Morgunblaðið - 25.04.2020, Side 30
30 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2020
40 ára Sif Magnús-
dóttir er Hafnfirðingur
og hefur verið búsett
þar frá fæðingu. Hún
starfar sem veitinga-
og rekstrarstjóri á
Geysi Bistro.
Maki: Þórður Norð-
fjörð matreiðslumeistari, f. 1973.
Börn: Sindri Snær, f. 1999, og Magnús
Máni, f. 2007.
Stjúpsynir: Jóhann Ingi, f. 1994, og Sig-
urður Þór, f. 1996.
Ömmubörn: Lovísa Lind, f. 2016, Sigrún
Dís, f. 2016, Gabríel Dagur, f. 2016, og
nýfædd stúlka Sigurðardóttir.
Foreldrar: Magnús Elíasson verkstjóri, f.
1935, og Erna S. Jóhannsdóttir versl-
unarkona, f. 1942. Búsett í Hafnarfirði.
Sif Magnúsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú hefur tiltekið viðhorf, ákveðinn
útgangspunkt, vissan skilning á hlutunum.
Þetta innsæi á eftir að koma þér langt.
20. apríl - 20. maí
Naut Nú liggur á að þér takist að sannfæra
samstarfsmenn þína um að þín leið sé sú
sem fara á. Allt hefur samt sinn tíma. Þér
fer fram í eldhúsinu.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Leggðu þig fram við að gleðja
aðra og gera stundina eftirminnilega. Gam-
all skólafélagi skýtur upp kollinum þér til
mikillar ánægju.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú ert afslappaðri en vanalega, og
er það gott. Ástandið er búið vera þér frek-
ar erfitt en þú sérð fram á betri tíma. Ásta-
málin eru á góðri siglingu.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Ef þú ætlar að afhjúpa leyndarmál þitt
skaltu vera viss um að þú getir treyst þeim
sem þú segir það. Láttu ekki undan freist-
ingum.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er með ólíkindum hvernig hlut-
irnir geta stundum gengið upp. Þú ættir að
halda fast í peningana þína næstu vikur.
23. sept. - 22. okt.
Vog Einhverjar breytingar standa fyrir dyr-
um hjá þér. Þær verða þér og þínum til
góðs. Ekki skella skuldinni á aðra þegar
eitthvað gengur ekki upp.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú ert að ná orkunni upp aftur.
Nýr aðdáandi bíður handan við hornið.
Reyndu að láta sem þú heyrir ekki kjafta-
sögur um nágrannann.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þér finnast aðrir vera of að-
gangsharðir við þig og það er í góðu lagi að
loka á aðra um stund. Mundu að það sem
þú gefur frá þér færðu til baka.
22. des. - 19. janúar
SteingeitManneskja sem fær þig til að
stama og svitna snýr aftur. Hinkraðu við og
gefðu þér tíma til þess að hugsa um fram-
tíðina.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú hefur fengið meira út úr
óvæntu fríi en þú áttir von á og kemur því
aftur til starfa full/ur af orku og athafnaþrá.
Ekki streitast á móti tilfinningum þínum.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þér mun verða boðið í óvissuferð
sem á eftir að hafa skemmtilegar afleið-
ingar. Vinir þínir treysta á að þú standir við
orð þín.
urðum strandaglópar í New York.
Nú „kórónar“ alheimsveiran þetta
allt og við verðum að lúta samkomu-
og ferðabanni,“ segir Eðvarð.
„Tilfinningin að verða sextugur er
góð. Það ná ekki allir þeim aldri.
Stórafmæli gefa tilefni til að staldra
við, líta um öxl og horfa fram á
veginn. Maður hefur margt að
ir og tónlist, að ógleymdum mat-
arklúbbum þar sem tækifæri gefst
til að rækta dýrmæta vináttu, að
hans sögn.
„Það er ekki heiglum hent fyrir
mig að ætla að halda upp á stór-
afmæli. Fyrir tíu árum gaus Eyja-
fjallajökull af miklum krafti á af-
mælisdaginn minn og við hjónin
S
éra Eðvarð Ingólfsson,
prestur og rithöfundur,
er fæddur í Reykjavík 25.
apríl 1960 en ólst upp á
Hellissandi. Hann var við
nám í Héraðsskólanum í Reykholti í
tvo vetur. Stúdent varð hann frá
Menntaskólanum á Egilsstöðum
1981. Haustið 1989 hóf Eðvarð nám í
guðfræði í Háskóla Íslands og lauk
þaðan embættisprófi 1995. Hann var
skipaður sóknarprestur í Skinna-
staðarprestakalli i Norður-
Þingeyjarsýslu í febrúar 1996, en frá
1997 sóknarprestur í Garðapresta-
kalli á Akranesi. Gegndi hann því
embætti í tæp 22 ár.
