Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2020, Page 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2020, Page 4
HEIMURINN 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.3. 2020 Þann 20. nóvember 1918 voru margir þeirra sem létust í sótt- inni jarðsettir í fjöldagraf- reitum. Þá var hún tekin að réna. Að ýmsu var þó að hyggja, svo sem fram kom í Morgunblaðinu 21. nóvember. „Hefir heilbrigðisnefndin beðið oss að vara fólk við því, að fylgja til grafar ef mögulegt þykir verða hjá því komist, vegna hættu þeirrar, sem fólki – flestu nýstöðnu upp úr legu – getur stafað af ofkælingu og of- þreytu við jarðarfarirnar. Það hefir sýnt sig, að fólk sem finst það vera orðið alhraust aftur, og fyrir löngu staðið upp úr sóttinni, er miklu veikara fyrir en ella. Og þess eru ekki fá dæmin, að fólk sem búið er að vera á fótum og úti marga daga, veikist á ný miklu ver en fyr.“ Er leið á mánuðinn fækkaði fréttum af spænsku veikinni og áherslur breyttust. Þannig stóð eftirfarandi í Morgunblaðinu 27. nóvember: „Sótthreinsun á að fara fram á kvikmyndahúsunum áður en þau verða opnuð aftur. Enn fremur verða sótthreinsuð híbýli manna, þar sem einhver hefir dáið úr inflúenzunni og lík staðið lengi uppi. Sótthreinsun- in fer fram á landssjóðs kostn- að. En eru ekki fleiri samkomu- staðir, sem þyrfti að sótt- hreinsa, t.d. Iðnaðarmanna- húsið, – ekki voru þar síður þéttar samkomur, í byrjun veik- innar, en í kvikmyndaleikhús- unum. Og ef sótthreinsun þessi á ekki að vera kák eitt, finst oss sjálfsagt að sótthreinsaðar verði kirkjurnar og allir opin- berir samkomustaðir.“ ÁHERSLUR Í FRÉTTAFLUTNINGI BREYTTUST Varað við að fylgja Menn vildu láta sótt- hreinsa Dómkirkjuna. Dagblöðin geta ekki komið útnæstu daga, vegna veikindastarfsmanna. Merkustu tíð- indi verður reynt að birta á fregn- miðum víðs vegar um bæinn. Kaup- endur blaðanna geta látið vitja fregnmiða á afgreiðslum blaðanna, og verða þeir enn fremur til sölu á götunum.“ Svohljóðandi tilkynning birtist í Morgunblaðinu miðvikudaginn 6. nóvember 1918 og undir hana skrif- uðu forsvarsmenn Morgunblaðsins, Frétta og Vísis. Spænska veikin, sem svo var köll- uð, hafði þá stungið sér niður af full- um þunga í Reykjavík. Veikin átti upptök sín í Bandaríkjunum en barst til Evrópu með bandarískum hermönnum. Veikin lék Spánverja á hinn bóginn grátt vorið 1918 og af því höfðu borist fréttir. Þar um slóð- ir töluðu menn á hinn bóginn um „frönsku flensuna“. Af skrifum Guðmundar Björns- sonar landlæknis í Morgunblaðið í byrjun nóvember 1918 má þó ætla að honum hafi þótt heitið akadem- ískt. „Eg býst ekki við að hún Katla gamla tæki miklum stakkaskiftum þó farið væri að kalla hana þýzku Böggu eða dönsku Siggu, – víst er um það, að Influenzan er nú sjálfri sér lík, er influenza, þó farið sé að kalla hana spönsku pestina.“ Útgáfuhlé varði í tíu daga en þeg- ar Morgunblaðið kom loksins út á ný, sunnudaginn 17. nóvember, var forsíða blaðsins og raunar blaðið allt undirlagt af fréttum af veikinni. Hver hefði spáð því? Í úttekt blaðsins sagði meðal annars: „Hver hefði spáð því, að svo mikil tíðindi gerðist hér á meðal vor, að menn mintust naumast á vopnahléið, byltinguna þýzku og landflótta þess þjóðhöfðingja, sem mest hefir verið um rætt síðustu árin, þeirra vegna? Hver hefði spáð því, að svo við- burðaríkir dagar biðu vor, að vér gleymdum Kötlu, spúandi eldi og eimyrju yfir nálægar sveitir? Nú nefnir enginn Reykvíkingur Kötlu, fremur en hún hefði aldrei verið til. Og engir fánar svifu að hún á þriðju- daginn var, til þess að fagna friðnum. Í stað þess drúptu fánar á miðri stöng, sem sýnilegt tákn drep- sóttarinnar, sem dauðinn hefir feng- ið að vopni, í okkar afskekta landi.“ Og enn fremur: „Á miðvikudaginn annan en var má telja að þriðjungur bæjarbúa hafi verið orðinn veikur. En næstu dagana breiddist veikin svo mjög út, að um síðustu helgi mun ýkjulaust mega telja, að tæpur þriðjungur bæjarbúa hafi verið á uppréttum fótum. Þá dagana var því líkast sem alt líf væri að fjara út í bænum. Göturnar voru að kalla mátti auðar af fólki, og ætið voru það sömu andlitin sem sáust, mest eldra fólk. Í byrjun þessarar viku fóru að sjást ný andlit, sjúklingar, sem gengnir voru úr greipum sóttar- innar. En um sama leyti fór hinn hryggilegi förunautur Inflúenz- unnar, lungnabólgan, að færast í aukana, og með henni fjölgaði mannslátunum.“ Morgunblaðið var alla jafnan fjór- ar síður á þessum tíma og var blað- síða 3 mjög sláandi þennan fyrsta dag eftir hléið en þar var að finna nöfn um áttatíu einstaklinga sem þá voru látnir af völdum spænsku veik- innar. Efst á síðunni var látlaus kross og þar undir stuttur texti frá ritstjórn blaðsins, þar sem reynt var að stappa stálinu í syrgjendur og þjóðina alla: Trúvissa í sorginni „Flest af því fólki, sem nú hefir stig- ið yfir landamærin var á besta aldri, og hafði störf að inna af hendi í þágu almenningsheillarinnar, þó misjöfn væru þau að ytri álitum. Flest átti það vini og ættingja sem bera nú þungan harm, ellibeygðir foreldrar gráta fagrar vonir, einstæðingar einkaathvarf sitt og börnin ástríka foreldra. En sælir eru allir þeir í sorginni, sem trúvissuna hafa um annað líf. Þeir skilja, að þetta er ekki annað en skammur viðskilnaður, og að hinir horfnu eru að eins komnir á annað æðra stig tilverunnar, en ekki horfnir um tíma og eilífð ofan í svart- ar grafir.“ Á baksíðu blaðsins voru meðal annars auglýsingar, sem að hluta voru frá einstaklingum sem tilkynna vildu fráfall ástvina sinna. Þar var einnig áberandi auglýsing frá manni sem smíðaði líkkistur. Á baksíðunni brýndi blaðið einnig fyrir lesendum að fara í einu og öllu að fyrirmælum heilbrigðisstarfs- manna enda ekki lítið í húfi: „Ennþá eru í hættu mörg manns- líf, sem áreiðanlega er hægt að bjarga, ef allir gera skyldu sína. Vér erum fátæk þjóð, og meigum sízt ef öllu við því að missa mannslíf fyrir handvömm. Geri nú hver maður skyldu sína!“ Talið er að 484 Íslendingar hafi látist úr spænsku veikinni, þar af 258 í Reykjavík. „Líkast sem alt líf væri að fjara út“ Talið er að tveir þriðju hlutar Reykvíkinga hafi verið rúmliggjandi vegna spænsku veikinnar þegar mest var í nóvember 1918. Samfélagið lam- aðist og dagblöð hættu að koma út um tíma. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Fullveldi Íslands fagnað 1. desember 1918, í skugga spænsku veikinnar sem gert hafði mikinn usla vikurnar á undan. Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. Betri svefn Melissa Dream er hannað til að stuðla að djúpri slökun og værum svefni. Þessi blanda inniheldur ekki efni sem hafa sljóvgandi áhrif. Valið besta bætiefni við streituhjá National Nutrition í Kanada „Þvílíkur munur! Ég bæði sef fastar og sofna fyrr. Ég ligg ekki andvaka á koddanum og vakna endurnærð og úthvíld. Ég sef alla nóttina og er ekki sífellt að vakna upp eins og áður. Ég mæli hiklaust með Melissa Dream fyrir alla“ Elsa M. Víðis.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.