Morgunblaðið - 02.04.2020, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2020
„Mér finnst mikilvægt að vita
hvaðan varan kemur sem ég
neyti. Hægt er að rekja hráefnið
ámiðin sem fiskurinn er veiddur.
Þess vegna vel ég Dropa.“
Katrín Tanja Davíðsdóttir,
atvinnumaður í Crossfit.
Sjá lista yfir sölustaði á
dropi.is
Náttúruleg A og D vítamín ásamt omega-3
úr hágæða þorskalýsi hjálpa ónæmiskerfinu
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Kórónuveirufaraldurinn snertir
alla landsmenn, almenning sem
forystufólk þjóðarinnar, og er ekk-
ert heimili undanskilið. Fjölskylda
Guðna Th. Jóhannessonar, forseta
Íslands, hefur fengið að kynnast
því. Margrét, móðir Guðna, sem
verður áttræð í vor, fyrrverandi
kennari, búsett í Garðabæ, nýtur
ekki heimsókna úr fjölskyldunni
þessa dagana og er það til þess að
koma í veg fyrir að hún smitist af
veirunni.
Guðni segir í samtali við
Morgunblaðið að hann hafi gefið
út tvær „forsetatilskipanir“, eins
og hann orðar það á gamansaman
hátt, varðandi heimsóknir til móð-
ur sinnar. Þegar faraldurinn var
að sækja í sig veðrið 9. mars sendi
hann fjölskyldunni svohljóðandi
skilaboð í tölvupósti: „Nýjar regl-
ur fyrir heimsóknir til mömmu/
ömmu/gænku: 1) Ekki hætta alveg
að heimsækja en fækka heimsókn-
um frekar en fjölga. 2) Allir sem
koma byrja á að fara inn á bað og
þvo sér í a.m.k. 20 sek. með sápu
og svo handspritti. 3) Engar snert-
ingar, handabönd eða knús. 4)
Mamma/amma/gænka situr á sín-
um stól, aðrir fjær á sófa eða stól,
í a.m.k. metra fjarlægð. 5) Forðast
að snerta sömu hluti og hún notar,
kaffibolla og slíkt. 6) Eins og þið
vitið fær mamma/amma/gænka
allar kvefpestir og árlegar flensur.
Við tökum þetta alvarlega núna.
Þetta er forsetatilskipun!“
„Gænka“ segir Guðni að sé
gælunafn móður sinnar í fjölskyld-
unni, frá þeirri tíð þegar ungviðið,
sem nú er orðið rígfullorðið fólk,
gat ekki sagt orðið frænka.
Fimm dögum síðar, 14. mars,
uppfærði Guðni reglurnar og sendi
fjölskyldunni þennan tölvupóst:
„Allar heimsóknir til mömmu/
ömmu/gænku núna með öllu bann-
aðar. Patti fer með mat og aðrar
nauðsynjar. Vilji einhver færa
henni eitthvað sérstakt þarf að
hafa samband við Patta. Forseta-
tilskipun nr. 2 hér með gengin í
gildi. Bestu kveðjur til ykkar
allra!“
Bannar heimsókn-
ir með „tilskipun“
Guðni Th. passar upp á móður sína
Morgunblaðið/Eggert
Í mörgu að snúast Forseti Íslands
þarf líka að sinna fjölskyldunni.
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Skiptinemarnir og æskuvinirnir Greipur Þorbjörn Gísla-
son og Björgvin Logi Bjarkason voru vongóðir um að
komast í sérstakt flug frá Buenos Aires í Argentínu til
Frankfurt í Þýskalandi í gærkvöldi, en gert var ráð fyrir
að vél Lufthansa færi í loftið um miðnætti að íslenskum
tíma.
Gréta Ingþórsdóttir, móðir Greips, segir að mikið hafi
gengið á og kippa hafi þurft í marga spotta til þess að
koma þeim til Buenos Aires og síðan í vél, sem þýska ríkið
sendi eftir þegnum sínum vegna kórónuveirunnar.
Strákarnir fóru til Argentínu sem skiptinemar til tæp-
lega eins árs á vegum AFS á Íslandi 20. febrúar, Greipur
til Córdoba, sem er um 700 km frá höfuðborginni, og
Björgvin til Rosario, sem er um 300 km frá henni.
Var fjóra daga í skólanum
Gréta segir að Greipur hafi verið búinn að vera í fjóra
daga í skólanum þegar útgöngubann var sett á í Argentínu
20. mars. Skömmu síðar hafi AFS á alþjóðavísu ákveðið að
senda alla nema til síns heima og AFS á Íslandi hafi byrjað
að vinna að því með aðstoð borgaraþjónustu utanrík-
isráðuneytisins að finna flug fyrir strákana. Greipur átti
bókað flug til Buenos Aires mánudaginn 30. mars en flugið
var fellt niður og þá fékk hann að vita hjá AFS að erfitt
yrði að koma honum landleiðina og útlitið væri í raun mjög
svart. Björgvin fór í rútu daginn áður og var lokaður inni á
hótelherbergi í Buenos Aires. Gréta segir að á sunnudags-
kvöld hafi verið kynntar hertar reglur um útgöngubann og
það framlengt. Því hafi verið erfiðara að fara á milli strax
daginn eftir.
Að sögn Grétu lögðust allir á eitt við að koma Greipi til
Buenos Aires, en hann kom þangað í fyrrinótt ásamt þýsk-
um nema í bíl, sem var sendur eftir þeim. Hún segir að
starfsmenn AFS á Íslandi og í Argentínu, borgara-
þjónusta utanríkisráðuneytisins, sendiherra Íslands gagn-
vart Argentínu, Þórður Ægir Óskarsson, ræðismaður Ís-
lands í Argentínu og starfsmenn sendiráða Danmerkur og
Þýskalands í Argentínu hafi unnið að því að leysa málið og
útvega alla nauðsynlega pappíra. „Margt gott fólk hefur
unnið frábært starf við að koma þeim heim,“ segir Gréta.
Björgvin verður 18 ára á laugardag og Greipur nær
þeim áfanga á sunnudag. Gréta segir að aðrar reglur gildi
fyrir yngri en 18 ára en fullorðna og sem börn hafi þeir átt
að hafa forgang í sæti í flugvélinni. Vinirnir eru á ábyrgð
og í umsjá AFS þar til þeir koma heim og segist Gréta
ekki hafa áhyggjur af þeim á meðan svo sé. Síðasti legg-
urinn verði frá London en óvíst sé hvenær.
Íslenskir skiptinemar
í biðstöðu í Argentínu
Á heimleið Félagarnir Björgvin Logi t.v. og Greipur
Þorbjörn á flugvellinum í Buenos Aries síðdegis í gær.