Fréttablaðið - 03.09.2020, Blaðsíða 2
Veður
Snýst í norðan og norðvestan 10-
18 með rigningu N- og A-lands,
en þurrt SV-til. Búast má við
stormi og vaxandi úrkomu NA-til
með slyddu eða snjókomu til
fjalla. Hiti 5 til 14 stig. SJÁ SÍÐU 20
- síðan 1986 -
Skútuvogi 6
104 Reykjavík
Sími: 568 67 55
alfaborg.is
Barist um bitann
VESTFIRÐIR Hópur fólks á Flateyri
vinnur nú að því að koma á fót
snjóf lóðasetri og hefur bæjarráð
Ísafjarðarbæjar tekið jákvætt í
verkefnið. Hefur verið óskað eftir
afnotum á Svarta pakkhúsinu í
þorpinu og færi þar fram fræðsla
um snjóf lóðavána með lifandi
hætti, svo sem sýndarveruleika.
„Hvort sem okkur líkar það betur
eða verr er Flateyri snjóf lóðaþorp
Íslands. Þorpið og Önundarfjörður-
inn allur hefur farið illa út úr snjó-
f lóðum í gegnum aldirnar,“ segir
Eyþór Jóvinsson bóksali sem fer
fyrir hópnum.
Á setrinu færu fram fræðsla og
forvarnir á þessu sviði, til dæmis
fyrir skíðafólk. En Eyþór segir að
viðbúið sé að f leiri snjóf lóðaslys
geti orðið á komandi árum í ljósi
aukinna vinsælda íþróttarinnar.
Þá yrði einnig saga snjóflóða sögð,
bæði þeirra sem fallið hafa á Flat-
eyri og Íslandi öllu.
„Snjóf lóð eru mannskæðustu
náttúruhamfarir Íslands en samt er
enginn staður þar sem hægt er að
fræðast um þau með þessum hætti,“
segir Eyþór. Hann hafi þó undan-
farið boðið fólki upp á svokallaðar
snjóflóðagöngur. „Sem betur fer er
þetta mjög fjarlægt flestum og erfitt
fyrir þann sem ekki hefur séð þetta
að ímynda sér hvernig það er. Þegar
aðkomufólk kemur í bókabúðina
eru snjóflóð yfirleitt það fyrsta sem
ber á góma.“
Mörgum er enn í fersku minni
snjóflóðið sem féll á Flateyri aðfara-
nótt fimmtudagsins 26. október
árið 1995. Fórust þar 20 manns og
var f lóðið eitt af þeim mannskæð-
ari í Íslandssögunni. Alls eru til
ritaðar heimildir um 37 dauðsföll
í Önundarfirði síðan árið 1628. Þá
er ótalið það eignatjón sem orðið
hefur í f lóðum, bæði stórum og
smáum.
Eftir f lóðin á Flateyri og í Súðavík
árið 1995 var ráðist í uppbyggingu
snjóflóðagarða víða um land. Hafa
um 40 f lóð fallið á garðana síðan
þá en f lest lítil. Í janúar féllu f lóð
á varnargarðana á Flateyri, fóru á
tveimur stöðum yfir þá og minnstu
munaði að mannskaði yrði. Eyþór
segir að fólk hafi eftir þetta á ný
vaknað til vitundar um vána.
„Fólk vaknaði upp við vondan
draum. Stjórnmálamenn, sérfræð-
ingar og aðrir voru orðnir svolítið
værukærir af því að það hafa fallið
svo lítil snjóf lóð á undanförnum
árum. Allt í einu var hætt að byggja
snjóf lóðavarnir og peningurinn
sem safnaðist í sjóði ekki nýttur,“
segir Eyþór. „Ætlunin með setrinu
er að minnast þess liðna og halda
uppi umræðum um hvernig megi
koma í veg fyrir sams konar ham-
farir í framtíðinni.“
Eyþór sér fyrir sér að upplifunin
fyrir gesti á setrinu yrði persónuleg
frekar en að ganga í gegnum sal og
lesa af skiltum. Gestir verði fræddir
maður á mann og einnig verður
settur upp sýndarveruleikaheimur
þar sem hægt er að ganga um Flat-
eyri eins og þorpið var fyrir snjó-
f lóðið 1995. Húsnæðismálin eigi
þó eftir að klárast áður en hönnun
sýningarinnar eigi sér stað.
