Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2020, Síða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2020, Síða 20
Lísa María Markúsdóttir, einkaþjálfari í World Class, breytti bílskúrnum í æfingastöð fyrir sig og fjölskyldu sína. Hún keypti skápa og setti allt dót- ið í þá og svo máluðu þau í rauðum lit og komu tækjunum þannig fyrir að gaman væri að æfa. Hún segir að það hafi aldrei verið mikilvægara en akkúrat núna að hugsa vel um sig. Marta María mm@mbl.is Breytti bíl- skúrnum í heimarækt Eins og staðan er núna þá er bú-ið að loka vinnustaðnum mín-um, en ég starfa sem einka- þjálfari í World Class. Þar sem ég mæti ekki til vinnu þá passa ég samt vel upp á það að sofna snemma og vakna snemma, búa til nýja rútínu og eyða mun meiri tíma með fjöl- skyldunni sem ég hefði annars ekki gert. Ég hef stundað líkamsrækt alla tíð og er því ansi vön að hreyfa mig mikið. Þar af leiðandi skiptir það mig miklu máli þessa dagana að geta fengið mína „útrás“. Það má eiginlega segja að ég komist varla í gegnum daginn án þess að taka æf- ingu og ég er svo heppin að hafa góða aðstöðu í bílskúrnum sem hjálpar okkur fjölskyldunni í þessu ástandi,“ segir Lísa María aðspurð hvernig hún bregðist við breyttum aðstæðum. Hver er sagan á bak við heima- ræktina? „Það er nú þannig eins og hjá mjög mörgum held ég, að bílskúr- inn er ekki notaður fyrir bílinn heldur safnast þar alls konar dót og endar sem geymsla. Við höfðum keypt lóð og önnur lítil æfingartæki til þess að geta æft í skúrnum en staðan var þannig að það var orðið erfitt að hreyfa sig út af óþarfa drasli. Ég tók heljarinnar tiltekt, henti hlutum og setti upp stóra skápa þar sem hægt var að koma öðru fyrir. Hægt og rólega vorum við búin að koma okkur upp alls kyns búnaði svo það var ekkert annað í stöðunni en að taka þetta alla leið og búa til okkar eigið „gym“,“ segir Lísa María. Hvaða tæki ertu með? „Ég er með hlaupabretti, trainer, bekkpressubekk, margnota æf- ingatæki til dæmis fyrir bak og hendur, boxpúða, TRX-band, fim- leikahringi í loftinu, slam ball og upphífingarstöng ásamt handlóðum, stöngum og teygjum.“ Hver er þín uppáhaldsæfinga- rútína? „Það er engin ein rútína sem ég held mest upp á. Stundum er ég í hlaupastuði, stundum vil ég lyfta, öðrum stundum gera æfingar með eigin líkamsþyngd. Ef ég fylgi einni rútínu lengi þá fæ ég leiða á henni og því finnst mér mikilvægt fyrir alla að hreyfa sig bara eins og þeim líður hverja stundina. Þetta snýst um að láta sér líða vel, bæði andlega og lík- amlega og æfingar eiga ekki að vera kvöð. Það er svo mikið í boði og ég hvet fólk til þess að hætta ekki ef það fær leiða og nennir ekki í rækt- ina. Finnið gleðina á ný með því að prófa eitthvað nýtt,“ segir hún. Hvað þarf fólk að gera til að breytast ekki í myglusvepp í þessu ástandi? „Ekki snúa sólarhringnum við! Borðaðu hollan mat, hreyfðu þig og farðu að minnsta kosti einu sinni á dag út í göngutúr eða út að leika þér með börnin, alveg sama hvernig viðrar! Það eru til svo ótrúlega margar fallegar gönguleiðir á Ís- landi sem þú hefur ekki farið áður. Það þarf ekki að eiga fullt af lóðum eða öðrum æfingatækjum heima hjá sér, góður göngutúr er oft vanmet- inn. Takið fram til dæmis spilin sem hafa verið uppi í skáp í mörg ár, kláraðu bókina sem þú byrjaðir á um jólin, lærðu að hugleiða eða gerðu það sem þig hefur lengi langað til þess að gera en hefur ekki „haft tíma til“.“ Hver er þín uppáhaldsæfing? „Ef ég nauðsynlega þyrfti að velja eina æfingu þá væri það hlaup. Mér finnst frábært að hlaupa og það hef- ur svo marga kosti. En það er afar mikilvægt samt sem áður að gera styrktaræfingar líka.“ Er öll fjölskyldan að æfa með þér? „Já, það má eiginlega segja það, við erum öll mjög dugleg að nota að- stöðuna sem við höfum hér heima. Mesti kosturinn við heimaræktina er sá að um helgar förum við saman inn í skúr og tökum æfingu og þurfum ekki að fara út af heimilinu og frá krökkunum til þess. Það er líka gott að mínu mati fyrir börnin að alast upp við hreyfingu og útivist og þá þurfa foreldrarnir að vera fyrir- mynd í því. Nú til dæmis þegar allar æfingar hjá unglingunum eru dottn- ar niður þá eru þau mjög dugleg að gera styrktaræfingar hér heima og hlaupa. Ég hef gert æfingaplön fyrir þau sem þau elska. Svo eigum við líka eina fimm ára sem vill vera með og hefur gaman að hreyfa sig með mér í skúrnum.“ Hvað mælir þú með að fólk geri til að láta sér líða betur á meðan þetta ástand varir? „Formúlan er ekki flókin, það vita allir að manni líður vel þegar maður borðar hollan mat og hreyfir sig. Það er ekkert að því að horfa á sjón- varpið og vera smá sófakartafla en munum að allt er gott í hófi. Svo er það reyndar þannig líka að margir eru orðnir langþreyttir, stressaðir, kvíðnir og sofa lítið og þá er um að gera að nýta tímann núna til þess að hlúa vel að sér og hvíla sig!“ Veggir og loft eru máluð í rauðum lit en gólfið er svart- hvítt. Þessi litasamsetning passar vel við æfingatækin. Það er ekki ónýtt að geta sveiflað 20 kílóa bjöllu til að koma sér í form eða viðhalda forminu. Lísa María Markúsdóttir, einka- þjálfari í World Class, breytti bíl- skúrnum í líkamsræktarstöð fyrir sig og fjölskyldu sína. 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.4. 2020 LÍFSSTÍLL PFAFF • Grensásvegi 13 • Sími: 414 0400 • www.pfaff.is LÝSiNgArRÁÐGjÖF GeRiR GÆFuMuNiNn

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.