Morgunblaðið - 31.03.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.03.2020, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2020 ✝ Jarþrúður LiljaDaníelsdóttir fæddist í Lykkju, Kjalarnesi, 29. sept- ember 1941. Hún lést á líknardeild Landspítalans 18. mars 2020. For- eldrar hennar voru Daníel Magnússon bóndi, f. 27. des. 1890, d. 29. júlí 1963, og Geirlaug Guðmundsdóttir húsfreyja f. 2. nóv. 1900, d. 21. des. 1986. Systk- ini Lilju eru Hulda, f. 27. apríl 1914, d. 16. feb. 1983. Magnús, f. 3. nóv. 1923, d. 4. júní 2011, Guð- mundur, f. 28. júní 1926, d. 1. jan. 1992, og Þórólfur, f. 17. apríl 1932. Jarþrúður giftist 27. ágúst 1966 Óla Kristni Björnssyni lög- reglumanni, f. 25. júní 1942, d. þeirra eru a) Hilda Björk, f. 23. nóv. 1992, sambýlismaður Diego, b) Sólveig Anna, f. 23. nóv. 1992, sambýlismaður Birkir Freyr, dóttir þeirra er Aníta Björt, f. 12. des. 2018, c) Erna Diljá, f. 26. ágúst 2000. 2) Björn Viðar, f. 11. júní 1973, barnsmóðir hans er Unnur Brynja Guðmundsdóttir, f. 3. okt. 1971, dóttir þeirra er Ásta Valgerður, f. 6. apríl 2000. 3) Hlynur Geir, f. 16. júní 1979. Lilja var alin upp á Hofi, Kjal- arnesi, til sjö ára aldurs og síðan á Hlíðarvegi, Kópavogi. Lilja lærði hárgreiðslu í Iðnskólanum í Reykjavík og lauk sveinsprófi ár- ið 1961 og síðar meistaraprófi í hárgreiðslu árið 1964. Fram á miðjan aldur var Lilja húsmóðir ásamt því að starfa við iðn sína. Þá hóf Lilja störf hjá Hitaveitu Reykjavíkur, síðar Orkuveita Reykjavíkur og starfaði þar til starfsloka. Myndlist var Lilju hugleikin og sótti hún námskeið og tók reglulega þátt í sýningum. Útför Lilju fer fram frá Víði- staðakirkju í Hafnarfirði í dag, 31. mars 2020, og hefst athöfnin klukkan 13. 18. mars 2003. For- eldrar hans voru Björn Bjarnason málarameistari, f. 8. okt. 1906, d. 3. ágúst 1961, og Anna Sig- urðardóttir hús- freyja, f. 22. ágúst 1904, d. 15 feb. 1966. Seinni eig- inkona Björns var Ragna Ágústs- dóttir, f. 26. feb. 1925. Systkini Óla eru Soffía Val- borg, f. 23. des. 1927, d. 28. des. 2015, Bjarni, f. 29. sept. 1929, d. 19. júlí 1936, Aðalbjörg, f. 12. sept. 1933, Bjarni, f. 30. jan. 1938, og Steingrímur Páll, f. 28. okt. 1959. Börn Óla og Lilju eru: 1) Daní- el Þór, f. 10. jan. 1967, í hjóna- bandi með Guðlaugu Þóru Tóm- asdóttur, f. 10. júní, 1964, dætur Elsku mamma, það er erfitt að hugsa til þess að þú sért far- in. Þú hefur alltaf verið til staðar og aldrei hef ég efast um að ef í harðbakkann slægi væri hægt að treysta á þig. Þú vildir ekki fara, þú varst ekki södd lífdaga þrátt fyrir löng veikindi enda hafðir þú margt að lifa fyrir, ný- orðin langamma. Þú áttir mikið af vinum og fannst ekkert skemmtilegra en að fá gesti í heimsókn. Oft á tíðum, þegar það var til eitthvert góðgæti á Norðurvanginum, máttum við synirnir ekki fá það vegna þess að það var aðeins fyrir gesti. Við létum það ekki stoppa okkur og þú varst með tímanum útsmogn- ari í að fela góðgætið. Án efa munum við finna nammi á ýms- um stöðum á Norðurvanginum á næstu mánuðum. Þegar þú komst að heimsækja mig í Glasgow þá fórum við í ferðalag að heimsækja ættar- óðal Maclean-klansins. Þú varst einstaklega ættfróð og stolt af því að geta rakið ættir þínar til Skotlands. Þegar þú sást kast- alann man ég alltaf hvað það lifnaði yfir andlitinu á þér. Þeg- ar ég kynnti þig fyrir vinum mínum í Glasgow gastu hafið samræður við þetta unga fólk án nokkurra vandkvæða, þú gast talað við alla, þú varst ekki feim- in. Þú hafðir mjög gaman af fólki. Þú varst alltaf að læra eitt- hvað nýtt, nýtt námskeið, nýtt áhugamál. Þú varst einstaklega opin manneskja. Við bræðurnir höfum húmor- inn frá þér og pabba. Þú lést hann ekki af hendi