kristinnhaukur@frettabladid.is
Vilja snjóflóðasetur
í pakkhúsi á Flateyri
Stefnt er að því að koma á fót snjóflóðasetri á Flateyri. Að minnsta kosti 37
manns hafa farist í flóðum í Önundarfirði og það mannskæðasta var árið
1995. Forsvarsmaður segir að flóðin í janúar hafi vakið fólk til vitundar á ný.
Snjóflóðið í janúar vakti fólk aftur til vitundar. MYND/HAUKUR SIGURÐSSON
Hvort sem okkur
líkar það betur eða
verr er Flateyri snjóflóða-
þorp Íslands.
Eyþór Jóvinsson,
bóksali
Margir hafa orðið varir við óum-
beðnar flugeldasýningar í ár.
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð-
borgarsvæðinu hefur ekki upplýs-
ingar um fjölda útkalla af völdum
flugelda á þessu ári. Nokkuð hefur
borið á kvörtunum íbúa víða á
höfuðborgarsvæðinu um að f lug-
eldum sé skotið upp. Nýverið hlaut
maður á sextugsaldri alvarlega
áverka á vinstri handlegg eftir að
hafa fundið ósprungna tívolíbombu
í Heiðmörk.
Í svari lögreglunnar við fyrir-
spurn Fréttablaðsins er ónæði
vegna flugelda ekki síst á tímabilinu
28. desember til 6. janúar, þegar
almenn notkun þeirra er leyfð sam-
kvæmt skilyrðum. Er þá um að ræða
tilkynningar sem berast eftir kl. 22.
Ekki verður séð að ónæði vegna
f lugelda sé meira í einu hverfi en
öðrum, þó að upplýsingarnar liggi
ekki fyrir. Þá er f lugeldasýningum
oftar en ekki lokið þegar lögreglan
bregst við útkalli og þeir sem að
henni stóðu farnir af staðnum þegar
komið er á staðinn. – ab
Sýningum lokið
þegar lögregla
kemur á staðinn
Maður slasaðist alvar-
lega á vinstri handlegg eftir
að hafa fundið ósprungna
bombu í Heiðmörk.
JARÐSKJÁLFTAR Tæplega 2.900 jarð-
skjálftar mældust með sjálfvirku
mælakerfi Veðurstofu Íslands í
síðustu viku, það eru mun f leiri
skjálftar en mældust í vikunni á
undan, þegar um 1.300 skjálftar
mældust.
Stærsti skjálfti síðustu viku varð
laugardaginn 26. ágúst klukkan
16.15 við Fagradalsfjall og var hann
4,2 að stærð. Hann fannst víða á
Suðvesturhluta landsins. Mikil
skjálftavirkni hefur verið á Reykja-
nesskaga og mældust þar yfir 2.100
skjálftar í síðustu viku. Það sama
má segja um Norðurland, en þar
mældust yfir 500 skjálftar. Þá mæld-
ust tveir skjálftar í Grímsvötnum.
– bdj
Skjálftavirkni á
Reykjanesi eykst
Mikil skjálftavirkni
hefur verið á Reykjanes-
skaga undanfarið.
Lífsbaráttan við Tjörnina í Reykjavík getur verið hörð. Þegar gómsætur brauðbiti er annars vegar gildir að vera snar í snúningum og steypa sér
úr hæð að vatnsborðinu og hremma bitann fyrir framan gogginn á hinum sem hægar fara. Í þetta sinn urðu svanirnir að lúta í lægra haldi og hafa
sennilega bölvað í hljóði og heitið því að láta þetta ekki koma fyrir aftur. Dagur kemur eftir þennan dag með öðrum brauðbitum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
3 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð