Fréttablaðið - 03.09.2020, Blaðsíða 34
Allur sá andskoti sem COVID-19 hefur kall-að yfir heimsbyggð-ina stöðvar ek k i myllur af þreyingar-bransans sem mala
hægt en örugglega, þannig að þrátt
fyrir allt lítur út fyrir hressilegt
sjón varpshaust þegar streymis-
veiturnar skrúfa frá nýju efni.
Elísabet Englandsdrottning og
afkomendur hennar verða áberandi
í f lóðinu þar sem Netf lix heldur
áfram með The Crown, auk þess sem
breska ádeilugrínið og leirsteypan
Spitting Image rís upp af 24 ára dvala
og bregður kærkomnum spéspegli á
hið annars ömurlega ár 2020 sem
hlýtur að toppa 1992, jafnvel í huga
drottningarinnar sem lýsti því á
sínum tíma sem „annus horribilis“.
Bresku þættirnir Spitting Image
nutu mikilla vinsælda á meðan leir-
fígúrugrín þeirra hélt út frá 1984 til
1996. Þættirnir rötuðu meira að
segja til Íslands í árdaga Stöðvar 2
og voru kallaðir Spéspegill.
Þar fóru þau til dæmis mikinn
Ronald Reagan, Margaret Thatcher
og Sylvester Stallone svo einhverjir
séu nefndir. En nú er öldin önnur og
það segir sitt um ástandið að ákveðið
hafi verið að dusta rykið af spéspegl-
inum.
Framleiðendurnir hafa lýst því yfir
að þar sem heimurinn fari stöðugt
minnkandi um leið og hann verði
óstöðugri sé ekkert jafn viðeigandi
og að heimsviðburðir séu teknir
goðsagnakenndum tökum breskrar
satíru.
Meðal þeirra sem fá nú á leirbauk-
inn í Spitting Image eru vitaskuld
Donald og Melania Trump, Bor is
Johnson, Harry og Meghan, Bey-
oncé, Pútín, Adele, Greta Thunberg,
Jurg en Klopp og Bernie Sanders að
ógleymdri Kim Kardashian.
Þættirnir eru væntanlegir í haust
á Britbox, sameiginlega efnisveitu
BBC og ITV, og líklegt er að áhuga-
samir muni þurfa að nálgast þá eftir
krókaleiðum. Í það minnsta til að
byrja með. toti@frettabladid.is
Annus horribilis í stuðstreymi
Þrátt fyrir algjörlega ömurlegt COVID-árferði stefnir í merkilega fjörugt haust á streymisveitunum þótt það segi
vissulega sína sögu að tilefni þykir til þess að bregða hinum 24 ára gamla spéspegli Spitting Image á árið 2020.
Varla þarf að fjölyrða um miklar
vinsældir The Crown en hafi áhugi
einhverra á daglegu amstri og
tilfinningabrölti bresku konungs-
fjölskyldunnar dalað, þá er
vægast sagt líklegt að það breytist
15. nóvember þegar Netflix teflir
þessu krúnudjásni sínu fram í
fjórða sinn.
Krúnileikar Elísabetar II. hefjast
nefnilega á níunda áratugnum í
þessari seríu, en 80’s-ið var vægast
sagt viðburðaríkt í lífi þjóðar og
hirðar og nú er loksins komið að
því að Margaret Thatcher og Díana
prinsessa stígi fram á sviðið en
þær ólíku kjarnorkukonur hafa
vitaskuld báðar skilið eftir sig djúp
spor í sögunni.
Fram undan eru konunglegt
brúðkaup í forsætisráðherratíð
Járnfrúarinnar auk þess sem prins-
arnir tveir Vilhjálmur og Harry líta
dagsins ljós.
Olivia Colman og Tobias Men-
zies eru enn í hlutverkum Elísa-
betar drottningar og eiginmanns
hennar og Helena Bonham Carter
heldur áfram sem hin óhamingju-
sama Margrét prinsessa. Þá
endurtaka Ben Daniels, Charles
Dance og fleiri rullur sínar. Athygli
og áhugi flestra verður þó án
efa fyrst og fremst á nýliðunum
Emma Corrin og Gillian Anderson í
hlutverkum Díönu og Thatcher.
Krúnuleikar kjarnorkukvenna
Emma Corrin leikur prinsessu fólksins, Díönu Spencer,
sem fær loksins sín sögulegu augnablik í The Crown.
Gillian Anderson, sem þekktust er sem Dana Scully í
X-Files, þykir sláandi lík Margaret Thatcher í The Crown.
Stjörnustríðsaðdáendur voru
einhver samstilltasti og þéttasti
hópur sem sögur fara af áður en
Disney tókst á örfáum árum og
með nýjum Star Wars-þríleik að
tvístra þeim í andstæðar fylkingar,
sem hatast aðallega heitt og inni-
lega á samfélagsmiðlum.
