Morgunblaðið - 31.03.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.03.2020, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2020 Umræðan um hvort og hvern- ig eigi að ljúka hinum ýmsum yf- irstandandi íþróttamótum er að vonum áberandi á þessum ein- kennilegu dögum og vikum. Flestir virðast smám saman vera að átta sig á þeirri stað- reynd að það er ekki hægt að af- lýsa deildakeppni sem er langt komin. Henni þarf að ljúka á ein- hvern hátt. Stökum mótum er hægt að af- lýsa og halda aftur að ári án þess að það komi að of mikilli sök en deildakeppni lýtur allt öðrum lögmálum. Þar þarf að fá niðurstöðu, krýna meistara, úrskurða um færslur á milli deilda, ákvarða sæti í Evrópukeppni. Þú byrjar ekki keppni sem hefur verið í gangi þrjá fjórðu- hluta tímabils upp á nýtt með allt á núlli. Það er í raun svo ein- falt að ég eyði ekki plássi í að út- lista ástæðurnar fyrir því. Til að fá niðurstöðu í yfirstand- andi deildakeppni eru tvær leiðir. Leika hana til enda eða taka þá ákvörðun að staðan þegar henni þurfti að fresta gildi sem loka- staða. Ekki þarf að rökræða mikið um hvor aðferðin er æskilegri. KKÍ valdi þá seinni fyrir íslenska körfuboltann. Fór strax í verri kostinn, neyðarúrræðið, en klár- aði ekki dæmið alveg. Ef þetta er gert þarf að krýna meistara í leiðinni. Stjörnukarlar og Vals- konur áttu að sjálfsögðu að fá Ís- landsbikarana 2020 fyrst þessi leið var valin, og tvö lið áttu að færast á milli karladeildanna. Hina aðferðina þarf ekki að fara mörgum orðum um. Loksins þegar óhætt verður að stunda íþróttir á ný, þegar Víðir leyfir það, verður hafist handa við að ljúka yfirstandandi deildakeppn- um. Sama hvaða tíma það tekur. Næsta tímabil byrjar ekki fyrr en þessu lýkur. Hvenær sem það verður. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is GOLF Kristján Jónsson kris@mbl.is Golfíþróttin er að einhverju leyti í annarri stöðu en ýmsar aðrar íþrótta- greinar hvað það varðar að tímabilið hér heima er ekki hafið. Brynjar Eld- on Geirsson, framkvæmdastjóri GSÍ, segir að af þeim sökum þá muni GSÍ hinkra alla vega fram til mánaðamóta apríl/maí með að taka stórar ákvarð- anir um mótahald GSÍ. Vissulega ríki þó óvissa varðandi mótahald vegna kórónuveirunnar og þeirra áhrifa sem hún hefur á samfélagið allt. „Eins og er höldum við okkur við okkar áætlanir varðandi landsliðs- verkefni ársins og fleira. Eins og við þekkjum er óvissa í golfíþróttinni eins og annars staðar á meðan veiran er að ganga yfir heimsbyggðina. Reynt er að fresta sem minnstu langt fram í tímann í golfinu á alþjóðlegum vettvangi. Það er viðmiðið um þessar mundir að taka ekki ákvarðanir of langt fram í tímann. Menn skoða hvern viðburð fyrir sig. Segja má að einnig sé verið að vinna þannig að hlutunum hér heima. Við höfum látið golfklúbbana vita að við tökum stöðuna um mán- aðamótin apríl/maí varðandi móta- hald GSÍ. Við höfum sent út ákveðin tilmæli til klúbbanna um að ætli menn að halda mót, til dæmis opin mót í apríl eins og stundum hefur verið gert þegar vel viðrar, að þá þurfi menn að fara að öllum til- mælum yfirvalda. Ég held samt sem áður að slíkt mótshald sé erfitt í ljósi aðstæðna og líklega yrði takmörkuð þátttaka og enn ekkert öruggt hvað veðurfar varðar. Við munum gera ráðstafnir um mánaðamótin apríl/ maí allt eftir því hvernig útlitið verð- ur,“ segir Brynjar og bendir á að erf- itt sé að spá fyrir um framvinduna á alþjóðlegum vettvangi og hjá þeim mótaröðum sem íslenskir atvinnu- kylfingar eiga keppnisrétt á. Ástand- ið vegna veirunnar sé misjafnt eftir löndum og þau geti verið mislengi að vinna úr því. „Þetta er erfitt. Fæstir átta sig á að þjóðir eins og Ítalía, Spánn og Þýskaland senda marga keppendur á þessi mót á mótaröðunum í Evrópu og halda einnig mikið af mótum á hverju ári. Einnig þjóðir eins og Sví- ar og Danir. Veiran hefur því mikil áhrif á heildina litið jafnvel þótt hægt væri að halda mót á einhverjum stöð- um. HM landsliða er á dagskrá í september og verður í Asíu. Þangað sendum við keppendur. Ef ástandið hjá Evrópuþjóðum verður langvar- andi þá mun koma þrýstingur að færa mótið til eða fella það niður. Persónulega hef ég mestar áhyggjur af því að veiran er á svo mismunandi stigum hjá þjóðum í Evrópu. Það gæti raskað mótshaldi. Þótt við verð- um til í slaginn hér á Íslandi þá er ekki víst að allir í Evrópu verði í stakk búnir til að fara út í alþjóðlega keppni.