Morgunblaðið - 02.04.2020, Síða 34
34 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2020
lagsmynd. Fyrirmyndin er orðin
hluti af náttúrunni.
Pluhar vinnur einnig með vináttu
kvenna og hina kvenlægu vídd.
Kyrrð og ofhlæði
Nokkuð er um málverk á sýning-
unni.
Meðal listmálara er Emma-
Louise Grady en í sýningarskrá
segir að hún blandi saman mynstr-
um frá Mið-Austurlöndum og lita-
meðferð popplistar. Hins vegar
virðist nærtækara að leita fyrir-
mynda í frumbyggjalist. Grady beit-
ir endurtekningu sem skapar í senn
kyrrð og ofhlæði. Til dæmis minnir
notkun díla, eða punkta, á frum-
byggjalist Ástralíu. Þegar mál-
verkið lengst til hægri hér á síðunni
(Masters of Wine) er skoðað koma
upp í hugann sum af fyrri mál-
verkum Errós. Málverkin eru þó
ekki fígúratíf.
Tjald eins og skúlptúr
Verk Harry Lusty, I neither sink
nor swim, but drift within the
rhythms, er af öðrum meiði. Svart
tjald hangir úr loftinu í sjö vírum og
verður með því eins og skúlptúr.
Listakonan hefur áður unnið með
hangandi verk.
Listamaðurinn Jakub Stepanovic
deilir með henni sýningarrými með
verki sínu, Balance. Sagði í kynn-
ingu að Stepanovic skapi innsetn-
ingar sem endurspegli tengslin milli
ólíkra menningarsamfélaga og
trúarkerfa og bjóði um leið upp á
ólík sjónarhorn.
Í verkinu Balance tekur Step-
anovic fyrir hugmyndina um jafn-
vægi í lífinu. Það gerir hann bók-
staflega með skúlptúrum sem tákna
eiga framleiðni, afþreyingu, heil-
brigði, sambönd og andlega iðkun.
Verk þeirra Lustys og Stepanovic
fara vel saman í rýminu.
Það sem að baki býr
Guto Morgan er meðal listmálara
á sýningunni.
Segir í sýningarskrá að hann
rannsaki form í innra rými húsa og
dragi fram smáatriði í arkitektúr og
hönnun sem ella séu hulin. Við
fyrstu sýn kemur myndflataskipan
Piet Mondrian upp í hugann en hér
er eitthvað annað á ferð.
Næst liggur leiðin að innsetningu
kínverska listamannsins Shilei Fan.
Fan er sagður túlka togstreituna
sem fylgir því að horfa upp á menn-
ingararf Kína gefa eftir undan
kröftum alþjóðavæðingarinnar. Í
verkunum birtist nostalgía og ádeila
á menningarleg yfirráð. Samkvæmt
því mætti túlka fjarstýringarnar
sem hliðstæðu kubbanna í borð-
spilinu mahjong, sem skipar ríkan
sess í kínverskri nútímasögu. Hið
gamla er að víkja fyrir hinu nýja.
Komist að kjarnanum
Næst liggur leiðin að verkum list-
málarans Sam Renson.
Hún túlkar í verkum sínum nátt-
úru Skotlands. Hefur lýst eigin
verkum þannig að hún nálgist nátt-
úruna sem abstraktmálari. Reyni að
fanga liti, áferð og andrúmsloft til
að komast að kjarnanum. Af því
leiði ófyrirsjáanleiki og flæði.
Síðast má nefna listakonununa
Katherine Fay Allan sem fæst í inn-
setningu sinni við dauðann og
hvernig maðurinn hefur glatað
tengslum við náttúruna. Verkið
mun vera undir áhrifum af krabba-
meinsmeðferð móður Allan. Inn-
setningin samanstóð af skúlptúr,
gjörningi og hljóðverki.
Allan brá sér í gervi heilbrigðis-
starfsmanns; sinnti sjúklingnum
með andlitsgrímu og plasthanska.
Kórónuveirufaraldurinn setur verk-
ið í nýtt samhengi. Dauðinn er nú
nálægari en áður.
Morgunblaðið/Baldur
Earth with Ella Listakonan Ruby Pluhar vann myndirnar með vinkonu sinni og samstarfskonu, Ellu. Pluhar vinnur með vináttu og tengsl kvenna. Ella verður hluti af náttúrunni.
Orka Emma-Louise Grady sækir í myndheim fornrar myndlistar. Ofhlæðið minnir á æskuverk Errós.
Kallast á Verk Harrys Lusty, I neither sink nor swim, but drift within the
rhythms, fjær, og verk Jakubs Stepanovic, Balance, deila sýningarrými.
Frá 2019 Verk Fan úr fjarlægð. Án titils Myndröð Sam Renson. Hún sækir innblástur í skoskt landslag.
Shilei Fan „Remote and Control“. The rest of us Verk Fay Allan.
Þríleikur Guto Morgan tekst að skapa sérstakan myndheim í verkunum.