Morgunblaðið - 25.04.2020, Blaðsíða 21
UMRÆÐAN 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2020
Stærðir eru breytilegar og hægt að innrétta að vild. Umhverfið er í miðju fjölbreyttu miðborgarlífinu með mikla nálægð við
ferðamenn. Möguleikarnir eru endalausir en rýmin henta vel ýmiskonar rekstri s.s. gullsmiði, snyrtistofu, hárgreiðslustofu,
kaffihús, heilsubúð, mörkuðum af ýmsu tagi, listamönnum, einnig sem skrifstofur s.s lögfræðistofur, auglýsingastofur og
arkitektar svo fátt eitt sé nefnt. Einnig gefst kostur á að tengja saman rekstur og búsetu í sama húsnæðinu. Brynjureitur
afmarkast af Laugavegi 27 a og b og Hverfisgötu 40-44 og á milli þeirra liggur ný og skemmtileg göngugata sem getur
skapað sér sérstöðu í hringiðu miðbæjarins og hefur fengið nafnið Kasthúsastígur.
Við Laugaveg 27 a og b eru stærði í boði á bilinu 31 m² til 239 m² en við Hverfisgötu frá 60 m² til 255 m².
Nýtt og spennandi verslunar- og
þjónustuhúsnæði á Brynjureit
TIL LEIGU
Nánari upplýsingar veita:
Evert Guðmundsson löggiltur fasteignasali í s. 823 3022 evert@atvinnueign.is
Halldór Már Sverrisson löggiltur fasteignasali í s. 898 5599 halldor@atvinnueign.is
Helgi Már Karlsson löggiltur fasteignasali í s. 897 7086 hmk@jofur.is
Ólafur Jóhannsson löggiltur fasteignasali í s. 824 6703 olafur@jofur.is
Það er í sjálfu sér ekkert nýttað öflugir skákmenn ogjafnvel heimsmeistararskipuleggi sterk skákmót
en ný vefsíða Magnúsar Carlsen,
https://www.magnuscarlsen.com,
vakti athygli mína á dögunum þegar
boð barst um þátttöku til sterkustu
skákmanna Íslands í Norðurlanda-
keppni á netinu, Nordic chess
league, sem hefst 5. maí nk. Tíma-
mörk verða 10 5. Ég gat ekki betur
séð en að viðbrögð væru góð meðal
okkar manna, en í íslenska liðinu
verða 10 einstaklingar og tefla fjórir
í hverri umferð undir merkjum
Lundanna, Reykjavik puffins. Það
er skákklúbbur Magnúsar, Offer-
spil, sem hefur hafið þessa sókn á
netinu en norski heimsmeistarinn
hefur nýlega slitið tengsl við Norska
skáksambandið.
Vefsíðan var opnuð með pompi og
prakt 18. apríl sl. og fyrsta mót á
dagskrá var atskákmót með tíma-
mörkunum 15 10. Átta af sterkustu
skákmönnum heims, sem eru auk
Magnúsar þeir Ding Liren, Caru-
ana, Nakamura, Vachier-Lagrave,
Nepomniachtchi, Giri og hinn 16 ára
gamli Írani Firouzja, sitja heima hjá
sér og tefla allir við alla með dálítið
flóknu fyrirkomulagi en í hverri um-
ferð eru tefldar fjórar skákir og fær
sigurvegarinn 3 stig en 2 stig ef
hann vinnur eftir bráðabanaskák.
Keppnin stendur nú sem hæst og
lýkur 30. apríl. Eftir þriðju umferð
sl. fimmtudag var Magnús efstur
með 8 stig, eftir sigra yfir Nakam-
ura, 3:2, Firouzja 2½:1½ og Caruana
3:1. Nakamura kemur næstur með 7
stig, þá Caruana með 5 stig. Hvorki
Giri né Firouzja hafa náð stigi. Verð-
laun nema um 250 þús. bandaríkja-
dölum. Þeirri spurningu hefur áður
verið svarað í þessum pistlum hvern-
ig hægt er að koma í veg fyrir svindl.
