Morgunblaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 44
44 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2020 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Fékk bíllinn ekki skoðun? Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl Sameinuð gæði BJB-Mótorstilling þjónustar flesta þætti endurskoðunar anngjörnu verði og að ki förum við með bílinn n í endurskoðun, þér kostnaðarlausu. á s au þin að Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg Skipulagsyfirvöld í Kópavogi hafa boðað stórfelldar breytingar á skipulagi svæðis sem afmarkast af Dalvegi og Reykjanesbraut að norðan og sunnan og Nýbýlavegi að austan. Þarna hafa verið gróð- urhús og mikil ræktun um árabil og blönduð atvinnustarfsemi á vestasta hlutanum, s.s. endurvinnsla og ýmis bifreiðaþjónusta. Þar sem hér er um stórfelldar breytingar að ræða hafa íbúar í aðliggjandi hverfi, Hjallahverfi, risið upp og krafist samráðs og opinnar umræðu. Því er einkum mótmælt að leyft skuli stór- aukið byggingamagn á svæðinu með tröllslegum byggingum og aukinni umferð sem fer langt umfram það sem tengibrautir við íbúðahverfi geta borið. Í viðræðum sínum við bæjaryfir- völd hafa íbúar fengið loforð um íbúafundi þar sem farið yrði yfir þessar áætlanir og þeim um leið gef- inn kostur á að koma sínum sjónar- miðum inn í umræðuna. Þetta loforð var „efnt“ núna síðastliðinn fimmtu- dag 26. mars með því að boðað var til þess sem kallað var „kynningar- fundur“ með streymi á vefsíðu bæj- arins, sem fór þannig fram að skipu- lagsstjóri fór með langa einræðu þar sem hann vissulega fór ágætlega yfir tæknilegar út- færslur og teikningar, en án þess auðvitað að nokkur hlustandi gæti komið með spurningar eða athugasemdir, hvað þá að hægt hefði verið að koma öðrum sjónarmiðum á fram- færi. Það er augljóslega takmörkunum háð að boða til fjölmennra funda í ástandinu sem nú ríkir í samfélaginu, en það veitir engan afslátt af sjálf- sögðum lýðræðislegum aðferðum, eins og þeim að hafa opið ferli með aðkomu íbúa þegar stórfelldar breytingar eru fyrirhugaðar á nán- asta umhverfi þeirra. Reyndar veit ég ekki betur en að allir pólitísku flokkarnir sem eiga fulltrúa í stjórn bæjarins hafi einmitt boðað mikil- vægi samráðs við íbúa og þar geta skipulagsmál varla verið undan- þegin. Samráð hlýtur hins vegar að vera til beggja átta og því er það al- gjör skrumskæling á lýðræðinu að kalla skrípaleik eins og þarna var boðað til „fund“, hvað þá „íbúafund“, og er mér eins og mörgum öðrum íbúum misboðið. Ég hef fylgst með baráttu annarra íbúa fyrir því að hlustað sé á sjónar- mið þeirra varðandi skipulagið við Dalveginn, en hingað til þó frekar haldið mig til hlés. Sjálfur hef ég ekki sterkar skoðanir á þessu bygg- ingamagni sem þarna er áætlað eða umferðinni, hef ekki sett mig mikið inn í það. Það sem mér finnst hins vegar geigvænlegt er að með þess- um áætlunum verður einu flottasta byggingarsvæði bæjarins fórnað undir „verslunar- og þjónustu- byggð“ þar sem engar kröfur eru gerðar um útlit og hönnun húsa um- fram það sem er gert í venjulegu iðnaðarhverfi. Eins og þetta lítur út núna með þeim tveimur nýju bygg- ingum sem nú þegar er búið að reisa verður þetta hugsanlega ljótasta byggð höfuðborgarsvæðisins, kannski að Völlunum í Hafnarfirði undanskildum, með andlausum arki- tektúr og flæmum af bílastæðum sem eru jafndauð að degi sem nóttu. Þá veit ég ekki hvort bæjaryfir- völd hafi pælt eitthvað í því hversu mikil eftirspurn verður eftir nýju verslunar- og þjónustuhúsnæði á næstu misserum. Dettur fólki þar á bæ virkilega í hug að fyrirtæki og stofnanir fjárfesti stórfellt í dýru nýju húsnæði þegar ástandið er eins og það er núna og fólk í massavís hefur fært sig heim með vinnu sína og getur sinnt henni þaðan ekkert síður en á skrifstofunum úti í bæ? Og verslunin, má ekki frekar búast við því að offramboð verði á versl- unarhúsnæði þegar fólk hefur nú til- einkað sér í stórauknum mæli net- þjónustu við öll innkaup og þjón- ustu? Dettur einhverjum í hug að spyrja sig hvort það verði svo ein- falt, að allt færist í sama horf og það var áður? Ég veit að embættismenn- irnir halda bara áfram eftir sömu kúrfunni og þeir hafa verið pró- grammeraðir eftir frá því þeir byrj- uðu störf, það er þeirra máti, en póli- tíkusarnir, þeir verða að spyrja spurninganna, vera krítískir, efast og leita súrefnis í höllum stjórn- valdsins. Til þess eru þeir kosnir. Já, ég veit að ég ætti ekki að vera svona ákafur, þegar svo auðvelt er að afgreiða slíkt sem yfirdrifna til- finningasemi og leiðindi, en ég meina það: Þessar fyrirhuguðu framkvæmdir eru runnar út á tíma, gamaldags og gjörsamlega and- lausar, þær bjóða upp á steindautt umhverfi og verða íbúum til leiðinda og bæjarlífinu til ömunar. Það er ekkert í þessu, engin hugsun, engin fegurð og engin sköpun. Að lokum skora ég á bæjaryfir- völd að fresta öllum áformum um breytingar á skipulagi við Dalveg þangað til þær aðstæður skapast að íbúar bæjarins geti látið í sér heyra með eðlilegum hætti. Skipulag við Dalveg – áskorun til bæjaryfirvalda í Kópavogi Eftir Hjálmar H. Ragnarsson »… Það er ekkert í þessu, engin hugsun, engin fegurð og engin sköpun. Hjálmar H. Ragnarsson Höfundur er tónskáld. Nýbyggingar við Dalveg „Þessar fyrirhuguðu framkvæmdir eru … gam- aldags og gjörsamlega andlausar, þær bjóða upp á steindautt umhverfi.“ Ljósmyndir/HHR Landið er eitt en fólkið er annað. Okkur þykir sjálfsagt að varðveita landið, feg- urð þess og gæði, fyr- ir komandi kynslóðir, en hvað með þjóðfé- lagið? Er ekki á sama hátt brýnt að reyna að við- halda þeim félags- og efnahagslegu kerfum, sem við, þjóðin, höfum byggt upp? Í samanburði við önnur lönd erum við yfirleitt meðal þeirra þjóða, sem best standa sig í fyrr- nefndum málaflokkum. Margt bendir til þess, að kerfið standi hvorki mann- auðs- né fjárhagslega undir þörfinni eins og er og hvað þá ef mikil fjölgun verður á fólki, sem þarf mikla fé- lagslega aðstoð. Er ekki kominn tími til, að við stöndum öll saman og verndum okkar góða samfélag gegn óæskilegum áhrifum? Hvað þarf að vernda? Jú, ís- lenska tungu, íslenska menningu og aðra íslenska arfleifð. Forfeður okkar stóðu dyggan vörð um tunguna gegn dönskum áhrifum. Nú er það enskan sem ryður sér til rúms og fara áhrif hennar sívaxandi með hverjum degi. Og nú heggur sá, er síst skyldi, nefnilega sjálft Alþingi. Eitt af sérkennum íslenskunnar er nafngiftin og nú vill Alþingi breyta þeim lögum, að því er virðist til þess eins að nafngiftin endi í fjölmenning- arlegri mynd. Endalausar styrjaldir, farsóttir, hungursneyð og vaxandi fátækt knýr fólk til þess að leggja land undir fót og leita á nýjar slóðir að betra og líf- vænlegra umhverfi. Ásóknin til þess að komast inn í Evrópu mun ekki minnka, þvert á móti fara vaxandi. Nágrannalönd okkar hafa öll þrengt skilyrðin fyrir landvist og trúlega eykur það þrýsting á innri landamæri okkar. Við erum fámenn þjóð, örríki, og það þarf ekki stóra sveit manna til þess að hafa þau áhrif á samfélag okk- ar, sem heimamenn myndu ekki við una. Það er slæmt að vakna upp við vondan draum, en það hafa norrænar frændþjóðir okkar fengið að reyna, vegna andvara- leysis og misskilinnar góðvildar. Allt bendir til þess að covid-19 gangi yf- ir, en það gerir flótta- mannastraumurinn varla. Til þess þyrfti mannskepnan að fá nýtt friðargen. Séð með augum kjósanda virðist eins og við höfum kosið yfir okkur þingmenn, sem skortir kjark til þess að takast á við málefni innflytjenda. Ég minnist þess ekki, að hafa heyrt orð frá forsvarsmönnum núver- andi stjórnmálaflokka um þennan málaflokk. Það er hrein fáviska að ímynda sér, að þróunin verði öðruvísi hér en reyndin er orðin í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, nema eitthvað raunhæft verði að gert. Útlendingastofnunin hefur verið talsvert í sviðsljósinu að undanförnu. Ef dæma má eftir fréttum virðist eitthvað hafa misfarist í framkvæmd- inni. En málaflokkurinn er flókinn og viðkvæmur, ekki síst pólitískt. Stund- um enda mál í deilum um úrlausnir fyrir tiltekna einstaklinga á persónu- legum nótum. Stofnunin telur sig fara að lögum, en liggur oft undir óvægnum ámæl- um og er ásökuð um ómannúðlegar ákvarðanir. Jafnvel Alþingi hefur far- ið í kringum niðurstöður hennar með lagasetningu og ekki eykur það trú- verðugleika hennar. En vandinn hverfur ekki með þögninni og það þarf styrka þjóðarhönd til þess að stýra málaflokknum „innflytjendur“, svo vel fari. Það kann ekki góðri lukku að stýra, að láta dómstól götunnar af- greiða málin. Fáu hefur verið snúið jafn rækilega á hvolf og málefnum flóttafólks. Náttúruhamfarir hrekja vissulega fjölda manns á flótta, en oftast er sá flótti tímabundinn. Mestu skaðvaldarnir eru herveldin, sum jafnvel með lýðræðislega kosnum stjórnvöldum, sem eru að blanda sér í innanríkismál annarra þjóða og þá að sjálfsögðu í nafni mannúðar. En þeg- ar upp er staðið eru borgir rústir ein- ar og heimili borgaranna horfin og þeir komnir á vergang. Almannarómur æpir hátt um ómannúðlega „vonda karla“, en hverjir eru þeir? Jú. Það eru stjórn- völd ríkja, sem ekki taka á móti flóttamönnum opnum örmum, án til- lits til þess, hvort lönd þeirra hafa getu til þess eða ekki. En þau eru ekki „vondu karlarnir“, það eru stríðsrekendurnir sem eru þeir. Vit- anlega ætti alþjóðasamfélagið að for- dæma þá, og láta þá borga skaðann. En nei, það er svo erfitt, það eru nefnilega þeir, sem ráða ferðinni. Gamalt danskt máltæki segir: „Man skal fölge landskik eller landfly“ (lauslega þýtt: Mönnum ber að fylgja siðum lands eða fara ella). Með öðrum orðum: Það er innflytj- andans að laga sig að okkar siðum, en ekki öfugt. En hver er stefnan? Í dag kemur maður í fyrirtæki og það er tekið á móti manni með orðunum: „english please“. Erum við á leið inn í tvítyngt þjóðfélag? Oft er minnst á fjölmenningu og þá mun átt við þar sem tvö eða fleiri þjóðarbrot búa saman í landi. Án þess að nefna dæmi vil ég leyfa mér að benda á, að slíkt fyrirkomulag virðist sjaldnast vera ágreiningslaust. Menn tala um lýðræðislegt stjórn- arfar og nú hlýtur að vera kominn tími til, að gerð verði könnun á vilja þjóðarinnar í innflytjendamálum. Það varðar framtíð íslenskrar þjóðar og því nauðsynlegt fyrir alþingismenn að vita hver vilji hennar er. Verndun lands og lýðs Eftir Werner Ívan Rasmusson »En vandinn hverfur ekki með þögninni og það þarf styrka þjóð- arhönd til þess að stýra málaflokknum „innflytj- endur“, svo vel fari. Werner Ívan Rasmusson Höfundur er apótekari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.