Morgunblaðið - 02.04.2020, Page 20

Morgunblaðið - 02.04.2020, Page 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2020 Skeifan 3 • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is • rafver@rafver.is VORHREINGERNINGARDAGAR 23. mars-8. apríl Frábær tilboð FC 5 Skúringarvél K7 Öflug háþrýstidæla K5 Öflug háþrýstidæl 28.802 Hvít 55.096 Með rafhlöðu Áður 33.885 WV 1 Gluggaskafa Áður 64.819 18.684 Gufutæki Áður 20.760 SC 1 Gufutæki VC 2 Ryksuga 14.442 Ryksuga Áður 16.990 8.990 Hvít Áður 9.999 74.691 Háþrýstidæla Áður 82.990 a 59.391 Háþrýstidæla Áður 65.990 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Alls varð aflinn í marsmánuði hjá Bárði SH frá Ólafsvík 1.091 tonn og einhver kíló, eins og Pétur Péturs- son, skipstjóri og útgerðarmaður, orðar það. Bárður er á netum og lík- legt er að um metafla sé að ræða á netabát í einum mánuði. „Strákarnir voru að gúggla þetta og fundu engin dæmi um svona mikinn afla,“ segir Pétur og kunnáttumenn í þessum fræðum, sem rætt var við í gær, tóku undir það. Bárður kom nýr til landsins frá Danmörku í lok síðasta árs og hóf róðra er líða tók á janúar. Frá ára- mótum er aflinn alls orðinn 1.869 tonn. Bárður er stærsti vertíðar- bátur landsins sem smíðaður er úr plasti, en hann er 26,9 metra langur, sjö metra breiður og með 2,5 metra djúpristu. Vinna og sofa Í mars komu þeir á Bárði mest með um 65 tonn að landi eftir daginn 4. mars úr átta trossum. Alls voru róðrarnir í mánuðinum 30 og landað var 31 sinni. Frá 21. mars reri Pétur eldri á gamla Bárði, sem er 15 metra og tæplega 30 metra plastbátur. Þar fiskaðist sömuleiðis mjög vel. Pétur sonur útgerðarmannsins tók þá við stjórn á nýja bátnum og landburð- urinn hélt áfram. „Þetta hefur klárlega verið um- fram væntingar hjá okkur í mars- mánuði og það langmesta sem ég hef nokkurn tímann fengið,“ segir Pétur eldri. „Það var róið nánast alla daga mánaðarins þrátt fyrir að ótíð hafi stundum gert sjósókn erfiða. Menn eru eðlilega orðnir þreyttir og gera ekki mikið annað þessa daga en að stunda vinnuna og fara svo heim að sofa.“ Í gær var bræla við Breiðafjörð, en Pétur stefnir á að fara í 2-3 róðra fyrir páska. Þar sem páskastopp er skollið á á svæðinu þarf að sækja út fyrir fjórar mílur til 11. apríl og síð- an út fyrir 12 mílur til 23. apríl. Þrátt fyrir kórónufaraldur segir Pétur að lífið og samfélagið gangi að mestu sinn vana gang. Metmánuður að baki hjá áhöfninni á Bárði  1.091 tonn og einhver kíló, segir Pétur útgerðarmaður Morgunblaðið/Alfons Finnsson Veisla Haldið var upp á þúsund tonnin í brúnni á Bárði með gómsætri og fallega myndskreyttri tertu í fyrrakvöld. Frá vinstri: Sæbjörn Ágúst Svavarsson, Guðjón Árnason, Eiríkur Gautsson, Pétur Pétursson yngri, Loftur Bjarna- son, Jóhann Eiríksson, Pétur Péturson eldri, Helgi Már Bjarnason, Kristján Helgason og Höskuldur Árnason. Norðmenn máttu hefja hrefnuveiðar ársins í gær, 1. apríl, og er heimilt að veiða 1278 dýr. Það er sami kvóti og í fyrra, en þá veiddust 429 dýr og var það lélegasta vertíðin fram til þessa. Veiðarnar eru umdeildar og hefur breski stjórnmálamaðurinn og auð- jöfurinn, Michael Ashcroft, gagnrýnt veiðarnar harðlega. Segir þær gam- aldags, villimannslegar og ónauðsyn- legar. Fjallað er um málið á vef NRK Nordland og er vitnað í grein sem Ashcroft lávarður skrifaði i Mail on Sunday. Þar segir Ashcroft að Norð- menn geti ekki réttlætt slátrun á hrefnum í hundraðavís á hverju ári. Hann segist ekki kaupa þær rök- semdir að veiðarnar byggist