Morgunblaðið - 25.04.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.04.2020, Blaðsíða 4
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2020 Eru komnar í verslun okkar Gildir ekki með öðrum tilboðum 30% www.heimilidogjolin.i Afsláttarkóði – brosum Afslátturaf öllum vörum til 10. maí Opnunartími mán-föst 11 - 18 Helgar 11 - 16 www.kofaroghus.is - sími 553 1545 339.000 kr. Tilboðsverð BREKKA 34 - 9 fm 498.000 kr. Tilboðsverð STAPI - 14,98 fm 389.000 kr. Tilboðsverð NAUST - 14,44 fm 34mm 34mm44mm Ítarlegar upplýsingar og teikningar ásamt ýmsum öðrum fróðleik má finna á vef okkar VORTILBOÐ Á GARÐHÚSUM! Helgi Bjarnason Snorri Másson Ragnhildur Þrastardóttir Til greina kemur að samkomutak- mörkunum verði aflétt hraðar hér á landi en nú er áformað ef smitum fækkar hraðar en miðað var við þeg- ar ráðstafanirnar voru ákveðnar. Kom þetta fram hjá Þórólfi Guðna- syni sóttvarnalækni á upplýsinga- fundi almannavarna í gær. Lýsti sóttvarnalæknir þessu yfir eftir að hann hafði sagt frá því að ekkert sýni sem tekið var sólarhring- inn á undan hefði reynst jákvætt. Raunar tók hann fram að þetta yrði að skoða í ljósi þess að óvenjulega fá sýni hefðu verið rannsökuð, eða 178 hjá sýkla- og veirufræðideild Land- spítalans og 15 hjá Íslenskri erfða- greiningu. Mat sóttvarnalæknis á þróun far- aldursins er óbreytt, þrátt fyrir að ekkert sýni hafi reynst jákvætt þenn- an sólarhringinn. Sagði þó að mjög lítið smit væri í samfélaginu. Hins vegar hefði lítill hluti landsmanna sýkst, líklega um 1% samkvæmt hans áætlun, og því væri stór hluti lands- manna móttækilegur fyrir veirunni. „Við þurfum að vera á tánum næstu mánuði til að koma í veg fyrir annan eða verri faraldur,“ sagði Þórólfur. Mikill fórnarkostnaður Hann sagði að áskoranir næstu mánaða fælust í afléttingu takmark- ana og áhersla væri lögð á að það gerðist hægt. Ef tölur um fjölda ný- smitaðra yrðu áfram lágar gætu ver- ið forsendur fyrir því að takmörkun- um yrði létt hraðar af en lagt hefði verið upp með en það gæti líka gerst hægar ef bakslag kæmi í þróunina. Þórólfur kvaðst gera sér grein fyr- ir þeim fórnarkostnaði sem sam- komutakmarkanirnar hefðu í för með sér fyrir efnahag landsins. „Það er al- gerlega ljóst að það sem við erum að leggja til, og höfum þegar gert, veld- ur miklum skaða á íslensku sam- félagi. Það hefur verið vitað allan tím- ann. En við vitum líka að það er dýrt að missa mannslíf. Það er líka dýrt að þurfa að leggja fjöldann allan inn á sjúkrahús og setja heilbrigðiskerfið á hliðina, og jafnvel valda skaða á öðr- um sjúklingahópum. Það er erfitt að sigla þarna á milli. Það sem við erum að gera núna er náttúrlega að reyna að ná faraldrinum niður með sem minnstum skaða fyrir samfélagið. Mitt hlutverk er fyrst og fremst að hugsa um heilsufarslega þætti, en ríkisstjórnin, sem tekur endanlega ákvörðun, þarf að sjá þetta í heild- rænu ljósi. Hún tekur kannski tillög- um frá okkur og kannski ekki,“ sagði Þórólfur. Heilbrigðisyfirvöld eru með til- búna aðgerðaáætlun ef smitum kór- ónuveiru fjölgar aftur í haust. Eru það svipaðar aðgerðir og nú er beitt en einnig eru möguleikar á stað- bundnum aðgerðum ef það á við. Al- mannavarnir munu á næstunni endurskoða viðbragðsáætlanir vegna faraldurs af þessu tagi, eins og gert var þegar faraldurinn hófst. Fjöldi eftir landshlutum Óstaðsett 2 53 Útlönd 1 0 