Eðvarð stundaði ritstörf samhliða
námi og öðrum störfum frá 1980.
Hann var afkastamikill höfundur
unglingabóka og ævisagna áður en
hann vígðist til prests og var aðeins
19 ára þegar hann samdi fyrstu bók
sína, Gegnum bernskumúrinn. Alls
eru bækur hans nú 15 og urðu sumar
þeirra metsölubækur. Eðvarð ritaði
meðal annars ævisögur Ragnars
Bjarnasonar söngvara og Róberts
Arnfinnssonar leikara. Hlaut hann
verðlaun skólamálaráðs Reykjavíkur
1989 fyrir bestu frumsömdu barna-
og unglingabókina sem kom út 1988.
Eðvarð var dagskrárgerðarmaður
hjá Rás 1 og Rás 2 árin 1981-86,
hann var blaðamaður og síðar rit-
stjóri barnablaðsins Æskunnar
1982-90 og skrifaði ritdóma fyrir
Morgunblaðið 1990-94. Eðvarð
kenndi við grunnskólann í Lundi í
Öxarfirði einn vetur og hefur aukin-
heldur kennt á námskeiðum hjá
Menningar- og fræðslusambandi al-
þýðu.
Eðvarð tók ungur þátt í félags-
störfum. Hann var framkvæmda-
stjóri Héraðssambands Snæfellsnes-
og Hnappadalssýslu árið 1980, sat í
stjórn bókaútgáfunnar Skálholts
1986-91 og í stjórn átthagafélags
Sandara 1987-90. Eins átti hann sæti
í stjórn barnablaðsins Æskunnar
1991-97.
Íþróttir hafa verið eitt af aðal-
áhugamálum Eðvarðs frá unga aldri,
einkum knattspyrna og frjálsar
íþróttir. Auk þess má nefna ferðalög
með fjölskyldu og vinum, kvikmynd-
þakka. En dýrmætast af öllu er að
eiga góða fjölskyldu. Það hefur verið
mitt lífslán.
Ég hef verið trúaður frá því ég var
drengur,“ svarar Eðvarð, spurður
hvers vegna leiðin hafi legið í guð-
fræðina. „Ég var tvö, þrjú sumur í
Vatnaskógi og það hafði mikið að
segja. Svo missti ég föður minn úr
krabbameini þegar ég var sjö ára,
hann var 44 ára, og ég býst við að
það hafi haft sín áhrif líka, og
kannski mest, vegna þess að það eru
margar stórar spurningar sem leita
á mann við missi foreldris,“ segir
Eðvarð hispurslaust.
„Ég greindist með parkinsons-
sjúkdóm fyrir 10 árum og smám
saman dró úr vinnuþreki mínu. Ég
fékk tilfærslu í starfi og sinni nú
ýmsum sérverkefnum,“ segir hann
og bætir því við að guðfræðin hafi
breytt lífi hans. „Þarna er allt undir,
gleði og sorg, og þetta hlýtur auðvit-
að að móta mann sé maður opinn
fyrir því,“ segir séra Eðvarð Ingólfs-
son að skilnaði.
Hann verður að heiman á
afmælisdaginn.
Séra Eðvarð Ingólfsson – 60 ára
Ljósmynd/Aðsend
Dægurlagamessa Ragnar Bjarnason heitinn, séra Eðvarð og Þorgeir Ástvaldsson í Akraneskirkju.
„Trúaður frá því ég var drengur“
Útskrift Oxford 2014. F.v. Sigurjón, Eðvarð, Ingólfur, Elísa og Bryndís.
30 ára Haukur Hólm
er Akureyringur og
vinnuvélastjóri. Hann
rekur eigið fyrirtæki,
vinnuvélaþjónustuna
Hólmverk, norðan
heiða.
Maki: Tinna Ósk
Kristinsdóttir, f. 1986, kennaranemi og
starfsmaður á elliheimili á Akureyri.
Börn: Heiðar Hólm, f. 2014, Bjartey
Hólm, f. 2016, og Ármann Hólm, f. 2018.
Máney Lind Elvarsdóttir, f. 2006, er dótt-
ir Tinnu.
Foreldrar: Ármann Hólm, f. 1957, bóndi
úr Eyjafjarðarsveit, og Signý Aðalsteins-
dóttir, f. 1956, starfar á Sjúkrahúsinu á
Akureyri og rekur uppruna sinn til Akur-
eyrar.
Haukur Hólm Ármannsson
Til hamingju með daginn
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is