Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2020, Page 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2020, Page 14
Hjálmar Svanur Hjálmarsson, sjúkraliði á Grund, segir skyldustörfin í vinnunni hafa breyst. „Eftir að ættingj- arnir hættu að koma sinnum við fólkinu enn meir en áður því fólkið verður ein- mana. Við erum að reyna að hafa ofan af fyrir því með ýmsu, eins og með bíó- kvöldum og að baka vöfflur. Síðan eru sóttvarnir miklar. Ég hitti engan fyrir ut- an vinnu. Flestir hérna loka sig algjör- lega af. Álagið er töluvert meira en allir eru að gera sitt besta.“ Á þessum síðustu og verstu tímum skiptir máli að grunnstoðir þjóðfélagsins séu traustar. Það þarf að halda úti öflugri heilbrigðisþjónustu og skólar og leik- skólar þurfa að sinna börnunum okkar. Einnig þarf að huga að samgöngum, löggæslu og þjónustu. Fólk sem vinnur að þessum störfum stendur vaktina á tímum kórónuveir- unnar og vinnur störf sín af alúð og elju sem aldrei fyrr. Þetta er fólkið sem fær sjaldnast hrós en í dag er þetta fólkið sem er í framlínunni. Án þess værum við illa stödd. Morgunblaðið hitti fólk úr ýmsum stéttum og fékk að heyra hvernig störf þeirra og líf hafa breyst á síðustu vikum. Þau standa vaktina Á meðan hálf þjóðin hefur fært vinnustöðvar sínar heim í öryggi er margt fólk sem ekki hefur þann kost. Þetta er fólk- ið sem stendur vaktina og heldur hjólum atvinnulífsins gangandi; fólkið sem er mikilvægt til þess að líf okkar hinna raskist sem minnst nú á tímum kórónuveirunnar. Texti og myndir: Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Þórey Úlfarsdóttir, verslunarstjóri í Krónunni í Garðabæ, segir mikið álag í vinnunni núna. „Það er erfitt en skemmtilegt. Við teljum inn í búðina og það gengur vel en fólk þarf sjálft að bera ábyrgð á tveggja metra reglunni. Þetta er svolítið eins og jólin; það er jafn mikið álag. En það eru breyttar neysluvenjur. Við finnum fyrir því að dósamatur rýkur út. Svo eru bökunarvörur vinsælar og eins nammi og snakk. Fólk er aðeins að hamstra og greinilega að baka miklu meira en áður.“ Jónína Lýðsdóttir, hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku í Fossvogi, segir lífið hafa breyst töluvert, bæði innan og utan vinnu. „Ég reyni að forðast smit eins og ég get til að bera ekki veiruna inn á spít- alann. Eins þurfa allir að gæta mun betur að smitvörnum hér á vinnustaðnum. Félagslífið hefur eðli- lega minnkað, en ég er heppin að geta stundað mitt aðaláhugamál sem er hestamennska. Annars hitti ég fáa aðra en nánustu fjölskyldu. Hvað vinnuna varðar er búið að breyta miklu á bráðamóttökunni með tilliti til Covid, færa til starfsemi, stúka af svæði og setja upp m.a. farsóttarhurðir. Stöðugt er verið að uppfæra vinnu- og verkferla samkvæmt nýjustu upplýsingum og allir eru að gera sitt besta til að fylgja þeim og sporna gegn þessari vá. Sem betur fer hefur almennt aðflæði aðeins minnkað, því færri eru að slasa sig, en á sama tíma stefnir í að sjúklingum með Covid-19 fari fjölgandi.“ KÓRÓNUVEIRAN 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.4. 2020

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.