Morgunblaðið - 31.03.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.03.2020, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2020 Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt Helgi Bjarnason Freyr Bjarnason Alexander Kristjánsson Mesta áskorunin hjá heilbrigðisyf- irvöldum nú felst í því hvenær og hvernig skuli aflétta samkomu- banni og öðrum hömlum sem settar hafa verið á í samfélaginu vegna kórónusmitsfaraldursins. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í gær að aflétta þurfi aðgerðunum hægt, annars sé hætta á að farald- urinn blossi upp aftur. Núverandi aðgerðir standa fram yfir páska og yfirvöld hafa sagt fólki að búa sig undir að þær verði framlengdar. Nú er verið að skoða næstu skref í því efni og verður til- kynnt í lok þessarar viku eða í byrj- un þeirrar næstu hvað tekur við. Meira álag á spítalana Ný spá sem vísindamenn Há- skóla Íslands, embættis landlæknis og Landspítalans birtu í gær bendir til að mun fleiri muni veikjast alvar- lega en fyrra spálíkan gerði ráð fyr- ir. Er reiknað með að 120 manns þurfi innlagnar á spítala en geti orðið hátt í 200 samkvæmt svart- sýnni spá. Þegar mesta álagið verð- ur á heilbrigðiskerfið, fyrir miðjan apríl, geti 60 sjúklingar þurft að liggja á spítala á sama tíma og upp í allt að 100. Á þeim tíma gætu 10 sjúklingar legið á gjörgæslu á sama tíma eða allt upp í 18. Þróunin til þessa í fjölda greindra með kórónusmit er í sam- ræmi við spálíkanið en álagið á gjörgæslu er í samræmi við svart- sýnustu spár. Nú liggja 30 sjúkling- ar á Landspítalanum af veikindum vegna kórónusmits. Tíu þeirra eru á gjörgæslu, þar af sjö í öndunar- vél. Fara sjaldnar í búðir Páll Matthíasson, forstjóri Land- spítalans, upplýsti í gær að nú væru 18 rúm á gjörgæslu í Fossvogi, öll helguð kórónuveikinni, en venju- lega eru þar 6 gjörgæslurými. Fram kom hjá Páli að sex sjúkling- ar á Landakoti eru sýktir. Ekki hef- ur tekist að rekja hvernig smitið barst inn á deildina. Gerðar hafa verið ráðstafanir með einangrun og sóttkví og sérstaklega viðkvæmir sjúklingar færðir annað. Þórólfur Guðnason sagði að þótt reynt væri að draga úr hættu á að veiran bær- ist inn á hjúkrunarheimli með heim- sóknarbönnum og öðrum aðgerðum gæti það alltaf gerst. Stutt er í páska sem er venjulega mikil ferðahelgi. Læknarnir á fund- inum hvöttu fólk eindregið til að fylgja reglum um sóttkví og sam- komubann. Mikilvægt sé að gæta sín næstu vikur og mánuði. Víðir Reynisson yfirlögreglu- þjónn hvatti fólk til að fara ekki í langferðir um páskana og reyna að halda sig heima. Hann sagði að verslunarfólk hefði áhyggjur af álagi um páskana og hvatti hann fólk til að fara tímanlega í búðir. Betra væri að kaupa mikið inn og fara sjaldnar í verslanir en áður. Fjöldi eftir landshlutum Óstaðsett 26 1.873 Útlönd 0 0 Austurland 5 200 Höfuðborgarsvæði 882 4.623 Suðurnes 47 408 Norðurland vestra 22 396 Norðurland eystra 31 402 Suðurland 110 813 Vestfirðir 4 200 Vesturland 19 321 Smit Sóttkví Uppruni smits Innanlands Erlendis Óþekktur 16.484 sýni hafa verið tekin 157 einstaklingar hafa náð bata 5.427 hafa lokið sóttkví 30 eru á sjúkrahúsi 2 einstaklingar eru látnir 10 á gjör-gæslu 945 manns eru í einangrun Fjöldi staðfestra smita frá 28. febrúar Upplýsingar eru fengnar af covid.is og landspitali.is 1.086 smit voru staðfest í gær kl. 13.00 9.236 manns eru í sóttkví 1.000 800 600 400 200 1.086 28. 29. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23. 24. 25. 26. 27. 28. 29. 64% 10% 27% Aðgerðum verður aflétt hægt  Tilkynnt verður um næstu skref í samkomubanni fljótlega  Ný spá vísindamanna gerir ráð fyrir meira álagi á gjörgæslu en áður var búist við  Nú eru 30 sjúklingar á spítala, þar af 10 á gjörgæslu Ljósmynd/Lögreglan Fulltrúar dagsins Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, veitti upplýsingar í gær ásamt Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans, Ölmu D. Möller, Þórólfi Guðnasyni og Víði Reynissyni. Rauði kross Íslands hefur aukið fræðslu og stuðning við jað- arsetta hópa. Kristín S. Hjálm- týsdóttir framkvæmdastjóri nefnir skjólstæðinga Frú Ragn- heiðar og Fröken Ragnheiðar á Akureyri, Konukots og Vinjar auk fræðslu og samtala við flóttafólk. Kristín tók þátt í upplýsingafundi Almannavarna. Hún nefnir einnig að heim- ilislausir séu berskjaldaður hóp- ur við þessar aðstæður sem og fólk sem notar vímuefni í æð. Reynt sé að veita þessum hóp- um fræðslu um það hvernig þeir geta varið sig. Einn hópurinn enn sem Rauði krossinn hugar sérstaklega að er fangar og fólk sem nýlokið hefur afplánum. Loks er haldið uppi sambandi við fólk sem býr eitt og hefur lítið tengslanet þar sem það býr. Fjöldi símtala í hjálparsímann 1717 hefur fjór- eða fimmfaldast að undanförnu. Aukningin er ekki síst vegna þess að hann tekur yfirfall af heilsugæslu- símanum 1700. Styðja jaðar- setta hópa RAUÐI KROSS ÍSLANDS Konum sem gengnar eru 36 vikur eða meira er ráðlagt að halda sig heima. Þetta ítrekaði Alma D. Möller land- læknir á upplýsingafundi almanna- varna í gær. Konur sem fara í sjálfskipaða sóttkví af þessum ástæðum fram að fæðingu þurfa að fara í ólaunað frí úr vinnu eða raska fæðingarorlofi. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði að í félagsmálaráðuneytinu væri verið að skoða reglur um fæð- ingarorlof í þessu sambandi. Til að vernda starfsemina Meðgöngu- og sængurlegudeild Landspítala var lokað í fyrradag fyrir gestakomum nýbakaðra ferða sem annarra vegna þess að faðir sem þar var með konu sinni og barni greindist með kórónuveiruna. Fimm starfs- menn spítalans voru í kjölfarið sendir í sóttkví. „Við teljum að til þess að vernda þessa mikilvægu starfsemi sem er ekki mjög mannmörg sé mjög mikilvægt að þrengja að heimsóknum eins og við höfum gert,“ sagði Páll. Alma sagði að ráðleggingar til þungaðra kvenna byggðust á erlend- um leiðbeiningum. Ekkert benti til þess að konur á meðgöngu smituðust frekar eða yrðu veikari en aðrir. Þór- ólfur Guðnason sóttvarnalæknir ítrekaði að þessi þessi ráðstöfun væri einkum gerð til að tryggja að konur bæru ekki með sér smit þegar þær kæmu inn á fæðingardeild í fyllingu tímans. Páll sagði aðspurður að til tals hefði komið að banna feðrum að vera viðstaddir fæðingu barna sinna. Nið- urstaðan hefði verið sú að stíga ekki það skref en tók fram að mál tengd veirunni væru endurskoðuð daglega með hliðsjón af öryggi sjúklinga. Komið hefur fram áður að konur eru beðnar að koma einar í fóstur- skoðun og aðrar slíkar heimsóknir. Skoða breytingar á fæðingarorlofi  Þungaðar konur haldi sig heima Morgunblaðið/Árni Sæberg Fæðingardeild Pabbarnir fá áfram að vera við fæðingu barna sinna. KÓRÓNUVEIRUFARALDUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.