þótt veikind- in ágerðust. Núna fyrir jól vor- um við heima á Norðurvangin- um og ónefndur bróðir minn var að monta sig af því hversu grannur hann væri orðinn. Mér varð að orði að hann minnti mig á kengúrumömmu. Þá hló mamma. Alveg undir það síðasta varstu að spyrja elsta bróður minn hvenær hann ætlaði að skila bílnum. Þú áttir gott líf, þú misstir manninn þinn þó aðeins of snemma en þú hélst vel um fjöl- skyldu þína og þér fannst gaman að vera til. Það er erfitt til þess að hugsa að heyra ekki í mömmu, mamma ætlaðist til þess að maður hringdi í hana á hverjum degi, þó að maður hefði ekkert að segja. Hún hélt vel ut- an um fjölskyldu sína, það var númer eitt. Nú þegar þú ert far- in langar mig að heyra í þér dag- lega, þó ekki bara en til þess að segja þér ekki neitt. Þinn sonur, Hlynur. Elsku mamma, þá er komið að kveðjustund. Baráttan við krabbameinið var löng og ströng og þú varðst að lúta fyrir þeim vágesti að lokum. Ég veit að þú vildir ekki að rætt væri um bar- áttuþrek þitt í gegnum þessi veikindi, hvernig þú bauðst krabbameininu birginn og stóðst upp hnarreist eftir hvern skell- inn á fætur öðrum. Ég ætla því ekki að gera það hér. Mamma trúði á réttlátan heim þar sem heiðarleiki, sann- girni og réttsýni ræður ríkjum. Snobb fór mjög í taugarnar á henni og hún var stolt af því að vera komin af alþýðufólki. Í hennar fari mátti finna ákveðnar mótsagnir, eins og hjá okkur flestum. Því oft ræddi hún um forföður okkar, sem var af skosku kyni og taldist jarl. Mamma hafði nefnilega lúmskt gaman af þeirri staðreynd að svo gæti verið að hún hefði blátt blóð í æðum. Það er einnig víst að hún kunni ekki að meta þær vangaveltur sona sinna, að meintur jarl væri mögulega fjósadrengur að austan, sem kunni hrafl í ensku. Mamma hafði mörg áhugamál og gaman er að minnast þess að eftir að hún hætti að vinna, var hún steinhissa á því hvernig hún hafði áður haft tíma til vinnu, þar sem dagarnir á eftirlaunum voru ávallt fullbókaðir. Á sumrin var það golf og á veturna tón- leikar, myndlistarsýningar og leikhús. Hún var félagslynd og naut þess að skipuleggja og eiga stundir með öðrum. Hún var í tveimur saumaklúbbum, í Sina- wik, ferðahópi ekkla og ekkna sem hittust á Löngumýri og víð- ar, í ferðaklúbbi er kenndi sig við Kanaríeyjar, í hádegisverð- arklúbbnum Perlurnar og síðast en ekki síst hélt miklu sambandi við fjölmargar æskuvinkonur og gamla skólafélaga. Mamma hafði einnig frumkvæði að því að fjölskyldan færi í leikhús og í mörg ár gaf hún öllum í fjöl- skyldunni áskriftarkort í Borg- arleikhúsið. Á hverju hausti settumst við niður og völdum sýningar vetrarins undir dyggri forystu hennar. Leikhúsferðir fjölskyldunnar voru því ávallt tilhlökkunarefni þó að það verði að viðurkennast að sumar sýn- ingar voru lengur að líða en aðr- ar. En það sem var henni kærast var myndlistin, en hún sat mörg myndlistarnámskeið, tók þátt í myndlistarsýningum og var í hópi kvenna sem hittust reglu- lega og máluðu saman. Það veitti henni mikla lífsfyllingu. Ástvinir voru ávallt í fyrsta sæti í lífi mömmu og var hún óendanlega stolt af barnabörn- um sínum og fylgdist vel með öllu því sem stelpurnar hennar tóku sér fyrir hendur. Hún var þakklát fyrir að vera til staðar þegar Aníta Björt, fyrsta barna- barnabarnið kom í heiminn í desember 2018 og fátt gladdi hana meir síðasta árið en heim- sóknir Anítu Bjartar. Elsku mamma, þú varst okk- ur bræðrum góð móðir, þú og pabbi bjugguð okkur gott heim- ili, og við nutum áhyggjulausir æskunnar, í andrúmslofti kímni og gamansemi í eldhúsumræð- um hversdagsins. Það er því við- eigandi að enda þessa kveðju á limru um núvitund, sem mömmu fannst mjög skemmtileg og fangar