Morgunblaðið - 31.03.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.03.2020, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2020 Söngva- og nóbelsskáldið Bob Dylan sendi fyrir helgi frá sér fyrsta lagið í átta ár, 17 mínútna langt lag um morðið á John F. Kennedy. Lagið nefnist „Murder Most Foul“ og var tekið upp fyrir allnokkru, eins og Dylan orðaði það sjálfur. Segir hann lagið gjöf til aðdáenda hans fyrir áralangan stuðning þeirra og tryggð. Lagið er ballaða og hljóðfæra- skipan píanó, strengjahljóðfæri og trommur. Í textanum syngur Dylan um morðið á Kennedy árið 1963 og dregur hvergi úr í lýsingunum, segir hann hafa verið leiddan til slátrunar líkt og fórnarlamb og að hann hafi verið skotinn um hábjartan dag eins og hundur. Í umfjöllun The Guardian um lag- ið segir að Dylan máli upp sögulega mynd af Bandaríkjunum sem hafi verið á niðurleið allt frá því morðið var framið en björgun hafi þó falist í popptónlistinni. Koma ýmsir tónlistarmenn við sögu í ballöðu Dyl- an, m.a. Bítlarnir, Charlie Parkeer, Eagles og Stevie Nicks. Dylan vísaði til kórónuveirunnar þegar hann hleypti laginu á netið á Twitter í lið- inni viku, bað aðdáendur sína að fara varlega, fylgjast vel með og ganga á guðs vegum. Á síðustu plötum sínum hefur Dylan einbeitt sér að tökulögum, flutt þekkt bandarísk popplög en síðasta plata hans var Tripilcate sem kom út fyrir þremur árum. Síðasta platan með frumsömdu efni, Temp- est, kom út fyrir átta árum, árið 2012. AFP Ballaða Bob Dylan syngur um morðið á Kennedy í 17 mínútna langri ballöðu, „Murder Most Foul“. Fyrsta lag Bob Dylan í átta ár  17 mínútna löng ballaða um morð Rithöfundurinn, leikarinn og vísindamiðlarinn Ævar Þór Bene- diktsson var beðinn um að mæla með listaverkum sem hægt er að njóta innan veggja heimilisins í samkomu- banninu. „Ég elska æv- intýri og hrylling, þannig að mín völ í flestum flokkum litast pínulítið af því. Ég er líka mikill kvikmynda- nörd, þannig að það sem ég hlusta á þegar kemur að hlaðvörpum eru oftast viðtöl eða umfjallanir um kvikmyndir eða sköpunarferli. Þá eru myndasögur líka fullkomnar til að lesa þegar maður er fastur heima, því þú ert oftast snöggur að tæta þig í gegnum eina svoleiðis bók, til dæm- is á meðan yngstu börnin leggja sig. Hlaðvörp: How Did This Get Made?; WTF with Marc Maron; Uns- pooled og Koma svo! Góðar bækur: Harry Potter-serían; Green Mile; The Stand; Born a Crime eftir Tre- vor Noah; Myndasögurnar Paper Girls; og flest það sem Scott Snyder hefur skrifað fyrir Batman. Þættir: Breaking Bad; An Idiot Abroad; Travels With my Father; West Wing; Studio 60 on the Sunset Strip og Haunting of Hill House. Kvikmyndir: The Rock; Cabin in the Woods, The Thing og Back to the Future-þrennan.“ Mælt með í samkomubanni AFP Fjölhæfur Grínistinn, þáttastjórnandinn og rithöfundurinn Trevor Noah er líka lipur tennisleikari. Ævar Þór mælir með ævisögu hans Born a Crime. „Elska ævintýri og hrylling“ Gríðarvinsæl J.K. Rowling, höf- undur bókanna um Harry Potter. Ævar Þór Benediktsson Reuters ICQC 2020-2022 Áþessum furðutímum, þarsem ferðafrelsið hefurverið verið skert og lands-menn skikkaðir til að halda sig ekki bara á landinu heldur líka fjölmargir í innilokun heima hjá sér, þá bjóða góðar bækur upp á allra bestu útleiðina; óskert hugar- flug í boði höfundanna. Og nýjasta bindi hins góða bókaflokks Smásög- ur heimsins býður heldur betur upp á ævintýralegt flakk heima í sófa, um fjölmörg lönd og menningarheima Afríku, á ólíkum tímum og við alls- kyns aðstæður. Ég hef áður dásamað fyrri bindi bókaflokks- ins, með smásög- um frá Norður- Ameríku, Róm- önsku-Ameríku og