Morgunblaðið - 31.03.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.03.2020, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2020 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Korpúlfar Allt félagssstarf á vegum Korpúlfa fellur niður vegna Kórónaveirufaraldurs nema gönguhópar Korpúlfa, gengið er frá kl. 10:00 mánudaga, frá Borgum, Grafarvogskirkju og í Egilshöll. Á miðvikudögum og föstudögum kl. 10:00 frá Borgum og inni í Egilshöll. Hvetjum alla til að halda áfram heilsueflingu og passa upp á hvert annað með því að hringja hvert í annað og fylgjast vel með á samfélagsmiðlum takkNorðurbrún 1 Félagsstarfið liggur niðri vegna COVID-19 smits. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er lokað um óákveðin tíma vegna Covid-19 smits innanlands Seltjarnarnes Allt félags og tómstundastarf liggur niðri. Hvetjum alla til að passa upp á að: hreyfa sig eftir getu, passa upp á næringu og vökva. Hafa má samband við okkur í gegnum fb. síðuna eldri borgarar á seltjarnarnesi. Einnig má hringja í Kristínu i síma 8939800. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Iðnaðarmenn Málarar. Tökum að okkur alla almenna málningarvinnu, mjög sangjarnir í verðum. Upplýsingar í síma 782-4540 eða loggildurmalari@gmail.com Þjónusta Málningarþjónusta Upplýsingar í síma 782 6034. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Bílar Nýr Ford Transit Ambiente L3H2. Nýja lagið. Til afhendingar strax. Ódýrasti bíllinn í umboðinu er á 6.290.000,- Þessi er á gömlu gengi á aðeins 4.947.000,- Án VSK á 3.970.000,- www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 12–18 virka daga. Húsviðhald Tek að mér ýmiskonar húsaviðhald Sótthreinsa húsnæði, hreinsa þakrennur ofl. ofl. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Vantar þig fagmann? FINNA.is ✝ HafsteinnKjartansson fæddist 19. júní 1968 á Sjúkrahúsi Akureyrar. Hann lést á Tenerife 6. febrúar 2020. Foreldrar Haf- steins eru Antonía Björg Steingríms- dóttir húsmóðir, f. 15. júlí 1941, og Kjartan Árni Eiðs- son skipstjóri, f. 19. ágúst 1938, d. 30. september 1988. Systkini Hafsteins eru Hall- grímur Eggert Vébjörnsson Hilmar Kjartansson læknir, f. 30. mars 1971. Eiginkona hans er Svava Kristinsdóttir heilbrigðisverkfræðingur, f. 26. nóvember 1974. Börn þeirra eru Birna Líf, Árni Kristinn, Sólný Inga og Elvar Steinn. Valdimar Kjartansson sjó- maður, f. 28. janúar 1976. Sam- býliskona hans er Inga Tirone sjúkraþjálfari, f. 8. apríl 1977. Dætur þeirra eru Eva María og Helena Anja. Ósk Kjartansdóttir hjúkrun- arfræðingur, f. 3. maí 1983. Eiginmaður hennar er Ragnar Th. Atlason bakari, f. 1. nóv- ember 1978. Börn þeirra eru Ísak Andri, Arna Sóley og Sara Margrét. Útför Hafsteins fór fram frá Grindavíkurkirkju 26. febrúar 2020. bílstjóri, f. 18. maí 1963. Sambýlis- kona Eggerts er Judith Anna Haas kennari, f. 7. febr- úar 1969. Dóttir Eggerts er Ant- onía Eggertsdóttir Maul. Steingrímur Eiður Kjartansson sjómaður, f. 30. maí 1967. Eigin- kona hans er Grachille A. Bali- god, vaktstjóri í Bláa lóninu. Börn þeirra eru Angela Björg, Kjartan Árni og Æsa María. Habbi bróðir er fyrstur okkar systkina til að sigla inn í nýja til- vist og víddir