Morgunblaðið - 25.04.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.04.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2020 Ein aðgerðanna í nýjum pakkaríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins er að „fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn, 18 ára og eldri, sem eiga takmarkaðan eða engan rétt til atvinnuleysisbóta.“ Fram kom í kynn- ingu að þetta yrðu samfélagslega mikil- væg verkefni og ráða mátti að þetta yrðu störf sem unnin yrðu á vegum opin- berra stofnana.    Ásta SigríðurFjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, hefur gert athugasemdir við að ríkið beini þessum stuðningi aðeins til opinbera geirans en ekki almenna markaðarins og varar við því að við látum „ríkisvæða okkur öll í þessu árferði“.    Hún benti á í samtali við mbl.is aðfjölga þyrfti störfum á einka- markaði „eftir þessa erfiðleika og þar mun lykil verðmætasköpun eiga sér stað“. Þá benti hún á að vandséð væri hvernig ríkið ætlaði að „skapa nytsamleg 3.000 störf svona auð- veldlega og svona hratt“.    Þetta eru mikilvægar ábendingarog jákvætt að menntamála- ráðherra skuli aðspurð hafa tekið þeim vel og sagt vel koma til greina að hleypa almenna markaðnum að.    Umsvif ríkisins voru mjög mikiláður en kórónuveiran gerði usla í atvinnulífinu. Miklu skiptir að þær aðgerðir sem ráðist verður í séu til þess fallnar að efla einkageirann en ekki hinn opinbera. Einkageirinn verður að vera sterkur til að heim- ilunum í landinu farnist vel og hægt sé að halda uppi opinbera geiranum. Ásta Sigríður Fjeldsted Forðumst ríkisvæðinguna STAKSTEINAR Lilja Dögg Alfreðsdóttir Halla Lögg. fast. 659 4044 Ólafur Sölu- og markaðsstjóri 690 0811 Ellert Sölustjóri 661 1121 Sigþór Lögg. fast. 899 9787 Hafrún Lögg. fast. 848 1489 Bárður Sölustjóri 896 5221 Elín Urður Lögg. fast. 690 2602 Elín Rósa Lögg. fast. 773 7126 Lilja Sölufulltrúi 820 6511 Kristján Sölufulltrúi 691 4252 Grensásvegur 13 - 108 Reykjavík - Sími 570 4800 - gimli.is - gimli@gimli.is Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það er mikið uppsafnað og menn verða að vera þolinmóðir þegar þetta fer af stað aftur,“ segir Björgvin Þór Guðnason, formaður Ökukennara- félags Íslands. Ökukennurum hefur verið bannað að sinna verklegri ökukennslu og ekki hafa farið fram verkleg ökupróf frá því hert samkomubann tók gildi fyrir rúmum mánuði. Þá hefur ekki verið boðið upp á námskeið í svoköll- uðum Ökuskóla 3. Það er því ljóst að margir verða orðnir spenntir að næla sér í skír- teinið eftirsótta þegar þessum höml- um verður aflétt hinn 4. maí næst- komandi. Svanberg Sigurgeirsson, deildar- stjóri ökuprófa hjá Frumherja, segir í samtali við Morgunblaðið að bið- listinn sé orðinn ansi langur. Frum- herji sér um framkvæmd ökuprófa í verktöku fyrir Samgöngustofu. „Þetta eru núna á milli 620 og 630 sem bíða eftir að komast í ökupróf. Einhverjir eiga kannski eftir að klára tvo til þrjá tíma en svo bætist enn frekar við hópinn þegar við höldum áfram með skriflegu prófin. Þetta er vel rúmlegur mánaðar- skammtur fyrir alla okkar próf- dómara,“ segir Svanberg. Hann segir jafnframt að nú sé að ganga í garð hinn árlegi tími kennslu á bifhjól sem bæti enn á álagið í greininni. „Síðan eru það aukin öku- réttindi. Það verða kannski ekki eins mikil læti með rúturnar og áður en mögulega meira í vörubílunum.