Morgunblaðið - 25.04.2020, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.04.2020, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2020 EFNAHAGSREIKNINGUR (í þús.kr.): 31.12.2019 31.12.2018 Eignarhlutir í félögum og sjóðum 78.309.017 59.516.697 Skuldabréf 100.751.236 98.067.722 Innlán og bankainnstæður 1.088.812 714.153 Kröfur 956.365 959.398 Aðrar eignir og rekstrarfjármunir 179.818 186.113 181.285.248 159.444.083 Skuldir -35.424 -36.669 Séreignarsjóður, Söfnunarleið I og II 2.957.993 2.657.487 Samtals 184.207.817 162.064.901 YFIRLIT UM BREYTINGAR Á HREINNI EIGN TIL GREIÐSLU LÍFEYRIS: Iðgjöld 5.276.972 5.003.574 Lífeyrir og endurhæfingarsjóður -5.121.594 -4.717.270 Fjárfestingartekjur 22.378.550 8.844.575 Rekstrarkostnaður -391.012 -382.121 Hækkun á hreinni eign á tímabilinu 22.142.916 8.748.758 Hrein eign frá fyrra ári 162.064.901 153.316.143 Samtals 184.207.817 162.064.901 LÍFEYRISSKULDBINDINGAR: 31.12.2019 31.12.2018 Eignir umfram áfallnar skuldbindingar 238.317 -2.719.579 Í hlutfalli af áföllnum skuldbindingum 0,1% -1,7% Eignir umfram heildarskuldbindingar -1.645.174 -2.798.716 Í hlutfalli af heildarskuldbindingum -0,7% -1,3% Sjóðurinn hefur aldrei skert áunnin réttindi sjóðfélaga. KENNITÖLUR: 31.12.2019 31.12.2018 Nafnávöxtun 13,7% 5,5% Hrein raunávöxtun 10,7% 2,2% Hrein raunávöxtun 5 ára meðaltal 4,9% 4,1% Hrein raunávöxtun 10 ára meðaltal 5,1% 4,4% Hrein raunávöxtun 20 ára meðaltal 4,4% 4,2% Fjöldi virkra sjóðfélaga 6.377 6.564 Fjöldi sjóðfélaga 143.420 141.518 Fjöldi lífeyrisþega 16.364 15.576 Rekstrarkostnaður í % af eignum 0,2% 0,2% Eignir í íslenskum krónum 67,0% 71,7% Eignir í erlendum gjaldmiðlum 33,0% 28,3% ÁVÖXTUN SÉREIGNARDEILDAR 2019: Nafnávöxtun Söfnunarleiðar I sem er innlánsreikningur ásamt stuttum tryggum skuldabréfum var 4,5% eða 1,8% hrein raunávöxtun. Nafnávöxtun Söfnunarleiðar II sem inniheldur ýmis verðbréf nam 10,8% eða 7,9% hrein raunávöxtun. Er þetta sú ávöxtun sem rétthafar njóta. Heildareignir séreignardeildarinnar eru 2.958 milljónir króna í árslok 2019. SJÓÐFÉLAGAR: Sjóðurinn er ætlaður öllum launþegum og sjálfstætt starfandi mönnum sem eiga ekki kjarasamningsbundna aðild að öðrum lífeyrissjóðum. Hann getur því verið góður kostur fyrir ýmsa aðila sem þurfa að velja sér lífeyrissjóð. Sjóðurinn byggir á samtryggingu og séreign. Yfirlit um afkomu 2019 ÁRSFUNDUR 2020 Ársfundur sjóðsins verður auglýstur sérstaklega Í stjórn sjóðsins eru: Guðmundur Árnason, formaður Hrafn Magnússon, varaformaður Aðalbjörg Lúthersdóttir Einar Sveinbjörnsson Reynir Þorsteinsson Svana Helen Björnsdóttir Þórunn Hulda Sveinbjörnsdóttir Framkvæmdastjóri er: Sigurbjörn Sigurbjörnsson Borgartún 29 · 105 Reykjavík · Sími 510 7400 · www.sl.is Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að bjóða upp á móttöku garða- úrgangs frá íbúum borgarinnar nú í vor. Þessi þjónusta verður í boði á þremur stöðum í borginni. Þetta er sérstök ráðstöfun í ljósi aðstæðna í samfélaginu til að létta undir með endurvinnslustöðvum Sorpu en þar hafa myndast langar bílaraðir að undanförnu. Þjónustan verður í boði til 16. maí. „Með