sem eru okkur jarð- arbörnum hulin.Við hugsum með okkur og vonum innilega að hann sigli nú á einhverju himinfleyinu með föður okkar, Kjartani Árna Eiðssyni, sem einnig lést langt fyrir aldur fram. Hafsteinn bróð- ir, eða Habbi eins og hann var alla jafna kallaður, var strax í æsku afskaplega orkumikill og lifandi einstaklingur svo sumum þótti nóg um á köflum. Og þá ekki síst okkar ástkæru foreldrum. Hann hefði trúlega fengið ein- hverjar greiningar nútildags en á þeim tíma kallaðist þetta bara að vera orkumikið barn, óþekktar- ormur eða eitthvað álíka. Eftir að hafa slitið barnskónum á Akur- eyri flutti fjölskyldan til Grinda- víkur, þar sem Habbi kláraði grunnskólann og fór síðan að stunda sjóinn með föður okkar. Habbi var umtalaður verkmaður og dugnaðarforkur hvar sem hann var í plássi. Ófáir skips- félagar og vinir hans hafa sagt að fáir hafi verið jafn duglegir í vinnu og hann og það eltist aldrei af honum. Ávallt var hann dug- legur í vinnu hvar sem hann var, hvort sem það var til sjós eða seinna meira í garðaþjónustu og öðrum störfum. Habbi varð fíkninni snemma að bráð og átti hún eftir að taka mörg ár af lífi Habba. En eitt- hvað í hans innri manni gerði það að verkum að hann játaði sig aldrei sigraðan. Hann tók á sig brotsjói og áföll trekk í trekk en fór ávallt aftur í meðferð eftir meðferð og sótti AA-fundi þar sem margt gott fólk hjálpaði hon- um og leiðbeindi og styrkti hann í því að vinna bug á fíkninni. Einn- ig átti hann alltaf athvarf hjá móður okkar, sem hann gat ávallt leitað til og fengið góðan stuðn- ing, ást og umhyggju. Þrátt fyrir að mörgu leyti erfitt lífshlaup var Habbi bróðir alltaf jákvæður, glaðlegur og góður maður. Aldrei reyndist hann okkur systkinum illa þegar á bjátaði og ávallt var hann ástríkur, glaðlegur og góð- ur vinur þegar hann var edrú. Þegar við hugsum til baka er okkur kannski enn betur ljóst en áður hvaða mannkosti Habbi hafði. Hjartahlýr, gjafmildur, barngóður, glaðlyndur, galsa- samur, einlægur og kærleiksrík- ur. Jafnframt höfum við fengið að heyra margar fallegar sögur frá félögum úr AA samtökunum um óþrjótandi hjálpsemi Habba til að hjálpa öðrum við að vinna sig úr fíkninni og ná tökum á lífi sínu. Hann vann í því að vera með sum- armót fyrir AA-félaga. Fór á meðferðarheimili, fangelsi og víð- ar til að tala um reynslu sína. En að sjálfsögðu fékk hann líka hjálp frá mörgum góðum AA-félögum og fyrir það viljum við systkinin þakka. AA samtökin voru einnig hans fjölskylda og allt það góða fólk sem hann þekkti þar. Habbi bróðir var að mörgu leyti skýja- glópur. Hann gekk með háleitar vonir og óskir í brjósti. Og satt best að segja hafði hann einurð og dug til að láta sumar þeirra rætast. Það lá honum þungt á hjarta að gera upp við fortíðina og misgjörðirnar, hverjar sem þær voru. Hann gekk fram í því að hreinsa upp gamlar syndir og skuldir gagnvart samfélaginu og samferðafólki sínu og var komin með hreint mannorð þegar hann lést. Það var honum mjög um- hugað og mikilvægt. Habbi kunni vel við sig í sól og hita og var búinn að fara ófáar ferðir til Tenerife, Kanarí og hvað allar þessar suðrænu eyjar heita og ósjaldan bauð hann móð- ur sinni með