Fréttablaðið - 03.09.2020, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 03.09.2020, Blaðsíða 6
Ef ungmenni þurfa að deyfa sig í auknum mæli með vímu- efnum þá er spurning hvort íslenskt samfélag sé á réttri leið. Heiða Björg Hilmis- dóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkur- borgar 10. vikna námskeið fyrir börn og unglinga sem eiga það sameiginlegt að vera aðstandendur krabbameinsgreindra hefst 9. september. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu. LÖGREGLUMÁL 83 prósent fleiri voru tekin fyrir akstur undir áhrifum annarra ávana- og fíkniefna en áfengis fyrstu sjö mánuði þessa árs sé miðað við sama tíma í fyrra. Til- felli þar sem akstur undir ávana- og fíkniefnum kom við sögu voru 856 talsins frá janúar og út júlí í ár, en 468 þar sem um var að ræða ölvun- arakstur. Samgöngustofa hefur hrint af stað átakinu Tökum lyf og vímuefni úr umferð(inni), og hafa landsmenn margir rekið augun í auglýsingu átaksins á bæði samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum sem inniheldur rauðan blikkandi þríhyrning. Markmiðið með átakinu er að vekja fólk til vitundar um þá miklu hættu sem stafar af akstri undir áhrifum lyfja og vímuefna og samfélagslega ábyrgð. Árið 2018 slösuðust 92 einstakl- ingar vegna aksturs undir áhrifum ávana- og fíkniefna og þar af voru sextán alvarlega slasaðir. Á síðasta ári slösuðust 48 einstaklingar við sömu aðstæður og segir í tilkynn- ingu frá Samgöngustofu að fækkun á slíkum tilfellum sé að þakka auknum afskiptum lögreglu af öku- mönnum sem grunur er um að séu undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Þó sé hættan af þeim sem aka undir áhrifum slíkra lyfja slík, að ástæða sé til að hrinda af stað átaki sem þessu. „Lífsbætandi lyf geta orðið lífs- hættuleg sé ekki farið rétt með þau eða ef um ofneyslu er að ræða. Að baki kaldri tölfræði í slysaskýrslum er fólk, aðstandendur og ástvinir sem spyrja sig hvað hefði mátt gera. Mikilvægt er að vekja aðstandendur og neytendur sjálfa til vitundar um þessa hættu. Það er ekki bara líf eða heilsa neytandans og ökumanns- ins sem er í húfi. Fórnarlömbin eru fleiri,“ segir einnig í tilkynningunni. – bdj Fleiri teknir undir áhrifum við akstur Samgöngustofa stendur nú fyrir átaki gegn akstri undir áhrifum. FÉLAGSMÁL „Við sjáum að ungu fólki sem þarf fjárhagsaðstoð til fram- færslu er að fjölga mikið. Atvinnu- leysi hefur einnig verið að aukast. Það getur haft slæm áhrif á heilsu ungs fólks ef það er ekki í virkni eða einangrast félagslega og það þarf sérstaklega að huga þar að börnum sem hafa fengið mikla þjónustu eða verið á forræði barnaverndar,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Lögð verður áhersla á það í haust að útfæra úrræði fyrir ungt fólk í vanda. „Það er forvarnaaðgerð að sleppa ekki af þeim hendinni við 18 ára aldur, það þarf að tryggja þeim húsnæði og framfærslu fram yfir tvítugt,“ segir Heiða Björg. Frú Ragnheiður, skaðaminnkun- arúrræði Rauða krossins á höfuð- borgarsvæðinu, leggur áherslu á að koma til móts við þær þarfir jaðarsettra einstaklinga sem ekki er mætt annars staðar. Elísabet Brynj- arsdóttir verkefnastjóri segir lagða mikla áherslu á að búa til stuðnings- kerfi fyrir ungmenni á aldrinum 18 til 25 ára, kynna fyrir þeim réttindi sín og aðstoða við að koma þeim í samskipti við velferðarkerfið. „Þetta eru oft einstaklingar sem eru að koma úr barnaverndar- kerfinu og eru ekki að skila sér inn í gisti- eða neyðarskýlin eða önnur úrræði. Þau eru að redda sér í f lóknu kerfi og falla oft á milli. Við erum að reyna að ná til þeirra og byggja upp stuðningsnet þeirra,“ segir Elísabet. „Það er ekki auðvelt að vera nýorðinn 18 ára, með brotið félags- legt stuðningsnet og kominn aftast á biðlista eftir íbúð. Við erum að reyna að draga úr og lágmarka skaðann. Margir eiga mjög þunga áfallasögu að baki, bæði innan úr kerfinu og öðrum aðstæðum.“ Heiða Björg segir samstöðu innan borgarstjórnar um að enginn eigi að búa við heimilisleysi. Virkt samstarf sé milli borgarinnar og Embættis landlæknis í forvarnaaðgerðum. „Það eru vísbendingar um að það sé aukning í vímuefnaneyslu meðal ungmenna. Ef ungmenni þurfa að deyfa sig í auknum mæli með vímu- efnum þá er spurning hvort íslenskt samfélag sé á réttri leið.“ Efnahagsþrengingarnar hjálpi ekki til en nauðsynlegt sé að koma í veg fyrir að heimilislausum haldi áfram að fjölga og þeir komist í við- eigandi úrræði. Heiða Björg segir að ná þurfi utan um alla, með skaða- minnkandi úrræðum fyrir þá sem eru í neyslu og úrræði til að hjálpa þeim sem eru í bata. Einnig verða reist smáhýsi í vetur, fyrstu fimm smáhýsin verða tekin í notkun í október og önnur tvö fyrir áramót. „Þetta eru lítil, falleg hús sem ég tel að henti vel fyrir fólk sem er að koma úr heimilisleysi og treystir sér síður til að vera í miklu nábýli við aðra.“ Reykjavíkurborg vísar íbúum annarra sveitarfélaga ekki frá, en hefur sent reikninga fyrir þjónustu til annarra sveitarfélaga. „Mörg þeirra borga, en önnur ekki. Það finnst okkur miður. Það á ekki að vera þannig að útsvarsgreiðendur í Reykjavík eigi að standa straum af kostnaði við þjónustu við heimilis- lausa af öllu landinu.“ arib@frettabladid.is Veiti stuðning í forvarnaskyni Ungu fólki sem þarf fjárhagsaðstoð fjölgar mikið. Samstaða er innan borgarstjórnar um að koma í veg fyrir heimilisleysi þessa hóps. Forvarnir felist í að sleppa ekki af þeim hendinni við átján ára aldur. Þrengingarnar hjálpa ekki en stefnt að því að koma skjóli yfir alla sem á þurfa að halda. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR VÍSINDI Ný áströlsk rannsókn bend- ir til þess að eitur vissra býflugna- tegunda geti virkað í baráttunni við brjóstakrabbamein. Niðurstöðurnar voru birtar í vísindatímaritinu Nature og sam- kvæmt þeim eyðir melittín, virka efnið í eitri býf lugna, ekki aðeins krabbameinsfrumum heldur hindr- ar þær einnig í að fjölga sér. Auk þess að ráðast gegn krabba- meinsfrumunum af krafti þá virð- ist efnið ekki vera skaðlegt heil- brigðum frumum. Þá er einnig sá möguleiki fyrir hendi að melittín geti hjálpað til við að bæta árangur annarra meðferða við krabbameini með því að skapa veikleika í himnu krabbameinsfrumna. – bþ Býflugur nýtast við krabbameini SPÁNN Dómstóll í galísku borginni La Coruna á Spáni hefur komist að þeirri niðurstöðu að fjölskylda einræðisherrans Fransciso Franco þurfi að skila höll í héraðinu aftur til ríkisins. Höllin, Pazo de Meiras, var reist á á árunum 1893-1907 fyrir spænska skáldið Emilíu Pardo Barzon og var byggingin ánöfnuð spænska ríkinu árið 1939. Franco, sem stjórnaði Spáni með harðri hendi frá 1939 til 1975 og fæddist í borginni Ferrol í Galisíu keypti höllina af spænska ríkinu árið 1941 og notaði hana sem sumarleyfisstað á valdatíð sinni. Fjölskylda Franco hefur átt höll- ina síðan og var hún meðal annars auglýst til sölu fyrir um 1,4 milljarða króna fyrir nokkru. Niðurstaða dómstólsins var sú að kaup Franco á höllinni á sínum tíma hefðu verið ólögleg og því bæri fjölskyldu hans að skila henni aftur til spænska ríkisins. – bþ Fjölskylda Franco þarf að skila höll Býflugur eru til margs nytsamlegar. Franco var einræðisherra á Spáni. BRETLAND Kórónaveirufaraldurinn hefur skapað usla í ferðaþjónustu um allan heim. Þrátt fyrir það eru sumir klókari en aðrir í að eygja tækifæri og gera sér mat úr þeim. Einn slíkur er frumkvöðullinn Paul Derham, en CNN fjallaði um útsjónarsemi hans á dögunum. Þannig vill til að fjölmörg gríðar- stór skemmtiferðaskip liggja við akkeri á Ermarsundi enda ekki mikil eftirspurn eftir slíkum ferðum nú um stundir. Þar bíða skipin eftir því að ástandið lagist og hafa þau vakið forvitni innfæddra, enda vel greini- leg frá landi. Derham, sem á að baki tæplega þriggja áratuga starfsferil um borð í slíkum skipum, var fljót- ur að átta sig og fór að bjóða upp á „draugaskipabátsferðir“ út á sundið. Siglir hann með forvitna ferðamenn eins nálægt skipunum og unnt er og eys í leiðinni úr viskubrunni sínum um skipin og siglingar almennt. Ferðirnar slógu í gegn og Derham annar ekki eftirspurninni. „Ég er orðlaus yfir athyglinni sem ég hef fengið en líka svolítið stoltur, án þess að það stígi mér til höfuðs,“ segir Derham við CNN. – bþ Sá tækifæri felast í draugaskipunum á Ermarsundi Skip á Ermarsundi liggja þar við stjóra vegna verkefnaleysis. MYND/GETTY 3 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.