“ Kylfingarnir komnir heim Spurður út í íslenska atvinnukylf- inga segir Brynjar þá bíða nú átekta og æfa hér heima. „Okkar landsliðsfólk og afreksfólk undirbýr sig eins og stutt sé í keppni en virðir stöðuna og fyrirmæli yf- irvalda. Flest þeirra eru í undirbún- ingsvinnu fyrir komandi átök hvenær sem að þeim kemur. Sum þeirra voru byrjuð að spila eins og Valdís og Ólafía og eru nú í ákveðinni óvissu. Atvinnumenn hafa komið heim á meðan það versta gengur yfir. Eru sjálf að æfa hér heima hjá sínum klúbbum. Maður tekur einnig eftir því í öðrum íþróttum eins og hand- boltanum að atvinnumenn eru komn- ir heim í bili. Mótaraðirnar eru um alla Evrópu. Íþróttir almennt eru ekki númer eitt á listanum þegar stjórnendur fyr- irtækja þurfa að hagræða innan sinna fyrirtækja og taka sársauka- fullar ákvarðanir. Mótaraðir eru háð- ar samstarfsaðilum sínum og það á einnig við um stóru mótaraðirnar. Fyrirtæki víða um heim eru í ólgusjó og við í íþróttahreyfingunni þurfum að bíða og vona. Þegar úr rætist í efnahagslífinu munum við fá aftur það súrefni í starfsemi okkar sem við þurfum frá okkar samstarfsaðilum.“ Mismunandi áherslur Brynjar segir að Svíar haldi golf- völlum opnum með ákveðnum skil- yrðum. Þeir hafi einnig tekið ákvarð- anir fyrir nokkrum vikum varðandi mótshald. „Þjóðirnar eru að takast á við ástandið á mismunandi hátt. Svíar ætla að halda öll unglingamót á árinu og hvika ekki frá því en hafa slegið af öll öldungamót. Ætla einnig að hafa færri í hverjum ráshópi, leikmaður skráir skorið sjálfur, engir kylfuber- ar, engir áhorfendur og skálinn lok- aður. Matarpakkar afgreiddir í gegn- um lúgu. Þetta gáfu Svíar út fyrir þremur vikum. Hægt er að hafa golf- velli opna fyrir almennan leik og halda golfmót með ákveðnum reglum eins og Svíar eru að gera. Mótanefnd GSÍ er að meta stöðuna varðandi allt þetta og fylgjast grannt með hvernig þróun mála er hér heima. En eins og komið hefur fram hjá Hauki Erni [Birgissyni forseta GSÍ] þá er móta- tímabilið okkar ekki í fullum gangi núna eins og hjá mörgum öðrum þjóðum og eða íþróttagreinum. Það er því enn töluverður tími til stefnu fyrir okkur. Við munum fylgja því eftir í einu og öllu sem íþróttahreyf- ingin er beðin um að gera og hvað til- mæli og reglur yfirvalda varðar. Fjölgun iðkenda í sumar? Brynjar er bjartsýnn varðandi ís- lenska golfsumarið. Tekjutap verði þó líklega vegna þess að straumur er- lendra ferðamanna hefur dregist snarlega saman þar sem samgöngur hafa laskast verulega. En þrátt fyrir það gæti fjölgun iðkenda mögulega orðið staðreynd. „Golfið er hentug íþrótt út frá lýð- heilsusjónarmiðum og frábær kostur fyrir alla sem þurfa að hreyfa sig í þessum aðstæðum sem nú eru. Hægt er að fara út á völl með því að fylgja þeim reglum sem settar eru. Ég er bjartsýnn á að golfsumarið hérna heima geti orðið frábært. Utanlands- ferðir liggja nánast niðri og ég tel að golfið komi sterkt inn með vorinu. Það hefur sýnt sig að golfíþróttin hef- ur alltaf vaxið í kreppuástandi. Það sást til dæmis eftir síðustu fjár- málakreppu. Þá sáum við aukningu í félagatali golfhreyfingarinnar þrátt fyrir spár um annað. Sumir okkar klúbba hafa fengið töluvert af erlendum gestum og treysta á vallargjöld frá þeim. Það mun dragast saman þetta sumarið sem er miður. Síðasta sumar var metár hvað það varðar en eins og út- litið er núna þá tapar hreyfingin tekjum í þessu tilliti. Að öðru leyti er- um við bjartsýn miðað við aðstæður og sjáum fyrir