Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2020, Side 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2020, Side 8
Elsku nautið mitt, þú sérð það sem þú vilt sjá og ert með þrjósku þinni búinn að vera að einblína á eitthvað sem er hálfgerð blekking, en þar sem þú getur verið svo staðfastur í trúnni heldurðu áfram að trúa lengur en aðrir, svo núna líturðu til hliðar og sérð lífið í öðruvísi litum. Ef þú hefur verið andlaus, veikur eða slappur er eins og þú finnir óútskýrða lækn- ingu og kannski varst það bara þú sem settir kraftaverkið í gang, eða hjálpaði orka alheimsins að gera þetta? Það skiptir ekki máli því trúin þín verður sterkari en nokkru sinni áður. Það verður ekkert volæði hjá þér, þú vinnur úr lífinu eins og þú hafir komist í gamla garnflækju, finnur einn spotta og þarft ekki svo mikið að hreyfa við þessu öllu saman til þess að málið klárist. Skilaboðin til þín eru: hálfnað er verk þá hafið er, eða taktu fyrsta skrefið í stiganum þótt þú sjáir ekki allar tröppurnar. Þú átt eftir að eflast við hreyfingu og elska tengingu við móður jörð, þú finnur hina einu sönnu hamingju seytla eftir blóðrásinni og fiðrildi í maganum eins og ástin gefur, en sýnir þér sérstaklega hvað þú gefur þér meira færi á að elska sjálfan þig og byggja upp sjálfstraust og betri grunn með hverri mínútu. Talandi um mínútuna þá skaltu hvorki hugsa langt fram í tímann né aftur því þú ert mínútumanneskja svo settu liti í mínútuna sem þú hefur. Ástin verður tengd yfir í blíðu, ég veit ekki hvort þú færð þér hund eða kött, eða kærasta, en eitt- hvað heldur athygli þinni að væntumþykju; hvað er væntumþykja og hvað er ást? Það er nákvæm- lega það sama. Engar hugsanir eða tilfinningar eru eins, en tilfinningar þínar á næstu tveimur mánuðum verða fylltar jákvæðni og blessun og þú verður bænheyrður í svo mörgu og öryggisnet verður í kringum veraldleg gæði, svo vertu í mínútunni, það er magnari þinn. Taktu fyrsta skrefið NAUTIÐ | 21. APRÍL 20. MAÍ Elsku krabbinn minn, það er mikið á þig lagt og í öllu því sýnir þú þau viðbrögð að vera sterkari og sterkari og þú verður einhvers konar stálkrabbi, það verður ekkert hægt að hnika þér né stíga á þig. Þú skiptir um skoðanir eins og vindurinn og gleymir kvíð- anum, stressinu og spennunni eða nýtir allar þessar tilfinningar til að verða vitrari og sterkari. Þú átt eftir að taka stór skref á næstunni, sýna hugdirfsku, brjóta boð og bönn sem eiga að vera brotin ef þarf og þú hrindir ótrúlegustu hindrunum niður og tekur ákvarðanir sem eiga eftir að hafa áhrif á þig og svo marga aðra og þú eflist bara við hverja vindhviðu og nærð að komast upp á það fjall sem þú ert að klífa, sigurinn er staðfestur. Það er svo mikið þakklæti á öllu sem hreyfist í kringum þig og það getur verið að þú gerir of mik- ið, en eitt er víst að þú munt fá mun meira til baka. Þú blæst á asnalegt slúður sem hefur eitthvað goggað í þig og þú hugsar að þessari manneskju líði bara eitthvað illa og skorti sjálfstraust, svo vertu sérstaklega góður við þá sem pirra þig, það mun nýtast þér svo miklu betur þegar fram í sækir. Ásettu þér að gera þrjú góðverk á dag því það verður eins og að leggja inn í banka, þér líður betur þegar þú gerir góðverkið en mundu bara að gera það skilyrðislaust án þess að búast við nokkru til baka og þú munt hugsa svo vel um það fólk sem þarf á þér að halda. Ég veit svo vel að þú ert þannig týpa, en minntu þig samt bara á það því þú sérð friðinn í öllu mögulegu og svo sannarlega veistu að þú ert með allt sem þú þarft núna. Þú byggir upp sterkari og einlægari tilfinningar við þá sem þú elskar og það er eins og þú hafir hoppað yfir á eitthvert hippatímabil því þú átt eftir að efla þá tilfinningu að finnast þú vera svo frjáls og glaður í því sem þú ert að gera. Þrjú