Morgunblaðið - 31.03.2020, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.03.2020, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2020 Bílabíó Vel var mætt þegar hin sígilda kvikmynd Nýtt líf var sýnd í bílabíói við reiðhöllina í Borgarnesi í gærkvöld. Alls voru um 80 bílar á svæðinu og viðraði ágætlega meðan á sýningu stóð. Guðrún Vala Elísdóttir Fréttamaður spurði Kára Stefánsson, okk- ar fremsta vísinda- mann, eftirfarandi spurningar um kór- ónuveikina, á Stöð 2, fimmtudagskvöldið 26 mars sl.: „Hver heldurðu að verði stóri lærdóm- urinn af þessu öllu saman, þegar upp verður staðið?“ Kári svaraði og sagði m.a.: „Svo held ég að við verðum líka að draga þá ályktun að það sé kannski að þessi hugmynd um fæðuöryggi sé ekki eins vitlaus og menn hafa haldið. Ég held því fram að menn hljóti að komast að þeirri niðurstöðu að við verðum að verja okkar landbúnað. Við verðum að geta fætt okkur þó að komi krísa af þessari gerð. Við hljótum að fara að velta því alvarlega fyrir okkur að í stað þess að flytja allt grænmeti frá löndum, sem rækta grænmeti í gróð- urhúsum, að fara að rækta okkar eigið grænmeti í okkar eigin gróðurhúsum með raf- magni sem er bæði vistvænt og á að geta verið ódýrt.“ Matvæli tilheyra al- mannavörnum Loksins er lag að ræða um það, hvernig farið var með verkefni landbúnaðarins og landbún- aðarráðuneytið árið 2007, en þá var landbúnaðurinn tættur í sundur. Nú hefur kórónuveiran vakið heiminn með andfælum. Allar þjóðir heims spyrja sömu spurningar: Hvernig lifum við þetta af? Hvernig tryggjum við okkur matvæli? Allir tóku að hamstra og draga að sér birgðir og auðvitað sér ekki fyrir endann á hvert heimsfaraldurinn stefnir eða hverjar verða afleiðingar veikinnar. Nú verðum við að treysta því að stjórnmálamennirnir, sem oft sveiflast með tíðarandanum, staldri við og hugsi allt upp á nýtt. Flugið er fallið niður um sinn, margir ráðamenn þjóðanna loka löndum sínum. Schengen er ekki lengur okkar landamæri niðri í Grikklandi og austur í Póllandi. Og nú spyrja allir hvernig er hægt að tryggja versluninni næg matvæli á Íslandi? Svarið er heimaframleiðsla! Fjölmiðlarnir eru ekki lengur með úrtölumennina í viðtölum, sem börðust fyrir því að sem mest af landbúnaðarafurðum kæmi erlendis frá. Og hækkuðu í verði í hafi. Ég ætla ekki að telja hér upp nöfn þeirra manna, sem hafa tröllriðið umræðunni, með áróðri fyrir inn- flutt matvæli. Þeir hafa skriðið í holuna sína og sjást vonandi í al- mannavarnaliðinu sem breyttir menn. Þeir hafa fullan rétt á því að verða vitrari menn í dag en þeir voru í gær. Verslunarkeðjan, Sam- kaup hefur skorað á landbún- aðarráðherra, og þar með á rík- isstjórnina, að tryggja meira framboð á íslensku grænmeti. Við bíðum frétta. Matvæli mannkynsins eru að 90% framleidd úr landbún- aði. Fiskafurðir okkar eru 99% flutt út sem gjaldeyrir og borðum við þó mikinn fisk. Á síðustu árum hefur orðið gríðarleg aukning á innflutn- ingi landbúnaðarafurða enda margt gert til að greiða fyrir því á kosnað íslenskra afurða. Þessu verður að snúa við. Bændur verði hvattir til framleiðslu Ætli landbúnaðarráðherrann, eða ráðuneytið í skúffunni, breyti um hugsun og málróm? Ætli kannað verði hvaðan matvæli hingað flutt komi? Ætli íslenskir bændur verði hvattir til að framleiða meiri mjólk, meira kjöt og meira grænmeti? Ætli allar stofnanir landbúnaðarins, nið- urlagðar eða undir öðrum ráðu- neytum, verði nú fluttar heim? Ögmundur Jónasson og Styrmir Gunnarsson, báðir svipa og sam- viska réttlætis hvor af sínum meiði stjórnmálanna, segja eins og und- irritaður að landbúnaðarráðuneytið eigi aldrei heima með sjávarútvegi í ráðuneyti. Með því stórveldi sem sjávarútvegurinn er verði landbún- aðurinn sem ómálga barn eða eins og niðursetningur. Nú eygi ég ör- litla von um að bestu menn stjórn- málanna vakni og hlusti á þessi sjónarmið. Bændasamtökin verða að gera harða hríð að ríkisstjórninni um breytta stefnu og að átak verði gert til að efla íslenskan landbúnað sem aldrei fyrr, svo Ísland verði eins sjálfbært í landbúnaðarfram- leiðslu sinni og nokkur kostur er. Nú ætti þetta að takast. Sá er lærdómurinn af kórónuveirunni. Og þangað vísar okkur skynsemin. Eftir Guðna Ágústsson »Nú spyrja allir hvernig hægt sé að tryggja versluninni næg matvæli á Íslandi? Svar- ið er heimaframleiðsla! Guðni Ágústsson Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. Íslensk matvæli voru það heillin Við þær erfiðu að- stæður sem við er að fást um þessar mundir má ekki láta hjá líða að rétta hlut þeirra sem minnst hafa. Þetta á ekki síst við um ör- yrkja og hluta af eldri borgurum, sem sæta óhóflegum skerð- ingum á greiðslum úr almannatryggingum. Hugvitssamlega smíð- að kerfi heggur að þessu fólki reyni það að bæta hag sinn með aukinni vinnu. Lífeyristekjur og vaxta- tekjur framkalla samsvarandi skerðingar á greiðslum úr Trygg- ingastofnun. Vaka þarf vel yfir hag útigangsfólks, fólks í glímu við fíknivanda og annarra viðkvæmra hópa og grípa til raunhæfra að- gerða í málefnum þeirra. Lífskjarasamningarnir Lífskjarasamningarnir ná ekki til eldri borgara og öryrkja. Engar hækkanir eða viðbótarbætur eru boðaðar á greiðslum almannatrygg- inga á þessu ári umfram 3,5% hækkun frá 1. janúar 2020. Því síð- ur er minnst á þessa hópa í björg- unaraðgerðum rík- isstjórnarinnar sem virðist hafa gleymt þessu fólki. Óhóflegar skerð- ingar á greiðslum Með almannatrygg- ingum er leitast við að strengja öryggisnet undir þá sem höllum fæti standa. Allar að- gerðir til að rétta hlut bágstaddra þurfa að vera markvissar svo þær gagnist sem best. Skiljanleg er nauðsyn á að takmarka eða skerða greiðslur til þeirra sem ekki verða taldir þurfa slíkra úrræða með. Reynslan sýnir hins vegar að skerð- ingar á bótum almannatrygginga hafa gengið úr hófi fram. Dæmin eru skýr. Skerðingar bóta almannatrygginga vegna at- vinnutekna hefjast við 100 þúsund krónur á mánuði. Samanlögð skerð- ing og skattlagning tekna á tekju- bilinu 25 þús. til 570 þús. króna get- ur numið yfir 80%. Með þessu er fólki gert nánast ókleift að bæta hag sinn með aukinni vinnu í krafti sjálfsbjargarviðleitni sem hverjum manni er eðlislæg. Hirt er af fólki svo tekjurnar sem eftir standa hrökkva fyrir ferðakostnaði að og frá vinnustað en kannski ekki mikið umfram það. Allir skertir sem til næst Félagsmálaráðherra hefur ný- lega svarað skriflegri fyrirspurn frá höfundi um skerðingar sem eldra fólki og öryrkjum er gert að þola á greiðslum almannatrygginga. Svar ráðherra sem aðgengilegt er á vef Alþingis ber með sér að nánast allir sem til næst eru skertir. Til dæmis mega 93% aldraðra þola skerðingu vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum. Hafa forsvarsmenn sjóðanna lýst áhyggjum af þessu og óskað eftir breytingum enda rýri þetta traust á sjóðunum. Lágtekjufólk fær ekki ellilífeyri umfram fólk sem borgað hefur lítil sem engin iðgjöld í lífeyr- issjóð. Iðgjöld í lífeyrissjóð gagn- vart þessu launafólki birtast eins og hver annar viðbótarskattur sem ekkert fæst fyrir. Svar ráðherra gefur til kynna að aldraðir og öryrkjar veigri sér við að sækja vinnu í ljósi þess að fólk heldur ekki nema litlu eftir af tekjum sínum. Gróft reiknað eru það kannski nálægt 20% þegar greiddur hefur verið tekjuskattur og útsvar og búið er að skerða greiðslur almannatrygginga um 45%. Fólk í þessari aðstöðu býr í þessu tilliti við skattprósentu eins og sumum kynni að þykja við hæfi að leggja á hæstu ofurlaun á vinnu- markaði. Í svari ráðherra kemur fram að á árinu 2018 sættu aðeins 1.442 einstaklingar skerðingu vegna atvinnutekna. Þetta bendir til að fólk á lífeyrisaldri sem fær greiðslur úr almannatryggingum og teljast vera 35.849 í svari ráðherra, telji naumast ómaksins virði að afla tekna með atvinnu gagnvart svo harkalegri skattlagningu. Skerð- ingar vegna atvinnutekna ganga gegn sjónarmiðum um lýðheilsu þar sem aukin lífsgæði fylgi virkri þátt- töku í atvinnulífi og samfélagi. Ríkissjóður hefur nærst á þess- um skerðingum. Góð staða rík- issjóðs, sem gumað hefir verið af, er að stórum hluta í boði þessa fólks svo hleypur á tugum milljarða, eins og sést af svari ráðherra. Fólks sem ekkert á að fá og virðist hafa gleymst. Raunhæfar tillögur til úrbóta Miðflokkurinn vill bæta hag líf- eyrisfólks og hverfa frá hinum hóf- lausu skerðingum, sem þeir búa við. Lagði flokkurinn fram raunhæfar og fullfjármagnaðar tillögur í þessu efni við afgreiðslu fjárlaga. Þær hefði þess vegna mátt framkvæma þegar í stað og rétt væri að hafa þær með í aðgerðum ríkisstjórn- arinnar við þessar aðstæður. Hverfa má frá skerðingum greiðslna almannatrygginga vegna atvinnutekna upp að hæfilegum tekjumörkum án þess það kosti rík- issjóð sem nyti viðbótarskatttekna, eins og sýnt hefur verið fram á. Draga ber úr skerðingum greiðslna almannatrygginga vegna lífeyris- og fjármagnstekna. Ákveða ber að greiðslur almannatrygginga fylgi ákvæðum lífskjarasamninganna svo þeir sem minnst hafa verði ekki skildir eftir í þessu tilliti. Eftir Ólaf Ísleifsson » Ákveða ber að greiðslur almanna- trygginga fylgi ákvæð- um lífskjarasamning- anna svo þeir sem minnst hafa verði ekki skildir eftir í þessu til- liti. Ólafur Ísleifsson Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. olafurisl@althingi.is Rétta ber hlut þeirra sem minnst hafa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.