Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2020, Page 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2020, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.4. 2020 LÍFSSTÍLL ópukeppni meistaraliða vorið 1985. Coventry City bíður því enn eftir sínu tækifæri í Evrópu. Fyrstur til að verja víti Hafi þetta verið óvænt úrslit hvað má þá segja um það sem gerðist ári síðar; þegar sturlungarnir í Wimble- don tóku upp á þeim ósköpum að leggja nýbakaða Englandsmeistara og langbesta lið landsins, Liverpool, 1:0? Wimbledon var á sínu öðru ári í efstu deild og hafði skráð sig til leiks í deildarkeppni aðeins ellefu árum áður. Norður-Írinn Lawrie Sanchez gerði sigurmarkið með skalla á 37. mínútu en hetjan var fyrirliðinn og markvörðurinn Dave Beasant, sem varð fyrsti maðurinn til að verja vítaspyrnu í úrslitaleik bikarsins, þegar hann kom í veg fyrir að markahrókurinn mikli John Ald- ridge setti mark sitt á leikinn. Það er útbreiddur misskilningur að Beas- ant sé fyrsti markvörðurinn til að leiða lið sitt til bikarmeistaratignar en hið rétta er að það var William Merriman majór en lið hans, Royal Engineers, hampaði bikarnum á því herrans ári 1875, fjórða árið sem þetta elsta knattspyrnumót í heimi var haldið. Old Etonians lágu þá sár- ir eftir. Royal Engineers bættu þar með fyrir tapið í fyrsta bikarúrslita- leik sögunnar, þegar engir aðrir en Wanderers fóru með sigur af hólmi. Meðal annarra í liði Wimbledon í þessum fræga leik 1988 voru kvik- myndastjarnan Vinny Jones, Dennis Wise og John Fashanu, auk bak- varðar með nafn við hæfi, Clive Goodyear. Laurie Cunningham kom inn á sem varamaður í einum af sárafáum leikjum sínum fyrir Wimbledon. Ári síðar var hann allur. Fergusynir felldir Stóru liðin unnu alla bikartitlana nema einn á tíunda áratugnum, Manchester United fjóra, Arsenal tvo, Liverpool, Tottenham og Chelsea einn hvert. Eina liðið utan elítuhópsins sem komst að var Ever- ton, 1995, og öfugt við Watford- leikinn var liðið í gervi Davíðs í þeim leik gegn Golíatnum, sem tekið hafði ensku knattspyrnuna heljartökum, Manchester United undir stjórn Sir Alex Fergusons. Eitt mark réð úrslitum á Wem- bley og það gerði miðherjinn Paul Rideout með kollspyrnu á 30. mín- útu eftir að Graham Stuart hafði átt skot í þverslána. United henti öllu nema eldhúsvaskinum í Everton eft- ir það, líkt og Bretar myndu orða það. Þannig kom Ryan Giggs inn á fyrir Steve Bruce í hálfleik. En allt kom fyrir ekki og miðvörðurinn Dave Watson hóf bikarinn hátt á loft. Þetta var fimmti bikarmeist- aratitill Everton og seinasta gullið sem ratað hefur í hús á Goodison Park, fyrir utan Samfélagsskjöldinn sama ár. Synd væri að segja að Everton hafi teflt fram sínum fræknustu son- um þennan dag, ef undan eru skildir Neville gamli Southall í markinu og Duncan Ferguson, sem kom af bekknum. Gary Ablett var í vörninni og Anders Limpar og Andy Hinch- cliffe á köntunum. Fyrsti Íslendingurinn Á fyrsta áratugi þessarar aldar unnu stóru félögin einnig níu bikartitla, Arsenal og Chelsea þrjá hvort, Liver- pool tvo og Manchester United einn. Upp á milli komst óvæntur gestur, Portsmouth, í hinum leiknum síðustu fjörutíu árin þar sem ekkert af stóru liðunum sex kom við sögu. Andstæð- ingurinn var ekki síður framandi, Cardiff City frá Wales, sem þá lék í B- deildinni. Af því tilefni fékk velski þjóðsöngurinn, Hen Wlad Fy Nha- dau, að óma, ásamt auðvitað God Save the Queen og sálminum Abide With Me, sem alltaf eru flutt. Bæði félög höfðu unnið bikarinn einu sinni áður, Cardiff 1927 og Portsmouth 1939. Eitt mark var gert í leiknum og þar var að verki hinn ástsæli níger- íski miðherji, Nwankwo Kanu, af stuttu færi