Morgunblaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 4
Sala á áfengi í mars 2019 og 2020 26% aukning í sölu á rauðvíni í mars 2019 m.v. 2019 16% aukning í sölu á hvítvíni 29% aukning í sölu á öðrum bjórtegunum en lager- og pilsnerbjór Sala í mars, þús. lítra 2019 2020 Breyting Lager- og pilsnerbjór 1.324,4 1.407,4 6% Rauðvín 148,0 185,9 26% Hvítvín 88,8 102,7 16% Aðrar bjórtegundir en lager og pilsner 26,6 34,3 29% Blandaðir drykkir, s.s. Smirnoff Ice og Breezer 27,6 28,0 2% Ókryddað brennivín og vodka 20,4 19,9 -3% Freyðivín og kampavín 15,1 15,2 1% Ávaxtavín, s.s. Sangría og Mojito 17,7 13,5 -24% Sala áfengis samtals þús. lítra 1.761 1.906 8% Samtals 1.906 þús. lítrar í mars 2020 Heimild: Vínbúðin Í nýliðnum marsmánuði var talsvert meira selt af áfengum drykkjum í Vínbúðunum en í sama mánuði í fyrra. Alls voru seldir rúmlega 1.900 þúsund lítrar í mars í ár, en 1.761 þúsund lítrar í fyrra, og nemur aukningin 8,2%. Salan jókst er leið á mánuðinn og sumar vikur var salan 20% meiri en í hefðbundinni viku. Ef litið er til fyrstu þriggja mán- aða ársins í heild nemur aukningin 7,9%. Fyrsta fjórðung ársins seldu Vínbúðirnar hátt í fimm milljónir lítra af áfengum drykkjum. Ef rýnt er í upplýsingar frá Vín- búðunum má sjá að sala á léttvíni hefur aukist umtalsvert, þannig hef- ur sala á rauðvíni aukist um 25,6% og á hvítvíni um 15,6%. Sala á lag- erbjór hefur einnig aukist talsvert, en samdráttur er í sölu á ókrydduðu brennivíni og vodka annars vegar og ávaxtavínum hins vegar. Margt ólíkt í samfélaginu um þessar mundir Margt er ólíkt í samfélaginu um þessar mundir en var fyrir ári og margir í sóttkví eða heimavinnandi vegna kórónufaraldursins. Veitinga- staðir eru margir lokaðir en gróflega áætlað má reikna með að um fjórð- ungur áfengisneyslu eigi sér alla jafna stað þar, en sú sala fer ekki fram í gegnum Vínbúðirnar. Þetta gæti átt þátt í að viðskipti hafa auk- ist í Vínbúðunum, en einnig að fáir Íslendingar eru erlendis um þessar mundir. Á móti kemur að erlendir ferða- menn sjást varla á landinu þessa dagana, en þeir versla bæði á veit- ingastöðum og í Vínbúðunum og vantar því einn neytendahóp inn í myndina sem verið hefur síðustu ár. aij@mbl.is Kippur í sölu á léttvíni í mars  8,2% aukning í sölu vínbúðanna  Salan jókst er leið á marsmánuð 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2020 F Y R I R S A N N A SÆ L K E R A Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það er nógu mikill slagur að standa í þessu á erfiðum tímum þó að ekki bætist þetta á. Þetta eru peningar sem ég á, það getur ekki farið á milli mála, og ég lít á þetta sem fjárdrátt,“ segir hótelstjóri á Suðurlandi þegar hann lýsir samskiptum sínum við Kortaþjónustuna nú um mánaða- mótin. Henn fékk ekki þá fjármuni sem viðskiptavinir hans höfðu greitt með kreditkortum vegna þess að greiðslumiðlunarfyrirtækið hélt eftir allri fjárhæðinni vegna hugsanlegra krafna um endurgreiðslu frá við- skiptavinum sem ekki hafa notað fyr- irframgreidda þjónustu. Tugir hótela munu vera í sömu stöðu. Hótelstjórinn, sem ekki vill láta nafns síns getið á þessari stundu, segir að hann hafi verið búinn að fá yfirlit frá Kortaþjónustunni um að hann ætti von á um 11 milljónum króna 31. mars, mest í íslenskum krónum en smávegis í evrum. Hann ætlaði að nota fjármunina til að greiða laun í fyrradag og þegar hann gekk eftir því var svarið að honum hefði verið sent bréf með beiðni um upplýsingar um fyrir- ramgreidda þjónustu. Bréfið hafði þá ekki borist til hótelstjórans en með því áskildi Kortaþjónustan sér rétt til að fresta greiðslu uppgjöra þar til fullnægjandi upplýsingar til að meta endurkröfuáhættu lægju fyrir. Hótelstjórinn segist ekki vera með nein fyrirframgreidd viðskipti sem skipti máli. Mest væru þetta íslenskir viðskiptavinir sem greiddu þjón- ustuna um leið og hún væri innt af hendi. Hugsanlega væri eitthvað af evrunum þannig. Taldi hann að það væru í mesta lagi 100-200 þúsund. „Þetta er ótrúleg ósvífni. Viðskiptum mínum við þetta fyrirtæki er lokið og ég tel að það eigi við um fleiri sem lenda í þessu,“ segir hann. Eiga endurkröfurétt Þegar Jakob Már Ásmundsson, forstjóri Kortaþjónustunnar, er spurður almennt um ástæðu þess að fyrirtækið telur nauðsynlegt að halda eftir kreditkortafjármunum fyrir- tækja minnir hann á að Visa og Mast- ercard eigi kröfu á endurgreiðslu þar til þjónusta er veitt. Til þess að meta þetta hafi verið kallað eftir upplýs- ingum hjá fyrirtækjunum um fyrir- framsölu. Greiðslum sé haldið eftir á meðan unnið sé að málinu. „Við vilj- um ekki halda eftir