góðverk á dag KRABBINN | 21. JÚNÍ 20. JÚLÍ Elsku hrúturinn minn, lífið er á ótrúlegum hraða, þótt þér finnist það mætti ganga betur, en það er samt að sýna þér meiri kraft og fleiri möguleika og hug- myndirnar verða óteljandi. Þegar á að stoppa svona týpu eins og þig, eða þegar þú stoppar þig sjálf- ur og kyrrir niður orkuna þína, þá ertu aldrei eins eldklár og smitar út frá þér þessari tíðni og færð aðra með þér inn í þennan kraft. Breytingar eru augljósar í öllum í hornum og þegar þú skoðar allt í réttu samhengi finnurðu að þú getur komið þér út úr öllum þrengingum og á betri stað en þú varst á áður, spennandi og eftirtektarvert. Þú lifir á athyglisverðum tímum sem munu opna næmi þitt, skerpa athyglina, efla ástina, sameinast hjartanlega og lifa lífinu glaður og ástfanginn. Gömul sár heilast og lagast, fyrirgefning og falleg kraftaverk gerast, endurnýjun á orku líkamans og andans gerir það að verkum að þú finnur leið til að virkja líkamann og gera meira og öðruvísi en þú hefur áður gert. Þú þarft í þessum súperkrafti að skrifa niður lífslistann þinn eða „bucket list“ eins og það er skrif- að á góðri íslensku; tíu atriði um það sem þig langar virkilega að gera því í þessu afli sem er í kring- um þig næsta mánuð eða mánuði, þá gerist eitthvað sem lætur ótrúlegustu óskir rætast og það teng- ist bæði sjálfum þér og þeim sem þú hreyfir við. Það er eins og þú hafir breyst, þú sýnir meiri þolinmæði en þú vanalega átt til og það mun færa þér enn meiri þolinmæði fyrir lífinu. Þú gerir það sem þú þarft að gera því þú ert hamhleypa til verka, treystu því sjálfum þér best og mest og þeim hugmyndum sem koma til þín, innsæi þínu og hugrekki, því þegar þú stendur á fætur þá setjast allir. Að sjálfsögðu ertu hræddur um allt, en það gefur þér einungis meiri kraft til að finna betri leiðir eða halda áfram á þessari braut og þú munt sjá að þetta verður gaman og hamingjan og gaman búa saman. Treystu sjálfum þér best HRÚTURINN | 21. MARS 20. APRÍL Elsku tvíburinn minn, það hafa alveg komið tímabil þar sem þér finnst sem þú sért að verða vitlaus og það hafa verið heilmiklar sveiflur í tilfinningum þínum og skapi. En allur þessi tilfinningaskali sýnir þér þú sért sprelllifandi því hver einasti dagur mun færa þér eitthvað betra, skerpa vonina, milda pirringinn og magna upp gleðina í þér. Það eru aðeins nokkrir dagar frá því að þessi spá birtist þangað til þú sérð ljósið í myrkrinu og þetta ljós er svo sannarlega sólin sjálf. Þú munt loka á og klára svo margt sem þú hefur ýtt á undan þér og þurft að horfast í augu við, en þegar þú lætur þig bara hafa það verður það ekkert mál, svo horfðu á vesenið og gerðu eitthvað í því. Þá mun það bráðna eins og þegar sólin skín á jökulinn og þetta mun gerast með ofsalegum hraða um leið og þú réttir úr þér. Þú hendir svo miklu af fötum, það er eins og þú sért að breyta um fatastíl og það verður eitthvað í þá áttina, þú reddar málunum þannig að þú færð nóg skotsilfur (peninga) til þess að leggja á ráðin. Þú munt plana ferðalög og sjá út að þú þarft í raun og veru ekki að gera svo mikið til þess að þetta gangi allt eins og smurð vél og bara þetta gefur þér visst adrenalín til þess að sjá meira en þú sérð núna. Þetta gerist á næstu mánuðum en akkúrat núna gæti þér fundist þú vera að tapa miklu, en það er ekki útkoman því hún er svo sannarlega góð elskan mín og þú verður eitthvað svo gjafmildur og gjafmildi þín verður eins og keðjubréf. Það er eins og þú búir á tveimur stöðum einhvern part af tímanum sem er að nálgast, hvort það eru flutningar í kortunum þegar líða tekur á árið er ég ekki alveg viss um, en þetta verður ótrúlega spennandi tími og ef þú ert á lausu elskan mín þá er ástin tengd þér þegar vorið færist nær því þá ertu svo sannarlega tilbúinn. Núna