Fréttablaðið - 03.09.2020, Blaðsíða 18
Ég er fædd og uppalin í Reykja-vík. Bý núna með kærast-anum, Árna Hauki listasmið,
og stelpunum okkar tveimur í
Kópavogi,“ svarar Birna þegar hún
er beðin um að segja frá sér í stuttu
máli.
„Áhugamál eru mikið það sem
við kemur vinnunni minni og
handverki. Hef mjög gaman af því
að prjóna, sauma og hekla. Hef
líka mikla ánægju af því að planta
fræjum og fylgjast með blómum
og jurtum vaxa. Hef kannski bara
mest gaman af öllu sem ég get
skapað með höndunum og sjá
hluti verða til. Svo auðvitað ferða-
lög, fjölskyldan og vinirnir, þetta
klassíska.“
Upplifði sig frekar sem iðn-
aðarmann en fatahönnuð
Handverksáhuginn kviknaði
snemma að sögn Birnu. „Ég
byrjaði að sauma þegar ég var
krakki, fannst alltaf skemmtileg-
ast í handmennt. Á efri hæðinni
bjó hún yndislega Zíta sem kenndi
mér að prjóna og nennti enda-
laust að sitja með okkur systrum
yfir alls kyns hannyrðum. Ég
var alveg óhrædd við að prófa og
saumaði til dæmis fermingarkjól
á Ingibjörgu systur mína, mamma
var með hjartað í buxunum allan
tímann hvort ég myndi klára. Ég
kunni auðvitað ekkert að sauma
og hvað þá að gera snið en henti
mér óhrædd í verkið, viss um að ég
gæti þetta og það tókst!“
Birna var búsett í Danmörku um
árabil þar sem hún stundaði nám
í og starfaði við fatahönnun. „Ég
bjó í Danmörku í níu ár, þar lærði
ég fatahönnun og reyndi fyrir mér
sem slík í nokkur ár. Rak þrjár
búðir ásamt öðrum hönnuðum og
handverksfólki, vann fyrir f lotta
danska fatahönnuðinn Camilla S
og tók að mér ýmis búningaverk-
efni svo dæmi séu tekin.“
Reynslan var dýrmæt og veitti
Birnu mikilvæga innsýn í áhuga-
svið sitt. „Ég komst að því í þessu
ferli að ég er miklu meiri iðnaðar-
Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir
hjordiserna@frettabladid.is
Birna segir starf
klæðskerans
fela í sér nána
samvinnu við
viðskiptavini og
eru flíkurnar því
bæði vandaðar
og persónuleg-
ar. FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
Það að fá sér flík
sem er saumuð hjá
klæðskera er allt annað
en að kaupa skyndi-
tísku. Það er hugsað út í
hvert smáatriði, hvað
passar og hvað klæðir
viðkomandi.
Birna saumar jakkaföt frá grunni.
Birna vinnur
með ólík og
vönduð efni.
Jakki úr fallegu tweed-efni.
maður en hönnuður. Mér finnst
skemmtilegast að finna út úr því
hvernig á að gera f líkina á sem
fallegastan hátt að innan og utan,“
segir Birna hugsi.
Ragnar hálfgert tilraunadýr
Birna og Árni f luttu aftur til
Íslands fyrir sjö árum og nokkru
síðar settist Birna aftur á skóla-
bekk. „Ég f lutti heim frá Dan-
mörku í lok árs 2013 og ég settist
aftur á skólabekk 2016. Ég kláraði
klæðskeranámið 2018 sem ég byrj-
aði á 14 árum áður,“ skýrir hún
frá. Það var í náminu sem örlögin
gripu í taumana. „Á lokaárinu
fékk ég Ragnar Kjartansson til að
vera módel fyrir mig. Ég saumaði
á hann bæði smóking og kjólföt og
hann heillaðist af þessari vegferð
sem það er að láta sauma á sig föt.
