Morgunblaðið - 02.04.2020, Page 11

Morgunblaðið - 02.04.2020, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2020 Kristján Þór Júlíusson, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað reglugerð um veið- ar íslenskra skipa á makríl á árinu 2020. Alls hefur makrílkvóti Íslands verið ákveðinn rúmlega 152 þúsund tonn, en var 140 þúsund tonn í fyrra. Þá hefur ráðherra ákveðið að heildarafli í norsk-íslenskri síld verði rúm 91 þúsund tonn í ár og rúmlega 245 þúsund tonn í kol- munna. Aukning varð í makrílráðgjöf alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) í fyrrahaust, samdráttur í síld, en kolmunnaráðgjöfin var svipuð og ár- ið á undan. Í frétt frá sjávarútvegsráðuneyt- inu segir að allt frá því að sam- komulag Færeyja, Noregs og Evr- ópusambandsins um makrílveiðar gekk í gildi árið 2014 hafi Ísland miðað ákvarðanir sínar við 16,5% og ákvörðun fyrrnefndra strandríkja um heildarafla hverju sinni, ef síð- asta ár sé undanskilið. Þá hafi ákvörðun Íslands miðast við 16,5% af samanlögðum yfirlýstum kvótum allra aðila. Á síðasta ársfundi Norðaustur- Atlantshafsfiskveiðiráðsins (NEAFC) hafi verið samþykkt til- laga þess efnis að miða skyldi heild- arafla ársins 2020 í makríl við 922.064 tonn, sem er í samræmi við ráðgjöf ICES, óháð ósamkomulagi um skiptingu. Þar sem Ísland sé ekki aðili að makrílsamkomulagi, þá reiknist 16,5% af 922.064 tonnum sem 152.141 tonn, segir í frétt ráðu- neytisins. Ákvarðanir endurskoðaðar Varðandi norsk-íslenska síld og kolmunna segir í frétt ráðuneytis- ins: „Sem viðleitni af hálfu Íslendinga til að hreyfa við viðræðum strand- ríkjanna í deilistofnunum þremur, þá voru um áramót gefnar út reglu- gerðir í norsk-íslenskri síld og kol- munna í samræmi við síðustu sam- þykktu samningstölu. Í ljósi þess að þessi viðleitni hefur ekki hlotið und- irtektir samningsaðilanna, þá hefur ráðherra endurskoðað þessar ákvarðanir og hefur ákveðið að miða við sama hlutfall af samþykktri heildarveiði NEAFC og fyrir síð- asta ár sem var 17,36% fyrir norsk- íslenska síld og 21,1% í tilviki kol- munna. Með þessu er Ísland þó ekki að fylgja fordæmi annarra strand- ríkja sem hafa hækkað hlut sinn frá síðasta ári.“ aij@mbl.is Kvótar ársins ákveðnir í deilistofnum  152 þúsund tonn í makríl  91 þúsund tonn í norsk-íslenskri síld  245 þúsund tonn í kolmunna Mörkin 6 - 108 Rvk. s:781-5100 FRÍ HEIMSENDING! Opið: Mán-fös: 14-18 lau: Lokað VOR 2020 ÞÆGINDI OG HÖNNUN Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði Frí heimsending Nýjar vörur Breyttur opnunartími: Virkir daga kl. 12-17, laugardaga kl. 12-15 Skoðaðu úrvalið á vefsíðunni www.selena.is Hringdu í síma 553 7355 til að panta, fá upplýsingar og símgreiða. Fáðu pakkann frítt heim að dyrum. Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna Netverslun á www.belladonna.is Flott föt, fyrir flottar konur Skipholti 29b • S. 551 4422 Fylgið okkur á facebook NÝ GARDEUR BUXNASENDING Persónuleg Símaþjónusta FRÍ HEIMSENDING hjá Laxdal gætum við fyllsta öryggis TÍMABUNDIN OPNUNARTÍMI 12-16:00 Hæstiréttur hefur fallist á beiðni ríkissaksóknara um að áfrýja dómi sem Landsréttur kvað upp í febrúar en þá var kona sýknuð af ákæru fyr- ir hlutdeild í nauðgunarbroti. Konan var ákærð ásamt kærasta sínum fyrir að hafa nauðgað þroska- skertri stúlku með því að gefa henni óþekkta töflu og láta hana reykja kannabisefni sem sljóvgaði stúlkuna. Samkvæmt ákæru málsins var kon- an talin hafa legið við hlið mannsins og stúlkunnar og fróað sér meðan nauðgunin átti sér stað. Meðan málið var tekið fyrir í hér- aðsdómi lést maðurinn og var ákær- an gegn honum þar af leiðandi felld niður. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að konan væri sek af hlutdeild í nauðgun og var hún dæmd í tveggja ára fangelsi, en Landsréttur sneri þeirri niðurstöðu við. Í málskotsbeiðni til Hæstaréttar segist ríkissaksóknari telja dóm Landsréttar rangan og vísar m.a. til þess að í dómnum hafi hvorki verið vikið að þroskahömlun stúlkunnar né vitneskju konunnar um hana. Þá hafi Landsréttur ekkert vikið að þeim hluta verknaðarlýsingar í ákæru sem varði þá hlutdeild kon- unnar að hafa legið við hlið mannsins og stúlkunnar og horft á meðan maðurinn braut gegn stúlkunni. Hafi nærvera konunnar verið til þess fallin að auka liðsmun mannsins gagnvart stúlkunni og þar af leið- andi verið þáttur í þeirri ólögmætu nauðung sem stúlkan var beitt. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu, að úrlausn um beitingu tiltekinna lagagreina hegningarlaga myndi hafa verulega þýðingu. Fær að áfrýja sýknudómi  Var ákærð fyrir hlutdeild í nauðgun Fasteignir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.