Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2020, Síða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2020, Síða 12
KÓRÓNUVEIRAN 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.4. 2020 LEIKANDI LÉTT MEÐ LAURASTAR www.alver.is S: 896 4040 LauraStar á Íslandi LauraStar Lift Gufuþrýstingurinn sér um að afkrumpa og hreinsa fötin á náttúrulegan hátt án þess að nota efnavörur. Meira en 99,9% af bakteríum, sveppagróðri, rykmaurum og lykt er útrýmt á áhrifamikinn hátt. LauraStar GO LauraStar S 30 ár á Íslandi Kr. 198.000 Kr. 154.000 Kr. 65.000 um ríkisins sem ég fékk og hóf að vinna þar um haustið. Ég var þá sviðsstjóri samhæfingarsviðs. Almannavarnir ríkisins voru svo lagðar niður ár- ið 2003 og verkefni flutt til Ríkislögreglustjóra,“ segir Víðir en hann fékk þá vinnu þar í almanna- varnadeild og vann þar næstu tólf ár. Á sama tíma kláraði hann lögregluskólann meðfram vinnu. Honum var svo boðin staða deildarstjóra yfir almannavarnadeildinni sem hann þáði. „Ég hef aldrei verið almennur lög- reglumaður. Vinir mínir kalla mig pappalöggu og ég held það sé nokkuð rétt hjá þeim,“ segir Víðir og brosir. Víðir hefur alla tíð verið mjög virkur í björg- unarsveit, sérstaklega til ársins 2003. „Síðustu ár hefur það meira snúið að ein- stökum verkefnum, eins og flugeldasölu. Ég hef ekki farið í útköll í mörg ár, en fór mikið áður og var í svæðisstjórn um tíma. Ég sá þá að skipulags- og stjórnunarstörf áttu vel við mig. Það er kannski byrjunin á því hvert það leiddi mig síðar; hvar ég er í dag. Grunnurinn í þessu er að eiga almennileg samskipti við fólk.“ Margir fá ekki hrós Sem deildarstjóri almannavarnadeildar, á ár- unum 2006 til 2015, sá Víðir um undirbúning almannavarnakerfisins. „Við vorum að reyna að fá fólk til að undir- búa sig fyrir ýmiss konar ástand; eins og til dæmis það sem við erum stödd í núna. Það gat verið snúið því menn voru mismóttækilegir á tímum þegar ekkert var að gerast. Við vorum með fyrstu æfinguna sem sneri að heimsfar- aldri árið 2005, fyrir fimmtán árum. Á hverju ári síðan höfum við verið að undirbúa okkur fyrir að takast á við svona atburði eins og við stöndum frammi fyrir í dag,“ segir Víðir og segir að þau hafi gert sér grein fyrir að heims- faraldrar væru reglulegir viðburðir. „Við vissum auðvitað ekki hvaða tegund gæti komið upp, en vinnan 2006 til 2009 snerist um inflúensu. En við höfum haldið þeirri vinnu áfram alveg síðan og margir lagt hönd á plóg- inn.“ Hvernig býr maður þjóð undir veirufaraldur? „Fyrsta skrefið er að greina hverja farald- urinn hefur áhrif á. Í þessu samhengi er aug- ljóst að enginn sleppur. Þá reynir maður að greina lykilstofnanir; hvaða starfsemi má ekki stöðvast. Allt frá 2006 voru stofnaðir margir vinnuhópar sem reyndu að greina einstaka þætti og við fórum í það að biðja fyrirtæki og stofnanir að gera áætlanir um það hvernig hægt væri að láta helming starfsmanna vera í burtu á hverjum tíma. Það var viðmiðið; að geta keyrt starfsemina með 50% starfsmann- anna. Þegar á reynir reynist það mörgum erf- iðara í framkvæmd en á pappír,“ segir hann. „Það eru fjölmargir sem ekki er fjallað um sem gegna gríðarlega mikilvægum hlut- verkum nú og hafa þurft að breyta lífi sínu mjög mikið á meðan þetta stendur yfir. Það fer ekki mikið fyrir þessu fólki; alls konar venju- legt fólk í venjulegum störfum. Leikskóla- kennarar og grunnskólakennarar eru til að mynda allt í einu orðnir framlínustarfsfólk.“ Víðir segir að við slíkan undirbúning sé ávallt óvissa um marga þætti, svo sem við- brögð einstaklinga. „Fólk er eðlilega óttaslegið. Við heyrum sög- ur og sjáum hryllingsmyndir af þessum faraldri víða um heim. Enn erum við ekki komin á versta stað sem við höfum séð aðra lenda á og vonandi tekst okkur að sleppa við það. En það er meðal annars vegna þess að við höfum fengið svona fólk sem hefur staðið upp og verið tilbúið til að leggja sitt af mörkum. Það eru ótrúlega margir sem fá ekki það hrós sem þeir eiga skilið.“ Sóttvarnamálin fyrst Víðir hætti hjá Ríkislögreglustjóra árið 2015 og gerðist lögreglufulltrúi á Suðurlandi og síð- ar öryggisfulltrúi hjá KSÍ. „Það var ekki fyrr en núna um áramótin að dómsmálaráðherra bað mig að koma að því verkefni að greina starfsemi ríkislög- reglustjóra. Það verkefni átti bara að taka tvo mánuði og ég átti að skila því fimmtánda mars. Ég ætlaði aftur til KSÍ fyrsta mars en í lok febrúar var ég beðinn að taka að mér nýtt verkefni; það þurfti yfirlögregluþjón til að halda utan um málefni Covid-19. Ég fékk leyfi hjá KSÍ og talaði fyrst um nokkurra vikna frí en strax á öðrum degi áttuðum við okkur á því að þetta yrði risaverkefni sem svo stækkaði hratt. Dagarnir urðu langir og fljótlega mynd- aðist þetta teymi; ég, Þórólfur og Alma. Þetta teymi var ekki planað heldur einhvern veginn varð bara til. Við þrjú sáum að ef öll samhæf- ing ætti að ganga yrðum við að standa þétt saman. Við hittumst oft á dag og þegar við vor- um komin á neyðarstig fluttu allir sína starf- semi hingað í Skógarhlíð,“ segir Víðir. „Þetta var leiðin til að keyra þetta verkefni. Við sáum hvað var að gerast í löndunum í kringum okkur þegar stjórnmálamenn stigu fram og kynntu stórar ákvarðanir. Við rædd- um auðvitað við okkar ráðherra og fulltrúa ríkisstjórnarinnar en fengum strax þau svör frá þeim að Ísland vildi keyra þetta áfram byggt á vísindalegum ákvörðunum. Það voru skýr skilaboð. Sóttvarnamálin væru númer eitt og efnahagsmálin númer tvö. Það er engin pólitík í þessu. Við höfum aldrei upplifað neina pressu til þess að mæta einhverjum öðrum kröfum en að láta baráttuna við veiruna ganga fyrir. Það bakka okkur allir upp,“ segir Víðir og segir þau þrjú eiga vel saman. „Ég þekkti Þórólf áður, en við byrjuðum að vinna saman í þessum málum árið 2005. Ég kannaðist við Ölmu en við unnum saman í jan- úar 2005 að mjög erfiðu verkefni. Þá var farið í sjúkraflug til Taílands eftir jarðskjálftana í Suðaustur-Asíu. Þá flaug héðan vél og sótti slasaða Svía og Dani og flogið var með þá til Víðir og eiginkona hans, Sigrún María, eiga tvö börn, Söru Kristínu og Kristján Orra. Ljósmynd/Aðsend

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.