vel húmorísk viðhorf hennar til lífsins. Ég ætlaði að nýta mér núið en naumast hvað það er nú snúið. Ég undirbjó vel allt sem ég tel að þurfi, en þá var’ða búið. (Vigfús M. Vigfússon) Þinn sonur, Daníel. Það er með nokkrum trega sem ég sest niður og rifja upp minningar um samverustundir okkar Lilju tengdamóður minn- ar. Þó að liðin séu rúm 30 ár er minningin um fyrstu heimsókn- ina í eldhúsið á Norðurvangin- um skýr. Fljótlega kom í ljós að strákamamman átti sér draum sem mér tókst aldrei að upp- fylla. Þegar umræðuefnið snér- ist um fataefni, tískutímarit og förðun var ég ekki viðræðuhæf. Aftur á móti var Erna Diljá dóttir okkar ekki há í loftinu þegar áhugi hennar á fötum og förðun kom í ljós. Þar eignaðist Lilja loksins jafnoka innan fjöl- skyldunnar á því sviði. Hins vegar voru ferðalög, menningarviðburðir og sam- verustundir fjölskyldunnar sam- eiginlegt áhugamál okkar. Það var oft lagt á ráðin og viðburðir skipulagðir. T.d. leikhúsferðirn- ar í Borgarleikhúsið sem voru ómetanlegt innlegg í uppeldi stelpnanna. Sumarbústaðaferðir með okkur Unni Brynju og dætrunum þar sem margt var brallað. Heimsóknin til Hlyns til Kraká var eftirminnileg m.a. vegna þess að óafvitandi frömd- um við glæp, þar sem við borg- uðum ekki í lestirnar, héldum að allt væri frítt. Já, það var oft mikið hlegið. Lilja keypti hní- faparasett í fallegri tösku sem hún gaf okkur Daníel. Taskan er bara opnuð þegar mikið stendur til og á sérstakan sess á hátíð- arstundum. Eftirminnilegasta ferðin var sannkölluð fjölskyldu- ferð til Stokkhólms. Lilja, syn- irnir þrír, tengdadóttirin og ömmustelpurnar fjórar. Tilefnið var útskrift Hildu Bjarkar. Leigðar voru 2 íbúðir, önnur fyr- ir stelpurnar og hin fyrir karl- ana. Við vorum ekki í vafa um hvar var meira fjör – það var klárlega hjá kvenþjóðinni. Einn- ig leigðum við mini-rútu og svo var flakkað, flandrað og aðeins kíkt í búðir. Meðal annars var farið til Uppsala og fornar slóðir Lilju heimsóttar. Við sáum nokkra eldri herramenn og hafði hún á orði að hún hefði nú aldrei dansað við þessa gömlu karla. Já, þetta voru frábærir dagar og sagði Lilja fyrir stuttu að þessi ferð hefði verið toppurinn. Síð- asta ferðin sem við fórum saman var sl. sumar þegar við tvær lögðum land undir fót og heim- sóttum Höllu og Völla í Aðaldal- inn þar sem við fengum frábær- ar móttökur. Lilja dró upp úr töskunni sinni diska með Megasi sem skyldi vera tónlistarmaður ferðarinnar. Fyrsta stopp var nestispása í Borgarfirðinum í sól og blíðu. Halla fór með okkur í ógleymanlega dagsferð til Rauf- arhafnar þar sem við m.a. skoð- uðum Heimskautagerðið og drukkum kaffi undir kirkju- garðsveggnum. Yndislegar minningar. Lilja var góð amma og sem bar hag ömmustelpnanna fyrir brjósti og naut þess að fylgjast með hvað þær fjórar voru að gera. Hún sótti tónleika, dans- sýningar, leiksýningar o.fl. Saumaði kjóla og buxur, prjón- aði lopapeysur, trefla og stúkur, útbjó skartgripi úr perlum, kúl- um og fiskroði, málaði myndir, bakaði besta kryddbrauðið, útbjó langbesta grjónagrautin svo ekki sé minnst á allra besta uppstúfið í heimi. Nú er komið að kveðjustund. Ég þakka Lilju tengdamóðir minni fyrir góðar samveru- stundir og dýrmætar minningar sem eiga eftir að gleðja okkur um ókomin ár. Hvíl í friði, Þóra tengdadóttir. Elsku hjartans amma mín, það er svo óraunverulegt að nú sé komið að kveðjustund. Minn- ing þín lifir svo sterk og skýr í huga mínum, ég veit að ég mun varðveita hana svo lengi sem ég lifi. Það er ýmislegt sem ég tek með mér út í lífið sem amma hef- ur gefið mér og kennt, enda átt- um við einstaklega gott sam- band. Eins og hún samsinnti sjálf um daginn „við erum alveg dásamlegar“. Það