Morgunblaðið - 31.03.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.03.2020, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2020 SMÁRALIND www.skornirthinir.is Kíktu á verðið Breyttur opnunartími Smáralind Mán-lau: kl. 12-17 – Sun: Lokað Tilboðsverð 2.998 Verð áður 9.995 Stærðir 41-46 Netverslun www.skornir.is Þ ess vegna, mín elskuðu systkin, verið staðföst, óbifanleg, síauðug í verki Drottins. Þið vit- ið að Drottinn lætur erfiði ykkar ekki verða til ónýtis (1. Kor. 15:58). Í fjarlægu þorpi ákváðu þorpsbúar eitt sinn að reisa minn- isvarða. Minnisvarðinn átti að vera til minningar um þá hermenn sem fallið höfðu í stríði nokkru sem geisaði í landinu fimmtán árum áð- ur. Þorpsbúar voru allir sammála um að þrátt fyrir gífurlegar fórnir hermanna beggja fylkinga væri minnisvarðinn það minnsta sem þeir gætu gert. Bundu menn vonir við að minnisvarðinn myndi minna á gildi friðarins sem ríkti nú í landinu. Hver og einn lofaði að leggja sitt af mörk- um til byggingar minnisvarðans eins og efni og tækifæri gáfu kost á. Járnsmiðurinn var reiðubúinn að gefa vinnu sína og efni til verksins rétt eins og glersmiðurinn. Bak- arinn og fisksalinn lof- uðu að fæða þá sem kæmu að verkinu. Þá lagði trúarleiðtogi þorpsins blessun sína yfir verkið og galdra- maðurinn lofaði að gæða minnisvarðann varanlegum töfrum. Meira að segja þorpsfíflið var reiðubúið að láta hendur standa fram úr ermum og bætti við, eins og sönnu þorps- fífli sæmir, að nú dygðu einungis vettlingatök. Nú fóru allir að undirbúa og finna til það sem þurfti til verksins og var ákveðið að bygging minnis- varðans skyldi hefjast tveimur vik- um síðar. Var það ákveðið svo kaupmenn gætu gengið frá helstu viðskiptum og þá vonuðust menn til að geta reist minnisvarðann ögn nær sumri. Tvær vikur liðu og vörur og efni bárust þorpinu hratt og vel rétt eins og fregnin af byggingu minn- isvarðans. Verkið var litið góðum augum í nærliggjandi sveitum og þorpum og var þorpsbúum hrósað fyrir virðingarverða hugmynd. Í þorpinu ofar í dalnum var meira að segja ákveðið að reisa minnisvarða sem yrði ekki síðri en sá sem okkar þorpsbúar ætluðu að reisa (þetta var eðlilegt þar sem íbúar þorpsins ofar í dalnum einkenndust af mik- ilmennskubrjálæði). En sem fyrr segir liðu tvær vik- ur og komu nú þorpsbúar á torgið þar sem ákveðið var að reisa minn- isvarðann. Nú hrúguðust upp (jafnvel bókstaflega) vistir, efni, tæki og tól sem nýta skyldi til verksins. Öldungur þorpsins hélt stutta ræðu í upphafi og minnti alla á hvers vegna minnisvarðinn væri reistur: „Að berjast fyrir friði er mikilvægt en það er enn mikilvæg- ara að viðhalda honum.“ Orð öld- ungsins féllu í góðan jarðveg og fylltust þorpsbúar miklum þrótti og vilja til að gera minnisvarðann sem virðulegastan. En nú kom upp örlítið vandamál hjá þorpsbúunum okkar. Enginn hafði gert sér grein fyrir því hvern- ig minnisvarðinn átti að líta út. Enginn hafði teiknað hann form- lega upp og engir tveir voru með sömu hugmyndina. Þetta leiddi óneitanlega til rifr- ildis. Járnsmiðurinn og glersmið- urinn fóru að rífast um úr hvaða efni minnisvarðinn ætti að vera (og úr deilum þeirra er komið orða- tiltækið að kasta steinum úr gler- húsi). Það fauk í bakarann þegar viðstaddir töldu að brauð hans væru mygluð rétt eins og fisksalann sem átti að allra mati úldinn fisk. Áætluðu allir að bakarinn og fisksalinn væru að eitra fyrir þorpsbúa. Trúar- leiðtoginn og galdra- maðurinn köstuðu guðsgjafarþulum og töfraþulum hvor í ann- an með ófyrir- sjáanlegum afleið- ingum og þá kallaði öldungurinn til lag- anna verði eftir að þorpsfíflið tók gjall- arhorn öldungsins og hrópaði: „Enginn verður óbarinn fisk- ur!“ Í öllum æsingnum og fljúgandi ókvæðisorðum stóð kona ein með barn sitt og horfði álengdar á stríðið sem stóð nú yfir á torginu. Dóttir hennar á ung- lingsaldri stóð við hlið hennar og gapti á það sem fyrir augu bar. Þegar laganna verðir handsömuðu loks þorpsfíflið rann gjallarhornið fyrir fætur hennar. Hún tók það upp, hugsaði sig um í smástund og kallaði síðan í hornið: „Mér finnst að minnisvarðinn ætti að vera fal- legur!