Morgunblaðið - 25.04.2020, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2020
Margir hafa lýst yfir miklum áhyggjum vegna út-
breiðslu kórónuveiru í Afríku, einkum sökum þess hve
illa búin mörg Afríkuríki eru undir það erfiða verkefni
sem fram undan er. Á myndinni má sjá konunginn í
Sanwi í suðausturhluta Fílabeinsstrandarinnar á leið
sinni á trúarathöfn sem hrekja á burtu veiruna.
AFP
Veiran hrakin burtu með trúnni
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Á meðan flest ríki heims ræða nú til
hvaða aðgerða sé best að grípa í von
um að sporna við faraldri kórónu-
veiru er einn fræðimaður, Isaac Ben-
Israel, prófessor og forstöðumaður
öryggisfræða við Háskólann í Tel
Aviv, sem segir aðgerðir þjóða ekki
skipta máli. Kórónuveiran muni svo
gott sem hverfa á um 70 dögum. Er
það The Telegraph sem greinir frá.
Ben-Israel heldur því fram að
rannsóknir hans sýni að Covid-19,
sjúkdómurinn sem kórónuveiran
veldur, nái toppi sínum á 40 dögum
en eftir það fjari fljótt undan honum.
Það að ríki grípi til umfangsmikilla
lokana skilar, að hans sögn, litlum
sem engum árangri öðrum en þeim
að stórskaða efnahag viðkomandi
ríkis. Rannsóknir Ben-Israel sýni að
hlutfall daglegra nýsmita af heildar-
smitum séu í upphafi um 30% en
minnki niður í 10% eftir sex vikur.
Viku síðar verður hlutfallið komið
niður fyrir 5%. „Rannsóknir okkar
sýna að þetta er stöðugt mynstur,
þvert á ríki,“ segir m.a. í rannsókn
hans, sem enn er óritrýnd.
Samanburður sagður erfiður
„Það sem kemur á óvart er að
þessi niðurstaða á jafnt við um þau
ríki sem gripið hafa til mjög harðra
aðgerða, með því meðal annars að
lama efnahag sinn, og þeirra sem
gripið hafa til mun vægari úrræða og
haldið uppi eðlilegu lífi,“ segir hann.
Umfjöllun The Telegraph segir að
erfitt sé að slá á föstu að útreikn-
ingar Ben-Israel séu án galla þar
sem ekkert ríki virðist með öllu hafa
sleppt því að grípa til einhverra að-
gerða og skortir því þann saman-
burð. Er Svíþjóð nefnt í þessu sam-
hengi en Svíar hafa verið nokkuð
gagnrýndir undanfarið fyrir slök við-
brögð við veirunni borið saman við
önnur ríki Evrópu. Þá er saman-
burður einnig sagður erfiður vegna
þeirra ólíku viðbragða sem ríki gripu
til, en lesa má meira um þetta mál á
mbl.is í vefútgáfu Morgunblaðsins.
Veiran mun hverfa
óháð aðgerðum ríkja
Harðar aðgerðir skila engu nema lömuðum efnahag
AFP
Andlitsgríma Kórónuveiran hefur
breytt miklu á skömmum tíma.
VINNINGASKRÁ
1 7445 18785 28340 40957 52833 61504 70809
219 8080 19125 28733 41609 52889 61657 70891
229 8111 19297 28739 42159 53015 61754 71274
259 9039 19299 28825 42455 53103 62211 71348
278 9117 19651 29001 42884 53158 62409 71564
508 9375 20213 29079 43099 53446 62445 71929
671 9448 20533 30003 43412 53501 62622 72249
894 9872 20620 30379 43613 54017 62922 72258
1230 10084 21170 31854 43952 54313 62999 72914
2101 10388 21249 32029 44217 54518 63216 73240
2115 11004 21289 32048 44272 55342 63567 73584
2713 11062 21591 32770 44413 55626 63714 73638
3197 11458 21809 33048 45425 55638 64008 73703
3286 12164 22528 33092 46132 55800 64096 73872
3396 12491 22802 33689 46188 56127 64102 74136
3427 12782 23338 34563 46273 56460 64710 75378
3473 12841 23474 34732 46671 56803 64878 75621
3567 12902 23634 35408 47248 57062 65479 75924
3928 14900 23799 36074 48366 57331 65526 75929
4099 14966 23979 36256 48406 57513 65774 76348
4112 15077 24549 36827 48749 57573 66259 76679
4359 15261 24620 37161 48780 57939 66389 76966
4721 15782 24702 37200 49010 58060 66396 76997
4847 15817 25161 37437 49306 58061 66401 77326
5000 16262 25202 37552 49329 58309 66664 77967
5051 16408 25260 37698 49785 58363 67667 78209
5304 17170 25481 38413 50585 58605 68069 78476
5604 17561 25612 38948 50759 58846 68325 78505
5787 17685 25758 38970 51005 58851 69004 79516
6085 17689 25857 39256 51192 58940 69098 79782
6115 17830 25889 40256 51239 58976 69257 79928
6206 17909 26534 40276 51326 59531 69571
6337 17959 26565 40330 51518 59637 69740
6686 18246 27376 40357 51883 59834 69811
6746 18262 27806 40690 52016 60137 69920
6863 18294 28058 40802 52021 60381 70172
7016 18715 28134 40844 52707 61299 70396
1265 9766 20310 31081 38874 50013 64928 73391
2144 11891 20551 31107 39444 50121 65649 73652
2979 12904 22085 31714 39838 50737 66229 73740
3250 13563 22381 32276 43154 51018 67242 73989
4192 14379 22698 33365 43604 52149 67501 79019
5319 15353 25041 33407 44092 52428 68133 79297
6477 15638 25061 35449 44752 52522 70160 79476
6662 15877 26083 35957 45139 57116 70664 79568
7118 16020 29212 36420 45206 57486 71173 79613
7305 17072 29402 37176 45824 60700 71738
8630 18929 30033 37222 47470 62718 72843
8667 19304 30041 37544 48224 63010 72973
9301 20159 30099 38328 49042 63807 73062
Næsti útdráttur fer fram 30. apríl 2020
Heimasíða: www.das.is
Vinningur
Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur)
11470 17619 21760 22772 33464
Vinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
5958 16777 29137 42124 53371 70033
6937 26761 36366 45586 55021 70810
12978 26834 38058 51535 66142 74749
14031 26836 39270 51604 69207 76204
Aðalv inningur
Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
1 0 3 0 3
51. útdráttur 24. apríl 2020
Framleiðendur sótthreinsiefna hafa
sumir séð ástæðu til að senda út til-
kynningu vegna ummæla forseta
Bandaríkjanna þar sem hann velti
því upp hvort kanna ætti möguleika
á því að dæla sótthreinsivökva inn í
líkama fólks sem nokkurs konar
meðferð við kórónuveirunni. Einn
þeirra er Dettol á Bretlandi.
„Sem leiðandi fyrirtæki á heims-
vísu í framleiðslu á heilsu- og hrein-
lætisvörum viljum við taka skýrt
fram að ekki má innbyrða vörur okk-
ar undir neinum kringumstæðum,“
segir þar og var fólki um leið bent á
að lesa vel fylgiseðla efnanna.
Fjölmiðlar í Bandaríkjunum, sem
og annars staðar, hafa fjallað um
þessa hugmynd forsetans. Í viðtali
við CNN segir Leana Wen bráða-
læknir það vera vafasamt að kasta
fram slíkum hugmyndum, enda sé
forsetinn fyrirmynd margra þar
vestanhafs.
„Ég vona virkilega að enginn hafi
hlustað á það sem hann sagði og
velti því nú fyrir sér hvort vert væri
að prófa þetta í heimahúsi,“ sagði
hún og bætti við: „Ekki prófa þetta
og fylgið ráðleggingum frá læknum
og smitsjúkdómastofnunum.“
Ummæli vekja mikla furðu
AFP
Bandaríkjaforseti Kórónuveiran herjar nú grimmt á Bandaríkin og eru
hátt í 900 þúsund staðfest tilfelli þar og nærri 50 þúsund dauðsföll.
Læknar og
framleiðendur
vara við inntöku
Skannaðu kóðann
til að lesa meira
um þetta á mbl.is
Atvinna