Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2020, Page 2
Hver ert þú?
Ég er 37 ára gömul tvíburamamma, eiginkona,
skemmtikraftur og blómakona. Aðalstarfið mitt
er að vinna í blómabúð sem við mamma eigum.
Um helgar skemmti ég fólki og er oft veislustjóri
eða kynnir. Svo er ég með stóra samfélagsmiðla.
Ég hef kannski aldrei litið á mig sem áhrifavald
þó að ég flokkist kannski undir það starfsheiti,
en ég miðla gleði á mínum miðlum. Svo er ég
núna þáttastjórnandi á þessum nýja þætti, Mann-
lífi, sem er nýfarinn í loftið.
Hvernig myndir þú lýsa þessum þætti?
Þetta er eins og lifandi glamúrmagasín. Þættirnir eru
samstarfsverkefni Mannlífs og Vikunnar og hægt verður
að sjá klippur inn á Mannlif.is. Í hverjum þætti er eitt aðal-
viðtal og svo minni innslög en hver þáttur er 20 mínútur. Það
finna allir eitthvað skemmtilegt í þessum þætti; ég get lofað
því.
Er þetta þáttur fyrir fólk á öllum aldri?
Já, við erum með viðmælendur fyrir alla; við töluðum við rapp-
arann Króla og alveg upp í Þórarin Eldjárn. Þannig að þátturinn er
fyrir tíu ára krakka og upp í ömmu og afa. Viðmælendur er fólk sem
hefur tekið stökk og gert eitthvað alveg nýtt í lífinu.
Er gleðin og léttleikinn í fyrirrúmi?
Já, númer eitt, tvö og tíu. Ég held þetta sé fullkomin tímasetning! Þetta
er fullkomið sjónvarpsefni til að gleyma sér yfir. Ég hugsa mikið til
fólksins sem er í sóttkví. Það fólk getur horft á einn þátt á dag í átta daga!
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
EVA RUZA
SITUR FYRIR SVÖRUM
Lifandi
glamúr-
magasín
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.3. 2020
Hvað er samfélag?“ spurði Stefán Ólafsson prófessor í einum af fyrstufyrirlestrunum sem ég sótti við félagsvísindadeild Háskóla Íslandsfyrir þremur áratugum. „Getur maður til dæmis stigið út úr sam-
félaginu?“ hélt hann áfram og steig lymskulega til hliðar á sviðinu í Há-
skólabíói og uppskar mikinn hlátur úr þéttsetnum salnum.
Mér hefur verið hugsað til þessara orða undanfarið þegar sívaxandi hluti
þjóðarinnar er ýmist í sóttkví eða einangrun eftir að við gengum inn í þessa
dystópísku vísindaskáldsögu, Kórónuveiruna. Ugglaust líður mörgum eins
og þeir hafi stigið út úr samfélaginu,
alltént um stund.
Bjarni Thor Kristinsson óperu-
söngvari, sem talaði við okkur úr
sóttkví hér í blaðinu fyrir viku,
minnti á mikilvægi fjölbreytninnar
við aðstæður sem þessar; menningu,
afþreyingu, tiltekt, hreyfingu.
Maður hefur reynt þetta á eigin
skinni; gönguferðin með hundinn
hefur öðlast nýja vigt og ég er búinn
að breyta gamla góða þrekhjólinu úr
fatahengi í þrekhjól á ný. Ég ætlaði
ekki að byrja í golfi fyrr en um átt-
rætt en hver veit nema maður taki
upp kylfuna með vorinu; golf er víst
eina sportið sem uppfyllir kröfur sóttvarnalæknis um mannlega fjarlægð.
Hvar sækir maður um forgjöf?
Meðan kylfingum vex fiskur um hrygg eiga aðrar stéttir undir högg að
sækja. Ég finn til dæmis til með mínum mönnum veðurfræðingum. Á þessum
árstíma hafa þeir alla jafna einkarétt á því að segja þjóðinni vondar fréttir.
Núna er öllum sléttsama hvað þeir hafa fram að færa. Og hvað með aumingja
fjöllin, Þorbjörn og þau. Eitt þeirra prumpar og við tölum um það í fimm
mínútur. Snúum okkur svo aftur að veirunni.
Menningin er sjaldan eins gefandi og í harðæri og upplagt er að dusta ryk-
ið af klassík á borð við Sturlungu. Sjálfur er ég að lesa bók Ásgeirs heitins
Jakobssonar um Þórð kakala. Harður nagli, Kakalinn.
Ekki má vanmeta mátt afþreyingar í þessu árferði og nú þegar sjónvarpið
hefur endanlega leyst hundinn af sem okkar besti og traustasti vinur skora
ég á virðulegan dagskrárstjóra Ríkissjónvarpsins að hefja þegar í stað end-
ursýningar á Löðri, það er Soap. Sá gjörningur hefði vitaskuld tvíþættan til-
gang; að létta lund þjóðarinnar og minna okkur um leið á það allra mikil-
vægasta af mörgu mikilvægu nú um stundir – að þvo okkur um hendurnar.
Sápa er svalasta og brýnasta fyrirbrigði ársins 2020. Hún og klósettpappír.
Í dystópískri
vísindaskáldsögu
Pistill
Orri Páll
Ormarsson
orri@mbl.is
’Og hvað með aum-ingja fjöllin, Þorbjörnog þau. Eitt þeirraprumpar og við tölum um
það í fimm mínútur.
Snúum okkur svo aftur
að veirunni.
Aðalsteinn Guðmundsson
Þetta er fólk sem við getum treyst
og bæði heilbrigðisfólk og stjórnvöld
eru að gera það sem þau geta.
SPURNING
DAGSINS
Hvernig
finnst þér
stjórnvöld
standa sig á
tímum
Covid-19?
Fanney Dögg Guðmundsdóttir
Ágætlega. Ég hef það alla vega fínt
og er sátt.
Franklín Georgsson
Þeir sem eru með höfuðhlutverk
hafa staðið sig vel. Við getum þakk-
að þessu fólki mjög margt.
Sara Pálsdóttir
Á heildina ágætlega. Það vantar
kannski upp á að hjálpa fólki að fara
ekki inn í óttann.
Ritstjóri
Davíð Oddsson
Ritstjóri og
framkvæmdastjóri
Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri og
umsjón
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndina tók
Ásdís Ásgeirsdóttir
Mannlíf, ný íslensk þáttaröð í átta þáttum, er komin í Sjónvarp Símans Premium.
Þáttastjórnandinn Eva Ruza segir þættina léttmeti fyrir innilokaðan landann.
www.alver.is S: 896 4040
LauraStar á Íslandi
Þurrgufan í LauraStar hreinsar
fötin þín á náttúrulegan hátt
án þess að nota efnavörur.
Meira en 99.9% af bakteríum,
sveppagróðri, rykmaurum
og lykt er útrýmt á
áhrifamikinn hátt.
Þurrgufan skilar
fatnaðinum fullkom-
lega þurrum og gefur
þannig örverum litla
möguleika á að vaxa
Ten Points Maya
16.990 kr.
Garðatorg 4 | s. 551 5021 | www.aprilskor.is