Morgunblaðið - 25.04.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2020
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Það er ekki ólíklegt, vegna ólíkrar
stöðu sveitarfélaganna, að eitthvað
þurfi að gera til þess að þau geti tekist
á við svona verkefni,“ segir Sigurður
Ingi Jóhannsson, ráðherra sveitar-
stjórnarmála, þegar hann er spurður
hvort til greina
komi að ríkið
styðji við sveitar-
félögin vegna
tekjufalls sem
mörg þeirra eru
að verða fyrir
vegna kórónu-
veirufaraldursins.
Sigurður Ingi
segist vissulega
hafa áhyggjur af
stöðu sveitar-
félaganna, eins og mörgum öðrum
þáttum samfélagsins þar sem tekjur
minnka mikið. Staða þeirra sé hins
vegar afar mismunandi. „Það eru
ekkert annað en hamfarir í atvinnulífi
hjá einstökum sveitarfélögum og á
svæðum þar sem ferðaþjónustan
skiptir mestu máli. Atvinnuleysið er
komið um og yfir 40%, tímabundið,“
segir ráðherrann.
Aðgerðir létta á
Segir Sigurður Ingi að Byggða-
stofnun hafi verið beðin að greina
stöðu sveitarfélaganna og líklega þró-
un út frá mismunandi stöðu þeirra.
Þær upplýsingar fari inn í hóp sem
greinir stöðu sveitarfélaganna al-
mennt. „Augljóst er að mörg af stærri
sveitarfélögunum eiga auðveldara
með að takast á við svona vanda, eru
með fjölbreytt atvinnulíf og fjöl-
menna stjórnsýslu,“ segir Sigurður
Ingi.
Hann rifjar upp að í öðrum að-
gerðapakka ríkisstjórnarinnar séu
ýmsar aðgerðir sem létti á sveitar-
félögum. Nefnir 600 milljónir til að
styðja við íþrótta- og tómstundastarf
hjá börnum fjölskyldna með lágar
tekjur og 450 milljónir til að styðja við
viðkvæma hópa. Gerðar verði breyt-
ingar á reglum jöfnunarsjóðs sveitar-
félaga þannig að sveitarfélög geti nýtt
tímabundið fjármagn úr fram-
kvæmdasjóði til þjónustu við fatlað
fólk, til að milda höggið sem verði af
því að tekjur jöfnunarsjóðs munu
dragast saman um allt að fjóra millj-
arða króna. Hann nefnir að í aðgerða-
pakkanum sé gert ráð fyrir aðstoð við
lítil sveitarfélög í dreifbýli til að þau
geti stutt félagsleg verkefni við-
kvæmra hópa. Þá nefnir hann verk-
efni sem snúa sérstaklega að Suður-
nesjum og útvíkkun verkefnisins Allir
vinna sem allir geti notið góðs af.
Þau öflugri taki á sig byrðar
„Við erum að gera ýmislegt en
þurfum að greina hlutina betur. Vitað
er að tekjufallið verður umtalsvert
hjá þó nokkrum sveitarfélögum og við
munum þurfa að koma með tillögur til
úrbóta í þeim efnum,“ segir Sigurður
Ingi. Hann tekur þó fram að allir
þurfi að taka á sig auknar byrðar til
að komast í gegnum vandann. Þau
sveitarfélög sem best standi og skilað
hafi umtalsverðum afgangi á undan-
förnum árum muni þurfa að gera það
eins og aðrir.
Aðstoða þarf hluta
sveitarfélaganna
Ráðherra segir að sveitarfélögin séu misvel í stakk búin til
að takast á við tekjufall Byggðastofnun greinir vandann
Sigurður Ingi
Jóhannsson
Morgunblaðið/Golli
Reykjavík Sigurður Ingi segir að mörg af stærri sveitarfélögunum muni
eiga auðveldara með að takast á við vandann sem fylgir veirunni.
Núverið hófst endurheimt votlendis á
vegum Votlendissjóðs á jörðinni
Grafarkoti í Borgarfirði. Endur-
heimtin er unnin að beiðni landeig-
enda af Votlendissjóði í samstarfi við
Landgræðsluna.
Landgræðslan vann allar mælingar
og staðfesti með þeim erindi til endur-
heimtar og mun starfsfólk Land-
græðslunnar fylgjast með svæðinu
næstu þrjú árin.
Grafarkot er í heildina um það bil
50 hektarar en samkvæmt mati
Landgræðslunnar er votlendi endur-
heimtanlegt á um það bil 37 hekt-
urum. Samkvæmt Loftslagsráði Sam-
einuðu þjóðanna (IPCC) blæs einn
hektari af framræstu landi 19,5 tonn-
um af gróðurhúsalofttegundum út á
ári. Mælingar Landgræðslunnar síð-
ustu þrjú ár staðfesta það og meira
til. Í einhverjum tilfellum mælinga í
fyrrasumar, sem var einstaklega
þurrt og hlýtt, fóru mælingar langt
yfir 100 tonn á hektarann, segir í til-
kynningu frá Votlendissjóði.
Sé þó miðað við 19,5 tonn IPCC er
ljóst að strax í ár verða 720 tonn
stöðvuð frá því að fara út í andrúms-
loftið í ár, en það jafnast á við bruna
360 fólksbíla á ári.
