Morgunblaðið - 31.03.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.03.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2020 Bláa stellið er komið Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 551 6646 | Laura Ashley á Íslandi Opið virka daga kl. 10-18, lokað laugardaga Efnahagslegi aðgerðapakkinnsem ríkisstjórn og Alþingi hafa verið að berja saman að und- anförnu og þingið afgreiddi í gær er mikill að vöxtum og frestar ýmsum vanda. Vonandi dugar sá frestur, en að vísu er ekki gert ráð fyrir því. Þetta er óhætt að fullyrða vegna þess að í nefndaráliti efnahags- og við- skiptanefndar, sem allir nefnd- armenn undirrita, þó að stjórn- arandstaðan setji nokkra fyrirvara, segir: „Nefndin ítrekar enn og aftur að ljóst er að aðgerð- um stjórnvalda lýkur ekki með þessu frumvarpi.“    Þrátt fyrir þetta segir nefndinað frumvarpið, með breyt- ingum nefndarinnar, sé „stórt skref í rétta átt og mun skipta sköpum við að takmarka þann óhjákvæmilega skaða sem verður vegna heimsfaraldurs kór- ónuveiru.“    Athyglisvert er að þrátt fyrirumfangið eru frestanir frum- varpsins ekki taldar duga. Næstu aðgerðir munu vonandi snúast um lækkun skatta í stað frestunar. Það er óhjákvæmilegt ef ætlunin er að lyfta atvinnulífinu hratt upp úr öldudalnum að loknum faraldri.    En Ísland er ekki eitt um aðsamþykkja risapakka sem er fyrirsjáanlega ófullnægjandi. Bandaríkjanþing var varla búið að samþykkja sinn risapakka, nærri 300.000.000.000.000 króna, þegar umræður hófust þar um næstu að- gerðir.    Veiran telst ekki dýr, en húnætlar að verða dýr. Veiran er dýr STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Fyrirhugað er að reisa 2-6 vindmyll- ur á Grjóthálsi í Norðurárdal í landi Hafþórsstaða og Sigmundarstaða. Áætlað afl vindmyllanna er 9,8-30 MW og er markmið verkefnisins að nýta vindorku til vinnslu rafmagns og mæta vaxandi orkuþörf í landinu. Framkvæmdaraðili er félag sem stofnað yrði um framkvæmdina í samstarfi við eigendur Hafþórsstaða og Sigmundarstaða. Í tillögu VSÓ- ráðgjafar að matsáætlun kemur fram að fýsileiki staðsetningar felist helst í hagstæðu vindafari og nálægð við dreifilínu, en Hrútatungulína 1 liggur í gegnum jarðirnar. Þá liggur slóði, Grjóthálsvegur, nú þegar um fyrirhugað framkvæmdasvæði og stefnt er að því að nýta hann í tengslum við framkvæmdina. Svæð- ið er því þegar raskað af mannavöld- um, segir í tillögunni. Í valkostum framkvæmdar er mið- að við tvær hæðir á vindmyllum, annarsvegar vindmyllur með 85 metra háan turn sem eru 150 metrar að hæð með spaða í efstu stöðu og hins vegar vindmyllur með um 80 metra háan turn, 135 metrar að hæð með spaða í efstu stöðu. Til saman- burðar má nefna að vindmyllur Landsvirkjunar við Búrfell eru 77 metrar háar með spaða í efstu stöðu. aij@mbl.is Vilja reisa vindmyllur í Norðurárdal  Hagstætt vindafar og nálægð við Hrútatungulínu  Allt að 30 megavött Kortagrunnur: OpenStreetMap Bifröst BORGAR - FJÖRÐUR Reykholt Borgarnes GR JÓ T- HÁ LS Fyrir- hugaður vindorku- garður Í Norðurárdal Grjótháls Til að koma til móts við samfé- lagið þá hafa Pieta-samtökin aukið síma- og fjarþjónustu sína, netspjallið er opið og meðferðarað- ilar leggja mikið á sig til þess að finna leiðir til að halda áfram meðferðarstarfi. „Engum er vísað frá og besta leið- in er fundin fyrir hvern einstakling fyrir sig. Á þessum krefjandi tímum finnum við fyrir breytingu á mynstri þeirra sem til okkar leita,“ segir Kristín Ólafsdóttir, framkvæmda- stjóri Pieta-samtakanna. Sem kunnugt er bjóða samtökin upp á gjaldfrjálsa þjónustu fyrir ein- staklinga sem hafa tíðar hugsanir um að vilja ekki lifa, sjá ekki tilgang með lífinu, leita leiða til að binda enda á líf sitt, hafa misst vonina og líta á sjálfsvíg sem leið út úr vanlíð- an. Einnig er boðið upp á viðtöl fyrir aðstandendur þeirra. „Þó svo að almenn þjónusta þarna úti í samfélaginu hafi breyst eða skerst þá er mikilvægt að muna að fæstum líður betur í svona ástandi og því verður að minna á að allir eru jafn mikilvægir. Það hefur hvarflað að mér sá möguleiki að fólk upplifi að það sé skortur á heil- brigðisþjónustu og fólk jafnvel hugsi að það sé að taka tíma frá öðrum sem þurfi meira á honum að halda en það sjálft. Það er ekki rétt,“ segir Kristín ennfremur. Þegar einstaklingar þurfa önnur meðferðarúrræði en þau sem Pieta hefur þá reyna samtökin að aðstoða með hvert hægt er að leita. Kristín segir biðina vissulega geta verið lengri en ella þar sem samtökin verði að takmarka fjölda gesta í húsið á Baldursgötuna. Stuðnings- hóparnir hafa að hluta fallið niður en séra Bjarni Karlsson hefur t.d. fært karlahópinn sinn út undir bert loft. Netspjallið er fram á vefsíðunni pieta.is. Sími samtakanna er 552- 2218 og netfangið pieta@pieta.is. Pieta finnur fyrir breyttu mynstri  Samtökin auka síma- og fjarþjónustu sína Kristín Ólafsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.