á 27. mínútu. Lið Portsmouth var prýðilega mannað í þessum sögulega leik en þar var meðal annarra að finna markvörð- inn David James, Glen Johnson, Sol Campbell, Lassana Diarra og Niko Kranjcar. Að ekki sé talað um okkar mann, Hermann Hreiðarsson, fyrsta og eina Íslendinginn til að vinna enska bikarinn. Chelsea var svo ósvífið að vinna bikarinn tímabilið áður en Eið- ur Smári Guðjohnsen kom og næst árið eftir að hann fór. Bömmer! Knattspyrnustjóri Portsmouth var Harry gamli Redknapp, seinasti Bretinn til að stýra liði til sigurs í keppninni. Féll nokkrum dögum síðar Undanfarinn áratug hefur sama mynstrið verið uppi; risarnir hafa landað níu titlum og dvergarnir ein- um. Sá sigur kom raunar ekki síður úr óvæntri átt en þegar Portsmouth læsti klónum í bikarinn. Við erum sumsé að tala um frækinn sigur Wigan Athletic á milljónaliði Man- chester City árið 2013. Þrátt fyrir stigvaxandi veldi varð City að gera sér tvo bikara að góðu frá 2010-19, Arsenal og Chelsea unnu þrjá hvort og Manchester United einn. Sigur Wigan á City er klárlega á pari við sigur Wimbledon á Liverpool 1988 og mesta sjokk bikarsögunnar á þessari öld. Til að sletta óhóflegum rjóma á marengstertuna kom sig- urmarkið ekki fyrr en í uppbótartíma. Þar var að verki varamaðurinn Ben Watson, sem aðeins hafði verið í tíu mínútur á vellinum. Að sjálfsögðu með skalla, smælingjarnir beita því vopni óspart í þessum bikarsigrum sínum. Enda þótt aðeins séu sjö ár liðin eru flestir úr liði Wigan þennan dag sparkunnendum gleymdir, nema þá helst hörðustu Wigan-mönnum. Em- merson Boyce var fyrirliði en einnig má nefna menn eins og nafnana James McCarthy og McArthur, Jordi Gómez og Fílbeininginn knáa Arouna Koné. Aldrei þessu vant var bikarúr- slitaleikurinn ekki lokaleikur vetr- arins og aðeins nokkrum dögum síð- ar féll Wigan úr úrvalsdeildinni eftir ósigur gegn Arsenal og hefur ekki sést þar síðan. Wigan er eina liðið í sögunni til að vinna bikarinn og falla niður um deild á sömu leiktíðinni. Menn tóku þann skell þó á brjóst- ið enda er þetta eini bikarinn sem Wigan Athletic hefur unnið frá því félagið var sett á laggirnar á því herrans ári 1932. Hvaða lið ætli hafi orðið bik- armeistari það ár? Lawrie Sanchez skorar sigurmarkið fyrir Wimbledon gegn Liverpool með kollspyrnu í víðfrægum leik á Wembley vor- ið 1988. Margir telja það óvæntustu úrslitin í sögu enska bikarsins en ellefu árum áður var Wimbledon utan deilda. footballwhispers.com Englendingurinn Glen Johnson, okkar maður Hermann Hreiðarsson og Gana- búinn Sulley Muntari með bikarinn eftir frækinn sigur Portsmouth árið 2008. AFP Ben Watson skorar framhjá Joe Hart á Wembley 2013 og tryggir Wigan Athletic sætan og mjög óvæntan sigur á stórstjörnunum í Manchester City. AFP ’ Sigur Wigan á City erklárlega á pari við sig-ur Wimbledon á Liverpool1988 og mesta sjokk bik- arsögunnar á þessari öld. Til að sletta óhóflegum rjóma á marengstertuna þá kom sigurmarkið ekki fyrr en í uppbótartíma. Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. Skapið varð jafnara og hitakófi „Ég er svo ánægðmeð Femarelle a mínar vinkonur og ég veit að nokk Femarelle hefur hjálpaðmér alveg líðanminni“. Valgerður Kummer Erlingsdóttir Femarelle vörurnar eru náttúruleg lausn fyrir konur sem finna fyrir einkennum vegna hormónabreytinga Háþróuð vara semmiðar á tauga- og innkirtlakerfið – hefur jákvæð áhrif á lund og dregur úr þreytu. Recharge Margar konur hafa upplifað eftirfarandi eftir að þær byrjuðu á FEMARELLE RECHARGE 50+ ■ Slær hratt á einkenni (hitakóf og nætursviti minnka) ■ Stuðlar að reglulegum svefni ■ Eykur orku ■ Eykur kynhvöt

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.