Fréttablaðið - 03.09.2020, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 03.09.2020, Blaðsíða 22
Bandaríska tónlistarkonan Beyoncé verður 39 ára á morgun. Hún er fædd og uppalin í borginni Houston í Texas, þar sem hún kom fram í fjölmörgum söng- og dans- keppnum sem barn. Frægðarsól hennar reis hratt í lok tíunda áratugarins þegar hún varð aðal- söngkona kvennasveitarinnar vinsælu Destiny’s Child. Um það leyti fékk Beyoncé hlutverk í sinni fyrstu kvikmynd, sem var Austin Powers in Goldmember (2002), og hóf sinn glæsilega sólóferil í tónlist. Í framhaldinu lék hún meðal annars í The Pink Panther og Dreamgirls. Beyoncé er fyrsti tónlistarmað- ur sög unnar til að koma fyrstu sex sóló plötum sínum á Billboard 200-listann vestanhafs. Fyrsta platan, Dangerously in Love, kom að auki fimm lögum á Billboard Hot 100-listann, þar á meðal laginu Crazy in Love með rappar- anum Jay-Z, sem nú er eiginmaður hennar og barnsfaðir. Allt frá því Beyoncé steig fram á sjónarsviðið hefur hún stolið senunni sökum glæsileika og annálaðs tískuvits. Sjálfstraustið skín af henni og hár hennar er skart út af fyrir sig. Þegar kemur að klæðaburði vill Bey oncé sýna kvenlegar línur og íturvaxinn líkamann. Hún klæð- ist gjarnan gegnsæjum efnum þar sem skín í bert hold og elskar að nota stór hálsmen og eyrnalokka við blúndur og efnalítil klæði. Öfugt við margar stjörnur nýtur Beyoncé sín í skærum litum þótt hún sé þekkt fyrir að klæðast líka öllu hvítu eða svörtu. Hún er alveg jafn f lott til fara í hvunndags- lífinu, þar sem hún sést íklædd stuttermabol og þröngum galla- buxum sem sýna vel mótaðan rassinn og fæturna, eða þá niður- þröngu pilsi og háum hælum. Þótt stíll Beyoncé sé kvenlegur á hún til að gerast öllu töffaralegri og klæðast þá leðurbuxum eða leðurjakka en notar þá háa hæla til að ítreka kvenleikann, rauðan varalit og hefur hárið slegið og villt. Voldugur makki er ein- mitt eitt af einkennum Beyoncé. Hún er með draumahár sem hún skartar ýmist rennisléttu eða krulluðu en setur upp hatta á slæmum hárdögum. Drottningin fer í afmæliskjólinn Söngdívan og mannréttindasinninn Beyoncé blæs á 39 kerta tertu á morgun. Hún þykir óaðfinnanleg í tauinu, með óbilandi tískuvit og hefur sín áhrif á tískustraumana. Queen B, eins og hún kallast stundum, elskar blúndur. Beyoncé hér þokkafull með kúrekahatt en hún er einmitt fædd og uppalin kúrekastelpa frá Texas og leikur sér iðu- lega með hatta til skrauts. Beyoncé í miðið með kvennasveitinni Destiny’s Child. Beyoncé með sínum heittelskaða eiginmanni, rapparanum Jay-Z. Hér eru þau glæsileg og grettin saman fyrr á þessu ári. MYNDIR/GETTY Beyoncé nýtur þess að sýna glæstan kroppinn eins og sjá má í þessum gegnsæja síðkjól skreytt- um eðalsteinum árið 2015. Eins og sjálf frelsisstyttan á 59. Grammy-verðlaunahátíðinni 2017. Í stuttbuxum og hettupeysu með glamúr á Coachella-hátíðinni 2018. NÁMSKEIÐ Veglegt sérblað Fréttablaðsins um námskeið kemur út föstudaginn 11. september. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Nánari upplýsingar um blaðið veitir Arnar Magnússon sölu- og markaðsfulltrúi Fréttablaðsins. Sími 550 5652 / arnarm@frettabladid.is FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 3 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.