meiru en þörf er á en það þarf að hafa í huga að við erum greiðslumiðlunarfyrirtæki, ekki lána- stofnun,“ segir Jakob. Spurður hvort mikið sé um endur- kröfur segir Jakob að enn sem komið er sé það ekki. Í tilkynningu sem Borgun birtir á vef sínum kemur fram að fyrirtækið muni ekki grípa til beinna aðgerða gegn fyrirtækjum, þrátt fyrir að mik- ið sé um afbókanir og endurgreiðslur í ferðaþjónustu, en beinir því til við- skiptavina sem fá brúarlán hjá við- skiptabanka sínum að setja uppgjör slíkra krafna í forgang. Gangi ekki of hart fram Jóhannes Þór Skúlason, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónust- unnar, hefur heyrt frá félagsmönnum vegna aðgerða kortafyrirtækjanna. Telur hann að þau gangi misjafnlega langt. Eitt þeirra hafi tilkynnt að það ætli að halda eftir greiðslum vegna ferða langt inn í sumarið, jafnvel greiðslum sem samið hafi verið um að væru óendurkræfar og ætti því ekki að þurfa að endurgreiða. Í aðvörunarbréfi Kortaþjónust- unnar til hótelsins á Suðurlandi, sem Morgunblaðið hefur afrit af, er meðal annars óskað eftir upplýsingum um fjárhæðir fyrirframgreiddra bókana út septembermánuð og með hvað miklum fyrirvara greiðsla hafi verið tekin fyrir bókanir sem ekki eru með afbókunarrétti. „Við höfum fullan skilning á því að kortafyrirtækin bera ábyrgð og þurfa að uppfæra hættumat en leggjum þunga áherslu á að það sé ekki gert á þann máta að það skerði lausafjár- stöðu fyrirtækjanna meira en þörf er á og auki ekki á þann mikla vanda sem fyrir er,“ segir Jóhannes. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Við Gullfoss Enn er fólk á ferðinni um Suðurland með kortin sín á lofti en þeim fer ört fækkandi. Fresta útgreiðslu kredit- kortagreiðslna hótels  Greiðslumiðlunarfyrirtæki meta áhættu af endurkröfum Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Til umræðu er nú í Danmörku að fella niður komandi stúdentspróf vegna þess ástands sem skapast hef- ur í skólamálum í kjölfar útbreiðslu kórónuveiru. Er ástæða þess meðal annars sögð mikið álag á nemendur í fjarkennslu, einkum þá sem standa höllum fæti fyrir. Kristinn Þorsteinsson, skóla- meistari Fjölbrautaskólans í Garða- bæ og formaður Skólameistara- félags Íslands, segir engin áform um slíkt hér á landi. Allir framhaldsskól- ar geri ráð fyrir að ljúka önninni á hefðbundnum tíma með prófi eða mati á stöðu nemenda. „Skólarnir eru mjög ólíkir, sumir eru með lítil sem engin próf á meðan aðrir eru með mikla prófahefð og þannig verður það áfram,“ segir hann og bætir við að skólastarf sl. vikur hafi „gengið vonum framar“. „Það er vissulega mikið átak að taka hefðbundna kennslu og skella henni í dreifnám með afar skömmum fyrirvara. Menn voru misvel undir þetta búnir en allir tókust á við verk- efnið í sameiningu. Fjölmargir skól- ar, eins og til að mynda okkar, halda svo úti tímum á netinu þar sem tekið er niður manntal og fylgst með mæt- ingu. Nemendur vinna svo verkefni og skila á netinu,“ segir Kristinn og bætir við að fjarfundabúnaður og samskiptaforrit komi sér vel núna. Fleiri lenda sennilega í vanda Morgunblaðið hefur undanfarið greint frá áhyggjum skólastjórn- enda vegna erfiðrar stöðu í skóla- málum. Hafa þeir meðal annars áhyggjur af því að sumir nemendur séu farnir að missa tengsl sín við skólana. Kristinn segir hugsanlegt að fleiri nemendur séu nú að lenda í meiri erfiðleikum en vanalega. „Það munu alltaf einhverjir líða fyrir svona skrítið ástand. Hugsan- lega lenda fleiri nemendur í erfið- leikum nú, en við erum þó að láta námsráðgjafa hringja í nemendur til að fylgjast með þeim sem eiga í erf- iðleikum. Ástandið er vissulega öðruvísi og erfitt,“ segir hann. Engin áform um að hætta við próf  Danir vilja fella niður stúdentspróf Skannaðu kóðann til að lesa lengri útgáfu á mbl.is Tilkynningum um innbrot og þjófn- aði fækkaði milli mánaða, ekki síst hvað varðar þjófnað á farsímum og innbrotum í ökutæki. Þetta er meðal þess sem fram kemur í mánaðar- skýrslu lögreglustjórans á höfuð- borgarsvæðinu fyrir mars 2020. Alls voru 514 hegningarlagabrot skráð á höfuðborgarsvæðinu í mars og fækkaði brotum um 233 á milli mánaða. Hafa ber í huga að tölur fyrir mars eru teknar út tveimur vikum fyrr en venjulega, sem getur haft áhrif á fjölda skráðra mála og því mikilvægt að túlka þróun í mars 2020 mjög varlega, segir í tilkynn- ingu frá lögreglu. Skráðum ofbeldisbrotum fækkaði en tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgaði á milli mánaða. Færri inn- brot og þjófnaðir  Skýrsla lögregl- unnar fyrir mars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.