Morgunblaðið - 25.04.2020, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2020
Áherslur í rann-
sóknum, þróun og ný-
sköpun á öllum sviðum
hljóta að þurfa að taka
til þeirra áskorana sem
eru handan við sjón-
deildarhringinn. Rætt
hefur verið um að sam-
keppni í dag komi úr
ólíkari áttum en verið
hefur. Þar er meðal
annars rætt um samkeppni hlutanna,
samanber internet hlutanna (e. Inter-
net of Things). Í slíkum tilfellum má
segja að hefðbundin samkeppnis-
greining dugi ekki til þar sem ein-
göngu eru skoðaðir núverandi sam-
keppnisaðilar, því samkeppnin geti
átt uppruna sinn í upptöku tækninýj-
unga eða nýrra viðhorfa í samfélag-
inu.
Vegir liggja til allra átta
Bóndi norðan af Ströndum sagði í
viðtali árið 2009 að „Framtíðin væri
meira en í eina átt“. Þetta er einmitt
eitt af grunnatriðum framtíðarfræða,
það að skilja að við þurfum að búa
okkur undir mismunandi og ólíkar
framtíðir. Því miður er stefnumótun,
bæði opinberra aðila og fyrirtækja, of
oft beint að einni tiltekinni framtíð,
sem óvíst er hvort muni raungerast
eða ekki. Þetta kallast að hafa trú á
einni tiltekinni framvindu sem í sjálfu
sér er ágætt en þá erum við samt sem
áður ekki að undirbúa okkur undir
aðra áhersluþætti sem geta umbylt
starfsumhverfinu og þar með rekstr-
inum hjá okkur. Því er nauðsynlegt að
nýta sviðsmyndir þar sem fjallað er
um ólíkar atburðarásir og drifkrafta
þeirra, þegar verið er að leggja mat á
stefnu og mögulegar fjárfestingar.
Framtíðin er ferskvara
Eins og nýsköpun þá er framtíðin
kvik og tekur mið af ótal breytingum,
en hafa þarf í huga að við getum haft
þó nokkuð að segja um hvernig hún
þróast með því að taka afstöðu til
breytinga. Þannig er oft rætt um
ýmsa aflvaka breytinga, svokallaða
drifkrafta. Hvort og hvernig við nýt-
um okkur þekkingu á drifkröftum
getur breytt framtíðarhorfum okkar
sem samfélags, ekki síður en afkomu
fyrirtækja. Fyrirtæki geta verið ber-
skjölduð ef þau skynja hvorki né taka
mark á þeim breytingum sem drif-
kraftar starfsumhverfis þeirra valda.
Eins geta fyrirtæki orðið leiðandi ef
þau greina breytingar drifkraftanna í
tíma og bregðast við þeim með afger-
andi hætti. Í þessu sambandi má
nefna þróun á sviðum eins og inter-
neti hlutanna, sem vísa til þess að
margir hlutir séu samtengdir við net-
ið og eiga samskipti sín á milli með
sjálfvirkum hætti.
Snjallar lausnir þar sem notast
er við stafræna tækni til að auka skil-
virkni. Internet hlutanna er hluti af
þessari hugsun sem og nýting gervi-
greindar.
Hröðun lausna þar sem áskor-
anir eru um styttri þróunartíma til að
koma nýjum lausnum á markað og
aukin almenn krafa um styttri þróun-
artíma við hvers kyns nýsköpun.
Breytt viðskiptalíkön og ferlar,
sem útheimtir að fjölbreyttari fag-
hópar þurfa að koma að endur-
skilgreiningu á viðskiptatækifærum í
framtíðinni.
Aukin þjónustuvæðing frá af-
hendingu vara til úreldingar með
áherslu á einstaklingsbundna þjón-
ustu, sérsniðna fyrir tiltekna hópa.
Ný og breytt viðhorf sem tengj-
ast umhverfis- og samfélagsmálum.
Öll þessi atriði hafa á einn eða ann-
an hátt áhrif á ólíka þætti atvinnulífs
og samfélagsins í heild og skiptir ekki
máli hvort rætt er um matvælafram-
leiðslu í víðtækum skilning þess orðs,
orkuiðnað, hefðbundin iðnfyrirtæki,
stóriðju eða opinbera málaflokka eins
og heilbrigðis- og menntamál.
