Morgunblaðið - 02.04.2020, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 02.04.2020, Qupperneq 38
38 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2020 VIÐ BJÖRGUM GÖGNUM af öllum tegundum snjalltækja Bolholti 4, 105 • Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is s n j a l l t æ k j a þ j ó n u s t a Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Antonio Guterres, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að kórónuveirufaraldurinn væri mesta áskorun mannkyns frá tímum síðari heimsstyrjaldar. Varaði hann við því að ógn veirunnar við heilsu manna og efnahag ríkja myndi þýða heimskreppu, sem ekki hefði sést í manna minnum. Það myndi aftur ýta undir aukinn óstöðugleika og auka líkurnar á að ófriður brytist út. Helstu hlutabréfavísitölur heims- ins féllu nokkuð í gær eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti varaði Bandaríkjamenn við því í fyrrinótt að þeir þyrftu að vera reiðubúnir fyr- ir erfiða daga framundan. „Þetta verða mjög, mjög sársaukafullar tvær vikur,“ sagði Trump, en nýj- ustu spálíkön gera ráð fyrir að allt að 100.000-240.000 Bandaríkjamenn muni láta lífið í faraldrinum. Meira en 200.000 tilfelli hafa verið staðfest í Bandaríkjunum og rúm- lega 4.500 manns hafa dáið þar af völdum faraldurins. Skipherra flug- móðurskipsins Theodore Roosevelt, sem er nú í Kyrrahafi, varaði við því í fyrrinótt að veiran væri komin á skrið þar, en 4.000 sjóliðar eru jafn- an um borð. Krafðist hann þess að gripið yrði í taumana. „Við eigum ekki í stríði. Sjóliðar þurfa ekki að deyja,“ sagði í bréfi hans til Penta- gon. Ákveðið var í gær að hefja brottflutning allra sem ekki þarf til þess að sinna allra nauðsynlegustu verkefnum um borð. Wimbledon frestað Faraldurinn heldur einnig áfram að leika ríki Evrópu grátt. Af þeim rúmlega 45.000 dauðsföllum sem staðfest höfðu verið í gær voru meira en 30.000 í ríkjum álfunnar. Spánverjar og Bretar tilkynntu annan daginn í röð um mestu fjölgun dauðsfalla á einum sólarhring, og hafa nú meira en 9.000 manns dáið á Spáni og rúmlega 2.300 á Bretlandi. Fjölgaði dauðsföllum á Bretlands- eyjum í fyrsta sinn um meira en 500 manns, en alls voru 563 dauðsföll skráð á undangengnum sólarhring. Bresk stjórnvöld frestuðu í gær bæði Wimbledon-tennismótinu og lista- hátíðinni í Edinborg, og hétu því að hefja umfangsmeiri skimanir í sam- félaginu gegn veirunni. Gera Bretar ráð fyrir að tilfellum þar í landi muni fjölga hratt næstu daga, en að svo muni hertar aðgerðir stjórnvalda fara að skila sér. Endurskoða notkun gríma Kínversk stjórnvöld tilkynntu í gær að þau hefðu skrásett meira en 1.300 tilfelli veirunnar þar sem engin einkenni komu fram. Er óttast að slíkir sjúklingar geti smitað 3 til 3,5 einstaklinga hver. Bandarísk stjórnvöld munu í ljósi þessa vera að íhuga að hvetja al- menning þar til að ganga með grímu á almannafæri, jafnvel þó að hún væri bara heimagerð, en bandarísk sóttvarnayfirvöld hafa hingað til ein- ungis ráðlagt þeim sem eru veikir eða þá sem annast veikt fólk að vera með grímur. Tékkland og Slóvenía hafa gert það að skyldu að fólk hylji andlitið á almannafæri, en á sama tíma hafa stjórnvöld þar ítrekað að grímurnar koma ekki í staðinn fyrir þörfina á að halda fjarlægð og að þvo hendur sín- ar oft og vel. „Sársaukafullar vikur“ fram undan  Faraldurinn sagður mesta áskorun mannkyns frá seinna stríði  Markaðir falla eftir viðvörun Trumps  Rúmlega 30.000 látnir í Evrópu  Rúmlega 1.300 einkennalaus tilfelli staðfest í Kína AFP Faraldur Trump varaði við því að sársaukafullar vikur væru fram undan. Jens Stolten- berg, fram- kvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins, varaði við því í gær að ríki bandalagsins yrðu að huga vel að vörnum sín- um meðan á faraldrinum stæði. „Aðalmarkmið okkar er að þessi heilsufarsógn verði ekki að öryggisvá,“ sagði Stoltenberg, en utanríkisráðherrar bandalags- ríkjanna munu halda fjarfund í dag til að ræða viðbrögð Atlants- hafsbandalagsins við kórónuveiru- faraldrinum. Bandalagið hefur þegar hætt við eða frestað mörgum af fyrir- huguðum heræfingum sínum vegna faraldursins. Stoltenberg sagði að viðbúnaðarstig Atlants- hafsbandalagsins væri þrátt fyrir það óbreytt og vörnum þess væri áfram sinnt þrátt fyrir heims- faraldurinn. Kórónuveir- an verði ekki öryggisvá  Utanríkisráðherr- ar NATO funda í dag Jens Stoltenberg Danska meistarakeppnin í poomsae, þar sem keppendur þurfa að sýna rétt form á æfingum í taekwondo, fór fram í gær. Keppnin var að þessu sinni með óvenjulegu sniði, en segja má að keppendur hafi allir unnið heima hjá sér. Hér má sjá Rasmus Holm taka upp sína æfingu á snjall- símann sinn, en Holm var bara í stofunni sinni í Árósum á meðan. Engum sögum fór af úrslitum meistarakeppninnar, en Holm virtist sáttur. AFP Taekwondo-keppendur vinna heiman frá sér Vaxandi óánægju gætir innan ríkis- stjórnar Hollands vegna afstöðu Marks Rutte, forsætisráðherra landsins, til útgáfu svonefndra „kór- ónuskuldabréfa“, sem ætlað sé að koma til móts við fyrirsjáanlega kreppu á evrusvæðinu. Ríkisstjórnir Spánar og Ítalíu, sem verst hafa orðið úti í faraldr- inum til þessa, hafa kallað eftir lán- veitingu og yrði skuldabyrðin á þeim borin sameiginlega af öllum ríkjum evrusvæðisins. Hollendingar og Þjóðverjar hafa hins vegar lagst gegn þeim hugmyndum, þar sem ríkin eru ófús til að gangast í ábyrgð- ir fyrir ríki Suður-Evrópu, sem voru með laka skuldastöðu áður en kór- ónuveirufaraldurinn skall á. Gert-Jan Segers, leiðtogi Kristi- lega bandalagsins, og Rob Jetten, leiðtogi hins frjálslynda D66-flokks, hafa báðir sagt að gera eigi meira til að koma Ítölum og öðrum Suður- Evrópuþjóðum ESB til aðstoðar til að mæta áfallinu. Hefur Segers kall- að eftir því að ríkisstjórnin standi ásamt hinum aðildarríkjunum að „Marshall-aðstoð“ fyrir ríki Suður- Evrópu og Jetten hefur sagt dipló- matískt stórslys í aðsigi ef ekki verði vikið frá „hugarfari bókarans“. Reiði í garð Hollendinga Ummælin koma í kjölfar þess að leiðtogar ríkja Suður-Evrópu hafa gagnrýnt Hollendinga harkalega fyrir að leggjast gegn „kórónubréf- unum.“ Þá gagnrýndi Antonio Costa, forsætisráðherra Portúgals, Wopke Hoekstra, fjármálaráðherra Hol- lands, harkalega, en hann hafði spurt hvers vegna sum ríki hefðu ekki lagt meira fyrir til þess að mæta áföllum. Hoekstra hefur beðist af- sökunar á ummælunum. sgs@mbl.is Greinir á um lántöku AFP ESB Afstaða Ruttes er umdeild.  Tveir af fjórum flokkum ríkisstjórnar Hollands ósammála stefnu Ruttes  Vilja „Marshall-aðstoð“ vegna veirunnar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.