svo Asíu og Eyjaálfu í einu bindi. Og ritstjóranir halda heldur betur dampi og færa okkur hér næstsíðasta bindið, fullt af forvitnilegum og góðum sögum. Eins og bent er á í inngangsorðum þá er stundum sagt að bókmenntir endurspegli veruleikann og það eigi við um þetta verk, því í sögunum endurspeglist margt sem Afríka og íbúar hennar hafa gengið í gegnum undanfarnar aldir. Eitt af því veiga- mesta sé nýlendusaga álfunnar en næstum öll lönd Afríku lutu á ein- hverju tímabili stjórn evrópskra ný- lenduherra. Hundruð tungumála séu töluð í álfunni en evrópskar tungur eru þó gjarnan ráðandi í sam- skiptum og einnig í bókmenntasköp- un. Á undanförnum áratugum hafa afrískir höfundar tekist á um það á hvaða máli þeir eigi að skrifa um afr- íska reynslu en þau evrósku eru enn áhrifamikil; sögurnar sýna það en þær eru þýddar úr fjórum, ensku, frönsku, portúgölsku og arabísku, allar úr frummáli nema þrjár. Og þýðingin er lipurleg; endurspeglar vel á íslenskunni heiminn sem fjallað er um og fólkið sem hann byggir. Valið á höfundum er athyglisvert enda löndin sem þeir koma frá ólík, eins og þóðirnar sem þau byggja. Sumir eru alþjóðlegar stjörnur en aðrir lítt þekktir. Dæmi um það er Fatmata A.Conteth frá Eþíópíu sem sáralítið er vitað um en hún sendi söguna „Bréf til systra minna“ inn í smásagnasakeppni kvenrithöfunda á níunda áratugnum. Þar segir af nöturlegum örlögum vel menntaðrar múslimakonu sem er kúguð af fjöl- skyldu sinni, á ömurlegan en þó því miður líka afar hefðbundinn hátt. Saga Petinu Gappah frá Sim- babve, „Hengjarinn“, er frásögn fyrrverandi böðuls hvítu herranna sem fóru með stjórn í landinu þegar það hét Ródesía; í sögu Edwige- Renée Dro frá Fílabeinsströndinni er fjallað um þau varanlegu áhrif sem góðir kennarar geta haft á nem- endur og jafnframt birtist þar hvað evrópskar bókmenntir eru mikil- vægar fyrir bókmenntakennslu og bókmenntalíf í álfunni; saga an- gólska höfundarins sem kallar sig Ondjaki, „Ég ætla að gera breyt- ingar á eldhúsinu“, birtir með áhrifaríkum hætti tilfinningar eig- inkonu flugmanns sem hefur tekið þátt í hryllilegum voðaverkum í borgarastyrjöld; og saga hinnar níg- erísku og þekktu Chimamanda Ngozi Adichie, „Klefi eitt“, er afar vel skrifuð og byggð og lýsir vel þeirri spillingu, kúgun og ofbeldi sem iðulega hefur ríkt í samfélögum í álfunni. Eins og handahófskennsd dæmin sýna er efniviðurinn fjöl- breytilegur og sögurnar með ýmsu móti. Þrír höfundanna hafa hlotið Nóbelsverðlaun og verk þeirra allra endurspegla vel valdið sem þeir hafa á forminu. „Fengurinn“ eftir hina suðurafrísku Nadine Gordimer sýnir listavel nöturlegt og grimmilegt kynþáttamisréttið og í örstuttri táknsögu hins egypska Naguips Mahfouz verður fyrsti skóladagur drengs að heilli ævi. Loks tekst hin suðurafríski J.M Coetzee með athyglisverðum hætti á við þá spurningu fyrir hverja höf- undar skrifa. Hvort þeir afrísku skrifi í dag fyrir landa sína, sem þekkja betur munnlega frásagnar- hefð en skrifaðar sögur, eða fyrir okkur hina vestrænu lesendur. Hvert sem svarið er þá er þetta vandað og forvitnilegt safn fyrir okkur hér í norðrinu – ávísun á ferðalög suður um höf. Ólíkar og margbrotnar sögur afrískra höfunda Smásögur Smásögur heimsins – Afríka bbbbb Smásögur eftir nítján höfunda frá sautján löndum í Afríku. Ellefu þýðendur komu að verkinu. Útgáfuna önnuðust Rúnar Helgi Vignisson, Kristín Guðrún Jónsdóttir og Jón Karl Helgason. Bjartur, 2019. Kilja, 278 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Nadine Gordimer Chimamanda Ngozi Adichie Naguip Mahfouz J.M. Coetzee

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.