Morgunblaðið - 02.04.2020, Síða 16

Morgunblaðið - 02.04.2020, Síða 16
16 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2020 Heill frumskógur af gæludýrum... Í fiskana mig langar svo að setja í búrið stóra mamma segir þú færð tvo en pabbi segir fjóra. Kauptúni 3 | Garðabæ | Sími: 564 3364 | fisko.is Opið laugardag 10-18 sunnudag 12-18 L i f and i v e r s l un kíktu í heimsókn Hundar Kettir Fiskar Fuglar Nagdýr Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég veit ekki til þess aðnokkur sé í sóttkví eðaeinangrun hér í hreppn-um eða á Ströndum. Vetrarfærðin hefur ekki boðið upp á að fólk fari mikið á milli staða og á Vestfjörðum öllum hafa fáir greinst með veiruna, en við vitum ekki hver þróunin verður. Við fjölskyldan höf- um fyglt fyrirmælum og förum lítið sem ekkert, nema nauðsyn krefji. Við búum á sveitabæ rétt utan við Drangsnes og skreppum þangað í búðina. Þar hefur verið gripið til að- gerða, afgreiðslutími lengdur svo fólk þurfi ekki allt að koma á sama tíma og spritt og hanskar fyrir viðskiptavini,“ segir Marta Guðrún Jóhannesdóttir, skólastjóri og kenn- ari við Grunnskóla Drangsness. „Skólinn er fullstarfandi því við erum svo fá að samkomubannið gild- ir ekki um okkur. Aðeins 7 börn eru við skólann og þrír starfsmenn, en við höfum samt gætt varúðar, núna sitja börnin ekki saman og yngri og eldri deildin eru ekki lengur í sam- kennslu. Sprittbrúsar eru úti um all- an skóla og allir alltaf að þvo sér með sápu,“ segir Marta og bætir við að þetta sé svolítið flókið í framkvæmd í bekknum sem hún kenni. „Ég er með yngstu nemend- urna sem eru í fyrsta og öðrum bekk og það er í eðli ungra barna að vilja snerta, koma nálægt, sjá betur og knúsast. Þau eru samt orðin ótrú- lega lunkin við þetta, en það er streituvaldur bæði fyrir okkur kenn- arana og börnin að þurfa alltaf að vera að passa okkur. Óneitanlega hlakka því allir mikið til að komast í páskafrí og að þurfa ekki að hugsa stöðugt um að halda fjarlægð og geta slakað á heima.“ Hér geta draumar ræst Nýlega var auglýst eftir skóla- stjóra við Grunnskóla Drangsness og þegar Marta er spurð að því hvers vegna hún sé að hætta segist hún vilja hleypa nýjum að. „Í svona litlum skóla er alveg sérstaklega mikilvægt að fá inn nýja strauma og nýtt fólk annað slagið. Ég hef verið skólastjóri hér undandarin fimm ár og mér finnst ég vera búin að gera það sem mig langaði mest til að gera. Nú get ég vonandi fylgt því eftir sem kennari við skólann, því ég er ekkert á förum. Ég hlakka til að fá nýjan skólastjóra á Drangsnes, við höfum verið ofboðslega heppin með fólk í skólanum, hingað hefur komið úr- valsfólk til starfa með góðar hug- myndir sem hafa komið sér vel í skólastarfinu, allskonar góðar breyt- ingar, þó við höldum auðvitað líka fast í hefðirnar,“ segir Marta og bætir við að það sem hafi komið henni á óvart þegar hún tók við fyrir fimm árum, var hvað allt gekk hratt fyrir sig í skólanum. „Fyrir vikið er auðvelt að láta drauma sína rætast í skólastjóra- starfinu. Að koma í svona lítinn skóla þar sem allir eru tilbúnir til að gera breytingar og hleypa nýjum hug- myndum að, er alveg einstakt. Um- hverfi skólans er líka frábært, hér er gróðurhús og sólskáli og mikið rækt- unarstarf meðal nemenda. Þetta er því einstakt tækifæri, og þar fyrir utan er líka magnað að fá að kynnast svona fámennum skóla.“ Marta hvetur fólk með börn til að sækja um skólastjórastöðuna, því hún vill gjarnan fá fleiri nemendur í skólann. „Okkur vantar sannarlega fleiri börn í skólann, við erum með pláss fyrir fleiri krakka og auðvitað skiptir það máli fyrir okkur að geta haft líf og fjör í skólanum. Við getum alveg bætt við okkur að minnsta kostu tíu nemendum, helst fleirum. Það eru góð meðmæli fyrir okkur að öll þau börn sem koma og eru gestir hjá okkur í lengri eða skemmri tíma vilja vera hérna áfram. Þó að við getum bætt við okkur nemendum þá erum við samt ekkert að vorkenna okkur að við séum fámennur skóli því okk- ur finnst það líka mikils virði að geta haldið í þessa sérstöku skólagerð. Sjö nemendur eru algjört lágmark, það væri æðislegt að fá fleiri börn.“ Namm Nemendur grunn- og leikskólans taka upp grænmeti úr matjurtagarði skólans. Sigurbjörg H. Halldórsdóttir fremst. Útikennsla Mjög góð aðstaða er fyrir útikennslu, hér læra nemendur í unglingadeild skólaárið 2015-2016 úti í blíðunni. Vorið Þá fara nemendur í heimsókn í sauðburð. Jón Anton Farley heldur á lambi í heimsókn að Odda í Bjarnarfirði. Getum bætt við okkur börnum „Skólinn er fullstarfandi því við erum svo fá að samkomubannið gildir ekki um okkur,“ segir Marta Guðrún Jóhannesdóttir, skólastjóri og kennari við Grunnskóla Drangsness. Nýlega var auglýst eftir skólastjóra og hún hlakkar til að hleypa nýjum að og segir smæðina vera kost. Notalegt Marta í skólanum ásamt nemendunum Friðgeiri Loga Halldórssyni, Maríönnu Fišerová og Tomáši Fišera. Hefð Kennarar og nemendur skólans höggva árlega jólatré í skógrækt kvenfélagsins Snótar. Finnur Ólafsson oddviti aðstoðar við að fella tréð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.