Morgunblaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2. A P R Í L 2 0 2 0 Stofnað 1913  79. tölublað  108. árgangur  ALLT FYRIR PÁSKANA Í NÆSTU NETTÓ! Lægra verð - léttari innkaup Tilboðin gilda 2. - 13. apríl Wellington Nautalund 5.999KR/KG ÁÐUR: 9.998 KR/KG Hamborgarhryggur Kjötsel 1.199KR/KG ÁÐUR: 1.598 KR/KG MIKIÐ ÚRVAL AF PÁSKAEGGJUM! -40% -25% METAFLA FAGNAÐ MEÐ TERTU ALLT RÉTTU KARL- MENNIRNIR ÁRIÐ FER Í SÖGU- BÆKURNAR MYNDLISTARRÝNI 66 GEGN VEIRUNNI 22ÞÚSUND TONN 20 Helgi Bjarnason Þóroddur Bjarnason Greiðslumiðlunarfyrirtækin eru að endurmeta áhættu sína vegna end- urgreiðslukrafna viðskiptavina ferðaþjónustufyrirtækja sem greitt hafa fyrir þjónustuna fyrirfram og ekki enn notað hana. Eitt þeirra hef- ur sent viðskiptavinum sínum beiðni um ítarlegar upplýsingar um þetta efni og frestað á meðan á úrvinnslu stendur útgreiðslu kreditkorta- greiðslna til fyrirtækja. Greiðslurnar áttu að berast fyrir- tækjunum 31. mars og treystu sum á að geta notað þær til að greiða starfsfólki laun. „Það er nógu mikill slagur að standa í þessu á erfiðum tímum þó að ekki bætist þetta á. Þetta eru peningar sem ég á, það getur ekki farið á milli mála, og ég lít á þetta sem fjárdrátt,“ segir hótel- stjóri á Suðurlandi sem varð fyrir því að fá ekki kreditkortapeningana frá Kortaþjónustunni í fyrradag. Þegar Jakob Már Ásmundsson, forstjóri Kortaþjónustunnar, er spurður almennt um ástæðu þess að fyrirtækið telur nauðsynlegt að halda eftir kreditkortafjármunum fyrirtækja minnir hann á að Visa og Mastercard eigi kröfu á endur- greiðslu þar til þjónusta er veitt. Ferðaskrifstofur í vanda Ferðaskrifstofur eiga einnig í miklum vanda vegna endurgreiðslu- mála, og hafa fyrirtækin fundað um málið með ráðamönnum síðustu tvær vikur, meðal annars til að fá heimild til að endurgreiða pakka- ferðir innan 60 daga í stað 14 daga eins og nú er. Hluti af vanda fyrir- tækjanna er að þau hafa sjálf fyrir- framgreitt sínum birgjum, eins og Icelandair, en óvíst er með endur- greiðslur úr þeirri áttinni. Þórunn Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Úrvals-Útsýnar, gagnrýnir Ice- landair fyrir að svara engu um hve- nær fyrirtækið hyggst endurgreiða það fé sem Úrval-Útsýn hafði reitt af hendi til þeirra. „Okkar staða er gríðarlega erfið ef Icelandair endur- greiðir okkur seint og illa.“ »4 og 36 Halda eftir kortagreiðslum  Ferðaþjónustufyrirtæki fengu ekki greiðslu 31. mars  Nota átti peningana til að borga laun  Greiðslumiðlanir endurmeta áhættu vegna endurgreiðslukrafna Skíðamaður færði sér vindinn í nyt, setti upp segl og lét kald- ann draga sig á drjúgri ferð yfir snæviþakta Mosfellsheiðina, nálægt Þingvallaveginum. Veðrið var eins og best verður á kosið á íslenskum vetrardegi, sólin skein í heiði og færið fyrir skíðin var gott. Íslenski veturinn getur verið heillandi fagur, en líka grimmur eins og kynslóðirnar hafa kynnst. »30 Morgunblaðið/RAX Svifið segli þöndu yfir hjarnið  Formaður Rafiðnaðarsambands Íslands segir brotthvarf þriggja úr miðstjórn ASÍ hafa komið sér á óvart. „Maður hefði viljað finna leiðir til að vinna málin áfram með hagsmuni félagsmanna að leiðar- ljósi til að vinna úr þeirri erfiðu stöðu sem er uppi hjá okkur tíma- bundið í samfélaginu,“ segir Krist- ján Þórður Snæbjarnarson, formað- ur RSÍ og 2. varaforseti ASÍ. Vilhjálmur Birgisson, 1. varafor- seti ASÍ, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Harpa Sævars- dóttir, varaformaður VR, sögðu sig úr miðstjórn. Vilhjálmur og Ragnar Þór vildu að mótframlag atvinnu- rekenda í lífeyrissjóð yrði tíma- bundið skert til að aðstoða fyrir- tæki. Miðstjórn hafnaði því. »2 Þrjú sögðu sig úr miðstjórn ASÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.