Í slíkum keppnum verður að ríkja
ákveðið heiðursmannasamkomulag.
Magnús tefldi við Nakamura í 1.
umferð og vann fyrstu skákina.
Staðan sem kom upp eftir 58 leiki
var athyglisverð:
Boðsmót Carlsens 2020, 1. skák:
Carlsen – Nakamura
Þessi staða minnti mig strax á
aðra skák milli Benónýs Benedikts-
sonar og Friðriks Ólafssonar á Guð-
jóns-mótinu 1956. Svarti dugar að
gefa biskupinn fyrir c-peðið því að
hvítur þarf að glíma við „vitlausa
hornið“ – h8-reiturinn er ekki á
áhrifasvæði hvíta biskupsins og
staðan er jafntefli komist svarti
kóngurinn í hornið. Engu að síður
hefur h-peðið áhrif, heldur svarta
kónginum í skefjum. Nakamura lék
nú 58. … Bd3 og framhaldið varð:
59. c6 f5 60. Bf3 Bb5 61. c7 Kd7 62.
Ke5 f4 63. h5 Bc4 64. h6 Bg8 65.
Bd5 Bh7 66. Be4 Bg8 67. Kxf4 og
svartur gafst upp því að eftir 67. …
Kxc7 kemur 68. Ke5 og eftir að
kóngurinn kemst til g7 vinnur hvít-
ur. Aftur að stöðumyndinni. Af
hverju ekki 58. … Ba4? Þá kemur
nefnilega 59. h5 Bb5 60. h6 Kf8 61.
Kd6 ásamt – Bd7 og vinnur.
Eftir að hafa unnið 3:2 komst
Magnús strax yfir gegn Firouzja en í
næstu skák kom þessi staða upp:
Boðsmót Carlsens 2020, 2. skák:
Firouzja – Carlsen
Svartur er skiptamun undir og á
að mati „Houdini“ betri færi sé leik-
urinn 39. … Hd4 valinn. Mikilvægi
þess að hafa vald á g4 reitnum kom
strax í ljós því að Magnús lék 39. …
Hd2?? og eftir 40. Hb8+ Kh7 41.
Dg4! rann upp fyrir honum ljós,
hvítur hótar 42. Dg6+! Bxg6 43.
hxg6 mát. Hann reyndi 41. … Df1+
en þá kom 42. Hg2 Dxg2+ 43. Kxg2
og svartur gafst upp.
Magnús Carlsen hefur
slitið tengslin við
Norska skáksambandið
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Morgunblaðið/Ómar Óskarsson
Heimsmeistaraefni Alireza Firouzja að tafli á síðasta Reykjavíkurskákmóti.
Á dögunum lauk
þjónustu prests í Þjóð-
kirkju Íslands af því
að honum var gefið að
sök að hafa rofið trún-
aðarskylduna.
Sakramenti okkar
evangelísk-lúthersku
kirkju eru þrjú: Skírn,
heilög kvöldmáltíð og
skriftir.
Í Fræðum Lúthers
hinum minni segir svo:
„Það eru skriftir, þegar maður ját-
ar misgjörðir og veitir syndafyrir-
gefningu viðtöku af skriftaföður
svo sem af Guði sjálfum væri og
trúir fastlega að brot hans séu þar
með fyrirgefin.“
Að játa syndir sínar fyrir Guði er
ekki að segja honum hluti, sem
hann vissi ekki fyrir. En syndirnar
eru gjá á milli þín og hans, þangað
til þú játar þær. Þegar þú hefur
játað þær verða þær aftur á móti
að brú á milli ykkar.
Einkaskriftir eru að mestu
horfnar úr kirkju okkar.
En í framhaldi af almennu
kirkjubæninni í messunni mælir
prestur:
Játum syndir vorar og lifum í
kærleika og sátt við alla menn.
Og söfnuðurinn gerir svofellda
játningu:
Ég játa fyrir þér, almáttugi Guð,
skapari minn og lausnari, að ég hef
margvíslega syndgað í hugsunum,
orðum og gjörðum. Fyrirgef mér
sakir miskunnar þinnar og leið mig
til eilífs lífs, til dýrðar nafni þínu.