Umhverfisvöktun
Á sama tíma og stofnanir og fyrir-
tæki þurfa að taka mið af ólíkum
framtíðum þá þurfa þau að huga að
framangreindum öflum. Með því að
greina og skilja áhrif þessara drif-
krafta er hægt að taka afstöðu til
þess hvernig við viljum sjá atvinnu-
lífið og samfélagið þróast og þar með
fjölda og eðli starfa og lífsgæða.
Framtíðarfræðingar tala gjarnan um
„umhverfisvöktun“, þ.e. nauðsyn
þess að skilja hvaða breytingum og
drifkröftum í umhverfinu við þurfum
að fylgjast með til að geta tekið nauð-
synlegar ákvarðanir í stað þess að
láta þróunina koma okkur á óvart.
Drifkraftar nýsköp-
unar í framtíðinni
Eftir Sævar
Kristinsson og
Karl Friðriksson
» Því miður er stefnu-
mótun, bæði opin-
berra aðila og fyrir-
tækja, of oft beint að
einni tiltekinni framtíð,
sem óvíst er hvort muni
raungerast eða ekki.
Sævar Kristinsson
Höfundar eru sérfræðingar í framtíðar-
fræðum við Framtíðarsetur Íslands.
Karl Friðriksson
Vegna covid-19 er
brýnna en nokkru
sinni að stjórnvöld
geri allt sem hægt er
til að efla efnahag
þjóðarinnar og sporna
gegn atvinnuleysi. Til
þess er m.a. nauðsyn-
legt að heimila aukna
nýtingu á auðlindum
þjóðarinnar. Hér er
fjallað um fiskinn í
sjónum.
4. maí næstkomandi hefjast
strandveiðar smábáta – hand-
færaveiðar. Gera má ráð fyrir að
hátt í sjö hundruð smábátaeigendur
muni stunda veiðarnar í ár. Til
þeirra eru ætluð 11.100 tonn af
óslægðum botnfiski. Að óbreyttu er
hverjum og einum bát heimilt að
veiða í 48 daga, skipt
jafnt á mánuðina maí,
júní, júlí og ágúst.
Nýting þeirra er tak-
mörkuð við fyrstu
fjóra virka daga vik-
unnar. Hver veiðiferð
má að hámarki vara í
14 klukkustundir og
aflinn má ekki fara
umfram 774 kg af ós-
lægðum þorski.
Sumarið 2019 voru
623 bátar á strand-
veiðum. Afli þeirra
varð rúm 10 þúsund tonn og sjó-
ferðirnar um 16 þúsund. Áhrif
þessa fyrir hinar dreifðu byggðir
eru gríðarleg, til dæmis fyrir þjón-
ustuaðila, fiskvinnslur og mannlíf.
Aflaverðmæti þrír milljarðar og út-
flutningstekjur tvöföld sú upphæð.
Nánast allur afli strandveiðibáta er
boðinn upp og seldur gegnum fisk-
markaði.
Landssamband smábátaeigenda
hefur óskað eftir því við sjávar-
útvegsráðherra að hann beiti sér
fyrir breytingu á lögum um stjórn
fiskveiða – ákvæði um strandveiðar
til að koma til móts við afleiðingar
sem covid-19 kann að valda. Til-
lagan felur í sér að heimilt verði að
nýta þá 48 daga sem ætlaðir eru til
strandveiða á 12 mánaða tímabili í
stað fjögurra án takmarkana á því
hvaða daga vikunnar veiðarnar
væru stundaðar.
LS hefur á undanförnum dögum
fengið stuðning einstakra bæjar-
ráða og bæjarstjórna við mikilvægi
þess að gera breytingar á fyrir-
komulagi strandveiða. Sérstakt
fagnarðarefni er að sjávarútvegs-
ráðherra hefur nú tilkynnt að unnið
sé að gerð lagafrumvarps til að
bregðast við áhrifum covid-19 á þá
sem stunda strandveiðar.
Mikilvægt er að frumvarp sem
ráðherra mun leggja fyrir ríkis-
stjórn taki sem mest mið af til-
lögum LS og fái flýtiafgreiðslu Al-
þingis. Málefni sem eflir atvinnu,
eykur tekjur ríkissjóðs og hinna
dreifðu byggða og eykur gjaldeyr-
istekjur án þess að neinu sé fórnað.
Eftir Örn Pálsson »Mikilvægt er að
frumvarp sem ráð-
herra mun leggja fyrir
ríkisstjórn taki sem mest
mið af tillögum LS og fái
flýtiafgreiðslu Alþingis.
