Morgunblaðið - 25.04.2020, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2020
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Nú förum við í skemmti-legan helgarbíltúr og er-um stödd á Reykjanes-inu. Úr Sandgerði liggur
leiðin til suðurs. Vegurinn um
hraunið er mjór og hlykkjóttur og
hlaðnir grjótgarðar við tún og eyði-
býli setja svip sinn á umhverfið.
Landslagið er hrjóstrugt en svipur
þess sterkur. Gömul hús eru hér á
nokkrum stöðum og úti í hafinu er
Eldey, dulúðleg að sjá. Hvalsnes-
kirkja er rétt fyrir sunnan Sand-
gerði, vígð 1887. Sr. Hallgrímur Pét-
ursson þjónaði hér á miðri 17.
öldinni og á hlaðinu við kirkjuna
fangar listaverk augað; mynd af
sálmaskáldinu höggvin í stein af Páli
Guðmundssyni, myndhöggvara á
Húsafelli.
Fremsta fiskiver landsins
Hvalsneskirkjan sést víða frá,
bæði af landi og sjó, en ein fjölfarn-
asta siglingaleiðin við Íslands-
stendur er hér. Fraktarar fara
nokkuð djúpt fyrir utan en fiskiskip-
in nær landi og þeim til halds og
trausts eru ljósvitarnir sem hver
hefur sitt merkjamál. Enginn ætti
að velkjast í vafa.
Stafnes, sem er innan landa-
mæra Suðurnesjabæjar, er skammt
sunnan við Hvalsnes og þar búa um
10 manns á fjórum bæjum; Heiðar-
bæ, Bala, Nýlendu og Austur-
Stafnesi. Fyrr á öldum bjuggu hér
þó stundum 200-300 manns og
hermt er í gömlum bókum að fyrr á
öldum hafi Stafnes á vetrarvertíðum
verið fremsta fiskiver landsins.
Um miðja 18. öld fór vegur
staðarins svo að dala, enda var út-
ræði og lending erfið og náttúruöflin
aðsópsmikil. Má þar tiltaka Bás-
endaflóðið sem gekk yfir 9. janúar
1799 og eyddi verslunarstaðnum
Básenda sem er skammt frá Staf-
nesi. Básendi var rústir einar eftir
flóðið og byggðist ekki aftur.
Hafnir og herinn
Á landakorti er Reykjanes-
skaginn eins og skór að sjá. Garð-
skagi er táin og Reykjanestá er
hællinn. Ósbotnar eru á ilinni; vík
sem gengur inn í landið milli Staf-
ness og Hafna. Á meðan Varnarliðið
var á Keflavíkurflugvelli var svæðið
innan girðingar, enda hernaðar-
mannvirki þar. Þegar herinn fór af
svæðinu árið 2006 var svæðið opnað
aftur og leiðin er greið í Hafnir; 100
manna þorp sem er í Reykjanesbæ.
Þar er nú starfrækt seiðaeldisstöð
en flestir sækja vinnu sína út í frá.
Sjávarútvegur og skyld starf-
semi voru lengi hryggjarstyggið í
byggð og atvinnu í Höfnum. Þá gaf
Sámur frændi líka vel á garðann, en
sú var tíðin að umsvif og tekjur frá
hernum á Keflavíkurvelli flóðu inn í
Hafnir eins og víðar á Suðurnesjum.
Þá má þess geta að úr Höfnum voru
systkinin Vilhjálmur og Elly Vil-
hjálms, söngvararnir góðu sem nutu
fádæma vinsælda þjóðarinnar.
Fánarnir í Sandvík
Í Sandvík, sunnan við Hafnir,
var verulegur hluti kvikmyndar
Clints Eastwoods Fánar feðranna
(Flags of Our Fathers) tekinn upp
árið 2005 á vegum bandaríska kvik-
myndaframleiðandans Warner Bros.
Fjölmargir Íslendingar voru auka-
leikarar í kvikmyndinni, en bak-
sviðið var hin fræga fréttamynd þeg-
ar sex bandarískir hermenn reistu
fána sinn á vígvellinum á Kyrrahafs-
eyjunni Iwo Jima í Japan í blálok
seinni heimsstyrjaldar. Kvikmyndin
var fjölsótt, enda þótti takast vel að
ná andblæ sögunnar. Þar hafði stór-
brotið umhverfið eflaust einhver
áhrif.
Upp af Sandvík er gjá þar sem
jarðfleka Evrasíu og Norður-
Ameríku rekur hvorn frá öðrum,
sem nemur 18-19 mm á ári. Brú var
sett yfir gjána fyrir allmörgum árum
og er vinsæll viðkomustaður ferða-
manna, sem ganga milli heimshluta
sem sennilega verður hvergi annars
staðar jafn greiðlega gert.
Við álfubrúna er ágætt útsýni
suður að Reykjanestá; fjallinu Vala-
hnúk sem stendur á sjávarbrún sem
sífellt brotnar úr og Bæjarfelli þar
sem Reykjanesviti stendur. Ekki
þarna langt frá er Gunnuhver; þar
sem jörðin kraumar.