sem hann elskaði og virti umfram allt annað og vildi þakka henni þá ástúð og stuðning sem hann fékk alltaf hjá henni á erfiðum tímum. Habbi bróðir var búinn að vera edrú í ein sjö ár núna undir það síðasta og eðlilega afskaplega glaður og ánægður með það og þá ekki síður við hin í fjölskyldunni og allir hans AA-vinir. Við vorum mjög stolt af honum. Hann varð bráðkvaddur á Tenerife í sól og hita umvafinn góðum vinum og félögum. Við systkinin erum ekk- ert endilega öll forlagatrúar en eitthvað segir okkur að Habbi hafi fundið eitthvað á sér varð- andi það að hann væri að fara. Ólíkt honum var hann búinn að hringja í okkur öll 2-3 dögum fyr- ir andlátið og gefa sér góðan tíma til að tala við okkur um lífið og til- veruna og hvað allt væri nú gott og ljúft. Hver veit? Það er svo margt sem við skiljum ekki. En eitt er víst, að leiðir okkar liggja saman aftur seinna meir og þá fáum við vonandi að sigla á því sama himinfleyi sem Habbi bróð- ir og faðir okkar Kjartan Árni gera. Þegar börn okkar systkina voru spurð hver væri þeirra sterkasta minning um Habba svöruðu þau öll eins: Alltaf bros- andi, hávær, glaðvær, gjafmildur og gaf okkur hlý tröllaknús. Sá sem skapar sér slík eftirmæli og slíka minningu er maður með hjarta úr gulli. Við skulum sól sömu báðir hinsta sinnit við haf líta. Létt man þá leið þeim ljósi móti vini studdur af veröld flýr. (Jónas Hallgrímsson) Við elskum þig ávallt, þín systkini og móðir, Hallgrímur, Steingrímur, Hilmar, Valdimar og Ósk. Miðvikudaginn 26. febrúar síð- astliðinn var borinn til grafar frá Grindavíkurkirkju kær vinur, Hafsteinn Kjartansson, kallaður Habbi. Habba kynntist ég fyrst fyrir um sjö árum þegar hann var enn eina ferðina að endurreisa sjálfan sig úr þeirri öskustó sem sumir samferðamanna okkar enda í, gangi þeir of hratt inn um gleð- innar dyr. Þetta var ekki hans fyrsta endurreisn en í þetta sinn var það hans síðasta, því frá þeim tíma og allt til dánardags náði hann að feta veg þann sem er ekki aðeins varðaður góðum áformum, heldur einnig þeim praktísku og andlegu vörðum sem vísa veginn til lífs án áfengis. Þann veg náði Habbi að feta nán- ast sleitulaust í tíu ár samfleytt. Habbi var stór í sniðum á alla kanta, andlega sem líkamlega, með stórt hjarta sem bjó yfir meira örlæti og meiri hjálpsemi á þessum sjö árum en flestum er gefið á allri lífsleiðinni. Hann var líka með stóran og kærleiksríkan huga og var óþreytandi að sinna því viðfangsefni sem öðrum lán- sömum mönnum auðnast sem fara þessa vegferð, að hjálpa og aðstoða aðra menn sem áttu í sama basli við raunveruleikann og hann hafði átt. Það hefði víst einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar að hann Habbi væri orðinn fyrirmynd fyrir tugi ef ekki hundruð manna sem urðu á vegi hans eftir þann viðsnúning sem hafði orðið á lífi hans, en það var hann svo sannarlega. Þrátt fyrir erfitt lífshlaup hans áður fyrr, lífshlaup sem var lengi vel í þeim skúmaskotum sam- félagsins þar sem myrkur eitt ríkir, þá er það svo að fáum hef ég kynnst sem svo einarðlega unnu að því sem hann, að hreinsa til í rústum fortíðarinnar eins og hann gerði eftir að hann snéri af fyrri braut. Af honum eru til ótal