Þrátt fyrir þetta náðist í fyrra
nokkuð almenn sátt um að sjón-
varpsþættirnir The Mandalorian
væru býsna gott og ferskt Stjörnu-
stríð reist á hinum trausta og
gamla grunni sem George Lucas
lagði.
Mannaveiðarinn dularfulli í
Boba Fett-búningnum virkaði full-
komlega í vestrafílíng þáttanna
og blessað Yoda-barnið bræddi
beiskustu nördahjörtu með
sínum ómótstæðilegu krúttleg-
heitum.
Fyrsta þáttaröð endaði á há-
spennupunkti þar sem illmennið
Gideon stórmoffi tendraði hvorki
meira né minna en skuggageisla-
sverð til alls líklegur. Sem betur
fer var tökum á framhaldinu svo
gott sem lokið áður en COVID skall
á, þannig að framhaldið hefst á
Disney+ í október og ekki dregur
það úr eftirvæntingunni að leik-
konan Rosario Dawson bætist nú
í hópinn.
Sameiningartáknið
Mátturinn hefur heldur betur verið með Mando og krúttlega Yoda-barninu.
Sarah Paulson ræðst ekki á skúrkagarðinn þar sem
hann er lægstur þegar hún setur upp kappa Ratched.
Fletcher varpar stórum skugga sem Ratched í Gauks-
hreiðrinu sem Milos Forman byggði á bók Kens Kesey.
Ofurhetjubanarnir sem kenna
sig við The Boys, þrátt fyrir að sú
skæðasta í hópnum sé kona og
aldrei kölluð annað en The Fe-
male, skrúfa frá hauststreyminu
strax á morgun á Amazon Prime.
Fyrsta sería þáttanna, sem
byggja á samnefndri myndasögu
eftir Garth Ennis, gerði stormandi
lukku í fyrra og lauk í mikilli
spennu og bullandi óvissu þannig
að margir hafa beðið spenntir
eftir framhaldinu sem hermt er að
sé alveg jafn óheflað og gefi því
sem á undan er komið ekkert eftir
þegar galsafenginn hasar, spenna
og grafískt ofbeldi eru annars
vegar.
Myndasaga Ennis gerist milli
áranna 2006 og 2008 og gengur út
frá því að ef ofurhetjur væru raun-
verulega á meðal okkar væru þær
að sjálfsögðu í krafti yfirburða
sinna, gerspilltar og viðbjóðslegar
skepnur sem hefja sig yfir lög og
mannréttindi.
Þættirnir leggja út af þessu og er
um leið greinilega ætlað að varpa
ljósi á og endurspegla ástandið í
Bandaríkjunum og þann háskalega
samruna rótgróins íhalds og öfga
hægristefnu og kynþáttahyggju
sem hefur litað alla pólitíska um-
ræðu undanfarin ár.
Amazon Prime sýnir nýjan þátt
á hverjum föstudegi frá og með 4.
september þar til yfir lýkur þann
9. október.
Subbulegur samtímaspegill
Konan eina í strákagenginu ásamt hinum rustunum sem kenndir eru við The
Boys-gengið og er ekkert heilagt þegar berja þarf niður eitraðar ofurhetjur.
Hjúkrunarfræðingurinn Mildred
Ratched er eitt magnaðasta ill-
menni kvikmyndasögunnar og
sjálfsagt ógleymanleg öllum þeim
sem hafa séð Louise Fletcher fara
hamförum í Óskarsverðlauna-
túlkun sinni á henni í One Flew
Over the Cuckoo’s Nest frá 1975.
Þar gerði Ratched Jack Nichol-
son í hlutverki R.P. McMurphy og
fleiri andlega veikum skjólstæð-
ingum sínum, lífið óendanlega
leitt á geðveikrahælinu sem kennt
er við Gaukshreiðrið.
Netflix veðjar á forna frægð
alræmdrar persónunnar og Ryan
Murphy, höfund American Horror
Story-þáttanna, í þáttunum
Ratched, sem byrja að streyma frá
efnisveitunni 18. september.
Leikkonan Sarah Paulson leggur
að þessu sinni til atlögu við per-
sónuna sem Louise Fletcher sló
svo eftirminnilega eign sinni á
og leikur Ratched á yngri árum
en þættirnir eru hugsaðir sem
einhvers konar sköpunarsaga
Ratched, þar sem væntanlega
verður reynt að varpa ljósi á
hvernig hún varð að því skrímsli
sem síðar misnotaði stöðu sína í
Gaukshreiðrinu til þess að níðast á
geðveikum.
Skrímslið í geðheilbrigðiskerfinu
3 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R26 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