Þá snýr prestur sér frá altarinu
og mælir með upplyftri hægri
hendi:
Almáttugur Guð fyrirgefi yður
allar syndir, styrki yður og leiði til
eilífs lífs fyrir Jesú Krist, Drottin
vorn. Amen.
Í Handbók íslensku kirkjunnar
er enn gert ráð fyrir einka-
skriftum. Þær fara fram á skrif-
stofu prests, í kirkj-
unni eða í
heimahúsum. Prestur
má ekki greina frá því,
sem honum er tjáð í
skriftum.
Þagnarskyldan
Heldur þá prestur,
sem virðir þagnar-
skylduna, hlífiskildi yf-
ir lögbrjóti? Því er til
að svara, að skyldu-
rækinn sálusorgari
lætur ekki þar við sitja
að hlýða á syndajátningu og fyrir-
gefa afbrot eftir skipun Drottins,
Jesú Krists, í nafni heilagrar
þrenningar, heldur kannar hann
svo sem verða má, hvort viðkom-
andi iðrist af hjarta synda sinna.
Hafi verið brotið gegn öðrum
manni eða slíkt í aðsigi eða saklaus-
um manni verið refsað ber presti
tvímælalaust að ráðleggja hlut-
aðeigandi að greina yfirvöldum frá
misgerð sinni og taka eftir atvikum
afleiðingunum.
Ekki verða öll samtöl prests við
leikmenn álitin trúnaðarsamtöl.
Komist menn á snoðir um pretti,
er valda kunni öðru fólki ófagnaði
og stórvandræðum, er það borg-
araleg skylda þeirra að vara við.
Presturinn braut ekki af sér
Í ljósi ofanritaðs verður ekki séð,
að presturinn hafi rofið trúnað eða
brotið starfs- og siðareglur.
Það var því ástæðulaust að segja
honum upp störfum.
Skriftir
Eftir Gunnar
Björnsson
» Verður ekki séð, að
presturinn hafi rofið
trúnað eða brotið starfs-
og siðareglur. Það var
því ástæðulaust að segja
honum upp störfum.
Gunnar
Björnsson
Höfundur er pastor emeritus.
Jón Ísberg, sýslumaður Hún-
vetninga, var fæddur á Möðru-
felli í Eyjafirði 24. apríl 1924,
sonur Árnínu Hólmfríðar Ís-
berg húsmóður og Guðbrands
Ísberg sýslumanns. Hann lauk
stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum á Akureyri árið 1946
og embættisprófi í lögfræði frá
Háskóla Íslands 1950. Hann
varð fulltrúi sýslumanns Húna-
vatnssýslu á Blönduósi 1951 og
var sýslumaður Húnvetninga
árin 1960 til 1994.
Jón sat meðal annars í
hreppsnefnd áratugum saman
og var oddviti í níu ár. Einnig
sat hann í byggingarnefndum
vegna heilbrigðisstofnana, fé-
lagsheimilis, skóla og bóka-
safns. Á háskólaárum sínum sat
Jón í stjórn Vöku og var for-
maður Orators, félags laga-
nema, og síðar formaður Sýslu-
mannafélags Íslands. Jón var
enn fremur formaður Skóg-
ræktarfélags Austur-Húnvetn-
inga, Lionsklúbbs Blönduóss og
Veiðifélags Laxár á Ásum,
skátaforingi og safnaðarfulltrúi.
Börn Jóns og konu hans, Þór-
hildar Guðjónsdóttur héraðs-
skjalavarðar, eru sex: Arn-
grímur héraðsdómari, Eggert
Þór framkvæmdastjóri, Guð-
brandur Magnús prentari, Guð-
jón hagfræðingur, Jón Ólafur
sagnfræðingur og Nína Ósk
mannfræðingur.
Merkir Íslendingar
Jón Ísberg
sýslumaður
Atvinna
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS