Morgunblaðið - 25.04.2020, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.04.2020, Blaðsíða 13
ÚR BÆJARLÍFINU Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Það styttist í sauðburð og nú þegar eru litlir vorboðar mættir í stöku fjárhús þótt sauðburður hefj- ist ekki fyrir alvöru fyrr en kringum fyrstu vikuna í maí. Lítið sem ekkert kal er í túnum á þeim jörðum sem næst liggja sjó en þegar lengra er komið inn í landið fjær sjó er ástand túna ekki jafn gott. Mikill snjór er ennþá inni á heiðum þótt autt sé víðast hvar við ströndina og auð tún freista því heiðagæsarinnar sem aldrei fyrr. „Gæsirnar voru hér á túnunum í morgun í þúsundatali, ágangurinn frá þeim er með allra mesta móti núna þegar heiðarnar eru á kafi í snjó,“ sagði bóndi í Langanesbyggð, óhress með þessa ránsflokka á tún- unum og segir hann heiðagæsina hina verstu plágu en fleiri bændur hafa sömu sögu að segja.    Grásleppuvertíð stendur sem hæst og hefur veiði verið góð und- anfarið og flestir bátar komnir með um 30 tonn hver en aðeins er að draga úr veiði þessa dagana. Mjög góð veiði hefur verið á Bakkafirði. Litlanesið, bátur Ísfélagsins, hefur fiskað ágætlega þorsk og ýsu og afl- inn er unninn í Ísfélaginu hér. Strandveiði hefst um mánaðamótin en jafnan hafa nokkrir bátar stund- að þær veiðar hér.    Sumardagurinn fyrsti stóð vel undir nafni á Þórshöfn þetta árið en hver góðviðrisdagur er vel þeginn eftir þungan vetur. Sumartunglið er nýkviknað en svo nefnist fyrsta nýja tungl eftir sumardaginn fyrsta. Gömul þjóðtrú er tengd sumartungl- inu og skal hún rifjuð upp. Gömul amma á Þórshöfn hélt mikið upp á sumardaginn fyrsta og minnti barnabörn sín alltaf á að fylgjast vel með hverju þeim yrði svarað í sumartunglið, og sagði: „Þegar þú sérð fyrsta sumar- tunglið þá verður þú að þegja og bíða eftir að einhver tali til þín. Það fyrsta sem við þig verður sagt mun þá gefa vísbendingu um hvernig ganga muni hjá þér í sumar. Þetta heitir að svara í sumartunglið. Þú mátt alls ekki tala neitt sjálf áður en einhver annar yrðir á þig eftir að þú sérð tunglið því þá er spásögnin ónýt.“    Að svara í sumartunglið Eftir fornri þjóðtrú, það veit eg, þögul skaltu verða og hátíðleg þegar fyrsta sinni sumartunglið sérðu reika bláan himinveg. Ekki máttu rjúfa þessa þögn það er brot við lífsins duldu mögn fyrr en einhver til þín talað hefur, tal hans verður þér að spádóms- sögn. Hversu stutt og einfalt sem það er örlög þín í dularskauti ber, þannig er að svara í sumartunglið, segja grunlaus hvað á eftir fer. Komdu, komdu beina braut til mín, björt og fögur þegar tunglið skín því að alltaf eru á vörum mínum orð sem verið gætu forspá þín. (Guðmundur Ingi Kristjánsson) Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Sumar Þórshafnarbúar gátu svarað í sumartunglið á fyrsta degi sumars. Sumartunglið kviknaði á fyrsta degi sumars Þórshöfn Himinninn yfir bænum var rauður að kvöldi sumardagsins fyrsta. FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2020 PON Pétur O. Nikulásson ehf. | Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna! GÆÐI OG ÞJÓNUSTA PON er umboðsaðili

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.