Austurland 8 14 Höfuðborgarsvæði 1.306 458 Suðurnes 77 20 Norðurland vestra 35 8 Norðurland eystra 46 18 Suðurland 177 51 Vestfirðir 95 85 Vesturland 42 19 Smit Sóttkví Uppruni smits Innanlands Óþekktur Erlendis 45.286 sýni hafa verið tekin 1.542 einstaklingar hafa náð bata 10 einstaklingar eru látnir 14 eru á sjúkrahúsi 5 á gjör-gæslu 237 eru í einangrun Fjöldi smita frá 28. febrúar til 23. apríl Heimild: covid.is 1.789 smit voru staðfest í gær kl. 13.00 1.789 237 apríl 1.750 1.500 1.250 1.000 750 500 250 þeirra sem hafa greinst voru í sóttkví 81% 54% 9,5% sýna tekin hjá LSH voru jákvæð og 0,61% sýna tekin hjá ÍE 18.691 hafa lokið sóttkví726 manns eru í sóttkví Staðfest smit Virk smit feb. mars Gætu aflétt takmörkunum hraðar  Enginn greindur smitaður á síðasta sólarhring  Tiltölulega fá sýni rannsökuð  Sóttvarnalæknir segir að mjög lítið smit sé í samfélaginu en landsmenn þurfi að vera á tánum næstu vikur og mánuði Ljósmynd/Lögreglan Upplýsingafundur Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma D. Möller. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Skimað var fyrir kórónuveirunni hjá meira en 2.100 Vestfirðingum í átaki Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og Íslenskrar erfðagreiningar sem lauk í gær. Svarar þetta til um þriðjungs af íbúum fjórðungsins. Skimað var á norðanverðum Vestfjörðum í síðustu viku en þar var þá mikil hópsýking í gangi. Skimað var á sunnanverðum Vestfjörðum í gær og fyrradag en engar niðurstöður höfðu borist í gær. Gylfi Ólafsson, forstjóri Heil- brigðisstofnunar Vestfjarða, segir að skimunin á sunnanverðum Vest- fjörðum hafi gengið vel. Sýni voru tekin í félagsheimilinu á Patreksfirði og mættu rúmlega 400 íbúar þangað, og komust færri að en vildu. Enginn sem búsettur er nú á sunn- anverðum Vestfjörðum hefur veikst, að því er best er vitað. Niðurstöður úr skimuninni liggja fyrir eftir helgi. Á norðanverðum Vestfjörðum hafa margir sýkst, einkum þó í Bol- ungarvík þar sem 6% íbúa hafa feng- ið veiruna, og á Ísafirði þar sem 1% hefur veikst. Til samanburðar má geta þess að um hálft prósent lands- manna hefur greinst með kórónu- veiruna. Veiran áfram viðloðandi Heilbrigðiskerfið getur dregið lærdóm af faraldri kórónuveiru sem nú er í rénun á flestum stöðum landsins, að sögn Ölmu D. Möller landlæknis. Hún sagði á upplýsinga- fundi almannavarna í gær að álagið á heilbrigðisstofnanir færi nú minnk- andi, að undanskilinni Heilbrigðis- stofnun Vestfjarða. Þar væri enn unnið úr hópsýkingu og reiddi stofn- unin sig því áfram á bakvarða- sveitina. Að öðru leyti væri álag á heilbrigðisstofnanir nú viðunandi. Alma lagði áherslu á að þótt engin smit hefðu greinst á síðasta sólar- hring væri faraldrinum enn ekki lok- ið hérlendis og heilbrigðiskerfið undirbúið fyrir frekari vöxt í honum. „Við reiknum með að veiran verði viðloðandi og við þurfum að hafa skipulag til þess að bregðast við til- fellum af Covid-19,“ sagði hún. Morgunblaðið/Guðlaugur J. Albertsson Sjálfsmynd Guðlaugur J. Albertsson var einn þeirra sem mættu í skimun á Patreksfirði. Hann hafði búnað með- ferðis til að smella mynd af athöfninni og leyfa lesendum Morgunblaðsins að sjá hvernig hún fer fram. Þriðjungur íbúa Vest- fjarða verið prófaður  Álag á heilbrigðiskerfið nú viðunandi, nema á Vestfjörðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.