“ Óvissa með framtíðina Undir þetta tekur Björgvin Þór Guðnason. Hann segir að búið sé að raða þeim niður í ökupróf í maí sem áttu pantað áður en samkomubann var sett á. „Ég hugsa að það verði þó nokkuð mikið að gera þegar þetta fer í gang. Alla vega til að byrja með. Svo veit maður ekki með framtíðina. Maður veit ekki hvað verður þegar þessi kúfur er frá. Það verða kannski viss blankheit hjá fólki og svo eru margir útlendingar farnir heim. Ég reikna með að það verði lítið að gera í aukn- um ökuréttindum fyrir rútur en á móti kemur að það á að spýta í varð- andi framkvæmdir svo það verður kannski meira í vörubílunum.“ Morgunblaðið/Eggert Umferð Kennslubílar ökukennara verða aftur áberandi eftir 4. maí. Yfir sex hundruð bíða eftir ökuprófi  Verklegt nám legið niðri í yfir mánuð Í atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytinu er nú unnið að gerð laga- frumvarps til að bregðast við áhrif- um kórónuveikifaraldursins á þá sem stunda strandveiðar. Frum- varpið verður kynnt nánar á næstu vikum, segir í frétt frá sjávarút- vegsráðuneytinu. Strandveiðar mega hefjast 4. maí og verður fyrirkomulagið með sama sniði og í fyrra, með þeirri undan- tekningu að nú má róa á almennum frídögum. Strandveiðar eru leyfðar frá og með mánudegi til og með fimmtudegi í maí, júní, júlí og ágúst. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segist finna fyrir miklum áhuga á strandveiðum í sumar. Hann gerir ráð fyrir að bátum fjölgi frá í fyrra en þá stunduðu 623 bátar strand- veiðarnar. Aflabögð voru ágæt þrátt fyrir ógæftir og veiddust alls 10.107 tonn í um 16 þúsund sjóferð- um, þar af 9.170 tonn af þorski. Aflaverðmæti nam um þremur milljörðum króna, að sögn Arnar. aij@mbl.is Frumvarp vegna far- aldursins  Býst við fjölgun á strandveiðum Mikil þörf er fyrir mataraðstoð til þurfandi fólks um þessar mundir, að sögn Ásgerðar Jónu Flosadóttur hjá Fjölskyldu- hjálpinni. Úthlutanir voru í Iðufelli 14 á sumardaginn fyrsta og í gær. Í dag verður tekið við umsóknum um aðstoð á vefsíðunni fjol- skylduhjalp.is vegna úthlutana eftir helgi. Þeir sem ekki eru tölvutengdir geta hringt í 551- 3360 kl. 13-16 á mánudag. „Við sendum öllum sms um hvenær þeir eiga að koma. Við afgreiðum um 50 á klukkustund úr tvennum dyrum og það er gætt allrar var- úðar,“ sagði Ásgerður. Hún sagði að margir nýir leituðu nú að- stoðar. „Gríðarlega margir eiga engan mat. Margir hafa misst vinnuna og nú fáum við miklu breiðari hóp en áður,“ sagði Ás- gerður. Útlend- ingum með dvalarleyfi hef- ur fjölgað. Margir þeirra eru atvinnu- lausir. Einnig koma hælisleit- endur. „Þetta er fólk sem á ekkert að borða. Við ger- um ekki greinarmun á fólki.“ Hún sagði algengt að félags- ráðgjafar hringdu í Fjölskyldu- hjálpina vegna þurfandi fólks. Ásgerður kvaðst áætla að minnst 3.000 fjölskyldur á höfuðborg- arsvæðinu þyrftu á aðstoð að halda. „Við þökkum okkar sæla fyrir að geta aðstoðað svona 600 heimili á mánuði,“ sagði Ás- gerður. gudni@mbl.is Mikil þörf fyrir mataraðstoð Ásgerður Jóna Flosadóttir  Fjölskylduhjálpin úthlutar mat

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.