garðaúrgangi er átt við trjá- greinar og trjáafklippur en ekki jarðveg. Jarðvegi verður að skila á endurvinnslustöð Sorpu,“ segir í frétt á vef borgarinnar. Staðirnir þrír eru ný hverfastöð borgarinnar við Fiskislóð 37c, Sævarhöfði 33 þar sem gamla sem- entsafgreiðslan var til húsa og hverfastöðin á Kjalarnesi við Vallar- grund 116. Við Fiskislóð og Sævar- höfða verður opið alla daga frá 11.30-19 en á Kjalarnesi virka daga 07.30-17 og kl. 14 til 18 um helgar. sisi@mbl.is Tekið á móti garða- úrgangi Morgunblaðið/Ernir Úrgangur Langar biðraðir hafa myndast við móttökustöðvar Sorpu. Skipulagðri dagskrá á sjómannadaginn í Reykjavík, sunnudaginn 7. júní, hefur verið aflýst í ár vegna að- stæðna í samfélaginu. Þetta er í fyrsta sinn í 82 ára sögu sjómannadagsráðs sem dagskránni er aflýst, en sjómannadagurinn var fyrst haldinn 1938. Einnig fell- ur dagskrá Hátíðar hafsins niður, sem halda átti 6. og 7. júní við gömlu höfnina. Engin breyting verður á útgáfu Sjómannadagsblaðsins og verður 83. árgangi blaðsins dreift til viðtakenda föstudaginn 5. júní nk. Aðstandendur sjómannadagsins eru staðráðnir í að taka upp þráðinn á ný að ári með veglegri dagskrá á hafnarsvæðinu, segir í tilkynningu frá sjómannadags- ráði. Árlega hefur ráðið jafnframt gengist fyrir fjöl- skylduhátíð á sjómannadaginn við gömlu höfnina í Reykjavík. Undanfarin sautján ár hefur sá hluti há- tíðahaldanna verið efldur með samstarfi við Faxaflóa- hafnir og Brim með veglegri tveggja daga hátíða- höldum undir merki Hátíðar hafsins á gamla hafnarsvæðinu við Grandagarð. Hátíð hafsins sé auk dagskrár Menningarnætur tvímælalaust einn helsti árlegi borgarviðburðurinn. „Á hafnarsvæðið leggja allt að 40 þúsund gestir leið sína ár hvert um sjó- mannadagshelgina til að upplifa skemmtun fyrir alla fjölskylduna þar sem hægt er að kynnast ýmsu sem tengist lífríki sjávarins, sjómennsku, verðmætasköpun og öðru er viðkemur mikilvægi sjávar- og hafnar- starfsemi.“ sisi@mbl.is Hátíðahöldunum aflýst í ár Morgunblaðið/Hari Hátíðahöld Um 40 þúsund manns sóttu Hátíð hafsins í Reykjavík í fyrra.  Staðráðnir í að halda veglegan sjómannadag á næsta ári Yfirgnæfandi meirihluti eða tæp- lega 92% félagsmanna í Félagi framhaldsskólakennara og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum sam- þykkti nýgerðan kjarasamning við ríkið í atvæðagreiðslu sem lauk á hádegi í gær. Samningurinn er til skamms tíma og gildir til næstu áramóta. Kjaradeilunni hafði verið vísað til meðferðar ríkissáttasemjara en samkomulag náðist 17. apríl þegar samninganefndirnar skrifuðu undir nýjan kjarasamning. Á kjörskrá voru 1.492 og greiddu 897 atkvæði eða 60,12%. Já sögðu 91,64% en nei sögðu 6,02%. Auðir seðlar voru 12. Laun skv. samningnum hækka afturvirkt um 17 þúsund kr. frá 1. apríl í fyrra og önnur 18 þús. kr. launahækkun tók gildi frá og með 1. apríl sl. Greidd er 92 þús. kr. persónuuppbót fyrir árið 2019 og 94 þús. kr. á þessu ári. Heimilt er að greiða viðbótarlaun umfram reglubundin mánaðarlaun skv. ákvörðun forstöðumanna skóla o.fl. Tæp 92% samþykktu samning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.