Olíuskipið og forsetinn
Skammt frá Reykjanesvita
staðnæmumst við hjá kúptum hól
sem lætur ekki mikið yfir sér. Af
honum má sögu segja. Þannig var að
snemma árs 1950 strandaði olíu-
skipið Clam við Reykjanestá. Vegna
björgunar verðmæta þurfti að koma
þangað ýmsum búnaði, sem var erf-
itt enda enginn vegurinn um hraun
og sanda. Talað var við ráðandi
menn um mikilvægi vegagerðar, en
lítið gerðist. Varð því úr að Hafna-
menn gengu á fund Sveins Björns-
sonar, forseta Íslands, sem var allur
af vilja gerður. Sveinn hafði sam-
band fljótlega og sagði farir sínar
ekki sléttar. Ráðamenn gæfu sér
engin svör sem treystandi væri.
Mælti með að forsetaembættinu
væri úthlutuð spilda á Reykjanesi
undir því yfirskini að þar mætti
reisa sumarbústað.
Þetta var heillaráð. Fljótlega
var farið að skarka á ýtum að hæð-
inni, sem komst í vegasamband
1953. Þá var Sveinn Björnsson for-
seti látinn, bústaðurinn aldrei reist-
ur en staðurinn er síðan nefndur
Forsetahóll.
Flekaskil Álfubrúin á Reykjanesi liggur yfir flekaskilum Am-
eríku og Evrópu og er því sögð á mörkum tveggja heimsálfa.
Hvalsneskirkja Listilega hlaðin úr grjóti og mynd Páls á
Húsafelli af sálmaskáldinu sr. Hallgrími vekur eftirtekt.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Gunnuhver Er suður við Reykjanestá og er vinsæll viðkomu-
staður ferðamanna, þegar þeir á annað borð eru á landinu.
Suður með sjó
Hraun, sandar og svarrandi brim á Reykjanesinu.
Hér er staldrað við á Stafnesi, þar sem ljósviti er sæ-
farendum til halds og trausts. Tvær heimsálfur sem
eru slóðir sálmaskálds og Clints Eastwoods.
REUTERS
Stríðslok Úrslitastundirnar í seinni heimsstyrjöld eru söguþráðurinn í kvikmyndinni Fánum feðranna. Myndin var
gerð fyrir um 15 árum og að stórum hluta tekin upp í Sandvík á Reykjanesi, svo sem það sannsögulega atriði þegar
sex hermenn reistu fána sinn á vígvellinum á Kyrrahafseyjunni Iwo Jima, eftir sigur Bandaríkjamanna á Japönum.
Hvalnes
Stafnes
Ósabotnar
Hafnir
Álfubrú
Sandvík
Reykjanesvirkjun
Forsetahóll
Reykjanesviti
Kefl avík
Njarðvík
Grindavík
REYKJANES
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Forsetahóll Sveinn Björnsson studdi við vegagerð og vildi sumarhús.
„Brimið hér við Stafnes er kröft-
ugt og oft stórbrotið. Hingað
renna margir í hlað til að virða
ósköpin fyrir sér, þegar þessi nátt-
úruöfl eru í mestum ham,“ segir
Jón Ben Guðjónsson á Austur-
Stafnesi. Hann er orðinn 83 ára,
hefur búið alla tíð á þessum stað
og þekkir staðhætti öðrum betur.
Þar sem Jón forseti fórst
„Já, hér hefur margt rekið á fjör-
urnar. Í gamla daga komu hér
stundum stórir rekaviðardrumar
frá Síberíu – jafnvel heilu flek-
arnir. Í seinni styrjöldinni rak oft á
land tunnur með bensíni, tóg og
smjör, væntanlega frá skipum sem
var sökkt hér úti af Reykjanesi. Í
dag eru þetta hins vegar lítið
meira en spýtubútar og einstaka
netakúlur og baujur,“ segir Jón.
Á bæjarhlaðinu á Stafnesi er
minnismerki um Jón forseta; botn-
vörputogarann sem þarna strand-
aði í febrúar 1928. Tíu manns af
skipinu var bjargað en 15 fórust.
Slys þetta varð til þess að opna
augu fólks fyrir mikilvægi öryggis
sjómanna og skömmu síðar var
Slysavarnafélag Íslands stofnað.
Annars er það ljósvitinn á Stafnesi
sem best hefur leitt sjófarendur
fram hjá brimi og boðaföllum og
komið í veg fyrir að skip lendi í
fjörunni. Vitinn slær þremur leiftr-
um með reglulegu millibili að sögn
Jóns, sem var vitavörður í hálfa
öld eða frá 1957 til 2007.
Ameríkuvélarnar fara yfir
„Já, nú hefur embættið verið af-
lagt enda þarf ekki vitaverði leng-
ur. Þetta er allt sjálfvirkt. Ég er þó
enn með lykla að vitanum og kem
þar reglulega við. Héðan frá Staf-
nesi má svo fylgjast vel með skipa-
ferðum og hér rétt norðan við bæ-
inn er stefnan á austur-vestur-
braut Keflavíkurflugvallar.
Ameríkuflugvélarnar fara mikið
hér yfir, þó lítið sé flogið nú.“
Margt hefur rekið á fjörurnar
JÓN BEN Á STAFNESI VAR VITAVÖRÐUR Í HÁLFA ÖLD
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Heimamaður Jón Ben Guðjónsson hef-
ur búið alla sína tíð á Stafnesi.
Svipmynd Vitinn góði og minnismerkið
um botnvörpunginn Jón forseta.