sögur og sumar hverjar alveg óborganlegar, þegar hann á sinni nýju vegferð gerði allt sem í hans valdi stóð til að hafa uppi á þeim sem höfðu orðið fyrir honum á einhvern hátt, eða áttu hjá hon- um einhverja hluti sem hann hafði rekist á og kippt með sér heim á vegferðinni gegnum hina dimmu dali. Habbi var sífellt að leggja lið samtökum og málstað sem unnu að velferð manna og seldi líklega fleiri happdrættismiða og merki fyrir Samhjálp en nokkur annar hefur gert. Sem bæði sjálfboða- liði og starfandi húsvörður í Al- anó-klúbbnum var hann óþreyt- andi að finna upp á alls lags fjáröflunarleiðum fyrir klúbbinn sem alla tíð hefur þurft að dansa línudans milli tekna og gjalda og hann lagði mikið af mörkum til þeirrar starfsemi sem þar fer fram. Hann skipulagði líka edrú- útihátíðir um verslunarmanna- helgar á vegum Gaman-Saman hópsins og var óþreytandi að færa mönnum leiðbeiningar um líf án áfengis á öllum þeim stofn- unum landsins sem hýsa fólk sem villst hefur af leið. Habbi var einn af þessum sjaldgæfu mönnum sem maður hittir fyrir á lífsleiðinni og sem skilja eftir stórt skarð við brott- hvarfið úr þessari tilveru. Hans verður sárt saknað af mörgum og hans verður vel og lengi minnst. Ég sendi fjölskyldu hans og öllum hans mörgu vinum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Þór Saari. Það er erfitt að trúa því að í dag kveðjum við kærleiksboltann og gleðipinnann hann Habba okkar. Ég og Habbi vorum tvisv- ar sambýlingar, fyrst á Sporinu og svo á Krossgötum þegar við hófum okkar edrúmennsku sam- an. Ég man eftir því í bæði skipt- in þegar ég kom inn. Ég var brot- in, vonlaus og ósátt með hvað ég var búin að gera við lífið mitt. Í bæði skiptin var Habbi kominn á undan mér og tók á móti mér með viðmóti sem ég byggði mína edrúmennsku á; þakklæti og bjartsýni. „Velkomin Sara, nú mössum við þetta!“ Hann dró mig með sér í göngutúra, í enda- lausar strætóferðir á fundi, kom mér í þjónustu og kenndi mér umburðarlyndi þegar hann söng rammfalskur og nefmæltur á samkomum. Óeigingirni, gleði, hlátur og vinátta eru þau orð sem lýsa Habba okkar best. Hann hjálpaði mér að sjá að allir geta orðið edrú. Habbi var drifkraft- urinn í byrjun edrúmennsku minnar sem gaf mér það líf sem ég á í dag og reyni ég á hverjum degi að lifa eftir því sem hann kenndi mér. Ég votta fjölskyldu hans samúð mína og ég verð ætíð þakklát fyrir að hafa átt Habba í mínu lífi. Þýtur í laufi, bálið brennur. Blærinn hvíslar: Sofðu rótt. Hljóður í sæinn röðull rennur, roðnar og býður góða nótt. Vaka þó ennþá vinir saman varðeldi hjá í fögrum dal. Lífið er söngur, glaumur, gaman. Gleðin hún býr í fjallasal. (Tryggvi Þorsteinsson.) Sara Karlsdóttir. Hafsteinn Kjartansson Ástkær sonur, stjúpsonur, bróðir og barnabarn, SÆVAR INGI KATRÍNARSON, lést á sjúkrahótelinu við Hringbraut 3. mars. Minningarathöfn verður síðar. Katrín Lilja Gunnarsdóttir Gísli R. Sumarliðason Adam Ingi Høybye Franksson Vigdís S. Óskarsdóttir Jóhannes Ingi Hjartarson og aðrir aðstandendur Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðn- ir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein- göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.