Örn Pálsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Landssambands smábátaeigenda.
Mikilvægi strandveiða
Óvissutímar skapa aðstæður
sem við gerum okkar besta til að
bregðast við af trúmennsku. Og
einhvern veginn opnast heim-
urinn með öðrum hætti en áður;
hinu gamla lýkur. Við þörfnumst
margs síður en áttum okkur bet-
ur á því hvað hefur „æðri“ merk-
ingu í lífinu. Sálarsjónirnar skír-
ast, næmið eykst – margir
takast á við nýja hluti og áður
óhugsandi aðstæður
– með skapandi já-
kvæðni, sem er
mjög af hinu góða.
Þessir tímar hafa
hreyft við flestum
þótt það birtist með
ólíkum hætti. Það
er í mannlegu eðli
að tilhneigingin til
að leita innávið
blossi upp í krefj-
andi aðstæðum; það
er leiðin að einni
mestu huggun sem
mannskepnan reyn-
ir – því heilaga við-
bragði að leggja til-
finningar sínar
fram og færa sköp-
unarkraftinum til
úrvinnslu. Við fórn-
um jafnvel því sem
við töldum okkur
ekki geta verið án
og njótum blessunar í staðinn.
Innra líf okkar hvílir á sviði
tilverunnar sem kalla má á
mörkum heima, það byggir á
ímyndunaraflinu; það er á sviði
hins óliðna – skáldskapar jafnvel
– þar sem lögmál eru sönn sem
engar mælingar ná yfir. Að til
séu svið tilverunnar þar sem hið
heilaga varir er ekki erfitt að
samþykkja þegar maður hefur
reynt það að missa tímaskynið
við það sem er manni heilagt.
Það er skapandi afstaða hvers
og eins til verkefna sinna sem
umbreytir þeim í þekkingu; leik-
ur verður að helgun, þegar
merking fylgir því sem við fram-
kvæmum. Eða því trúi ég. Og
samkvæmt því reyni ég líka að
lifa, að á tímamótum, þar sem
heimar mætast, megi finna sann-
leika sem hverju okkar og einu
býðst að helga líf sitt með. Öll
mikil reynsla mótar manneskjur,
í gleði og sorg – sumt eigum við
fyrir okkur sjálf, sumu deilum
við. Sumt skiljum við, sumt ekki.
Eitthvað svo sárt að það hræðir,
annað svo aumt að það meiðir;
skömmin fellir dóma og flokkar í
gamanmál, einkamál og leynd-
armál. Og því mikilvægasta
tekst okkur kannski
aldrei að gefa þann
tíma sem það krefst.
Blessun
óvissunnar
Þegar dramb og
fullvissa er reynd í
eldi hins óþekkta
koma óvæntar gjafir
í ljós; við áttum okk-
ur jafnvel í auðmýkt
á þörf fyrir tengsl,
siði og samfélag um
það sem er okkur
heilagt. Við fyllumst
þakklæti og auð-
mýkt, meðvituð um
fallvaltleikann; væg
einkenni hugarfars-
breytingar koma
fram þegar við eign-
umst börn, en stund-
um er sagt að
tilvistarspurningarnar leiti fyrst
af alvöru í trúarlegan farveg
þegar við missum foreldri eða
nána lífsförunauta. Kannski átt-
um við okkur á því með ein-
hverjum hætti þá að við vorum
aldrei ein. Og að við erum aldrei
ein. Mikil sameiginleg reynsla
getur kallað fram það sama: Við
finnum með áþreifanlegum hætti
að við erum hvorki ein með
hugsanir okkar né tilfinningar.
Óttinn þéttir ekki raðir okkar
heldur vonin. Samkenndin.
Það hvernig við tökumst á við
öfgafullar aðstæður birtir með
einhverjum hætti okkar innri
gerð en trúargangan þjónar
stundum þeim tilgangi að koma
jafnvægi á viðbrögðin; kenning-
arnar tæki til að ná stjórn á til-
finningum. Og stundum jafnvel,
svo við höfum styrk til að
burðast með leyndarmál. Við
getum jafnvel brotist undan því
að láta áföll skilgreina okkur, ef
við náum að vinna úr þeim. Hug-
myndir og skoðanir, upplýsingar
og sögulegar heimildir eru eitt,
en trúargangan byggir ekki á
slíkri skynsemi, heldur hinu
skapandi sviði innsæis og um-
breytingar. Þegar við fórnum því
sem er hlaðið merkingu – eða
missum það – þá verðum við að
taka hinu nýja með opnum huga,
því kannski eru möguleikarnir
mun fleiri en vandamálin.
