Morgunblaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þótt leikskól-um oggrunnskól- um hafi ekki verið lokað hefur starf- semi þeirra breyst umtalsvert. Umræðan um skólana hefur aðallega ráðist af heilbrigðissjónarmiðum og snúist um það hvort ganga hefði átt lengra og loka þeim alveg. Ekki er síður mikilvægt að gæta þess að allir nemendur sitji við sama borð og breytt ástand verði ekki til þess að sumir dragist aftur úr, jafnvel þannig að það komi þeim í koll. Í frétt Morgunblaðinu og á mbl.is í gær kom fram að vax- andi áhyggjur væru af því að foreldrar og börn af erlendum uppruna væru að loka sig af. Segir í fréttinni að þessi hópur hafi einangrast mjög undan- farið vegna útbreiðslu kórónu- veirunnar. Sé svo komið að tekið sé að fjara undan tengsl- um þessara barna við skóla sína. Segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístunda- sviðs Reykjavíkurborgar, að vegna þessa ástands sé nú ver- ið að setja á laggirnar sérstaka vakt í kringum þennan hóp, enda sé ljóst að ástandið muni ekki breytast á næstunni og skólahald verði áfram með tak- mörkunum eftir páska. Í fréttinni er einnig rætt við Sabine Leskopf, formann fjöl- menningarráðs Reykjavíkur- borgar, sem segir að hljóðið í innflytjendum sé „allt öðru- vísi“ en í Íslendingum. Þeir sendi börn sín síður í skólann og taki jafnvel frekar mið af þeim aðgerðum, sem boðaðar séu í heimalöndum þeirra, þar sem skólum hefur iðulega verið lok- að, en hér á landi. Ljóst er að vel heppnuð skólaganga er lykilatriði fyrir þennan hóp. Því þarf að halda vel á spöðunum á meðan far- aldurinn gengur yfir og það á ekki bara við um þennan hóp. Einnig mætti í þessu sambandi nefna lesblind börn og ein- hverf. Í Danmörku er þegar hafin umræða um það hvort sleppa eigi stúdentsprófum í vor vegna lokunar framhaldsskóla og láta vetrareinkunn gilda. Bent er á að lesblindir og ein- hverfir unglingar geti farið halloka þegar námið verður að fjarnámi. Því fylgi óhjákvæmi- lega meiri lestur. Þá þurfi ein- hverf börn og unglingar á reglu og skipulagi að halda og eigi erfitt með að laga sig að öllum breytingum. Hin nýja staða gæti haft áhrif á frammi- stöðu og dregið úr möguleikum á að komast í óskanámið eða -skólann. Þessi umræða mun einnig þurfa að fara fram hér, ekki bara um stúdentspróf, heldur einnig lokapróf í grunnskólum. Kórónuveiran hefur sett margt úr skorðum, en það er kappsmál að hún valdi sem minnstu raski þegar framtíð barnanna okkar er annars veg- ar. Kórónuveiran má ekki verða börnum þröskuldur í skóla} Nám á tímum skerðinga Sérkennilegt erað Alþýðu- samband Íslands skuli við þær að- stæður sem nú ríkja hafna alfarið aðgerðum sem Samtök atvinnulífsins lögðu til í því skyni að verja störfin í landinu. Eins og fram kemur í yfirlýsingu SA af þessu tilefni hafa meira en 25 þúsund um- sóknir um hlutaatvinnuleys- isbætur borist Vinnumála- stofnun. Augljóst er að þetta eru hamfarir á vinnumarkaði og verkalýðshreyfing sem vill gæta hagsmuna launamanna getur ekki annað en tekið tillit til þessara aðstæðna. Og verkalýðshreyfingin hlýtur að þurfa að horfa til þess að um mánaðamótin tóku gildi veru- legar hækkanir launa sem samið var um við allt aðrar að- stæður í efnahagslífinu. Í yfir- lýsingu SA kemur fram að launahækkunin auki launa- kostnað fyrirtækja um 4% og allt upp í 8% hjá sumum fyrir- tækjum. Það er gríðarleg hækkun við núverandi að- stæður og fjarri því sem fyrirtækin geta borið. Slíkar hækkanir við nú- verandi aðstæður hljóta að óbreyttu að kosta fjölda starfa. Hagsmunir launþega eru þess vegna ekki fólgnir í því að for- ysta verkalýðshreyfingarinnar viðurkenni ekki þann veru- leika sem fyrirtækin standa nú frammi fyrir. Það sem SA fór fram á var þó ekki að hætta við eða fresta launahækkunum, eins og gert var árið 2009, heldur að lækka lífeyrissjóðsframlag atvinnu- rekenda tímabundið. Þetta