Morgunblaðið - 02.04.2020, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2020
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | WWW.VR.IS
VR óskar eftir vönduðum sumarhúsum eða orlofs-
íbúðum á leigu til framleigu fyrir félagsmenn sína.
Leitað er eftir húsnæði á landsbyggðinni fyrir
næsta sumar.
Áhugasamir sendi upplýsingar á vr@vr.is fyrir 8. apríl 2020.
Nauðsynlegt er að góðar ljósmyndir og lýsing á umhverfi fylgi með.
Öllum tilboðum verður svarað.
Eftirfarandi upplýsingar þurfa að fylgja tilboði:
– Lýsing á eign og því sem henni fylgir
– Ástand eignar og staðsetning
– Stærð, fjöldi svefnplássa og byggingarár
– Lýsing á möguleikum til útivistar og
afþreyingar í næsta nágrenni
Óli Björn Kárason, formaðurefnahags- og viðskipta-
nefndar Alþingis, fjallar um
ástandið í efna-
hagslífinu í grein í
Morgunblaðinu í
gær og bendir á
hætt sé við að með
„viðamiklum og
róttækum tíma-
bundnum aðgerð-
um sé búið til
svikalogn“. Ekki sé nóg að leysa
bráðavandann í efnahagslífinu,
horfa þurfi fram í tímann.
Óli Björn bendir á að skyn-samlegt geti verið fyrir ríki
og sveitarfélög að fella niður
skattskuldir fyrirtækja. Þetta er
réttmæt ábending. Veruleg hætta
er á því að þegar það ástand sem
nú ríkir er gengið yfir sitji fjöldi
fyrirtækja uppi með skuldir sem
eru rekstri þeirra í eðlilegu ár-
ferði ofviða.
Hann nefnir einnig að ríki ogsveitarfélög komist „ekki
undan því að gera róttækar breyt-
ingar á skatta- og gjaldkerfi at-
vinnulífsins til frambúðar. Í þeirri
vinnu verða skilaboðin að vera
skýr: Regluverk og skatta-
umhverfi atvinnulífsins verður
sniðið til að efla fyrirtækin, lítil
og stór, auka samkeppnishæfni
þeirra, arðsemi og getu til að
standa undir góðum launum.“
Þetta er hárrétt ábending oglöngu tímabær. Á næstu vik-
um og mánuðum skiptir miklu að
stjórnvöld vinni að þessu samhliða
því að huga að bráðavandanum.
Rekstrarumhverfið þarf að laga
sem fyrst og þegar áhrifa veir-
unnar hættir að gæta er þýðing-
armikið að fyrirtækin búi við um-
hverfi sem hvetur til
framtakssemi og uppbyggingar
en heftir ekki þá sem vilja taka til
hendinni.
Óli Björn Kárason
Huga þarf strax
að umbótum
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Stjórn Faxaflóahafna kom saman til
fundar í gær og samþykkti aðgerðir í
því skyni að koma til móts við við-
skiptavini fyrirtækisins vegna heims-
faraldursins.
Leigutakar húseigna hjá Faxaflóa-
höfnum geta óskað eftir frestun á
greiðslu leigu allt að þremur greiðslum
sem eru á gjalddaga í mars, apríl og
maí 2020. Gjalddagi og eindagi
greiðslna sem frestað er að uppfylltum
skilyrðum verður 15. janúar 2021.
Leigugreiðslur leigjenda Faxaflóa-
hafna eru um 27,0 mkr. á mánuði.
Þá var samþykt að farþegagjöld
hvala- og náttúruskoðunarfyrirtækja
með skip og báta undir 200 brt. verði
tímabundið lækkuð um 75% frá 1. apríl
til 30. júní og um 50% frá 1. júlí 2020-
31. des. 2020. Útlit er fyrir að farþega-
gjald vegna hafsækinnar ferðaþjón-
ustu verði í ljósi aðstæðna óverulegt
árið 2020,
Loks verður lóðarleiga frá og með 1.
apríl til 31. desember lækkuð. Lækkun
á lóðarleigu gæti numið um 20 millj-
ónum í lægri lóðatekjum.
„Stjórn Faxaflóahafna leggur
áherslu á að koma til móts við við-
skiptavini sína í ljósi þess forsendu-
brests sem er að verða í atvinnulífinu
vegna afleiðinga COVID-19-faraldurs-
ins. Stjórnin stendur einhuga á bak við
þessar fyrstu aðgerðir um frestun og
lækkun gjalda og verður áfram á vakt-
inni komandi vikur og mánuði ef þörf
verður á frekari aðgerðum til að mæta
þörfum viðskiptavina,“ segir í sam-
þykkt stjórnarinnar.
Beiðni um frestun leigugjalds skal
sendast á veffangið: frestun@faxafloa-
hafnir.is. sisi@mbl.is
Lækka farþegagjöld í hvalaskoðun
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Hvalaskoðun Reiknað með sára-
litlum tekjum af farþegagjaldi.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Fyrstu sendingarnar af fersku
nautakjöti, eftir að innflutningur á
ófrosnu kjöti var heimilaður um ára-
mót, komu til landsins um miðjan
febrúar. Aðeins var flutt inn rúm-
lega tonn af nautakjöti í þeim mán-
uði en hins vegar var flutt inn 21
tonn af ófrosnu kalkúnakjöti.
„Þetta er töluvert minna en við
hefðum haldið, miðað við hvernig
umræðan og þrýstingurinn hefur
verið. Lítill innflutningur á ófrosnu
kjöti kom okkur skemmtilega á
óvart, við gerðum ráð fyrir að hann
gæti orðið meiri,“ segir Margrét
Gísladóttir, framkvæmdastjóri
Landssambands kúabænda.
21 tonn af nýjum kalkúni
Í febrúar voru flutt inn tæp 1,2
tonn af ófrosnum nautahrygg-
vöðvum, hryggjum og nautalundum,
samkvæmt innflutningstölum Hag-
stofu Íslands. Í mánuðinum voru
flutt inn tæp 28 tonn af frosnu
nautakjöti og samanlagður innflutn-
ingur af nautakjöti í febrúar er litlu
minni en innflutningur á frosnu
nautakjöti í febrúar. Tölur um mars
liggja ekki fyrir.
Ekkert var flutt inn af fersku
svínakjöti eða kjúklingi í febrúar.
Hins vegar var flutt inn 21 tonn af
ófrosnum kalkúni í sneiðum eða
hlutum.
Margrét segir að samdráttur hafi
orðið í sölu á nautakjöti á innan-
landsmarkaði fyrstu tvo mánuði árs-
ins. Verð á kýrkjöti til bænda var
lækkað um áramót vegna birgða af
hakki. Sláturleyfishafar hafa nú að
undanförnu verið að auglýsa eftir
ungneytum sem að sögn Margrétar
bendir til þess að markaðurinn sé
með ágætum. Hún tekur þó fram að
óvissa sé með mars vegna kórónu-
veirufaraldursins. Gera megi ráð
fyrir samdrætti í sölu til hótela og
veitingastaða af eðlilegum ástæðum,
fólk sé heima og fari lítið út að
borða. Þá kunni innkaupamynstrið
einnig að breytast, fólki kaupi síður
dýrari afurðirnar.
Flutt inn eitt tonn
af fersku nautakjöti
Ekkert af ófrosnu
svíni eða kjúklingi
Morgunblaðið/Golli
Steik Lítið er flutt inn af fersku
nautakjöti þótt það sé orðið heimilt.