Þar með var okkar samstarf hafið.“
Samstarfið reyndist gjöfult
og gerði Birnu kleift að færa út
kvíarnar og sökkva sér enn dýpra
í listina að baki klæðskerasaumi.
„Raggi og Ingibjörg leyfðu okkur
að vera í fallega kjallaraherberg-
inu á Tjarnargötunni þar sem þau
búa, og þar opnuðum við Rakel Ýr
Leifsdóttir litla klæðskerastofu.
Við tókum á móti okkar fyrstu
viðskiptavinum þar, saumuðum
jakkaföt, dragtir og stöku brúðar-
kjóla. Við fórum á kaf að læra að
gera klæðskerasaumuð jakkaföt
eins og þau voru gerð hérna áður
fyrr, með öllum handsaumnum og
fegurðinni sem fylgir því að móta
hverja f lík að líkama og þörfum
hvers viðskiptavinar.“
Birna segir samvinnu hennar og
Ragnars hafa verið afar lærdóms-
ríka. „Þarna hefur Raggi verið
eins konar tilraunadýr fyrir mig,
ég sauma föt og fæ hann í ótal
mátanir til að finna út hvernig er
best að gera fötin. Hann notar þau
síðan og kemur með athugasemdir
um hvað betur má fara og þannig
held ég við séum búin að þróa góð
jakkaföt.“
Andstæða skynditísku
Á tímum neysluhyggju þar sem
fjöldaframleiðsla og skynditíska
er ein helsta umhverfisógn sem
mannkynið stendur frammi fyrir
er ekki úr vegi að spyrja Birnu
hvaða þýðingu iðngrein á borð við
klæðskerasaum hafi.
„Það að fá sér f lík sem er saumuð
hjá klæðskera er allt annað en að
kaupa skynditísku. Það er hugsað
út í hvert smáatriði, hvað passar
og hvað klæðir viðkomandi. Efnis-
val er mikilvægur hluti af ferlinu
og þar getur hver og einn valið
hvað hann vill. Lífræn bómull,
íslensk ull, handofið tweed eða
hvað það er sem gerir f líkina sér-
staka fyrir þig.“
Slíkar f líkur séu hannaðar í
nánu samstarfi við viðskipta-
vininn sem getur gjörbreytt því
hvernig viðkomandi hugsar um og
notar f líkina. „Viðskiptavinurinn
er með í ferlinu frá upphafi til
enda og gerir sér held ég grein fyrir
hvað falleg vel sniðin f lík gerir
miklu meira fyrir mann. Þetta
verður þín f lík, sniðin og saumuð
af fagmanni með tilheyrandi
menntun. Flíkin endist betur og
ég er sannfærð um að viðskipta-
vinurinn hugsar betur um svona
f lík.“
Íslenska ullin heillandi
Birna segir ýmislegt á döfinni
og að atburðarás undanfarinna
mánaða hafi þar haft óvænt áhrif.
„Á saumaborðinu akkúrat núna
eru meðal annars andlitsgrímur,
mig langaði í fallega og þægilega
grímu sem væri líka eins örugg og
hægt er. Þetta eru skrítnir tímar,
ég bjóst ekki við því fyrir nokkr-
um mánuðum að ég hefði sterka
skoðun á andlitsgrímum.“
Þá hafa Birna og Rakel átt í
farsælu samstarfi við Kormák og
Skjöld sem þróa og og nota mikið
af íslenskri ull sem Birna er afar
hrifin af. „Núna erum við Rakel
með vinnustofu í Kjörgarði hjá
Kormáki og Skildi og erum í góðu
samstarfi við þá. Þeir eru búnir
að þróa og eru farnir að framleiða
íslenskt vaðmál sem er ótrúlega
fallegt og sterkt efni sem er frá-
bært að vinna með. Ég hlakka til
að sauma meira úr íslenskri ull í
framtíðinni. Það er eitthvað fallegt
og í takt við tímans tönn að gera
f líkur frá grunni í Reykjavík úr
íslenskri ull.“
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 3 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R