Kannski skipti viðbragð okkar
öllu máli – ekki bara persónu-
lega, heldur í stóra samhenginu.
Og það er meira en skynsemin,
boðin og bönnin, sem hafa kallað
okkur til þess að virða tengslin
við okkar leyndustu veru í þeim
aðstæðum sem eru uppi. Það er
eitthvað við tímana sem kallar
okkur til að líta inn á við, leita
merkingar.
Svo margt sem var okkur hul-
ið hefur litið dagsins ljós. Og við
höfum jafnvel verið minnt á að
þegar leyndarmálum er fórnað á
altari óvissunnar, þá verður af-
hjúpunin að blessun; en þannig
skynja ég það hvernig samfélag
okkar hefur brugðist við svo
mörgu. Við óttumst ekki veik-
leika okkar með sama hætti og
fyrr, skömm er mætt af skiln-
ingi; það þarf enginn að fela það
að hann hafi veikst, eða sé veik-
ur fyrir; smitaður eða bara log-
andi hræddur. Við erum mildari,
miskunnsamari; skilningsríkari
og fordómalausari. Og tímarnir
verða enn merkingarbærari fyrir
vikið.
Glitrar á trúarþörfina?
Hvaða gersemar hafa orðið á
vegi þínum, já hvaða helgu sann-
indi hafa birst þér á þessum tím-
um utan tímans sem alltaf er á
þönum? Við kynnumst sjálfum
okkur upp á nýtt í gegnum ber-
skjöldun, varnarleysi og van-
mátt. Við lærum vonandi af okk-
ar tímum, að áttavitinn góði –
Kristur með kærleik sínum og
boðskap – hefur birt sálarsjónir
okkar; styrkleiki hvers og eins
getur einmitt legið í þekkingunni
á veikleikanum. Það þýðir líka
að leyndarmálin sem við höfum
þurft að horfast í augu við, þau
breiða ekki lengur yfir skömm
sem íþyngdi heldur virðist sam-
félag okkar geta mætt því að
hver og einn kjósi að frelsa sig
undan því sem hefur bundið
skynsemi okkar við gömul lög-
mál.
Guð gefi að þú hafir átt tær
augnablik í tómarúmi daganna
og tilfinningin fyrir virði þínu og
merkingu hafi opnað hjarta þitt
fyrir því að „trú og andlegt líf“
er þroskandi ferli, leyndardómur
en ekki leyndarmál. Ef þú fyrir-
verður þig sakir þess enn,
mundu að fórnirnar umbreytast í
blessun.
Kirkjan til fólksins
Skapandi viðbrögð trúarinnar
Hugvekja
Arnaldur Máni
Finnsson
Höfundur er prestur á Staðastað,
Snæfellsnesi. arnaldur.fi@kirkj-
an.is
Þessir tímar
hafa hreyft við
flestum þótt það
birtist með
ólíkum hætti.
Trú „Það er eitthvað
við tímana sem kallar
okkur til að líta inn á
við, leita merkingar.“
Arnaldur Máni
Finnsson
Ljósmynd/Ben White, Unsplash
Í grein minni sem birt var í Morgun-
blaðinu í gær undir fyrirsögninni
„Fasteignaskatturinn“ kemur fram
„að ekkert hafi spurst af þessu máli“,
þ.e. tillögum sjálfstæðismanna fyrir
borgarstjórnarkosningarnar í maí
2018 um að „fella niður fasteignaskatt
á 70 ára og eldri“.
Það skal upplýst að borgarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins fluttu tillögu
fyrir fjárhagsáætlun borgarinnar árin
2018 og 2019 í samræmi við lög um
tekjustofna sveitarfélaga, um lækkun
á fasteignaskatti til tekjulágra elli- og
örorkulífeyrisþega, sem ekki var sam-
þykkt. Engar tillögur um lækkun á
fasteignaskatti til tekjulágra örorku-
og ellilífeyrisþega voru settar fram í
tillögum allra borgarfulltrúa vegna
viðbragða við COVID-19, sem sam-
þykktar voru samhljóða í borgar-
stjórn nýlega.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
fv. borgarstjóri.
LEIÐRÉTT
Ábending