Veturinn hefur verið erfiður til
framkvæmda. Snjó hefur nýlega tekið
upp og því hefur ekki gefist færi á því
að komast fyrr í endurheimt þessa
svæðis. Þar sem komið er ansi nærri
varptíma leitaði Votlendissjóður álits
sérfræðinga áður en hafist var handa.
Í fagráði sjóðsins situr Tómas Grétar
Gunnarsson frá Háskóla Íslands og
leitað var ráða hjá honum og Kristni
Hauki Skarphéðinssyni hjá Náttúru-
fræðistofnun Íslands.
Votlendissjóður segir hvorugan
sérfræðinginn hafa mælt gegn endur-
heimt, að því gefnu að henni lyki sem
fyrst og færi ekki fram yfir 25. apríl.
Starfsfólk Ístaks, sem er verktaki
framkvæmdarinnar, hófst handa í síð-
ustu viku með það að leiðarljósi að
framkvæmdum yrði lokið fyrir 24.
apríl, eða í gær.
Votlendi endur-
heimt í Grafarkoti
Ljósmynd/Votlendissjóður
Votlendi Unnið að endurheimt í Grafarkoti í Borgarfirði. Jörðin er skammt
fyrir ofan Baulu. Framkvæmdum átti að ljúka í dag, föstudag.
Endurheimt votlendis
» Votlendissjóður endurheimti
votlendi á fjórum jörðum árið
2019.
» Allar fóru jarðirnar í gegnum
úttekt hjá Landgræðslunni.
» Jarðirnar eru Hof í Norðfirði,
Bessastaðir, Bleiks- og Krísu-
víkurmýri, alls 53 hektarar.
» Nú eru 26 jarðir komnar úr
mati frá Landgræðslunni.
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
20%AF ÖLLUM
TÖSKUM&SKÓM
í vefverslunwww.hjahrafnhildi.is
Skipholti 29b • S. 551 4422
Fylgið okkur á facebook
FISLÉTTIR
SUMARJAKKAR
FRÍ HEIMSENDING
hjá Laxdal gætum við
fyllsta öryggis v/ covid
OPIÐ LAUGARD. 11 - 16:00
FRÁ KR.
19.900
NETVERSLUN VÆNTANLEG
FLJÓTLEGA
Fasteignir
Útgáfudögum Fréttablaðsins fækkar úr sex í fimm í viku um
næstu mánaðamót þegar það hættir að koma út á mánu-
dögum. Er þetta liður í hagræðingu í rekstri fjölmiðla Torgs,
að því er fram kom á vef blaðsins í gær en Torg er útgefandi
Fréttablaðsins.
Fram kemur í fréttinni að aðgerðir ríkisstjórnarinnar til
styrktar einkareknum fjölmiðlum séu til bóta en breyti ekki
stöðunni verulega og óvissan sé enn mikil.
Haft er eftir Jóhönnu Helgu Viðarsdóttur, forstjóra Torgs,
að hún eigi eftir að sjá hvernig fyrirhugaður rekstrarstyrkur
stjórnvalda til einkarekinna fjölmiðla verði útfærðir og
sömuleiðis sé þinglegri meðferð málsins ekki lokið. Því sé
óvíst um endanlega niðurstöðu. Ekki verði hjá því komist að
fækka útgáfudögum. Hún tekur fram að engar uppsagnir
starfsfólks fylgi þessari aðgerð nú um mánaðamótin.
Fréttablaðið dregur úr útgáfu
Hættir að koma út á mánudögum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ritstjórn Unnið á ritstjórnarskrifstofum Fréttablaðsins.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
dómsmálaráðherra segir að ein-
hvers misskilnings hafi gætt vegna
frumvarps hennar um aukna raf-
ræna þjónustu m.a. vegna kórónu-
veirunnar.
„Markmiðið með frumvarpinu er
einungis að bæta þjónustu með raf-
rænum hætti og gera sýslumönn-
um m.a. kleift að fara að fyrirmæl-
um sóttvarna,“ sagði hún í færslu
sem birtist á Facebook í gær.
Engar efnislegar breytingar á
meðferð mála, hvorki fyrirtöku
nauðungarsölu né annarra, væru
boðaðar.
Í greinargerð
frumvarpsins
segir að fyrirséð
sé að fyrirmæli
um samkomu-
bann og fjar-
lægðartakmark-
anir muni hafa
áhrif á fram-
kvæmd og máls-
meðferð stofn-
ana sem heyra
undir ráðuneytið og því sé talið
nauðsynleg að lágmarka áhrifin á
meðan á ástandinu stendur.
Lagðar eru til breytingar á
ýmsum lögum er snúa að starfsemi
dómstóla, sýslumanna og annarra
stjórnvalda í því augnamiði að auka
heimildir til notkunar á fjarfunda-
búnaði og rafrænni málsmeðferð.
Hefur dómsmálaráðherra óskað
eftir því að allsherjar- og mennta-
málanefnd að ákvæðin um rafræna
fyrirtöku falli brott þar sem viljinn
var skýr, að bæta rafræna þjón-
ustu og einfalda sýslumanni að
fylgja fyrirmælum um fjöldatak-
markanir og reyna að fækka
óþarfa viðverum á skrifstofu sýslu-
manna en með engum hætti breyta
ferlinu sjálfu.
Ekki uppboð á netinu
Ráðherra leiðréttir misskilning um nýtt frumvarp
Áslaug Arna
Sigurbjörnsdóttir