hefði verið skynsamleg leið og afar mild og þess vegna þarf ekki að koma á óvart að ekki hafi verið samstaða innan ASÍ um að hafna henni. Um leið er óskiljanlegt að þeir sem ráða ferðinni innan ASÍ skuli ekki einu sinni ljá máls á slíkri leið til að verja störf félagsmanna sinna. Alþýðusambandið er bersýnilega úr tengslum við efna- hagslegan veruleika} Mildri leið hafnað Í slensk heimili takast nú á við breyttan veruleika. Margir hinna fullorðnu vinna heima samhliða því að sinna börnum sem dauðlangar aftur í skól- ann og á íþróttaæfingar. Sjaldan hef- ur verið eins mikilvægt að rækta líkama og sál, fara út að hlaupa, taka veirufrían klukku- tíma eða lesa. Það er nefnilega sumt sem breytist ekki og hefur fylgt þjóðinni frá örófi alda. Við erum bókaþjóð. Við skrifum, lesum og syngjum, oft til að komast í gegn um erfiðleika sem að okk- ur steðja. Við vitum hversu miklu máli skiptir að rækta þessa hefð, ekki síst í ljósi þess að lesskilningur er sérstaklega mikilvægur fyrir börn. Námsárangur þeirra til lengri tíma ræðst að miklu leyti af lesskilningi þeirra, sem eykst með ástundum. Hér gildir hið forn- kveðna, að æfingin skapi meistarann. Með lestri ræktar þjóðin einnig menningararf sinn. Hver bók tekur mann í manns eigið ævintýri. Hver blað- síða eflir orðaforðann, kveikir nýjar hugmyndir, eykur skilning og veitir þannig betri aðgang að heiminum öll- um. Þannig gegna íslenskir rithöfundar og þýðendur gríðarlega mikilvægu samfélagshlutverki. Það eru þeir sem bjóða okkur að ferðast um heiminn þar sem sitjum á sama stað með bók í hendi, í sóttkví eða samkomubanni. Það er þeim og blómlegri bókaútgáfu að þakka, að á mörgum heimilum eru bókahillur fullar af kræsingum fyrir lesendur á öllum aldri. Þar ægir saman Jóni Kal- man, Ævari vísindamanni, Steinunni Sigurð- ardóttur, Halldóri Laxness yngri og eldri, Guðrúnu Helgadóttur og öllum hinum frá- bæru rithöfundunum og skáldunum. Hvort sem lögreglumaðurinn Erlendur, grallarinn Fíasól, Bjartur í Sumarhúsum eða ungfrúin Hekla hafa fangað athygli okkar, þá veita þau frelsandi hvíld frá amstri og áhyggjum hvers- dagsins. Við þurfum á því að halda einmitt nú. Allt ofangreint var hvatinn að nýju þjóðar- átaki, sem mennta- og menningarmálaráðu- neytið hleypti af stokkunum í gær undir heit- inu Tími til að lesa. Heitið er dregið af þeirri staðreynd, að nú hafi margir meiri tíma en áður til að lesa og þörfin hafi sjaldan verið meiri á að rækta hugann með lestri af öllu mögulegu tagi. Við ætlum að lesa meira en nokkru sinni áður og skrá lesturinn á vefsíð- una timitiladlesa.is á hverjum degi til 30. apríl. Að átak- inu loknu ætlum við að freista þess að fá árangurinn skráðan í heimsmetabók Guinness, líkt og sæmir bóka- og lestrarþjóðinni í norðri. Nú þarf að virkja keppnisskapið, og ef vel tekst til gæti verkefnið orðið góður vitnisburður bókaþjóðarinnar Íslendinga um allan heim. Og nú, eftir lestur þessa pist- ils, getur þú bætt fimm mínútum inn á þitt nafn á vefnum timitiladlesa.is! Munum að þrátt fyrir frostið, þá er samt að koma vor – það birtir til. Áfram Ísland! Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Nú er tíminn til að lesa Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Þetta er með stærri áföllumsem riðið hafa yfir íslensktsamfélag á seinni tímum oger erfitt að finna hliðstæðu um svo skjóta og djúpa kreppu í sam- félaginu,“ segir Guðmundur Jóns- son, prófessor í sagnfræði við Há- skóla Íslands, þegar hann er spurður um sögulegar hliðstæður kórónu- veirufaraldursins, COVID-19, sem nú gengur yfir. „Það virðist liggja beinast við að bera faraldurinn saman við stærstu efnahags- kreppur sem dun- ið hafa yfir lands- menn síðustu öldina. Upp í hug- ann koma þrjár krepppur, fjár- málakreppan 2008-2010 með samdrátt landsfram- leiðslu upp á 10%, heimskreppan 1930-1939 með 3-4% samdrátt og ekki má gleyma stríðsárakreppunni 1915-1918 þegar landsframleiðsla dróst saman um hvorki meira né minna en 18%,“ segir hann. Guðmundur bendir á að allar þess- ar kreppur leiddu til skakkafalla í efnahagslífi, framleiðsla og neysla drógust mikið saman, þúsundir manna urðu atvinnulausar, fyrirtæki fóru á hausinn og heimili komust í þrot. „Allt stefnir í að svo muni einn- ig verða í COVID-19-faraldrinum hér sem annars staðar. Eftirspurn hefur minnkað stórlega og fram- leiðsla hefur dregist saman á heims- vísu. Þetta á ekki síst við stærstu iðn- aðarsvæði heims í Austur-Asíu þar sem framleiðsla hefur skroppið sam- an og valdið skorti á bæði tilbúinni iðnaðarvöru og aðföngum til fram- leiðslu í öðrum heimshlutum. Nýj- ustu hagspár erlendis draga upp dökka mynd. Alþjóðagjaldeyrissjóð- urinn gerir ráð fyrir að efnahags- samdrátturinn á heimsvísu verði a.m.k. jafnmikill og í fjármálakrepp- unni 2008-2010 og það fari ekki að birta í efnahagslífi fyrr en á næsta ári. Hagspár ráðast þó mjög af því hvaða forsendur menn gefa sér um tímasetningar á ferli kórónufarald- ursins, hvort hann verði stuttur og snarpur eða djúpur og langur.“ Einstök viðbrögð Guðmundur Jónsson segir að við- brögðin við faraldrinum um allan heim séu einstök. Ekki sé að finna hliðstæðu um jafnskjót, víðtæk og kostnaðarsöm inngrip ríkisins í efna- hagslíf til að hamla á móti samdrætt- inum. „Ekki aðeins ríkið heldur einnig seðlabankar og alþjóðastofn- anir dæla peningum inn í hagkerfin, vextir eru lækkaðir, ríkisútgjöld eru þanin og stjórnvöld taka á sig stóra ábyrgð á tekjum fólks og rekstri fyr- irtækja. Hvorki í kreppunni miklu á fjórða ártugnum né í fjármálakrepp- unni 2008 gengu stjórnvöld svo langt,“ segir hann. Guðmundur segir að kórónuveiru- faraldurinn valdi að sjálfsögðu ekki aðeins efnahagslegum erfiðleikum. Þungbærastar séu þær þjáningar sem einstaklingar og fjölskyldur verði fyrir vegna veikinda og fráfalls ættingja og vina því hér sé um að ræða mannskæðan faraldur sem valdi dauða í stórum stíl. Faraldur- inn hafi komið lífsvenjum og sam- skiptum fólks í uppnám á allt annan hátt en gerist í efnahagskreppum. „Mér finnst því nærtækast að bera COVID-19 saman við áföll sömu tegundar. Við ættum þess vegna að horfa til heimsfaraldra á síðustu mannsöldrum til að meta or- sakir, útbreiðslu og áhrif kórónu- veirunnar á líf fólks og heilsu, og hvernig hún kemur ólíkt niður á aldurs- og þjóðfélagshópum. Bara á þessari öld hafa fjórir mannskæðir faraldrar geisað með alvarlegum af- leiðingum: HABL-faraldurinn 2002- 2003, svínaflensan 2009, MERS- flensan 2012 og ebóluveiran 2014- 2016.“ Að sögn Guðmundar þarf að fara aftur til spænsku veikinnar í október og nóvember 1918 til að finna mann- skæða faraldra á borð við þessa hér á landi. „Þrátt fyrir að tækist að hindra útbreiðslu veikinnar á Norð- ur- og Austurlandi dóu hátt í 500 manns, þar af um 260 í Reykjavík einni. Þetta var gífurleg blóðtaka. Sóttvarnir voru næstum engar og læknayfirvöld brugðust seint við. Margir af þeim sýktu bjuggu í hrör- legu og köldu húsnæði, og aðstaða til að hlynna að sjúklingum var frum- stæð. Ekki bætti úr skák að inflúens- unni sló niður í lok heimsstyrjaldar þegar viðnámsþróttur landsmanna var orðinn lítill eftir langvarandi þrengingar, vaxandi fátækt og at- vinuleysi. Ljósi punkturinn í þessari dapurlegu sögu var að faraldurinn var skammvinnur, náði hámarki eft- ir 3-4 vikur og var farinn að réna um miðjan nóvember,“ segir Guð- mundur og bætir við að sem betur fer sé viðnámsþróttur samfélagsins í dag allur annar og viðbrögð heil- brigðisyfirvalda og annarra stjórn- valda snarpari og ólíkt markvissari. Er með stærri áföll- um á síðari tímum AFP Sótthreinsun Hermenn í Mjanmar sótthreinsa bænahús hindúa í Naypyi- daw í gær til að hindra útbreiðslu kórónuveirunnar.Guðmundur Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.