Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2020, Side 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2020, Side 17
Krústsjov, sem var látinn gjalda þess að hann dó sem „eftirlaunamaður“. En ekki er ljóst hvort það eigi að flokka það undir „gráglettni örlaganna“ að þeir Hitler og Stalín skuli „hvíla“ innan seilingar hvor frá öðrum, hvor sínum megin við Kremlarmúra. Umræðan að léttast Nú er loks svo komið að menn telja sér óhætt að hafa gaman af þessum tveimur. Ýmsar gamanseríur eru til af Hitler og töktum hans og einkennum. Tiltölulega nýleg kvikmynd af Dauða Stalíns er um margt merki- leg. Hún fylgir um flest réttum söguþræði og er per- sónusköpun áþekk því sem lesa má úr bestu bókum. En um leið er myndin færð í búning fáránleikans og ýmsu hnikað til í þágu þess. En hvað um Kórónu Víra? Veiran vonda er sett upp sem óvinur, „ósýnilegur óvin- ur“ og þar fram eftir götunum. Og sem slík þjappar hún okkur, mannkyninu, saman. Þess vegna er myndin sú gagnleg en ekki endilega vitræn. Og fólkið spyr þá sem best mega vita hvenær þessi ógn verði á bak og burt. Svörin eru enn óljós. Vísindamenn hafa sína hefð- bundnu fyrirvara og stjórnmálaforingjar vilja ekki láta hanka sig. Við tölum flest varlega um kórónuveiruna og farald- urinn sem við hana er kenndur. Viljum ekki ýta undir glannagang. Það eiga allir svo mikið undir því að tekið sé á móti af alvöru og þunga. Það birtast daglega frá útlöndum skuggalegar tölur um dáið fólk. Veikt fyrir viku og dáið nú! Þær skipta samanlagt tugum þúsunda í nálægum ríkjum! Hvert líf sem veiran tekur hér hjá okkur er nánast persónulegt áfall í fámenninu. En loks þegar við treystum okkur til að slaka örlítið á í umræðunni getur það orðið merkið sem bendir til að sigurinn færist nær og óhætt sé að vona að öruggt lokamark sé innan seil- ingar. Á jaðrinum á ganginum Í einu stórblaði Evrópu var nýlega teiknimynd á for- síðu eftir dáðan teiknara. Þar var húsfrúin á leið út frá sér og hallaði sér yfir gerðið að nágrannakonu sinni og sagði: „Minn elskulegi eiginmaður hefur ákveðið að hann muni elda kvöldmatinn fyrir okkur í kvöld. Ég ákvað því að skjótast út og sjá hvort ég gæti ekki orðið mér úti um kórónuveirusmit, því að ég hef heyrt að hún skerði allt lyktar- og bragðskyn.“ Það varð enginn hvellur út af þessu, öðru nær. Það var gott merki. Í gær átti bréfritari erindi í annað stórsjúkrahúsið hér, þar sem honum var rennt á nærhaldinu af færu og elskulegu fagfólki í gegnum sívalning. Það tæki gefur frá sér mikil og framandi hljóð sem ætla mætti að öfl- ugir framúrstefnumenn nútímatónlistar hefðu skapað. En viðfangsefninu var boðið upp á heyrnartól og gat valið útvarpsstöð að vild og auðvitað varð K100 fyrsta val og sívalningurinn og vinsældalisti stöðvarinnar frömdu saman eftirminnilega blöndu. Eftir þriggja kortera konsert inn og út úr sívaln- ingnum var haldið áleiðis úr sjúkrahúsinu og fylgdu fyrirmæli um að „sjúklingurinn“ ætti að hafa grisju sína fyrir andlitinu uns hann væri kominn út úr sjúkra- húsinu. Sjálfur hafði hann ábyrgur sett upp bláa ein- nota hanska. (Bláa höndin?) Þarna eru gangar langir og allmargt fólk á ferð, starfsmenn sem aðkomumenn. Þegar þriðjungsleið var að baki var sagt: Ég þekki þig þrátt fyrir dulargervið! „Tveggja metra reglan, góði,“ sagði bréfritari. Hinn bakkaði og sagði: „Já, ykkur litlu karlana hefur lengi dreymt um að verða tveggja metra menn.“ – Og á eftir bréfritara kallaði hann: „Viltu ekki bíða eftir mér úti, svo að við getum komið við í Landsbankanum og náð okkur í vaxtalaust lausafé!“ Spurningin sem allir spyrja er: Hvenær verður farg- inu örugglega létt af? Kannski getur svar í þessum dúr dugað á meðan ákveðnara býðst ekki. Telji áramótaskaupið næsta rétt að hafa langt atriði sem sýnir almenning með grisjurnar og fólk í geim- farabúningum í stórhríð borandi upp í nefið á því inn um opnar bílrúður, þá er það hin opinbera yfirlýsing um að við höfum endanlega sett þessa martröð aftur fyrir okkur. Er betra svar tiltækt? Morgunblaðið/Eggert 5.4. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.