á norsk- um hefðum. Að sama skapi hafi þrælahald verið hluti af venjum í Bretlandi fram til 1833. Um 100 þúsund hrefnur sé að finna í norskum sjó og stofninum sé ekki ógnað. Samt sem áður séu margar ástæður fyrir Norðmenn að láta af þessum veiðum. Þessi fallegu dýr eigi skilið að fá vernd. Í 80% tilvika drep- ist dýrin snöggt þegar skutull veiði- manna lendir í þeim, en í 20% tilfella lifi dýrið í nokkrar mínútur áður en það drepst. Jafnvel kálffullar kýr séu skotnar. Þá bendir Ashcroft á að lítill áhugi sé á hvalkjöti í Noregi og megn- ið af afurðunum fari í dýrafóður. Nær væri að auka hrefnuveiðar Ole Mindor Myklebust, stjórnar- maður í félagi smáhvalaveiðimanna segir að honum sé brugðið yfir rök- semdafærslu Ashcrofts og nær væri að auka veiðarnar. Ekki sé hægt að skipuleggja stjórnun sem byggist á sjálfbærni án þess að stjórna stærð stofna spendýra í sjónum. Þau éti meira á norskum hafsvæðum heldur sé veitt af fiski á sömu svæðum. aij@mbl.is Hrefnukvótinn 1.278 dýr í Noregi  Hörð gagnrýni frá Ashcroft lávarði Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Hrefna Hvalveiðar eru umdeildar. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Hægt og bítandi hefur dregið úr pöntunum hjá Einhamri Sefood í Grindavík og á samdrátturinn jafnt við um markaði í Bretlandi og Banda- ríkjunum. Fyrirtækið sérhæfir sig í útflutningi á ferskum fiski og í ljósi stöðunnar hefur verið dregið úr sjó- sókn og nokkrir starfsmenn í vinnsl- unni hafa verið sendir heim, án þess þó að gripið hafi verið til uppsagna. Alda Agnes Gylfadóttir, fram- kvæmdastjóri Einhamars, segir að útflutningurinn sé nú um helmingur af því sem eðlilegt megi telja. Afurðir eru allar fluttar út með flugi og segir Alda að ekki haf orðið teljandi vand- ræði með flutninga til þessa. Halda að sér höndum Talsverður dagamunur sé á pönt- unum, einn daginn sé lítið að gera, en svo komi kippur þann næsta. Ástand- ið í New York sé erfitt, en heldur skárra á Boston-svæðinu. Í Bretlandi hafi verið settar takmarkanir á það um helgina hvað fólk megi kaupa margar einingar af tiltekinni vöru í stórmörkuðum til að koma í veg fyrir hamstur. Þeim skilyrðum hafi nú ver- ið aflétt og þá sé spurning hvort fisk- sala aukist á ný. Fiskmörkuðum hef- ur hins vegar verið lokað í Bretlandi. „Það er eðlilegt að menn haldi að sér höndum meðan það versta geng- ur yfir og salan fer stigminnkandi,“ segir Alda. „Við erum á fullu og reyn- um að láta hvern dag telja og þökkum fyrir hvern dag sem enginn veikist hjá okkur og við getum haldið áfram. Hátt í 70 starfsmenn Í næstsíðustu viku var nokkuð góð keyrsla, í síðustu viku héngum við í dagvinnu, en þessi vika er slakari og við höfum þurft að senda nokkra starfsmenn í vinnslunni heim. Tíðin hefur verið erfið, en bátarnir reru á mánudaginn og ég reikna með að annar þeirra fari út í kvöld,“ sagði Alda um miðjan dag í gær. Einhamar Seafood er eitt stærsta fyrirtækið í kvótaaflamarkskerfinu og gerir út tvo fullkomna 30 tonna línubáta, Gísla Súrsson GK og Auði Vésteins SU. Á hvorum bát eru fjórir í áhöfn og í vinnslunni starfa tæplega 40 manns að öllu eðlilegu miðað við árstíma. Alls stafa um 70 manns hjá Einhamri. Ljósmynd/Einhamar Seafood Grindavík Einhamar gerir út tvo báta, Gísla Súrsson GK og Auði Vésteins SU, en dregið hefur úr sjósókn vegna ástandsins á helstu mörkuðum. Dregur úr sölu hægt og bítandi  Þakka fyrir hvern dag án veikinda  Dregið úr sjósókn og færri í vinnu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.