Morgunblaðið - 31.03.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.03.2020, Blaðsíða 32
Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari verða með tónleika í beinni útsendingu í syrpunni Heima í Hörpu í dag. Þær munu flytja norræn sönglög eftir tónskáldin Tryggva M. Baldvinsson, Hildigunni Rúnarsdóttur, Jean Sibe- lius og Edvard Grieg. Tónleikarnir verða í beinu streymi á YouTube og Facebook-síðu Hörpu en einnig má horfa á þá í beinni í sjónvarpinu á á Rúv2. Þeir hefjast kl. 11. Hallveig og Hrönn flytja norræn sönglög í Heima í Hörpu Körfuknattleiksmaðurinn Jakob Örn Sigurðarson er samningslaus eftir að samningur hans við KR rann út. Jakob verður 38 ára næsta laugardag og viðurkennir að það komi til greina að leggja skóna á hilluna eftir rúm- lega 20 ára feril, en hann lék erlendis sem atvinnumað- ur stærstan hluta ferilsins. Jakob, sem lék sinn síðasta landsleik árið 2018, viðurkennir í viðtali við Morg- unblaðið að tímabilið sem aflýst var á dögunum, hafi verið erfitt hjá KR og að endalokin hafi ekki verið eins og hann sá fyrir sér. »26 Jakob Örn gæti lagt skóna á hilluna eftir erfitt en skemmtilegt ár fólki kleift að taka þátt í samfélaginu, til dæmis að mæta á foreldrafundi og í fermingarveislur. Tæknibreytingar hafi gert táknmálstalandi fólki mögulegt að hringja í gegnum mynd- símaforrit og túlkar geti túlkað í gegnum slík forrit án þess að vera á sama stað. Allt sem fram fer á upplýsinga- fundunum í Skógarhlíð er túlkað samstundis. Árný leggur áherslu á að það sé ætíð venjan hjá táknmáls- túlkum. „Stundum er hraðinn mikill, miklar upplýsingar á stuttum tíma, en þetta er eins og önnur verkefni, ákveðin áskorun að takast á við.“ Táknmálstúlkuninni hefur verið vel tekið hjá þeim sem nýta sér hana. „Við höfum fundið fyrir afskaplega mikilli ánægju. Fólk er mjög þakk- látt fyrir að geta fylgst með öllum þessum upplýsingum og verið þannig þátttakendur í umræðunni.“ Táknmálsfréttir byrjuðu í Sjón- varpinu haustið 1980 og sjá tákn- málstalandi fréttamenn um þær. Fyrsti kvöldfréttatíminn, sem hefst klukkan 19, var túlkaður af tákn- málstúlkum SHH 28. febrúar síðast- liðinn, en táknmálstúlkar hafa áður túlkað aukafréttatíma vegna ýmissa aðstæðna eins og til dæmis snjóflóða. Almannavarnafundirnir hafa verið túlkaðir nánast frá byrjun. Árný seg- ir að þessar útsendingar geri fjöl- skyldum kleift að horfa saman. „Þótt kannski sé aðeins einn táknmáls- talandi í fjölskyldunni geta allir setið saman og horft á beinar útsendingar, fengið sömu upplýsingar á sama tíma.“ Starfið vegna upplýsingafundanna er þess eðlis að allir vona að ekki verði þörf fyrir það mjög lengi. „Það verður gott fyrir alla þegar þetta verður búið,“ segir Árný. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Táknmálstúlkar hafa verið fyrir aug- um áhorfenda Sjónvarpsins daglega síðan byrjað var að túlka beinar út- sendingar Sjónvarps frá upplýs- ingafundum Almannavarna ríkisins, Sóttvarnalæknis og Landlæknis vegna kórónuveirunnar. „Þetta er skrýtið því yfirleitt erum við frekar nafnlausar og lítið áberandi,“ segir Árný Guðmundsdóttir. Um næstu áramót verða 30 ár frá því Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnar- skertra tók til starfa, en hún heldur úti túlka- þjónustunni fyrir Almannavarnir og hafa nokkrir túlkar skipst á að sinna upplýs- ingafundunum ásamt öðrum verkefnum. Þau hafa helst verið túlkun í framhalds- og há- skólum og túlkun í sambandi við fé- lagsleg verkefni á fundum og nám- skeiðum og ekki síst í heilbrigðis- kerfinu. Árný var í fyrsta túlkahópnum sem útskrifaðist með BA-próf í fag- inu frá Háskóla Íslands fyrir 23 ár- um. Til þessa hafa 50 manns útskrif- ast sem táknmálstúlkar frá HÍ, þar af einn karl sem starfar ekki lengur sem túlkur. „Ég hnaut um þetta þeg- ar boðið var upp á námið í fyrsta skipti í Háskólanum og mér fannst það hljóma svo ótrúlega spennandi, að mér fannst ómögulegt annað en að prófa,“ segir hún og bætir við að starfið hafi algerlega staðið undir væntingum. Mikilvægt starf Byrjað var að túlka beint í Sjón- varpinu frá umræðufundum fyrir kosningar 1999. Árný segir að miklar breytingarnar hafi orðið þegar farið var að leggja fram fjármagn árlega til túlkunar í því sem nefnt sé sam- félagstúlkun, þ.e. túlkun sem fellur ekki undir ákveðin ráðuneyti eða stofnanir heldur túlkun sem gerir Táknmálstúlkar fyrir augum landsmanna  Táknmálstúlkun frá upplýsingafundum í Skógarhlíð vel tekið Ljósmynd/Lögreglan Í Skógarhlíð Árný Guðmundsdóttir túlkar á táknmáli á upplýsingafundi. ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 91. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.