okkur gott golfsumar. Vonandi munu sveitarfélögin styðja við íþróttafélögin á allan hátt sem unnt er. Félögin sitja uppi með ýmsan fastan kostnað eins og starfs- fólk og þjálfara en skertar tekjur og styrki. Við höfum heyrt það að und- anförnu frá stjórnarfólki í íþrótta- hreyfingunni í fjölmiðlum. Ekki geta allir gefið launin sín eftir. Til dæmis ef það eru einu tekjurnar hjá íþrótta- fólki. Það þarf að koma einhver raun- veruleg aðstoð til skjalanna til þess að koma íþróttafélögunum okkar í gegnum þetta ástand sem nú ríkir, frá ríki og sveitarfélögum. Ef illa ár- ar hjá félögunum þá árar eðlilega illa hjá sérsamböndunum. Okkar regn- hlífarsamtök, ÍSÍ, þurfa að fara fyrir íþróttahreyfingunni og hvetja til að- gerða frá ríki og sveitarfélögum og þannig koma íþróttafélögunum og sérsamböndum okkar í gegnum þetta óveður og vonandi styttir upp sem fyrst,“ segir Brynjar Geirsson. Kylfingar bíða átekta  Golfsambandið mun skoða stöðuna nánar vegna kórónuveirunnar í lok apríl  Framkvæmdastjóri GSÍ bjartsýnn á golfsumarið  Víða erlendis er þó óvissa Ljósmynd/seth@golf.is Íslandsmeistararnir Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Guðmundur Ágúst Kristjánsson eru í biðstöðu með sín verkefni erlendis vegna veirunnar. Birkir Heimisson, knattspyrnumað- ur úr Val, hefur staðfest að hann sé með kórónuveiruna en það kom fram á fótbolti.net. Þar skýrði Birk- ir frá því að hann hefði verið rúm- liggjandi síðustu viku en væri orð- inn einkennalaus og liði ágætlega. Hann verði í einangrun í fjórtán daga. Birkir, sem er tvítugur og kom til Vals frá Heerenveen í Hol- landi í vetur, er fyrsti leikmaðurinn í Pepsi Max-deild karla sem skýrir frá því að hann hafi fengið veiruna en áður hefur komið fram að Ólafur Stígsson, annar þjálfara Fylkis, hafi greinst með hana. Birkir fékk kórónuveiruna Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Norðanmaður Birkir Heimisson hóf ferilinn með Þór á Akureyri. KÖRFUBOLTI Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Jón Axel Guðmundsson landsliðsmaður í körfu- knattleik hefur ákveðið að taka þátt í nýliðavali NBA-deildarinnar í sumar en þetta staðfesti hann við Morgunblaðið í gær. Valið á að fara fram í Brooklyn í New York 25. júní. Jón Axel lýkur námi frá Davidson-háskóla í vor en þar hefur hann átt fjögurra ára afar far- sælan feril og hefur slegið fjölda meta í sögu Wildcats, körfuboltaliðs skólans. Hann átti að leika með liðinu í fyrstu umferð úrslitakeppni bandarísku háskóladeildarinnar, „March Madness“, föstudaginn 13. mars en keppninni var aflýst nokkrum klukkustundum fyrir leikinn og þar með var ferli Jóns með Wild- cats lokið. „Já, ég er búinn að ákveða að fara í nýliðavalið þó eins og er sé allt í óvissu hérna þar sem allt er lokað. Fyrsta skrefið hjá mér er að fá mér um- boðsmann, ég er með nokkra í sigtinu og á eftir að velja úr en geri það örugglega í þessari viku,“ sagði Jón Axel við Morgunblaðið. Hætti við fyrir ári síðan Hann er áfram vestanhafs enda skólinn enn þá í gangi, í fjarkennslu, þótt körfuboltatímabilinu sé lokið. „Já, það er allt lokað hérna og maður stundar námið bara í gegnum netið,“ sagði Jón Axel en kórónuveiran hefur ekki herjað eins harkalega í Norður-Karólínu og víða annars staðar í Bandaríkjunum. Hann skráði sig í nýliðavalið síðasta vor en ákvað í lok maí að hætta við og ljúka í staðinn náminu við Davidson-skólann með fjórða og síð- asta tímabilinu þar. Þá hafði hann æft með bæði Sacramento Kings og Utah Jazz til að sýna sig og sanna en þann vetur hafði hann verið kjörinn besti leikmaðurinn í Atlantic 10 háskóladeildinni, sem og íþróttamaður ársins í karlaflokki hjá Davidson. Jón Axel ætlar í nýliðaval NBA  Stundar námið á netinu síðustu vikurnar á loka- vetrinum í Davidson-háskólanum í Bandaríkjunum AFP Davidson Jón Axel Guðmundsson hefur átt góðu gengi að fagna vestanhafs undanfarin ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.