reynir á ástarbönd sem eru stutt á veg komin og í þeim tilfellum þarftu að vera 100% viss til þess þau geti þróast en aðrar tengingar munu blómstra. Spennandi tími TVÍBURINN | 21. MAÍ 20. JÚNÍ Elsku ljónið mitt, í augnablikinu er eins og þú hafir lagst niður, sért að virða fyrir þér lífið og tilveruna og skoða hvaða afstöðu þú ætlar að taka. Það er al- veg 100% að þú mátt ekki fresta því sem þú þarft að gera svo þú skalt drífa þig áfram núna og endurskapa þig í þeirri mynd sem þú vilt vera. Þótt þú viljir vera svo einstakur ertu bara stór hluti af afskaplega stórri heild sem er kölluð mannkynið. Þú hefur mikla þörf fyrir að vera í skipulagi og þolir ekki rusl og drasl og að sjálf- sögðu finnurðu leið til að endurskipuleggja umhverfi þitt og sjálfan þig. Það er svo mikilvægt elskan mín að þú sýnir þeim virðingu sem þú elskar og þeim sem elska þig, ekki brjóta niður einn einasta part af sjálfstrausti þeirra sem vilja hanga með þér því þá get- urðu sjálfur lent illa í hlutunum. Oft er betra að þegja en segja, svo talaðu ekki um aðra nema þú viljir segja eitthvað gott og vendu þig á það elskan mín og mörg ykkar hafa reyndar fyrir löngu séð að þetta er eina leiðin því þegar þú elskar einhvern og gefur honum hjarta þitt verður þú að eilífu trúr og sáttur. Þótt ýmsir atburðir eða verkefni sem þú bjóst við að fara í muni frestast eða breytast verður það þér í hag, þú þarft bara að sýna ögn af þolinmæði og sjá og skoða að það eru margir mögu- leikar í boði. Ekkert getur haldið þér niðri eða stoppað þig nema þú sjálfur, svo hugsaðu um og einbeittu þér meira að því að byggja upp gott samband við sjálfan þig því þú getur skilið við alla í lífinu, fjölskylduna, föðurlandið og vinina, en þú vaknar alltaf og sofnar með sjálfum þér. Þú ert eitt af sjö undrum alheimsins, þegar aðrir nálgast og sjá sjálfstraustið og einlægnina sem þú hefur byggt upp er ekkert sem getur skyggt á þig. Ekkert heldur þér niðri LJÓNIÐ | 21. JÚLÍ 21. ÁGÚST 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.4. 2020 Apríl Elsku meyjan mín, í þér býr svo mikill hjúkrunarmaður eða læknir, fyrst verðurðu fokvond yfir því að ekki sé skipulag á einu né neinu en þá finnurðu leið til að lappa upp á skipulagið og það er eins og þú byrjir að rúlla litlum snjóbolta sem svo verður ógnarstór. Í þessarri sérstöku tíð áttu eftir að njóta þín og þú finnur þig í því að hafa góð og jákvæð áhrif alveg eins og fyrir stuttu varstu alveg foxill og langaði að henda snjóbolta í einhvern en núna skiptir sköpum það sem þú ert að gera því í þessu öllu saman er lausnin á hamingjunni fólgin. Þú finnur tilganginn og finnur að fólk þarf á þér að halda, en það erfiðasta sem gerist er þegar enginn þarf á manni að halda en þú sérð og finnur sterkt hvernig veröldin snýst á sveif með þér og þú lætur svo sannarlega góðverkin tala sem aldrei fyrr. Húmor þinn og orðsnilld hafa einstök áhrif, hvort sem þú skrifar eða talar, mjög margar meyjur finna út hvað þær ætla að gera í framtíðinni og byggja sjálfar sig upp sem einhvers konar fyrirtæki, allar manneskjur eru líkt og fyrirtæki, hvernig byggirðu upp og hvernig skipuleggurðu gott fyrirtæki? Svarið veistu auðvitað best af öllum! Það er ekkert til sem heitir beinn vegur í þínu lífi en þú brýtur þér leið með dugnaði þínum og áræði og þú ert að fara inn í miklu betra og heilbrigðara líf og finnur að þú hefur allan þann aga sem þú þarft. Af litlu fræi vex fagurt tré og góð hugmynd verður að miklu fé og þótt þú sjáir ekki núna allt sem til þín er komið, já komið, muntu finna það í hjarta þína að það sem þú ert að gera gerir þú með ást og einlægni og það er og verður akkerið að framtíð þinni, hjartað mitt. Af litlu fræi … MEYJAN | 22. ÁGÚST 22. SEPTEMBER

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.