Fréttablaðið - 03.09.2020, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 03.09.2020, Blaðsíða 29
 FYRSTU ÁRIN Veglegt sérblað Fréttablaðsins um fyrstu ár barnsins kemur út miðvikudaginn 16. september. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Nánari upplýsingar um blaðið veitir: Arnar Magnússon, sölu- og markaðsfulltrúi Fréttablaðsins. Sími 550 5652 / arnarm@frettabladid.is FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að daguri n og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is Það getur verið álitamál hvort ný S-lína standi undir þeirri fullyrðingu Mercedes að hér sé um besta bíl í heimi að ræða. Eitt er þó víst, að tæknileg full- komnun hans er ekki á allra færi. Á hádegi í gær frumsýndi Daimler sjöundu kynslóð flaggskips síns, S- línu, á netinu. Að sögn Mercedes er nýja S-línan einfaldlega „Besti bíll í heimi“, hvorki meira né minna. Bíllinn fer í sölu í desember á þessu ári í Evrópu. S-línan er fyrsti bíll Mercedes sem byggður er á nýrri kynslóð MRA-undirvagnsins. Þýðir það að von er á meiri tækni- búnaði í bílnum en við höfum séð áður, en það var ekkert lítið. Tvær útgáfur verða í boði fyrir Evrópumarkað, önnur með lengra hjólhafi. Grunngerðin er 5.179 mm að lengd sem er aukning um 54 mm. Meira fótapláss verður í nýja bílnum og farangursrýmið er 20 l stærra og fer í 550 lítra. Engar Coupe- eða Cabriolet-útgáfur verða í boði lengur, en vænta má Maybach-útgáfu á seinni stigum. Ný S-lína verður með þriðja stigs sjálfkeyrslubúnað, sem þýðir að hann getur ekið sjálfur á hrað- brautum og í umferðarteppum. Hann mun líka geta lagt sjálfur eftir að ökumaður er farinn úr bílnum. Allar vélar bílsins við frumsýningu verða þriggja lítra línusexur með forþjöppu, tvær bensínvélar með 48V-tvinnbúnaði og þrjár dísilvélar. Grunnútgáfan er S 350 d með 282 hestafla vél sem með afturhjóladrifi er 6,4 sekúndur í hundraðið. Öflugasti bensínbíllinn er S 500, sem með 429 hestafla vél er 4,9 sekúndur í hundraðið. Von er á V8-vél á næsta ári með 48V-tvinnbúnaði, auk tengil tvinnútgáfu sem kemst 100 km á hleðslunni. Að sögn Jónasar Kára Eiríkssonar, vöru- stjóra Mercedes hjá Öskju mun S-lína verða kynnt þegar verð á tengil tvinnútgáfunni liggur fyrir. „EQS verður þó í aðalhlutverki hjá okkur, en hann er væntanlegur haustið 2021." Er Mercedes-Benz S-línan fullkomið farartæki? Það er kominn 12,8 tommu OLED-skjár, með nýja MBUX-stýrikerfinu. Grillið er stærra og uppréttara og með nýju Multibeam-díóðuljósunum. BÍLAR Njáll Gunnlaugsson njall@frettabladid.is Búið er að frumsýna nýja andlits- lyftingu á Hyundai Kona-jepp- lingnum. Grillið og endurhannað- ur stuðari eru aðalbreytingarnar ásamt þynnri dagljósum og nýjum aðalljósum. Aðeins er búið að endurhanna miðjustokkinn að innan, en þar er kominn nýr 10,25 tommu upplýsingaskjár. Bensín- vélin er 1,6 lítra með forþjöppu og er nú 195 hestöfl, en einnig er 1,6 lítra dísilvél með tvinnbúnaði. N-lína verður í boði sem er með sportlegri línum en heitari Kona kemur á markað seint á næsta ári með allt að 250 hestafla, tveggja lítra vél. Einnig er von á nýrri útgáfu Hyundai Kona Electric. Hyundai Kona sýnir sig Stuðarinn er meira áberandi á N- línunni og grillið fær N-merkingu. Toyota hefur gert nokkrar breytingar á Land Cruiser-jepp- anum og eru þær helstar að komin er aflmeiri 2,8 lítra dísilvél. Einnig hefur hann fengið létta andlits- lyftingu og meiri búnað. Vélin er af sömu stærð og áður, en hún var 174 hestöfl og með 450 newton- metra tog. Aflið nú er 201 hestafl og 500 newtonmetrar og gerir það að verkum að upptakið batnar um tæpar þrjár sekúndur, en það er nú 9,3 sekúndur. Aðeins verða tvær útfærslur í boði, Active og Invincible, en dýrari gerðin verður aðeins fáanleg með lengra hjólhafi og sjö sætum. Sú útgáfa fær líka meiri torfærubúnað eins og stillanlega loftfjöðrun, læst mismunadrif að aftan og aksturs- stillingar fyrir torfæruakstur yfir grjót. Land Cruiser fær nýja vél Ljós að aftan eru með glæru plasti og komnar nýjar 19 tommu felgur. Skoda hefur nú frumsýnt raf bíl sinn Enyaq, en hann er systurbíll hins væntanlega ID.4 frá Volkswa- gen. Bíllinn er væntanlegur á markað snemma á næsta ári og má búast við að hann komi hingað á vori komanda. Enyaq er 4.648 mm sem er aðeins 5 mm styttra en stærsti Skoda bíllinn Kodiaq. Hjólhafið er allgott eða 2.765 mm, enda hjólin frekar utarlega. Fyrstu tvær gerðirnar verða iV 60 með 62 kWst rafhlöðu og 420 km drægi og svo iV 80 með 82 kWst rafhlöðu og 510 km drægi. Von er á fjórhjóla- drifinni útgáfu sem heitir 80x sem verður 261 hestafl, en sá aflmesti verður vRS sem skilar 302 hest- öflum og er aðeins 6,2 sekúndur í hundraðið. Þær útgáfur koma á markað seinna á árinu. Skoda Enyaq frumsýndur Grillið er með 130 díóðuljósum og hann kemur á 19-21 tommu felgum. Skoda Enyaq er væntanlegur hingað til lands á næsta ári. M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 21F I M M T U D A G U R 3 . S E P T E M B E R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.