“ Og það var eins og við manninn mælt. Ofbeldið og skarkalinn stoppaði. Í örskotsstund mátti heyra saumnál detta. Það var hins vegar í þögninni sem allir áttuðu sig á villu síns vegar. Afsök- unarbeiðnir flugu nú jafn ört milli manna eins og guðsgjafarþulurnar og töfraþulurnar og öllum þótti frá- leitt að markmið bakarans og fisk- salans væri að eitra fyrir heildina. Nú hófust allir handa við bygg- ingu minnisvarðans og eins og við var að búast varð hann glæsilegur og átti engan sinn líka í öllu land- inu. Flestir voru samt sammála um að það besta í öllu saman hefði ver- ið þegar allir lögðust á eitt og létu af sínum skoðunum, fásinnu og bá- bilju en höfðu hugfasta hagsmuni heildarinnar. Jafnvel þorpsfíflið áttaði sig á þessu og hugsaði með sjálfum sér að hver væri sinnar kæfu smiður. Saga þorpsbúanna er saga okkar allra. Að við gerum það sem er rétt, skynsamlegt og fallegt. Við stönd- um öll saman í yfirstandandi verk- efni. Það skiptir engu máli hvort við erum þorpsfífl, járnsmiðir eða öld- ungar. Öll viljum við að lífið fái sína eðlilegu og fallegu framvindu. Það minnsta sem við getum gert, utan þess að fylgja fyrirmælum yf- irvalda, er að biðja. Biðja fyrir þeim sem hafa sýkst eða eru í sóttkví. Biðja fyrir þeim sem standa að al- mannavörnum í samfélagi okkar og minnast þeirra með þakklæti. Biðja fyrir því að Guð muni vel fyrir sjá. Kirkjan til fólksins Morgunblaðið/Ómar Steindur gluggi í Hallgrímskirkju í Hvalfirði. Minnisvarðar Hugvekja Viðar Stefánsson Höfundur er prestur í Vestmannaeyjum vidar@landakirkja.is Viðar Stefánsson Við stöndum öll saman í yfirstandandi verkefni. Morgunblaðinu hefur borist eftir- farandi yfirlýsing frá kínverska sendiráðinu á Íslandi: „Hinn 27. mars birtist í Morgun- blaðinu ritstjórnargrein sem kall- aðist Hið kínverska Tsjernóbyl? þar sem kom fram ómakleg gagnrýni á Kína og farið var með fleipur um Kínverska kommúnistaflokkinn (CPC). Kína er ósátt við þessi um- mæli og andæfir þeim kröftuglega. Í greininni er CPC sakað um hæg og slæleg viðbrögð við COVID-19- faraldrinum og staðhæft er að farald- urinn vegna COVID-19 hefði senni- lega ekki orðið að alheimsfaraldri ef kínversk stjórnvöld hefðu sagt satt og rétt frá. Þessar fullyrðingar minna óþægi- lega á ómakleg ummæli frá vissum stjórnmálamönnum í Bandaríkjun- um sem hafa verið að úthrópa Kína undanfarið og eðlilega fara menn að velta fyrir sér af hverju þessi ritstjórnargrein var birt. Staðreyndir skipta meira máli en orð. Staðreyndin er sú að fyrsta til- fellið um lungnabólgu af óþekktum orsökum var skráð í Wuhan-borg hinn 3. desember á síðasta ári. Það tekur tíma að staðfesta það vísinda- lega og nákvæmlega að um nýjan vír- us sé að ræða. Héraðsstjórnin í Wuhan tilkynnti það síðan til heil- brigðisnefndar Kína eftir hefðbundn- um boðleiðum í seinni hluta desem- ber. Hinn 31. desember sendi heil- brigðisnefnd Kína hóp af sérfræðing- um til Wuhan til að meta stöðuna og tilkynning um nýja veirusýkingu var í framhaldinu send til Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar (WHO) og annarra alþjóðlegra viðbragðs- aðila hinn 3. janúar 2020 og hefur verið tilkynnt um framgang mála óslitið síðan. Hinn 7. janúar tókst kínverskum vísindamönnum að greina gena- mengi nýja vírussins og var þeim niðurstöðum deilt umsvifalaust með vísindasamfélagi heimsins. Hinn 23. janúar ákváðu kínversk yfirvöld að ráði sérfræðinga að loka Wuhan-borg og herða ferðareglur í öðrum héruðum Kína. Gripið var til allra hugsanlegra viðbragða til að berjast við og hemja faraldurinn og stóðu þessar aðgerðir í rúma tvo mánuði. Hinn 25. janúar birti Trump, forseti Bandaríkjanna, tíst þar sem hann lýsti yfir að „Kína hefði unnið ötullega að því að hemja vírusinn og að Bandaríkin þökkuðu Kína fyrir viðbrögð sín og gagnsæi“. Dr. Tedros Adhanom Ghebreysus, fram- kvæmdastjóri WHO, sagði enn- fremur að „hinar skjótu og umfangs- miklu aðgerðir sem Kína hefði gripið til væru án fordæma á heimsvísu“. Ritstjórnargreinin heldur því fram að Kínverski kommúnistaflokkurinn hafi verið að draga fram og dreifa fölskum kenningum um hvernig far- aldurinn hafi hafist og gripið til þess að senda erlenda blaðamenn úr landi til að fela ástandið í eigin landi. Þess- ar ásakanir ganga þvert á stað- reyndir og eru eingöngu til þess fallnar að kasta ryki í augu lesenda. Fyrir það fyrsta, eins og Kína hefur margoft bent á, þá er sú vinna sem felst í að rekja uppruna vírussins gríðarlega flókin, þar sem affarsæl- ast er að treysta á sérfræðiþekkingu vísindasamfélagsins. Sem svar við linnulausum ásök- unum frá Bandaríkjunum birti Kína endurtíst af yfirheyrslum þing- nefndar Bandaríkjaþings, yfir Ro- bert Redfield, framkvæmdastjóra bandarísku smitsjúkdómastofnunar- innar (CDC), þar sem hann segir að sumir sjúklingar sem sagðir voru hafa látist vegna hinnar árlegu inflú- ensu, hafi í raun látist vegna kór- ónavírussins. Í öðru lagi er það staðreynd að kín- verska ríkisstjórnin bað nokkra bandaríska blaðamenn að skila blaðamannaskírteininu. Það voru viðbrögð við þeirri ómaklegu hindrun sem kínversk fjölmiðlafyrirtæki mættu í Bandaríkjunum. Það hefur ekkert með það að gera að hylma yfir eithvað vegna COVID-19 í Kína. Ritstjórnargreinin ber einnig við- brögð Kínverska kommúnistaflokks- ins við faraldrinum saman við við- brögð Sovétríkjanna sálugu í sambandi við kjarnorkuslysið í Tsjernóbyl og kemur með óábyrg ummæli um kínverska stjórn- málakerfið sem viðra úrelt kalda- stríðsviðhorf og hugmyndafræðilega fordóma. Kína er ekki Sovétríkin sál- ugu, Kínverski kommúnistaflokk- urinn er ekki Sovéski kommúnista- flokkurinn. Síðan Kínverski kommúnistaflokkurinn var stofnaður 1921 hefur flokkurinn leitt kínverska alþýðu til áður óþekkts sjálfstæðis og frelsis, auk þess að stuðla að sterkum efnahag og síauknum styrk þjóðar- innar og nýtur Kínverski kommún- istaflokkurinn óskoraðs stuðnings alls 1,4 milljarða landsmanna. Faraldurinn vegna COVID-19 er mesta ógn við heilsu almennings síð- an Alþýðulýðveldið Kína var stofnað og hefur reynst vera gríðarlega erfitt að hemja og ráða við faraldurinn. Undir styrkri stjórn Kínverska kommúnistaflokksins hefur ríkis- stjórn Kína gripið til umfangsmestu, ströngustu og áhrifaríkustu aðgerða sem völ var á til að berjast við farald- urinn og hefur sett líf og heilsu al- mennings í fyrsta sæti . Hafa þessar aðgerðir ýtt undir þjóðarstolt allrar þjóðarinnar. Nú um stundir virðist það vera sem þróun mála í Kína sé sífellt að verða jákvæðari. Daglegt líf er skjótt að færast í eðlilegt horf. Aðgerðir Kína í baráttunni gegn COVID-19 hafa verið gríðarlega mikilvægar sem framlag til heimsins um árang- ursríkar aðgerðir við að hemja far- aldurinn og hafa hlotið lof alþjóða- samfélagsins. Kína hefur veitt öðrum ríkjum heimsins dýrmætt forskot í baráttunni við faraldurinn sem hefur kostað Kína blóð svita og tár. Við ætlumst ekki til þakklætis frá al- þjóðasamfélaginu en förum einungis fram á að njóta sannmælis. Vírusar virða engin landamæri og eru þeir sameiginlegur óvinur alls mannkyns. Á þessum viðsjárverðu tímum ættum við að hlusta á dr. Tedros Adhanom Ghebreyesys sem sagði að „Núna væri tími fyrir stað- reyndir, en ekki ótta. Núna væri tími vísinda en ekki sögusagna, núna væri tími sameiningar en ekki sundr- ungar.“ Við ættum ekki að eyða tíma í ásakanir, hvorki í fjölmiðlum né í stjórnmálum, heldur ættum við að einbeita okkur að hinni sameiginlegu baráttu við COVID-19 faraldurinn. Við vonum innilega að Morgun- blaðinu auðnist að verða víðsýnna, virða staðreyndir og láta af ómakleg- um árásum á Kína.“ Yfirlýsing frá kínverska sendiráðinu á Íslandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.