er margt sem við amma brölluðum saman í gegnum árin og standa þá helst upp úr sólrík sumur þar sem amma fékk mig með sér á golfvöllinn og þau ótal mörgu skipti sem ég fékk að gista hjá henni á Norðurvang- inum. Þegar ég komst á ung- lingsaldur linnti ekki gistipartí- um, en það var þá sem við byrjuðum að kalla þau skvísu- kvöld. Síðasta skvísukvöldið var núna fyrir jólin en þá fengum við Ástu frænku til að vera með okkur eins og oft áður. Þegar ég var yngri var ég alltaf svo stolt af því að eiga ömmu sem var svona mikil skvísa og vildi endi- lega að sem flestir vissu hvað ég ætti mikla skvísuömmu! Eins og mamma segir þá held ég að ég hafi erft alla mína skvísutakta frá þér, elsku amma. Amma var mikil fjölskyldu- kona og þótti mjög vænt um fólkið sitt. Hún fylgdist vel með okkur ömmustelpunum sínum og var iðulega mjög stolt af okk- ur. Samverustundir með fjöl- skyldunni á Norðurvanginum voru dýrmætar. Amma sagði eitt sinn við mig að hún héldi mikið upp á tímann þegar strák- arnir hennar voru litlir. Nú síðastliðin ár vorum við amma orðnar miklar vinkonur og er ég svo þakklát fyrir allar okkar stundir saman, skvísu- kvöldin, kaffihúsadeitin, ferða- lögin og síðast en ekki síst spjallið okkar. Hún sagði mér sögur frá því í den og ég sagði henni sögur úr mínu lífi. Þá má ekki gleyma öllu slúðrinu sem við deildum. Ég finn hlýju í hjartanu við að hugsa til þín, elsku amma Þín, Erna Diljá. Elsku amma mín. Mér finnst svo óraunverulegt að þú sért Jarþrúður Lilja Daníelsdóttir Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, BJARNI GUÐMUNDSSON rafvirkjameistari, Hringbraut 56, Reykjanesbæ, lést 26. mars. Útförin fer fram í kyrrþey. Hólmfríður Jónsdóttir Guðfinna Sesselja Bjarnad. Vilhjálmur Kristjánsson Guðrún Bjarnadóttir Ásmundur Jónsson Guðbjörg Bjarnadóttir Özgun Ali M. Özgun Guðmundur Jón Bjarnason Arnbjörg Drífa Káradóttir Bjarnfríður Bjarnadóttir Hermann Karlsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SÓLBORG JÚLÍUSDÓTTIR, lést 28. mars á Dvalarheimili aldraðra, Sauðárkróki. Útförin fer fram í kyrrþey í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu. Hrönn Gunnarsdóttir Rögnvaldur Valbergsson Kolbrún Birgisdóttir Sigurður H. Aðalsteinsson Valdimar L. Birgisson Halldóra M. Þormóðsdóttir Þórunn Elfa Sveinsdóttir Gunnar Carlsen Rakel Rögnvaldsdóttir Indriði Ragnar Grétarsson Brynjar Páll Rögnvaldsson langömmubörn og langalangömmubörn Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, JÓHANNA UNNUR GISSURARDÓTTIR ERLINGSON Álalæk 17, Selfossi, áður Karfavogi 56, Reykjavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands aðfaranótt sunnudagsins 29. mars. Sigurður Rúnar Jónsson Ásgerður Ólafsdóttir Margrét Rannveig Jónsdóttir Birgir Már Ragnarsson Silja Hrund Júlíusdóttir Hildur Jónsdóttir Hjörtur Ottó Aðalsteinsson Guðrún Ólöf Jónsdóttir Sigrún Hjartardóttir Björn Geir Leifsson Jón Hörður Jónsson Sigríður Anna E. Nikulásdóttir Jóhanna Kristín Jónsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSDÍS SVEINSDÓTTIR lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi fimmtudaginn 26. mars. Útförin fer fram í Digraneskirkju fyrir nánustu aðstandendur föstudaginn 3. apríl klukkan 13. Hægt er að hafa samband við aðstandendur til að fá aðgang að streymi frá athöfninni. Til stendur að halda minningarathöfn 29. júní ef aðstæður leyfa. Sveinn Guðmundsson Hrönn Guðmundsdottir Hjörtur Bergmann Jónsson Þórhalla Guðmundsdóttir Þórhallur Tryggvason Böðvar Guðmundsson Nanna Sif Gísladóttir Katica Munetik Zvjezdan Jovisic Ragnhildur Ýr Jónsdóttir Srdjan Jovisic Dragana Petrovic Jovisic barnabörn og barnanarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.