. Útgöngubann í Moskvu  Rúmlega 36.000 manns hafa látist af völdum kórónuveirunnar  Meira en 100.000 tilfelli á Ítalíu  Sjúkraskipið USNS Comfort komið til New York-borgar Kórónuveiran » Samkvæmt tölum Johns Hopkins-háskólans voru 766.336 tilfelli staðfest kl. 19 í gærkvöld. 36.873 höfðu þá lát- ist af völdum veirunnar. » Í Bandaríkjunum voru 153.246 tilfelli skráð og 2.828 dauðsföll. » Á Ítalíu voru skráð 101.739 tilfelli og 11.591 dauðsfall. » 160.001 hefur náð sér. AFP Einn yfir Rauðatorg Tómlegt var um að lítast á Rauða torginu í Moskvu eftir að útgöngubann gekk þar í gildi í gær. Benjamín Net- anyahu, forsætis- ráðherra Ísraels, var settur í sóttkví í gær eft- ir að einn af að- stoðarmönnum hans greindist með kórónuveir- una. Talsmenn Netanyahu lögðu áherslu á að sóttkvíin væri eingöngu var- úðarráðstöfun, þar sem hann hefði ekki verið nýlega í návígi við hinn veika. Um kvöldmatarleytið kom í ljós að Netanyahu væri ekki veikur. Netanyahu er nú að reyna að mynda þjóðstjórn í Ísrael vegna kórónuveirunnar. Yfirvofandi dómsmál á hendur honum hefur flækt stjórnarmyndunarviðræður, en nær öruggt er talið að Net- anyahu og Benny Gantz, leiðtogi bláhvíta bandalagsins, muni ná saman um stjórn á næstu dögum. Netanyahu í sóttkví vegna ótta um smit Benjamín Netanyahu ÍSRAEL Samfélagsmiðill- inn Twitter ákvað í fyrrinótt að fjarlægja tvö „tíst“ sem Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hafði sett á miðilinn, þar sem hann dró í efa notagildi þess að beita sóttkví í barátt- unni gegn kórónuveirunni. Bolsonaro hafði birt fjögur mynd- bönd af sér þar sem hann gekk um götur Brasilíuborgar og virti ekki tilmæli eigin ríkisstjórnar um fjar- lægð milli fólks og hvatti hann gang- andi vegfarendur til þess að halda efnahag landsins gangandi. Tvö af myndböndunum voru fjarlægð. Í yfirlýsingu frá Twitter segir að miðillinn hafi nýlega hert reglur sín- ar um birtingu efnis sem gangi gegn opinberum ráðleggingum og gæti stuðlað að útbreiðslu kórónuveir- unnar. Twitter fjarlægir veirutíst Bolsonaro Jair Bolsonaro BRASILÍA isútvarpið NRK í síðustu viku. Hann bætti við að eyjan væri ekki heppi- legur staður til að verða alvarlega veikur, þar sem 500 kílómetrar væru að næsta sjúkrahúsi. Að auki veltur það á aðstæðum til lendingar og veð- urfari hvort hægt sé að fara með þyrlu eða skipi til eyjunnar. Gert er ráð fyrir að komið verði með vistir handa mönnunum í vor, og verða þær skildar eftir á ströndinni til þess að koma í veg fyrir smit. Níu Norðmenn eru í einangrun á Bjarnarey, lítilli eyju í Barentshafi skammt sunnan Svalbarða, fram á sumar. Þessi einangrun er þó ekki vegna kórónuveirunnar, heldur vinna mennirnir á veðurathugunar- stöðinni þar, og hafa þeir ekki verið samvistum við aðra menn síðan í jan- úar. „Ef kórónuveiran kemur hing- að, þá smitumst við líklega allir,“ sagði Ragnar Sønstebø, yfirmaður stöðvarinnar, í viðtali við norska rík- Níu nær lokaðir af frá umheiminum  Hafa ekki séð annan mann frá janúar Ljósmynd/Wikipedia Bjarnarey Engin föst búseta er á eynni, sem er um 1.700 km frá Íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.